Vísir - 20.12.1965, Blaðsíða 2
V1S IR . Mánudagur 20. desember 1965.
VALUR MEÐ TVÖ MÖRK YFIR
— og i kvöld ræðst jboð hvort liðið
fer áfram i Evrópubikarkeppninni
VALUR er með tvö mörk yfir eftir fyrri leik sinn
við norsku handknattleiksmeistarana SKOGN,
—vann 11:9 f gærdag í allspennandi leik í Laugar-
dal, og ekki sízt sögulegum undir lokin. í kvöld
verður það útkljáð hvort Valur heldur áfram.í þess
ari keppni, Evrópubikarkeppninni í handknattleik
kvenna, eða ekki. Eru allar líkur á að næsti and-
stæðingur verði þá HG, en það lið er danskt og
núverandi handhafi Evrópubikarsins.
ÚTHALDSLEYSí er það, sem er nú stærsti gall-
inn við lið Vals, og í kvöld verður það einmitt
þetta, sem kemur til með að há Valsstúlkunum
mest. Þau tvö mörk, sem þær hafa til góða, duga
skammt ef þær byrja ekki þeim mun betur og ná
öryggri forystu, sem ekkert fær unnið á.
í leiknum í gær var úthalds-
leysið orðið eins áberandi og hjá I
íslenzka landsliðinu fyrir nokkrum
dögum gegn Rússum. Sendingarnar
voru orðnar svo máttlitlar að
norsku stúlkurnar áttu auðvelt j
með að komast á milli og bruna
upp völlinn með boltann og skora
af línu. Tilraunir Valsstúlknanna
voru líka máttlausar við að skora. I
Valur byrjaði vel og Sigríður
Sigurðardóttir skoraði úr vítakasti
á 8. mín. en þær norsku komust
yfir með tveim góðum mörkum,
en Sigríður jafnaði einnig úr víta- [
kasti. Sigrún skoraði 3:2 fyrir Val!
á 13. mín. og norsku stúlkurnar
jafna jafnharðan. Sigrún skorar
enn 4:3 og þær norsku virðast
ekkert geta ráðið við þessa ís-
lenzku valkvrju. Rétt á eftir var
Sigríði Sigurðardóttur vísað af
leikvelii í 2 mín. fyrir brot sem
virtist smávægilegt. Sigrún Guð-
mundsdóttir skoraði enn einu sinni
yfir Skogn-vörnina fyrir leikhlé, og
stóðu ieikar því 5:3 í hléi.
í seinni hálfleik byrjuðu Vals-
stúlkurnar mjög vel og það var
því að þakka að þær gengu með sig
ur af hólmi. Ása Kristinsdóttir
skoraði á 3. mín. laglega af línu
en Solfrid Törrensvold skorar úr
vítakasti 6:4 og var það heldur
hæpinn dómur danska dómarans.
Sigrún Guðmundsd. skoraði nú
7:4 úr vítakasti. Sigríður Sigurðar-
dóttir bætti við 8:4 og norsku
stúlkumar skutu í stöng í víta-
kasti. Sigrún Ingólfsdóttir skoraði
síðan 9:4.
Valsstúlkurnar voru búnar að
vera mun betri en þær norsku í
seinni hálfl. og höfðu náð alltrvggri
forystu, — sigurinn var greinilega
orðinn íslenzkur enda hálfleikurinn
rúmlega hálfnaður. Ása Kristins-
dóttir skoraði 10:4 um þetta leyti
og margir voru farnir aö trúa á
stóran sigur Vals.
En seinni hluti síðari hálfleiks
stóð £ Vaisstúlkunum eins og all-
flestum íslenzkum liðum að því er
virðist. ÚTHALDIÐ vantaði og því i
fór sem fór, þær norsku sigu á
óðfluga og það var einungis hinn !
stutti leiktími, 2x20 mín., sem
gerði það að verkum, að Valur
vann.
Fyrst skoraði Dagrun Aune 10:5, |
en Sigrún Guðmundsdóttir svarar i
með 11:5 á 13. mínútu. Næstu 7 |
mfnútur eða svo liðu og voru
hreinasta martröð fyrir áhorfend-
j ur, sem allflestir fylgdu Val. Hvað
! eftir annað skoruðu SKOGN-
stúlkumar án þess að Val tækist
að svara fyrir sig. Oft var þetta
fyrir hreinan klaufaskap og hreint
úthaldsleysi.
Lauk svo, þegar dómarinn hafði
heldur áfram keppni.
! Valsliðið fannst mér langt frá
sínu bezta. Þó var leikurinn ekki
svo mjög slæmur, en full markaður
j af taugaspennu. En það var leikur
; norska liðsins að vísu iíka. Sigríð-
endanlega flautað af að Vaiur hafði ur Sigurðardóttir, .aðaltromp Vais-
skorað 11 mörk gegn 9 mörkum liðsins var ekki £ „essinu“ sinu f
hinna norsku. Og þannig verður gær, lék langt undir getu. Verði
staðan raunar, þegar liðin mætast hún eins og hún á að sér f kvöld
í kvöld, þvf samanlögð tala leikj- þarf engu að kvíða. Mikil óheppni
anna ræður því hvort liðanna i
FURÐULEGAR
LOKAMÍNÚTUR
Það vakti mikla athygli í Laugardal, að leikurinn var
framiengdur um mínútu eftir að dómarinn hafði „flautað af“,
stúlkumar hrópað húrra, hvort lið með sinni aðferð, og
stúlkurnar á leið til búningsklefa, þegar dómarinn kallaði
stúlkurnar aftur til leiks. „Ein rnínúta var eftir“, sagði hann. ^
Það var norski þjálfarinn, sem hafði mótmælt, þegar flaut- t
að var af. Og dómarinn skoðaði klukku tímavarðar og komst ^
að þeirri niðurstöðu, að þjálfarinn hefði rétt fyrir sér. Fjölda-
margir aðrir höfðu þó tekið timann og reyndist hann réttur,
þegar flautað var af í fyrra sinnið.
Ekki vakti það minni athygli, að þegar tímavörður fiaut-
aði í seinna skiptið var boltinn á leið í Valsmarkið og dæmdi
dómarinn. það mark. „Boltinn var kominn inn fyrir marklín-
una“, sagði dómarinn að leik loknum við fréttamann Vísis.
Hundmð manna urðu þó vitni að öðm. Inger Noröy var ein-
mitt I skotfæri á línunni, þegar hann flautaði og þar með
var leikurinn með réttu búinn. Markatalan fyrri daginn átti
því með réttu að vera 11:8 fyrir Val. Þetta mark getur ráðið
mikiu, en úr því fæst skorið í kvöld.
Hér brauzt Sigrún Ingólfsdóttir á línu, en margar norskar hendur
voru á lofti til að stöðva hana.
)