Vísir - 20.12.1965, Blaðsíða 7
VISIR . Mánudagur 20. desember 1365.
7
Vígsla
Framhald af Ws. 1.
fjöldi manna hefði sýnt kirkju-
smíðinni og þakkaði öilum sem
þar hefðu lagt hönd að verki.
Nú ætti söfnuðurinn sér fagn-
aðarstund, er hann sæi þrár og
vonir margra liðinna ára ræt-
ast. „Á vígsluhátíð kirkju vorr
ar, gleðjumst vér heilshugar,"
sagði hann, „en látum þá einn
ig lofgjörðina, þakklátssemina
gagntaka hugi vora.“
Altarisguðsþjónustu annaðist
hinn söknarpresturirm séra Am
grímur Jónsson Við athöfnma
söng kirkjukór sóknarinnar, org
elleikari var Gunnar Sigurgeírs
son, auk þess lék strengjahijóm
sveít undir stjóm Bjöms Óiafs-
sonar fiðluleikara.
Byggingarsaga
Nokkm áður en hin nýja
kirkja var vígð bauð sóknar-
nefnd Háteigskirkju blaðamðnn
um að koma og skoða hana. Fyr
ir nefndinni hafði orð formaður
hennar Þorbjöm Jóhannesscm
en einnig var húsameistari henn
ar, Halidór H. Jónsson arkrtekt
þar viðstaddur.
Formaður rakti byggingarsög
una. Prestakallið var stofnað ár
ið 1952 og hefur söfnuðurinn
síðan fengið afnot af hátíðasal
Sjómannaskólans. En fijótlega
var farið að ræða um kirkju-
byggingu fyrir sóknina og strax
á árinu 1953 veitti Reykjavlkur
borg lóð þá sem kirkjan nú
stendur á. Halldóri H. Jónssyni
arkitekt var falið að gera teikn-
ingar að fyrirhugaðri kirkju og
vora teikningar hans lagðar
fram á safnaðarfundi vorið 1957
og vöktu ánægju. Framkvæmd
ir við grunn kirkjunnar hófust
haustið 1957 og sumarið 1960
Iagði biskup Islands homstein
að henni, en þá var kirkjan um
það bil fokheld.
Bygging sem þessi kirkja kost
ar mikið fé og mun byggingar-
kostnaður nú vera kringum 10
milljónir króna. Safnaðarfólkið
hefur sjálft lagt drýgstan skerf
af mörkum með frjálsum fram-
lögum og kirkjugjöldum. Tvíveg
is hefur verið efnt til almennra
fjársafnana. Þá hefur borgarráð
Reykjavíkur mörg undanfarin ár
veitt nokkurt fé til kirkjubygg-
inga I borginni og Háteigskirkju
var veitt töluvert fé úr þeim
sjóði. Auk þess hefur sóknar-
nefndin orðið að taka mörg og
mikil lán til byggingarinnar.
Enn er kirkjunni ekki fullkom
lega lokið, m.a. vanta'r enn
kirkjuklukkur og pípuorgel sem
hæfir kirkjunni, en pantað hef-
ur verið mjög fullkomið orgel
frá Steinmeyer-verksmiðjunum
I Þýzkalandi, en sú verksmiðja
hefur sýnt kirkjunni þann vel-
vilja að lána henni bráðabirgða
orgel endurgjaldslaust þar til
hið rétta verður tilbúið eftir tvö
ár
Formaður sóknarne'fndar
nefndi ýmsa menn sem lagt
höfðu hönd að verki, svo sem
Þórð Jasonarson byggingar-
meistara, sem hefur unnið
vandasamt verk af trúmennsku
og elju.
Fréttamenn ræddu við húsa-
meistarann, Halldór H. Jóns-
son. Aðspurður sagði hann, að
frá upphafi hefði hann verið
ákveðinn I að hafa kirkjuna I
hinum hefðbundna krosskirkju-
stíl, sá svipur eigi að fylgja
hinni kristnu trú, sé vikið frá
honum, fyndist honum eins og
að í því húsi kynni og að verða
vikið frá hinni réttu trú. Þar
fyrir utan hefur lögun kirkjunn
ar og línur smám saman þróazt
við teikningu hennar. Eftir að
tumamir tveir voru komnir
framan á hana fannst honum
hæfa að setja aðra tvo við kór
inn, svo að línur hennar héidu
jafnvægi.
Halldór kvaðst álíta það fram
skilyrði til þess að geta teiknað
kirkju, að vera sjálfur trúaður,
því að kirkjan hlýtur að verða
I huga húsameistarans lofsöng
ur til skaparins. Tumar tilheyra
kirkjum, af því að þeir gefa
stefnuna upp á við til himna.
— Er hægt að segja að ákveð
irm stíll sé á krrkjunni? spurð
um vér.
— Nei, það er ekki hægt að
segja það, teikningin er samin
upp úr minmn persónulegu
hugmyndum. Það era sðmu lín-
ur I bogagöngum, kórdyram og
gluggum og það má segja að
þessar línur eigi nokkuð skyit
við hinn býsantlska stíl, og það
firmst mér eðlflegt, vegna þess
að ísiendingar sóttu sinn lista-
stfl forðum mjög til býsantlskr-
ar listar, hún hefur borizt hing
að gegnum tengsli norrænna
manna við Kænugarð og Mikla
garð fyrr á öldum.
— Og hvernig sameinar húsa
meistari nútímans kirkjulega
tign tíðaranda nútímans?
— í kirkjunni innanverðu
legg ég mikinn áhuga á lýsing-
una, og það samspil I ljósi og
skuggum sem verður I boga-
hvelfingunum og svo kemur nú
tímatæknin inn á mörgum öðr-
um sviðum, I samræmi við kröf-
ur tímans þá eru kirkjubekkimir
mjúkir og bólstraðir, en þeir
eru I laginu líkt og gamlir
kirkjubekkir með háu baki.
Þetta tel ég nauðsynlegt I kirkj
um, skapar hverjum kirkjugesti
þann frið einverunnar sem þarf
að vera umgjörð bænarstundar
Þá er mikil áherzla lögð á góð-
an hljómburð, litlir hátalarar
eru fram eftir kirkjunni sem
gera það að verkum að orð
prestsins heyrast þó hann tali
lágt og hátalararnir stilltir svo
að hljóðið er tafið og ekki mynd
ast tvíhljómur. í kórdyrum er
komið fyrir mörgum litlum ljós-
kösturum sem bera birtu að alt
ari I ýmsum litum og veita því
fagran litblæ, þegar prestur stíg
ur I stólinn kviknar ljós sjálf-
virkt yfir honum. Þá er fullkom
ið hitunarkerfi I kirkjunni sem
hitar upp holrúm undir öllu
kirkjugólfinu og á það að úti
loka gólfkulda sem er stundum
svo hvimleiður I kirkjum. Með
þessum og öðrum hætti er tækn-
in tekin I notkun I kirkjubygg-
ingum nútfmans.
Háteigskirkja er 530 ferm. að
stærð. í aðalkirkjuskipinu er
sæti fyrir 270 manns og I hliðl
argöngum fyrir 100 manns.
Skrúðhús eru tvö, sitt hvoram
megin við kórinn og er gengt I
annað utanfrá. Kirkjan verður
tengd væntanlegu safnaðarhúsi
með gangi og eru dyr þangað
úr krossi kirkjunnar til vinstri
en I krossi kirkjunnar til hægri
er komið fyrir lítilli kapellu,
sem ætluð er fyrir giftingar
skírnir o.fl. til þess að gefa at-
höfninni meiri hlýleika, þegar |
færri eru viðstaddir. í kapell I
unni eru 20 sæti.
Kórveggurinn verður klædd-
ur mosaikmynd, sem eftír er að
gera. 1 gluggum kirkjunnar eru
nú rúður með venjulegu lituðu
kirkjugleri, en gert ráð fyrir að
komi steindir gluggar gerðir af
listamönnum.
Hjartkær litla dóttir okkar
GUÐFINNA ARNA
verður jarðsungin frá'Neskirkju 21. des. kl. 1.30.
Anna M. Thorlacius
Sigurlaugur Sigurðsson.
Nýjar klukkur —
Framh. ar bls. 16
sóknarpresturinn, séra Árelíus NI
elsson að hann kysi helzt að vera
laus við sjáifvirknina I sambandi
við klukkumar og þótt hrmgjarar
væra vandfundnir myndi I Iengstu
lög reynt að láta mannshöndina
hringja. Þá yrði meiri tilbreyting og
llf I hringingunni. Hljómur klukkn-
anna er þríþættur, fyrst hljómar
hver klukka út af fyrir sig og síð-
an allar saman.
Bruuð —
Framh. af bls. 16
Degi Jónassyni, sem er fram-
kvæmdastjóri verksmiðjunn-
ar. Fyrirtækið er til húsa í
400 fermetra nýbyggingu við
Auðbrekku 32 í Kópavogi.
Forsendur stofnenda fyrir-
tækisins voru þær, að fram-
leiðslu og dreifingu á brauði
mætti bæta stórlega hér á
landi með því að koma á ný-
tízku rekstri eins og tíðkast
í Bandaríkjunum og víðast í
Vestur-Evrópu. - Islenzki
markaðurinn var hins vegar
ekki nógu stór til að koma
á fót fullkomnustu verk-
smiðjuframleiðslu, en véla-
kostur Brauðs h.f. er sá full-
komnasti og nýtízkulegasti,
sem hæfir stærð íslenzka
markaðsins.
Vörumerki verksmiðjunn-
ar er SAFA. O. Johnson &
Kaaber dreifa brauðunum
bæði í Reykjavík og ná-
grenni og út á land. Verður
brauðið t. d. til sölu í öllum
nýlendu- og matvöruverzlun-
um, enda haldast brauðin ný
dögum saman. Fyrst um sinn
verða aðeins framleidd Safa-
franskbrauð, Safa-samloku-
brauð og Safa-heilhveiti-
brauð, en síðar verður starf-
semin færð út og fljótlega
bætt við framleiðslu á kúm-
enhornum og steikarraspi.
Framleiðsla Safa-brauð-
anna fer þannig fram: Hráefn
ið er flutt úr hráefnageymsl-
unum í svokölluð eltikör. Það
an gengur deigið I vigtunar-
vél og úr henni í upprúll-
unarvél Þaðan fer það sjálf-
krafa í hvíliskáp, þar sem
skilyrði eru ákjósanleg
fyrir gerjun. - Eftir hvíld-
ina fer deigið í bakara-
ofninn, mikið verkfæri, sem
bakar í einu 600 brauð. Síð-
an tekur við lokastig fram-
leiðslunnar. Hleifarnir fara
í vél, sem sker þá í jafnar
sneiðar og pakkar brauðinu
um leið I sérstaklega gerðan
vaxpappír og lokar pökkun-
um með rafhitaútbúnaði. —
Færð —
Framh. af bls. 16
í síðustu viku var færð
þung á Akureyri, en nú er
hún orðin nokkuð góð, að því
er lögreglan á Akureyri tjáði
blaðinu í morgun. Þótt mikil
hálka hafi verið á götum fyr-
ir og um helgina og umferð
mikil, urðu engir stórir á-
rekstrar. Smáárekstrar urðu
aðeins og var talsvert um að
ekið væri á kyrrstæða bíla.
KitclienAidi*
HRÆRIVÉLIN u
SKIPAR
HEIÐURSSESS
UM VÍÐA VERÖLD
SÖKUM BÆÐA
□ G ÖRYGGIS
Keflavíkurmálið —
Framha1*1 Ht bls 16
flugvelli til ýmissa aðila I Reykja-
vík, en þessar ávísanir námu sam-
tals 2.6 milljónum króna. Saman
við það mál blandast útgáfa á á-
vlsunum til greiðslu á þessum á-
vísunum, en Sparisjóður Keflavík
ur neitaði að greiða þær ávlsanir
þar sem innstæða væri ekki fyrir
hendi. Við þetta mál koma með-
eigandi Jósafats að fyrirtækjum
hans Áki Gránz og starfsmaður
þeirra Karl Albert Sanders og auk
þess pósthússtjórinn á Keflavíkur-
flugvelli sem þá var, Þórður Hall-
dórsson.
Saksóknari gerði kröfu um refs-
ingar samkvæmt ýmsum greinum
hegningarlaga og gaf langa lýsingu
á þeim fjárviðskiptum sem hér
lágu að baki.
Síðan tóku verjendur til máls,
en þeir voru Áki Jakobsson fyrir
Jósafat Arngrímsson, Árni Guð-
jónsson fyrir Eyþór Þórðarson,
Guðmundur Ingvi Sigurðsson fyrir
Þór Halldórsson, Benedik Sigur-
jónsson fyrir Áka Gránz og Páll S.
Pálsson fyrir Karl Albert Sanders.
Verjendur kröfðust hver um sig
sýknu til handa skjólstæðingum
sínum og ella vægustu refsinga,
svo sem sektarrefsinga og ennfrem
ur að dómar yrðu gerðir skilorðs-
bundnir og byggðu það á marg-
háttuðum rökum, sem ekki er hægt
að rekja hér nákvæmlega fyrir
hvern um sig.
En nefna má þessi atriði. Á það
var bent, að I sambandi við verk-
takastörfin á Keflavíkurflugvelli
hefði ekki verið um nein svik að
ræða, verkin hefðu verið unnin og
fyrir þau komið rétt greiðsla. Það
eina sem hefðil gerzt I því hefði
verið að rétt nöfn starfsmanna við
verkið hefðu ekki verið gefin upp,
heldur kvittað fyrir með tilbúnum
nöfnum. Þetta hefði verið gert
samkvæmt beiðni framkvæmda-
stjóra klúbba þeirra sem hér var
um að ræða.
Varðandi pósthúsmálin kom það
, fram hjá verjendum, að Jósafat
hefði átt mikil viðskipti við póst-
húsið, svo milljónum króna skipti
og eftir langan tíma hefði verið
komið þar á traust. Jósafat hefði
verið vanur að greiða símaávlsan-
irnar með ávísunum á Sparisjóð
Keflavíkur, sem hefði veitt honum
nokkurs konar yfirdrátt, þannig
að ef innstæða væri 'ekki til fyrir
ávísunum skyldi hann fá stuttan
frest til að greiða þær. Hafði það
komið fyrir að hann fékk þannig
3 daga til vikufest. En Áki Jakobs-
son lagði mikla áherzlu á það, að
: það sem gerðist hér var að mikil
panik kom upp I öllu þessu máli,
, þegar Jósafat var úrskurðaður I
I gæzluvarðhald. Þá höfðu samstarfs
menn hans Áki Granz og Karl
Sanders gefið út I fátinu ávísun til
að greiða símaávísanimar og
Sparisjóður Keflavíkur hafi einnig
I þessu fáti gengið á bak orða
I sinna og lýst því yfir að innstæða
i væri ekki fyrir hendi .
í þessu sambandi vék Páll S.
Pálsson verjandi Karls Alberts
, Sanders að því, að hann hefði
! komið inn I rekstur fyrirtækja
| Jósafats og haldið rekstrinum á
I fram eins og hann hefði verið. Þar
| hefði hann aðeins starfað I fjóra
mánuði áður en atburðir þessir
gerðust. þar a. verij einn mánuð
erlendis. Hann hafi verið með
prókúruumboð og skilið eftir óút-
fylltar undirritaðar ávísanir, sem
Jósafat. hefði slðan fyllt út, og
slðustu ávlsanirnar hefði hann gef
ið út I fáti. Á það var og bent við
málflutninginn, að fjárhæð sú sem
hér er um að ræða hefði verið
greidd nær þvf að fullu.
Málið var nú tekið til dóms af
Ólafi Þorlákssyni dómara. Má bú-
ast við að það taki hann nokkrar
vikur áður en dómur verður upp
kveðinn.