Vísir - 20.12.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 20.12.1965, Blaðsíða 9
VfSIR . Mánudagur 20. desember 1965. Stíflan við Búrfell verður fyrir ofan Tröllkonuhlaup, fossinn á myndinni. Tjá hafa Ijósin á norska jóla- trénu verið tendruð enn á ný og jólasvipurinn er kominn á miðborgina. f bréfi frá frétta- ritara Vfsis í Osló segir að jólaundirbúningurinn þar f borg hafi hafizt er þetta tré, gjðf borgarinnar til Reykjavíkur, var feDt í skógi skammt frá Ósló fyrir þremur vikum Jóla- tréð er vináttuvottur ágætrar frændþjóðar og orðinn fastur liður í jólahaldi íbúa Reykja- víkur. Að þessu sinni afhenti það hinn nýi sendiherra Nor- egs, Tor Myklebost, en hann og kona hans hafa þegar skapað sér góðar vinsældir hér á landi þótt tiltölulega ný séu í starfi. Skynsamlegt spor Um síðustu helgi gerðist það einnig að heyrum kunnugt var merkt samkomulag sem náðst hefur milli aðila vinnumarkaðs ins, hinna fomu höfuðandstæð- inga verkalýðshreyfingarinnar og vinnuveitendasambandsins Samkomulag þetta fjallar um upphaf og framkvæmd vinnu- rannsókna hér á landi. Eðlilegt er að þeir sem ekki kunna mikil skil á þessu tiltölulega sér- hæfða verkefni spyrji í hverju mikilvægi þess sé fólgið. Því er auðsvarað. Það er sameigin- legt hagsmunamál allra þeirra sem að framleiðslunni í þjóðfé- laginu starfa að samstarfið þar sé sem nánast og að stöðugt sé unnið að endurbótum á vinnuaðferðum og launafyrir- komulagi i i þvf skyni að bæta nýtingu véla, hráefnis og vinnuafls. Sá mikilvægi hugsunarháttur hefur hlotið opinbera staðfest- ingu að það sé ekki síður í hag launþeganna, sem við atvinnu- tækín og framleiðsluna starfa, en eigenda þeirra að unnt sé að auka framleiðsluna sem mest og þá einnig framleiðnina. Með því skapast ágóði bæði fyrir launþegana og eigendur atvinnufyrirtækjanna sem þýð- ir að afkoma beggja starfshópa batnar og lífskjörin verða tryggari. Þetta er staðrejmd sem verklýðs og launþegasam- tökum í vestrænum löndum er víðast hvar orðin löngu ljós, en hefur átt æði erfitt uppdráttar hér á landi. Þess vegna er það gieðilegt að heildarsamtök vinnuveitenda og Iaunþega skuli nú hafa sameinazt um að framkvæma rannsóknir sem hafa það markmið að finna beztu vinnuaðferðir, koma í veg fyrir timatap og mynda réttan grundvöll fyrir launa- ákvarðanir. Það er allt forend- an fyrir velgengni atvinnuvega og fyrirtækja. Ákvæöisvinna: Stórhækkuð laun Ekki sízt eru vinnurannsókn- ir mikilsverðar sem grundvöllur ákvæðisvinnufyrirkomulags. Hina mestu nauðsyn ber til að innleiða ákvæðisvinnu á miklu fleiri sviðum en hún tíðkast í dag hér á landi. Ekki þarf ann- að en líta til reynslu erlendra iðn og atvinnufyrirtækja til þess að gera sér ljóst að á- kvæðisvinnan er öruggasta og bezta Ieiðin til þess að auka framleiðsluna og bæta kjörin með sem minnstum tilkostnaði fyrir fyrirtækin. Hér á landi hefur ákvæðisvinnan aðeins að nokkru verið tekin upp í iðnað- inum. Þar hefur hún þegar sannað ágæti sitt. Tilraunir með ákvæðisvinnufyrirkomu- lag í frystihúsunum eru tiltölu lega ný hafnar, en hafa þegar gefið ágæta raun. Iðnfyrirtæki eins og Ofnasmiðjan og Bíla- smiðjan, hafa reynt ákvæðis- vinnufyrirkomulagið. Niðurstað an í slikum iðnfvrirtækjum hefur verið sums staðar sú. að afköstin hafa stóraukizt og laun verkamannanna hækkað allt að 30% án þess að vinnu- tíminn hafi lengzt hætis hót. Vitanlega er innleiðing ákvæðis vinnufyrirkomulagsins háð því að verkamenn fái sinn réttláta skerf af framleiðsluaukning- unni, en þar kemur einmitt til mikilvægi vinnurannsóknanna, sem gefa um það órækar vfs- bendingar hver sá skerfur á að vera. Hins veg- ar þarf að forðast ódæmi upp- mælinganna. Fyrir löngu er ákvæðisvinnu fyrirkomulagið orðið grundvöll ur bandarísks framleiðslulffs og á það einn meginþáttinn f vel- gengni bandarísku þjóðarinnar á efnahagssviðinu. Það er frumorsökin til þess að banda- rískur verkamaður afkastar frá 3—10 sinnum meira en kollegi hans í Evrópu, þótt furðulegt megi virðast. Og nú berast fregnir af því að Sovétmenn hyggjist mjög taka að innleiða þetta fyrirkomulag hjá sér, þótt í sumum iðngreinum hafi það að vfsu lengi tíðkazt þar í landi. Símablaðra sprengd 1 einu dagblaðanna var fyrir nokkrum dögum sprengd mikil símablaðra. Var lesendum þar fortalið í forystugrein að lík- lega ætti Reykjavik engan þingmann vegna þess að á- standið í símamálunum væri alveg óviðunandi hér f höfuð- borginni! Ekki voru þessi fljótfærnis- legu og barnalegu ummæli bet- ur rökstudd en svo að fullyrt var að nú væru 1700 manns á biðlista eftir síma hér f borg. Um góðan helming var þar ýkt, því sannleikurinn er sá, að aðeins 800 eru nú á biðlista. Er það reyndar líka nýtt fyrir- bæri að menn þurfi að bíða eftir síma f Reykjavík vegna þess að ástandið hefur nefni- lega aldrei verið betra en und anfarinn áratug en þá hefur enginn biðtími verið. Svo reiðikast nefnds blaðs virðist harla lítinn rétt hafa á sér, átt. Á síðasta áratugnum hefur fjöldi sfma á Reykjavíkursvæð inu þrefaldazt. Nú eru þeir 27700 og í undirbúningi er stækkun sem nemur 5.400 núm- erum, hér í Reykjavík, í Kópa vogi og Hafnarfirði. Þegar þessi stækkun kemur til fram- kvæmda, á næsta ári verður vandi símnotenda leystur, því vitanlega er það eðlilegt að menn kjósa að sem skemmstur biðtími sé eftir síma. Þróunin hefur verið mjög ör £ þessum málum síðustu árin og aldrei meira ‘framkvæmt í símamálum hér í borg, jafnt sem úti á landi. Á aö leyfa bjórinn? Þá hefur bjórfrumvarpið enn einu sinni skotið upp kollinum á Alþingi og er það f þriðja sinn sem hinum vísu lands- feðrum gefst tækifæri til þess að taka afstöðu til þess hvort hér á að leyfa sölu á áfengum bjór eða ekki. Vísir skýrði fyrir allnokkru frá því að frumvarp þetta væri f vændum og á mánudaginn sneri blaðið sér til allmargra manna og kvenna og spurði um ájit þeirra á bjórmálinu. Fróðlegt var að lésa hin ýmsu svör og eins og getur nærri voru menn ekki aldeilis sam- mála um bjórdropann, Ýmsir töldu að rétt og sjálfsagt væri að leyfa sölu hérlendis á áfeng- um bjór, þar sem slik sala væri leyfð í velflestum löndum. Væri og rangt að halda því fram að áfengur bjór myndi auka á vanda áfengisins með þjóðinni, því miklu sterkari drykkir væru alls staðar á boð- stólum. Aðrir töldu, þar á m. a. nokkrir kunnir menn úr bindindishreyfingunni, að með því að leyfa að brugga og selja áfengt öl hér á landi væri tek- inn steinn úr þeim varnargarði sem byggður hefur verið gegn áfengisflóðinu. Væri áfengis- vandamálið nógu slæmt þótt ekki væri nú farið að bæta enn einni tegundinni við, þeirri sem margir telja hættulegasta, þar sem hún kemur f hinni mein- leysislegu mynd ölflöskunnar. Ekki er að efa að miklar um- ræður eiga eftir að verða um þetta bjórfrumvarp, ekki síður en hin fyrri tvö, og reyndar ó- víst um hvort það fær af- greiðslu á þessu þingi fremur en reyndist um hin fyrri. Tví- mælalaust mun sú röksemd reynast sterkust gegn því að leyfa bruggun og sölu áfengs bjórs í landinu að með þvf séu mjög auknar líkumar á því að unglingar kynnist snemma á- fenginu og því muni bjórinn valda aukinni óreglu meðal unga fólksins. Þeim fullorðnu er hann vitanlega ekki skað- legri en annað áfengi. Framsókn tekur afstöðu Þá hefur sú stóra stund upp runnið að Framsóknarflokkur- inn hefur tekið afstöðu. í meir en ár hefur flokkurinn tvístigið eins og höfuðsóttar- kind í stóriðjumálunum. Nú rak hann af sér slenið f vikunni og vitanlega reyndist það röng á- kvörðun sem tekin var. V:ð öðru var líka varla að búast. Flokkurinn lýsir sig eindregið andvígan stóriðjuframkvæmd- um á íslandi í mynd þeirrar alúminverksmiðju, sem rætt hefur verið um að Svisslend- ingum verði leyft að reisa við Straum sunnan við Hafnar- fjörð. Þar með reynir Fram- sóknarflokkurinn að setja bremsu á sókn þjóðarinnar til bættra lífskjara, er hann hyggst bregða fæti fvrir upphaf stór- iðju á Islandi. Vitanlega mun honum ekki takast að stöðva fýrirtækið, því þingmeirihluti er fylgjandi áforminu. Hins vegar er gjörð Framsóknar söm, þrátt fyrir það, og reyndar í sam- ræmi við stefnu þess flokks sem nú er mestur íhaldsflokkur allra flokka á þessu landi. Ekki mun þessi ákvörðun hafa verið tekin þrautalaust innan flokksins, vegna þess að þar er að finna ýmsa framsýna og viti borna menn, sem skilja að það er ekki vænlegt að lifa til eilífðar á þorskinum. Ráð- legra er að fjölga örlítið af- komumöguleikunum og byggja breiðari grundvöll undir at- vinnuvegi þjóðarinnar. í þeim flokki eru menn eins og Helgi Bergs, Jón Skaftason og Einar Ágústsson, hinir yngri menn flokksins sem hljóta að teljast vaxtarbroddur hans. Utan þings má þar nefna Steingrím Her- mannsson, þingmann in spe, sem skildi, af sinni Amerfku- dvöl, að útlendir menn sem eiga peninga eru ekki allir. ótfndir glæpamenn. Þessu liði hefur þó ekki tekizt að koma vitinu fyr- ir einangrunarsinna flokksins, menn eins og Eystein, Þórarin og Sigurvin og Gfsla Guð- mundsson, menn sem ennþá halda að meðfætt brjóstvit og ungmennafélagsstefnan nægi til þess að leysa heimsmálin. Vitanlega er lfka pólitfskur maðkur í mysunni. Þessi stein- steypudeild hinnar grunnmúr- uðu fhaldssemi innan flokksins telur að það sé pólitískt hag- kvæmt að vera á móti stór- iðju vegna þess að kosnlngar nálgast og unnt verði að afla Framh. á bls. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.