Vísir - 28.12.1965, Page 2

Vísir - 28.12.1965, Page 2
wammMaammmmmmmmKaKKmKUsa ^a————i pmm—MBHBBBBiiMHWiaBMBimiMBBMiM—i—bmw^bbbbbbmhbmbímmwí VÖRÐUR - HVÖT - HEIMDALLUR - ÖÐINN ÁRAUÚTASPIIAKVÖID Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður miðvikudaginn 5. janúar kl. 20,30 í Sjálfstæðishúsinu. V í S IR . Þriðjudagur 28. desember 1965. IR-ingar sigruðu á minn- ingarmóti L H. MÚLLERS Þriðja minningarmót um stofn anda Skíðafélags Reykjavikur L. H. Miiller var haldið á annan í jólum í brekkunn! við Skíða skálann í Hveradölum. Móts stjóri var sonur L. H. Miillers, Leifur Miiller, frá Skíðafélagi Reykjavikur. Margt var um manninn þar efra, veður gott en um 20 stiga kuldi og storm ur. Færtvvar öllum bílum heim að skála og veitingar allan dag inn. Keppendur (6 manna sveit) mættu frá Reykjavikurfélögun um Ármann, K.R., Í.R., og Vík ing. Brautlna lagði íslandsmeist arinn Kristinn Benediktsson með mikilli snilld, Kristinn ásamt formanni Skíðasam bands íslands Stefáni Kristjáns syni voru undanfarar. Hlið voru um 30, brautar<s>_ lengd 300 metrar. Mótsstjóri setti mótið kl. 1,30 og rétt á eftir var fyrsti keppandinn raestur. Sigurvegarar voru A. sveit Í.R. í henni voru Sigurður Ein arsson, Þorbergur Eysteinsson, Eysteinn Þórðarson og Guðni Sigfússon. Samanlagður tími 280,6 sek. Nr. 2 var sveit K.R. í henni voru Leifur Gíslason, Gunnlaugur Sigurðsson, Einar Þorkelsson, Hinrik Hermanns son, tíminn var 298.1 sek. Nr. 3 var sveit Ármanns. í henni voru Tómas Jónsson, Bjami Einars son, Arnór Guðbjartsson, Berg ur Eiríksson. tími þeirra var 304 sek. Nr. 4 var B. sveit Í.R. í henni voru Jakob Albertsson, Eyþór Haraldsson, Þórður Sig urjónsson, Haraldur Haralds son, tími þeirra var 337.10 sek. Á eftir keppni fór fram verð launaafhending og minntist mót stjórinn við þetta tækifæri á, að þetta er í 3 sinn að sveit Í.R. tekur við þessum fagra silfur bikar, sem ættingjar L. H. Miillers gáfu á sínum tíma. Ennfremur er þess að minnast að í öll 3 skiptin sem hin sigur sæla sveit Í.R. hefur unnið bik arinn hafa Þorbergur Eysteins son og Guðni Sigfússon keppt með í sveitinni. Í reglugerðinni er tekið fram að bikarinn þarf að vinnast 5 sinnum til að vera unnin til eignar. Þrátt fyrir 20 stiga kulda var skiðaskálinn við þetta tækifæri fullskipaður af keppendum, starfsmönnum og kaffigestum frá Reykjavík. Áður en keppni hófst lagði Auður Björg Sigurjónsdóttir einn yngsti keppandi fyrir Skiðaráð Reykjavíkur blóm sveig á minnisvarða L. H. Miill ers við Skíðaskálann. Jólamót í handknatt- leik í KEFLAVÍK Á annan í jólum var háð hand knattleiksmót f Keflavík f hinum örlitla sal, sem íþróttamenn hafa yfir að ráða þar. Keppt var í einum kvennaflokki og 6 flokkum karla. Vann Ungmennafélag Keflavíkur sigur f 5 leikjanna, en Knatt spyrnufélag Keflavíkur í tveim. Dómari í öllum leikjunum var Danfel Benjamínsson frá Reykjavfk og bar öllum saman um að hann hefði dæmt vel í þessari „maraþon" lotu. Margir leikjanna voru mjög spennandi eins og sjá má af úrslit unum, en þau urðu þessi: Kvennafl.: KFK—UMFK 14:5. Karlaflokkar: 4. fl. A KFK—UMFK 11:9. 4. fl. B UMFK—KFK 17:16. 3. fl. A UMFK-KFK 10:7. 3. fl. B UMFK—KFK 17:16. 2. fl. UMFK—KFK 20:18. Mfl. UMFK—KFK 36:24. Mikil starfsemi Tennis- og badmintonfélagsins Aðalfundur Tennis og badmintonfélagsins var ný lega haldinn í Tjarnarbúð uppi. Var fundurinn vel sóttur og málefni félagsins rædd ýtarlega. Varafor- maður fráfarandi stjómar Ragnar Thorsteinsson flutti skýrslu yfir starfsemi félagsins sl. ár, en formað- iurinn Jón Höskuldsson er nýlega fluttur til Stykkis- hólms og gat ekki mætt á fundinum. Kom fram í skýrslu stjómarinn ar, að starfsemin hefur verið mik- il sl. ár. Tvö innanfélagsmót í badminton voru haldin sl. vetur auk innanfélagskeppni sem stóð lengi vetrar. Auk þess sá félagið bæði um Reykjavíkurmót og ís- landsmót í badminton. Æfingatímar vom sl. vetur 1 mörgum íþróttahúsum borgarinnar en sameiginlegur æfingatími á laugardögum í íþróttahúsi Vals. Fastur kennari á vegum félags- ins var Garðar Alfonsson og annað ist hann kennslu hjá unglingum og nýliðum, en félagið lagði ung lingum til ókeypis æfingatíma. Þá gekkst félagið fyrir því, að hingað komu á s.l. vetri fjórir af snjöllustu badmintonleikurum Dana og kepptu hér og sýndu íþróttina, Kostaði félagið þessa heimsókn að öllu leyti. Þá gat varaformaðurinn þess, að eftirspum eftir æfingatlmum ykist stöðugt og í haust hefði ekki tek izt að útvega nærri öllum, sem þess óskuðu æfingatíma. Þrátt fyr ir það væri um 500 manns sem æfði á vegum félagsins í vetur. Fjárhagur félagsins er góður og gat það lánað nokkra upphæð á sl. hausti til íþróttabandalags framhald á bls. 13 ATH.: HÚSIÐ OPNAÐ KL. 20.00 BYRJAÐ VERÐUR AÐ SPILA KL. 20,30 STUNDVÍSLEGA GLÆSILEG SPILA- VERÐLAUN ÁVARP KVÖLDSINS FLYTUR DR. BJARNI BENEDIKTSSON FORSÆTISRÁÐHERRA SKEMMTIATRIÐI: •> •> •> DANS. Sætamiðar afhentir í Skrifstofu Sjálfstæðisflokksins á venjulegum skrifstofutíma. Skemmtinefndin. ÐBIftfi#;-’ OORMMÍHII

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.