Vísir - 28.12.1965, Page 11

Vísir - 28.12.1965, Page 11
 SíÐAN Kvikmyndastjarn a framtíðarinnar? LIÐIN JÓL Þá eru þessi jól að líða hjá eins og öll önnur jól... og ef- laust koma aftur jól, þó að vel hefði mátt halda það slðustu dagana áður en hátíðin gekk í garð, að margur hefði fengið tilkynningu um að þetta yrðu þau síðustu... og þó fyrst og fremst að aldrei kæmi fram í jan úar Sagnfræðingar telja að enda þótt jólin séu nú kristin hátíð, að minnsta kosti í orði, þá eigi hún rætur sínar að rekja aftur í gráa fomeskju. séu upphaflega heiðin hátíð og hafi þá verið efnt til mikilla blóta, jafnvel mannblóta ... þó að slíkt sé enn einungis merkilegt rannsóknar efni, sem ekki hefur verið rann sakað til hlítar, bendir margt til þess að þama sem annars- staðar séu allar líkur til að sannist hin athyglisverða kenn- ing að sagan endurtaki sig .... það sé margur maðurinn, sem taki banamein sitt í sambandi við jólahaldið, þó að hann látist ekki fyrr en síðar á árinu ... ótaldir þeir blóðtappar, sem byrja að myndast fyrir áhyggj umar á jólaföstunni... Ríkisút varpið efndi og til mannfórna I sambandi við þessa fomu blót hátið að þessu sinni, samkvæmt þeim spamaðaranda, sem alltaf hefur einkennt þá stofnun, var sá lagður á steininn, er minnst frálagið var í... og Svavari Gests fómað með vinsældum og öllu saman, hlustendum til lítillar skemmtunar. Var hann látinn stjóma þar keppni milli útvarps- og sjónvarpsmanna í lágkúmlegum leiðinlegheitum.. og enda þótt nefndir útvarps- menn hafi aðhafzt það helzt undanfarin ár að gera hlustend ur leiða á sér og því fengið slfkt forskot, sem hefði átt að tryggja þeim sigurinn, fór svo að væntanlegir sjónvarpsmenn unnu á stigum, þó að fá væru, eftir tvísýna og harða keppni... sumir segja að þetta hafi verið slægvizka útvarps- og sjónvarps stjóra, því að eftir þennan þátt muni enginn gerast óþolinmóð ur, þó að nokkuð dragist fram yfir áætlun að sjónvarpið taki til starfa. og gera sig ánægðari með útvarpið hér eftir en hing að til. Aftur á móti spáir það góðu um framtíðina á þessu sviði, að óvitarnir, sem fram komu í þessum þætti, báru af vitunum I einu og öllu. Kári skrifar: 'C’yrir jólin hefur fólk ekki mik inn tíma til bréfaskrifta fyr ir utan jólakorta og jólabréfa- skrif. Sérstaklega á þetta við um húsmæðurnar, sem aldrei hafa eins mikið að gera og um þetta leyti árs. Kári hitti eina þeirra á þeysispretti niðri í bæ rétt fyrir jólin og á þeirri stuttu stund, sem hún dokaði við áður en hún flýtti sér heim til þess að huga að hangikjötinu, sem bullsauð í pottinum á eldavél- inni, bar margt á góma. Þetta er ein þeirra kvenna, sem hafa í hávegum gamla siði og matarvenjur. Á jólum er að alrétturinn alltaf hangikjöt og laufabrauð og sagðist hún hafa það sem jólamat meðan hún lifði. Annars vildi hún víkja mál- inu að þeim gamla og þjóðlega rétti skyrinu. Sagðist hún hafa lesið það í VIsi að nú ætlaði Mjólkursamsalan að taka upp þá nýjung að koma með skyrið hrært á markaðinn. Nú sagðist hún I sjálfu sér ekkert hafa á móti nýjungum en hún sagði að fyrir sjálfa sig kysi hún fremur að geta ráðið sjálf, hvemig hún bæri skyrið á borð. Einnig lét hún í ljós ótta um það, að ef skyrið yrði sett hrært á markað inn, yrði það ekki eins gptt I þann gamla rétta hræring er hún sagðist oft hafa á borðum hjá sér. Vildi hún gjaman fá grein arbetri upplýsingar um það hvort nýja skyrið yrði eins gott til hræringsgerðar og eldri gerð in, sem enn er á markaðinum. Ennfremur minntist hún á V.oxut aðarhliðina á þessu máli, að ó- æskilegt væri að umbúðimar nýju hækkuðu verð skyrsins að mun, þar sem einkum hefðu skyr á matborðinu bammargar fjölskyldur og mæður fyrir ung böm sín. Hér á síðunni hefur tvivegis verið minnzt á keppnina um tit ilinn „tvífarí Doris Day.“ Ein- hvers staðar segir, að allt sé þá þrennt sé og því er bezt að hæta því við að nú hefur tvi farinn fundizt. Úr hópi keppenda frá 17 lönd um var valin finnsk dís, Tuula Mattila frá Helsingfors, 21 árs gömul. Eftir meðfylgjandi mynd að dæma ætti hún ekki að vera 1 vandræfhim með að gefa sig út fyrir að vera Doris Day, en á myndinni em þær saman „al vöru*' Doris og Doris tvífari. Einj munurinn á þeim er sagður vera sá að „aIvöm“-Doris hefur freknur en hin ekki, auk þess sem sú fyrmefnda er fædd all miklu fyrr á öldinni en sú síðar nefnda. Tuula Mattila þykist nú áreið anlega hafa dottið I lukkupott inn, nú verður henni boðið kvik myndahlutverk, og standi hún sig vel, hver veit þá nema þama sé kominn fram arftaki hinnar dáðu kvikmyndaleikkonu Doris Day. fimm • aura • kúlur Þessi skemmtilega jólamynd var tekin í kv ikmyndaveri I Róm rétt fyrir jól. Þar var kvikmyndahetjan Kirk Douglas að vinna að kvikmynd ásamt sonum sínum fjórum, og í hléi, sem gert var á kvikmyndatökunni gerðist einn þeirra jólasveinn. Hver veit nema þessir fjórir synir Kirk Douglas eigi eftir að ná jafnlangt og njóta sömu vin- sælda og faðirinn? Lengst til vinstri er yngsti sonurinn Enrico þá kemur Peter 10 ára, síðan jólasveinn- inn sem annars heitir Joel og er 18 ára og loks Michael 21 árs. DOUGLASARNIR og jólasveinninn Nágrannar hans Ringos al- alvörubítils á Montagu Square hafa nú snúið sér til Scotland Yard. Þeir hafa fengið aukinn Iögregluvörð umhverfis hús sín því að það var aldrei svefnfrið ur I hverfinu. Aðdáendur bítils ins settust að úti fyrir húsi hans slógu upp tjöldum, höfðu hátt og krotuð uá húsveggi. Fangaverðir I fangelsum I Bret landi ku verða að vera tilbún ir með tebolla handa föngunum klukkustund áður en þeir fara að sofa — annars sofna þeir alls ekki. Brezkar töluskýrslur segja að sérhver Breti drekki einn bolla af tei á fjögurra klukkustunda fresti og þykir mörgum það ærið nóg. Til samanburðar má geta þess að tðluskýrslur I Frakklandi segja að hver Frakki drekki að jafnaði einn tebolla á þriggja vikna fresti.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.