Vísir - 30.03.1966, Side 8
s
V 1 S I R . MiðvSkudagur 30. marz 1966.
VÍSIR
Dtgefandi: Blaðaútgáfan VISIR
Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjðran Jónas Kristjánsson
Þorsteinn Ö. Thorarensen
Auglýsingastj.: Halldór Jónsson
Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 iinur)
Auglýsingar og afgreiðsla Túngötu 7
Áskriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innanlands
f lausasölu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f.
Tala tungum tveim
Stjómarandstæðingar komast oft illilega í mótsögn
við sjálfa sig. Svo er oft um þá, sem reka hentistefnu.
Kommúnistar hafa haldið því fram lengst af síðan
viðreisnarstjórnin var mynduð, að hún væri aðeins
stjórn hinna ríku, hugsaði um það eitt, að ævintýra-
menn og braskarar gætu safnað sem mestum auði,
og afkoma almennings væri í samræmi við það. Þjóð-
viljinn hefur hvatt verkamenn og launastéttimar til
þess að krefjast æ meira í sinn hlut og æst eftir mætti
til kaupdeilna og verkfalla. Eftir þessum skrifum
Þjóðviljans og ræðum kommúnista ætti allt að vera
komið í strand og almenningur tæplega að hafa til
hnífs og skeiðar. *
En nú kom að því, að taka ákvörðun um alumín-
bræðsluna. Hún er að sögn kommúnista sá þjóðar-
voði, að annar eins hefur varla að íslendingum steðjað
fyrr eða síðar. Rök fyrir þessari hættu vom samt af
skornum skammti, en gegn málinu skyldi barizt með
öllum tiltækum ráðum. Þá varð það helzt til ráðs, áð
snúa alveg við blaðinu og halda því fram, að hagur
þjóðarinnar væri svo góður, að hún þyrfti ekkert á
slíkum atvinnurekstri að halda. Og nú áttu kommún-
istar ekki nógu sterk orð til þess að lýsa því, hve hag-
ur landsmanna væri glæsilegur undir forustu þessarar
sömu ríkisstjórnar.
í umræðunum á Alþingi fyrir jólin í vetur sögðu
þeir Lúðvík Jósefsson og Magnús Kjartansson að
þjóðin hefði „aldrei haft jafnmikla og góða möguleika
til mikilla framkvæmda og framfara“ og að „við
þyrftum sannarlega ekki að blygðast okkar fyrir þá
efnahagsþróun, sem hér hefur orðið á undanfömum
áratugum og efnahagslega séð værum við betur færir
til þess e nnokkru sinni fyrr að ráðast í ný verkefni".
Og Einar Olgeirsson, sem ekki er vanur að skera
utan af hlutunum, sagði á Alþingi h. 16. þ. m. ,að við
værum nú með fremstu löndum veraldar, hvað efna-
hag snertir, a.m.k. árstekjur almennt, þó kannski
ríkidæmið sé ekki á við aðrar þjóðir“.
Um Framsóknarmenn þarf ekki að eyða mörgum
orðum. Þeir báru kápuna á báðum öxlum í þessu
máli eins og öðrum, en komust loks að þeirri niður-
stöðu, að betra myndi upp á kjörfylgi að vera á móti
málinu. En hvers vegna í ósköpunum þeir halda það,
er hins vegar lítt skiljanlegt.
Ríkisstjómin má vel una þessum dómi andstæð-
inga sinna um afkomu þjóðarinnar. Þetta er auðvit-
að ekki annað en það sem alþjóð veit, en dálítið bros
legt að þurfa skyldi alúmínverksmiðju til þess að
stjómarandstæðingar viðurkenndu það. Hitt er svo
annað mál, að ríkisstjórninni er það ljósara en stjóm-
arandstæðingum virðist vera, að góðærið varir ekki
um aldur og ævi, og þess vegna þarf þjóðin að hafa
aðra möguleika til efnahagslegs öryggis, ef sjávarafl-
inn bregzt.
Tíu tónskáld
á árslaunum
Þorkell Sigurbj’órnsson tónskáld segir
frá Sviþjóðarferð
Þorkell Sigurbjömsson
tónskáld er nýkominn
heim úr Svíþjóðarferð á-
samt nokkrum öðmm ís
lenzkum tónlistarmönn-
um, en allir eru þeir þátt
takendur í félagsskapn-
um Musica Nova.
Rabbaði tíðindamaður
blaðsins við Þorkel fyrir
skömmu og spurði hann
tíðinda úr ferðinni.
— Þetta var allt komið í ein-
daga, segir Þorkell fyrst, viö
höfðum fengið boð frá Svea
Galleriet um að koma og kynna
íslenzka tónlist á tvennum tón-
leikum og átti sú kynning að
vera í tengslum við íslenzku
málverkasýninguna, sem var
haldin í ABF-húsinu í Stokk-
hólmi. Það var farið fram á
styrk frá Norræna menningar-
sjóðnum til fararinnar, en þeg •
ar dróst að svarið kæmi gekk
menntamálaráðherra í ábyrgð
fyrir okkur og gerði okkur kleift
að fara.
— Það hafa borizt fregnir af
því að á tónleikunum Hafið þið
flutt a.m.k. tvö ný tónverk.
— Já, þetta stykki mitt, sem
var frumflutt var dúó fyrir fiðlu
og celló og stykki Leifs Þór-
arinssonar var tríó fyrir klari-
nett, celló og píanó. Flest af
þessu, sem við spiluðum hafði
ekki heyrzt í Svíþjóð áður eða
ég geri ekki ráð fyrir því nema
e.t.v. allra elztu verkin. En viö
ætluöum semsagt að sýna þver
skurð af íslenzkri komposition
og reyna að hafa sem ólíkust
verk og dálítið mismunandi
hljóðfærasamstæöu.
— Og hvernig voru viðtök-
umar?
— Okkur var prýðisvel tekið.
Formaöur sænska tónskáldafé-
lagsins, Gunnar Bucht og kona
hans Bergljot héldu boð fyrir
okkur strax, þegar við komum á
staðinn og sömuleiöis Birger
Olsson forstöðumaöur Hasselby
Slot, norrænu menningarmið-
stöðvarinnar, en þar héldum
viö fyrri konsertinn. Svo var
okkur boðið til hádegisverðar
til sænska útvarpsins þar sem
tók á móti okkur Bengt Ham-
braeus, sænski komponistinn,
sem er yfir kammermúsíkdeild
inni, og sömuleiðis hafði ís-
lenzka sendiráðið eða Árni
Tryggvason og hans ekta-
kvinna boð fyrir okkur. Þar
fyrir utan hitti ég gamla kenn-
arann minn, Vilhelm Lansky-
Otto og son hans Ib. Báðir eru
þeir aktivir í grúppu, sem heitir
Musica Nova eöa sama nafninu
og okkar félagsskapur, þessi
Musica Nova hjá þeim er innan
Fílharmoníuhljómsveitarinnar.
Okkur var einnig boðið á kon-
serta hjá útvarpshljómsveitinni
og var stjómandi hinn heims-
frægi rússneski dirigent
Fyrin Kondirasjin og einn-
ig var okkur boöiö á lokaða gen
eralprufu á Boris Godunov eft
ir Moussorgsky og var höfuð-
rullan sungin af Kim Borg, sem
dó héma tvisvar um árið. Já,
hann kom hingað og söng í
óperu og dó svo sannfærandi
að áhorfendur héldu hann í al-
vöru dauðan.
— Gafst ykkur ekki kostur
á að hitta sænsk tónskáld og
ræöa við þau um hugðarefni
ykkar?
Bæði hjá Gunnari Bucht, hjá
sænska útvarpinu og hjá sendi
ráðinu var samankomið ýmist
áhrifafólk í sænska músíklif-
inu.
— Hvernig er afstaðan í Sví-
þjóð til nútímatónlistar?
— Svíar hafa mjög marg-
þætta tónlistarstarfsemi og í
sænska útvarpinu er rekinn tón
listarskóli þar sem pensúmið er
eingöngu nútímaverk, einnig
gefa þeir út tímaritið Nutida
Musik, og er ekki að sjá annað
en að í Sviþjóð sé mikill áhugi
á því að fylgjast vel með. Þeir
hafa t.d. boðið til sín ýmsum
Þorkell Sigurbjörnsson
leiðandi persónum í alþjóðlega
tónlistarlífinu, svo sem kennur
um og fyrirlesurum og maöur
heyrir oft frá sænskum komp-
onistum á alþjóðavettvangi. I
haust á svo I.S.C.M.-hátíðin að
vera í Stokkhólmi og þar á að
spila verk eftir Leif Þórarins-
son.
— Svo við snúum okkur aft-
ur að Musica Nova, þá hafa
þeir stofnað sinn félagsskap á
eftir ykkar?
— Já, en þeir hafa haft ann-
an hóp, Fylkingen, sem ein-
göngu hefur haft konserta með
nútímatónlist.
— Hvað má þá segja um
stefnu Svía í tónlistarmálum?
— Þeir láta sér a.ip.k. annt
um sína komponista. Ríkið veit
ir 10 leiðandi komponistum árs
laun og er það akademían, sem
veitir þessi laun til lffstíöar.
— Nokkuð svipuð heiöurs-
launaflokknum okkar?
— Já, nema aöeins það að
þeir lifa alveg af þessu. Auk
þess nota þeir allar mögulegar
útbreiðsluaðferðir til þess að
kynna þessa menn umheiminum
og sænska útvarpið og hljóm-
plötufyrirtæki gefa út verk þess
ara manna.
— Aö hverju öðru beindist at
hygli þín mest í tónlistarlífi
Svla?
— Hvað allt var vel skipu-
lagt þar. Og einu tókum við eft-
ir að við heyrðum á mörgum
framámönnum f tónlistarlffi þar
að þeim þótti mjög miður að
við Islendingar skyldum hafa
guggnað á því að halda norrænu
tónlistarhátíöina núna f vor,
Framh. a bls. 4
I. ý' ■' 1 í. i '■ 1 V t V '