Vísir - 30.03.1966, Side 9
V I S I R . Miðvikudagur 30. marz 1966.
9
Tekið var við þrotabúi vinstri stjórnarinnar
Jókvæð stefha hefur bjargað þjóðarhag
Ræða Ingólfs Jónssonar landbúnaðarróðherra við út
varpsumræðurnar ú Alþingi ú föstudogskvöldið
Vantraustið hefur vakið furðu
manna, einnig meðal liðsmanna
Framsóknarflokks og Alþýðu-
bandalags. Vitaö er, að stjóm-
arandstæöingar hafa ekkert aö
bjóða þjóöinni. Sundurlyndi og
úrræðaleysi þessara flokka
muna flestir, þótt liöin séu 8
ár frá því að þeir gáfust upp
við að stjórna landinu. Þegar
núverandi ríkisstjóm komst til
valda tók hún við þrotabúi
vinstri stjórnarinnar. Allir sann-
gjamir menn viöurkenna að
stjómarflokkunum hefir tekizt
að leysa ýmsa þætti efnahags-
vandamálanna og vinna þjóð-
inni á ný traust og álit sem
áður var glatað vegna skulda
og vanskila erlendis. Höfuðverk
| efni núverandi ríkisstjómar hef-
ið verið annars vegar aö bjarga
fjármálunum út á viö og hins
vegar að byggja upp atvinnulíf-
ið og bæta lífskjör almennings
Spumingin er þá sú hvort þetta
hefur tekizt. Um fjárhaginn út
á við þarf ekki að ræða, þar
sem gjaldeyrisvarasjóður yfir
tvö þús. millj. kr. talar sínu
máli. Atvinnuvegir landsmanna
voru í strandi þegar núverandi
ríkisstjóm tók við. Fram-
leiðsla landbúnaðarvara hafði
dregizt saman svo að flytja
varð inn smjör i ársbyrjun 1960
í þingtíðindum frá 1959-1960
má lesa þingræður Framsóknar
manna þar sem því er haldið
fram, að landbúnaðurinn hljóti
að dragast saman, að innflutn-
ingur á landbúnaðarvörum
veröi varanlegur vegna þess að
ríkisstjórnin muni búa illa að
landbúnaöinum. Staðreyndim-
ar eru aðrar.
Með tilfærslu í fram-
leiðslu verður landbún-
aðarframleiðslan ekki of
mikil.
Nú hafa margir áhyggjur af
því að landbúnaðarframleiðslan
sé of mikil. Það er vitanlega á-
stæðulaust að hafa áhyggjur af
því, þótt rétt megi telja að færa
nokkuð til milli framleiðslu-
greina eins og rætt hefur veriö
um af hálfu Bændasamtakanna.
Sú tilfærsla þarf að fara skipu-
lega fram með nákvæmri athug
un, svo ekki verði mjólkurskort
ur á aöalmarkaðssvæðunum.
Ef lítil framleiðsla á landbúnað-
arvömm stafar af því, að illa
er búið að bændum, en tæplega
þarf að efa að sú hlyti ástæðan
að vera, þá er augljóst að mikil
framleiðsla stafar af því að
sæmilega hefur verið búið að
landbúnaðinum. Ræktunin mun
hafa verið á sl. ári nærri því
helmingi meiri en hún var 1958.
Vélakaup og ýmsar framkvæmd
ir í landbúnaðinum hafa aukizt
að sama skapi. Þetta er lofs-
vert og kemur þjóðinni allri til
góða nú þegar, en ekki sízt þeg-
ar frájlíöur, það mun sannast
síðar. Bændunum hefur fækkaö
nokkuð vegna þess að lélegar
jarðir og afskekktar hafa farið
í eyði og smærri jarðir lagöar
undir aðrar til þess að gera skil
yrðin betri til búrekstrar. Verö-
lagsmál landbúnaðarins voru
leyst með heppilegum hætti á
sl. hausti, eftir að verðlagslög-
gjöfin varð óvirk. Þingmenn
Framsóknarflokksins reyndu að
magna upp óánægju meöal
bænda með búvöruverðið. Til-
raunir í þá átt fengu ekki
hljómgrunn hjá bændum. Ríkis
stjómin skipaði nefnd sl. haust
til þess að vinna að endurskoð-
un verðlagslöggjafarinnar, með
það fyrir augum að endurvekja
samstarf framleiðenda og neyt-
enda um verðlagningu búvöru.
Nefndin varð ekki sammála. Til
lögur og álit meirihluta og
minnihluta eru nú í athugun
hjá ríkisstjóminni.
Nauðsynlegt að hafa
meira fé til vegamála,
þrátt fyrir mikla aukn-
ingu í seinni tíð.
Oft er talaö um samgöngu-
málin og lélega vegi hér á landi
Til vegamála var varið á sl.
ári um 400 millj. kr. en ekki
nema 80 millj. kr. 1958. Vega
og vísitala 1965 hafði hækkað
um 86% frá þeim tíma. Þótt
þetta sé miklu meiri hækkun
heldur en nemur aukinni um-
ferð og hækkuðum vegagerðar-
kostnaði má segja að brýn nauö
syn sé á að auka tekjur Vega-
sjóðs frá því sem nú er. Vega-
gerð i okkar strjálbýla landi er
mjög dýr. Reykjanesbrautin
var dýr en vitnar um hvað
koma skal og hvernig vegir eiga
að vera, þar sem umferðin er
mest. í okkar stóra og strjál-
býla landi er erfiðara að leysa
þessi mál með hraða, heldur en
i hinum þéttbýlu löndum. Á ís
landi eru aðeins tæpir tveir
menn á ferkílómetra. í hinum
þéttbýlu löndum eru 50-100
manns á hvern ferkílómetra, í
Danmörku um 80 manns. Þaö
er ekki undarlegt þótt vegimir
séu aö jafnaði betri þar sem
margmennið er. Þótt stjómar-
andstæðingar og þá helzt Fram
sóknarmenn tali oft af vandlæt-
ingu um hversu litlu fé sé var
ið til vegamála verður það tæp
lega tekið alvarlega þegar tek
ið er tillit til þess hvemig búið
var að þessum málum þegar
þeir höfðu völdin. Til flugvalla
gerða verður varið á árinu 1966
56 millj. kr. Mun það vera tólf
sinnum meira heldur en veitt
var til þessara mála 1958. Hef-
ur mikið áunnizt í framkvæmd
þessara mála. Þótt mikið sé ó-
gert til þess að fullnægja þörf-
inni til frambúðar.
Góðæri og uppbygging.
Stjórnarandstæðingar hafa
oft rætt um góðæri sem verið
hafi undanfarið og þess vegna
hafi ríkisstjómin lifað. Góðæri
hefur vissulega verið og ber að
þakka það og vona að svo verði
Ingólfur Jónsson
landbúnaðarráðherra
áfram. Aflabrögð síðari árin
hafa' veriö ágæt sérstaklega á
síldveiðum. Reyndir sjómenn
segja að síldin hafi því aðeins
veiözt, að til voru stór fiskiskip
með nýtízku tækjum. Síldin hef
ur oft verið langt frá landi og
ekki mögulegt fyrir smærri
skip að stunda veiðar á fjar-
lægari miðum. Fiskiskipastóll-
inn hefur verið stóraukinn bát
ar um og yfir 100 brúttólestir
voru aðeins 49 að tölu 1958 en
hefur fjölgað um 123, en rúm-
lestatalan þó ennþá meira eða
um nærri 300%. Um verksmiðj
ur og iðjuver má segja að aukn
ingin sé í samræmi við vöxt
skipastólsins. Ef ekki hefði ver
ið skipt um stefnu í fjárhags-
og gjaldeyrismálum var úti-
lokað aö þjóöin gæti aukið
skipastólinn og byggt verk-
smiðjur. Fyrir hendi var hvorki
gjaldeyrir eða lánstraust til
þess að ná tækjunum heim. Þjóð
in hefði orðið að vera án síldar-
innar sem sótt var á djúpmið
og án þeirra tekna og gjaldeyris
sem fyrir þessi verðmæti hefur
komið. 1 atvinnumálum þarf að
vera raunsæi, hyggindi og fram-
tak við aukningu vinnuaflsins
í landinu. Þjóðinni fjölgar ár-
lega um nærri 4 þús. manns
og það verður að tryggja at-
vinnu fyrir alla. Það verður að
efla þær atvinnugreinar sem
eru fyrir í landinu eftir því sem
unnt er. Vinnsla sjávarafurða
og landbúnaðarvara getur tekið
við auknu vinnuafli. Þótt að
þessu sé unnið og hagræðing
og hvers konar viðleitni til
aukinnar tækni og nýtingar hrá
efna verði notuð, er nauösyn-
legt eigi að síður að taka upp
nýjar atvinnugreinar ef þær
reynast hagkvæmar. Virkjun
stórfljótanna gefur þá raforku
sem þjóðin þarf til venjulegra
nota og aukins iðnaðar.
Vatnsorkan því aðeins
verðmæt, að hún verði
notuð.
Nú stendur fyrir dyrum stór-
virkjun í Þjórsá. Er það vissu-
lega gleöiefni. Miöað við aörar
þjóðir nota íslendingar mikiö
rafmagn. Rafknúin heimilistæki
eru notuð hér á flestum heimil-
um, þar sem aöeins efnaðri
heimili Ieyfa sér slíkt víöa er-
lendis. Rafvæöing landsins er
vel á veg komin. Eftir aö 10
ára áætluninni lauk hefir verið
unnið að lagningu rafmagns til
bæja með meðal fjarlægð 1-1.5
km. Síðar verður sennilega tek
in fyrir vegalengdin 1.5-2 km.
Þess veröur ekki langt að bíða
aö allir Islendingar hafa raf-
magn. Frá Þjórsárvirkjun fær
stór hluti landsmanna ráforku.
Meö því að virkja á hagkvæman
hátt verður raforkuverðið
62% lægra fyrstu árin heldur
en ef virkjunin væri smærri og
eingöngu miðað við venjulega
notkun landsmanna. Með því að
leyfa byggingu álverksmiðju er
mögulegt að virkja á ódýrasta
máta og tryggja almenningi
hagkvæmara raforkuverð. Verk
smiðja er einnig spor í þá átt
að gera atvinnuvegina fjöl-
breyttari og skapa gjaldeyris-
tekjur í þjóðarbúið. Stjórnar-
andstæðingar segja að ekki sé
tímabært að byggja verk-
smiðjuna hérlendis. Norðmenn
hefðu gjarnan tekið við henni.
Þeir taka við erlendu fjármagni
og selja erlendum aðilum raf-
orku til stóriðju, Norska þjóðin
hefir notið góös af því. Stjómar
andstæðingar vilja með and-
stöðu sinni við hagkvæma virkj
un við Þjórsá leggja þungar
byrðar á almenning með 62%
hærra raforkuverði en vera þarf
Fjölbreytt atvinnulíf,
góð lífskjör.
Stefna ríkisstjórnarinnar hef-
ir verið sú að efla atvinnuveg-
ina. Að tryggja öllum lands-
mönnum nægilega vinnu og
bæta lífskjör. Til þess að fá svör
við því hvort þetta hefir tekizt
er auðveldast að spvrja menn
úr öllum stéttum hver reynslan
er f þessum efnum. Ég hefi rætt
við marga um þessi mál. Verka-
maður með 5 manna fjölskyldu
segir m. a.: „Það hefur aldrei
verið mögulegt að komast af
með 8 stunda vinnudag, ef menn
vildu veita sér margt umfram
brýnustu nauðsynjar. Áður var
oft atvinnuleysi en nú hafa allir
vinnu. Ríkisstjómin hefir unnið
að því að efla atvinnuvegina og
tryggja þannig nóga atvinnu
fyrir alla. Sú stefna horfir til
heilla og framfara fyrir þjóðina.
Kjörin eru nú jafnari og betri
en áður. Öryggi þeirra sem
minnst eiga er stóraukið með
atvinnuöryggi og eflingu al-
mannatrvgginga. Við treystum
því að ríkisstjómin vinni áfram
að framförum og bættum lífs-
kjörum almenningi til handa.
Þannig talaði verkamaðurinn,
þannig tala aðrir launþegar,
sem skoða málin á hlutlausan
hátt. Bændur gera sér á sama
hátt grein fyrir þvi að mögu-
leikar þeirra eru aðrir og betri
heldur en var áður. Nú efast
enginn, sem þekkir til landbún-
aðar um gildi hans fyrir þjóð-
félagið og framtíðarmöguleika.
Sjómenn og útgerðarmenn vita
hvers virði uppbygging sjávar-
útvegsins er og sú aukning á
skipastól og vinnslustöðvum
sem hvarvetna hefur orðið.
Kaupsýslumenn þurfa nú ekki
að eyða hálfum vinnutímanum
á biðstofu nefnda til þess að
fá innflutnings- og gjaldeyris-
leyfi eins og áður var.
„Hin Ieiðin“ skönuntun,
höft.
Með auknu frelsi i verzlun og
viðskiptum hefur komið vöru-
úrval og bætt aðstaða fyrir all-
an almenning að velia og hafna
í stað þess að taka áður við þvf
sem á boðstólum var eða fá
ekkert að öðrum kosti. Hafta-
og skömmtunarstefnu Fram-
sóknarflokksins hefur verið
kastað fyrir borð og verður von
andi aldrei aftur tekin upp.
Það hefur þó komið greinilega
fram, að „hin leiðin“ sem Fram
sókn vill fara er leið hafta- og
skömmtunar. Þjóðin hefur heil-
brigða dómgreind og lætur ekki
blekkjast. Þess vegna er al-
mennt brosað að vantrausttil-
lögu uppgiafar og kreppuflokk-
anna. Þjóðin vill ekki vfkja af
vegi framfara og uppbyggingar.
Hún vill ekki kalla vfir sig ráð-
leysi Framsóknar og Alþýðu-
bandalags, sem virðast ekkert
hafa lært á þeim átta árum, sem
þessir flokkar hafa búið við
valdaleysi. Það er skylda að
vinna ávallt ákveðið að alhliða
uppbyggingu atvinnulífsins,
hvers konar framförum og bætt-
um lífskjörum þjóðarinnar. Með
þvf að efla almannatryggingar
eins og nú hefur verið gert, er
hagur þeirra sem ver'st eru sett-
ir bættur. Ólafur Thors lýsti
því sem stefnuatriði Sjálfstæð-
isflokksins að tryggja bæri alla
íslendinga gegn skorti. Sjálf-
stæðismenn hafa fylgt þeirri
stefnu og munu ávallt fvlgja
henni. Það verður bezt gert með
þvf að efla atvinnulífið og al-
mannatryggingamar: Þá munu
þeir, sem þarfnast hjálpar fá
nægilega aðstoð og þjóðfélags-
heildin eflast.
☆