Vísir - 30.03.1966, Blaðsíða 15

Vísir - 30.03.1966, Blaðsíða 15
V 1 S I R . Miðvikudagur 30. marz 1966. T5 HARVEI FERGUSSON. Don Pedro — Sago úr Rio - Grande - dalnum Lupe var af þeim kynflokki og þeirri stétt kvenna sem öidum sam an hefir litið á fullnægingu ástar- þarfarinnar sem hið mikilvægasta í lífinu og fullnægt henni sem iðkun listar ,frá fyrsta stigi brosa og hlýlegs augnaráös til fullkomnunar að lokum. Hún var ein af arftökum mikillar og fornrar erotiskrar hefö- ar, sem hún iðkaði sem list, skap- heit, mjúk og stælt, silkimjúk á hörund. Og Leo fannst þar sem hún lá nakin við hlið hans, aö hún hefði varpaö af sér áiagaham yfir- borðsmennsku, hræsni og hroka, og væri oröin önnur mannvera, sönn í þrá sinni, án þess að fyrirverða sig, og þannig gersigraði hún hann. En honum fannst einnig, er hún fór aftur í fötin, að um ieið yrði hún sú sem hún áöur var. — Hvenær kemurðu aftur? spurði hann, er hún var að fara. — Aldrei, sagði hún, í þetta skipti var ég veik fyrir — og þú varst hræðilegur. Þetta má aldrei gerast aftur. Hún leit vör um sig til beggja hliða, í dyragættinni, lagði við hlust irnar drykklanga stund, lagði af staö og leit um öxl og brosti til hans, og huldi svo höfuð sitt í svarta sjalinu. IV Hún kom oft til hans, mörgum sinnum, en ekki of oft, og ekki reglulega. Hún gætti þess, að koma ávallt, er þrá þeirra varð vart lengur í skefjum haldið, og það lifði eftir minning í hugum þeirra beggja um hvern ástafund. Hann veitti þvf, athygli, að hún var vana föst á sína vísu. Hún leit á það sem einn þátt þeirrar hefðar, sem hún hafði í arf tekið að fara á bak við mann sinn, leika sína ástaleiki af list og vissri háttvísi. Það lagðist í Leo, að hún kæmi aldrei til hans, nema þegar maður hennar var nótt eða nætur að heiman, j hvort sem það nú var vegna eftir- \ lits með hjörðum sínum, eða hann! var í einhverjum leiðangri til þess j að njóta ástar annarra kvenna en j konu sinnar. Hún gætti ávallt allr ar varúðar, svo að ekkert kvisaðist um ævintýri hennar, var slóttug sem villidýr, og gersamlega laus við alla sektartilfinningu. Hún leit svo á, að ekki væri hægt að lifa án syndar, það væri nauðsynlegur þátt ur í mannlegu lífi að svndga. Og í hvert sinn er hún syndgaði leit hún á það sem hvort tveggja í senn hrösun og viðreisn, sem af leiddi, að sál hennar varð aftur hrein og að hún öðlaðist ró og frið. Leo skildist þetta með svipuðum hætti og menn öðlast skilning á ó- tömdum hesti meö því að gefa hon um nánar gætur, en mánuðir liðu svo, að honum fannst, aö í raun og veru þekkti hann hana ekki. Það var eitthvað jafn dularfullt við hana og áður, ófeimin lét hún hann sjá sig nakta, og langanir hennar voru ekki neitt leyndarmál fyrir honum, en aö öðru leyti var hún honum ráðgáta og lét aldrei neitt í ljós um innstu hugsanir sínar. En svo var það nótt eina, er hún hvíldi viö hlið hans, að hún fór allt í einu að segja honum margt og margt um það, sem í huga hennar bjó, og þegar hún var kom in af stað var eins og ekkert gæti stöövað oröaflóðið. Hún var næst- um óöamála fyrst í stað og frásögn in samhengislaus, það var svo margt, sem varð að brjótast út, og þetta gerðist oftar, og ávallt er hún lá nakin við hlið hans, og aldrei fyrr en að loknum ástarat- lotum. Þá var yfir henni kyrrð og friður og hún gat sagt honum í einlægni frá ýmsu, sem í fólst lýs- ing á hepni sjálfri og því, sem fyrir hana hafði komið, en hún fór aldrei yfir viss mörk. Það lagð ist í Leo, að þannig hefði hún aldrei talað við neinn fyrr, og áreiðanlega ekki við neinn karlmann, og smám saman tókst honum að koma að varfærnislegum spurningum til þess að létta undir með henni, því aö hánn fann að það var eins og hún væri að varpa af sér byrði, þegar þessi þört brauzt út. Hún ræddi auk margs annars um æskuárin í Santa Fe og hve mjög hún hefði öfundað bræður sína, og óskaö sér að hún hefði verið strákur. Og hún sagði honum frá því, er Banda ríkjamenn lögðu landið undir sig, en þá var hún barn að aldri, lýsti fyrir honum, er bandariska riddara- liðið reið inn í bæinn, I skrautleg- um bláum einkennisbúningum með gylltum hnöppum, öruggir og valds mannlegir, undir blaktandi fánum og með glamri f sverðshjöltum og sporum, svo að Mexikanar fundu sárt til þess hve smáir þeir voru og lítils megnugir, og þá hefði hún óskaö sér þess, að hún væri hermaður á glæsilegum hesti sveifl andi blikandi brandi. Henni létti að tala um þetta og hafði gaman af því, en henni fannst greinilega erfiðara að segja honum frá því, sem á daga hennar hafði drifið hin síðari ár. Hún minntist aldrei á hjúskaparlíf sitt, og játaði ekki á sig neinar syndir, þótt hún eitt sinn er henni var hreinskilnin ofar- lega í hug, gaf honum I skyn að hún hefði ekki verið neinn engill. — Þegar ég elska mann, sagði hún, veit ég ekki hvort undirrót ástarinnar er hatur, eða hvort ég hata hann vegna þess að ég elska hann — það er vissulega mjótt á milli. En þannig hugsa ég ekki um þig, Leo. Þú ert öðru vísi. Þú kemur ekki fram gegn konu eins og Mexikani. Þú kemur fram við konu eins og vinur hennar. Og svo kom að því, að hún gerð ist forvitin um hvað á hans daga hafði drifið, og spurði hann spurn- inga um bernsku hans og uppvaxt- arár, og hann sagði henni frá upp- I i vexti sínum í New York, og hann j gerði sér grein fyrir, að hún gat ivarla gert sér £ hugarlund, að svo stór borg væri til — þar sem byggi fólk af öllum þjóðum. Þannig nutu þau þá samvistanna á stundum, þessi tvö börn ólíkra heima, sem hvorki hugsuðu eða fundu til með sama hætti. lágu þarna nakin hliö við hliö í kyrrð inni og dimmunni, og þó var sem þessir tveir heimar væru þeim gleymdir, ekkert nema það sem mannlegt var ríkti í hugunum, og það truflaði ekki kyrrð þeirra og ró og hvíslmál, þótt að eyrum bærist veikur kliður af skrjáfi í greinum, er nætursvalinn lék um þær, eða þau heyrðu hund spangóla að tunglinu einhvers staöar í grenndinni. V. kafli. I. Augljósasti vottur hins mikla valds Bandaríkjanna og að það var Bandaríkjastjórn, sem þarna réð ríkjum, var Selden-virki. Virk- ið minnti mann á, að nú tilheyrðu þeir mikilli þjóð, en menn hefðu víst ekki verið þess minnugir, ef , ekki hefði verið þama um eitt | hundrað setuliðsmenn og stjörnu- i fáninn blakti þarna á hárri stöng, i því að í rauninni var fátt annaö til að minna menn á þettá. Virkið sjálft með moldar- og leirveggja- kofum sínum var ekki mikilfeng- iegt. Virkissvæðið var um fjórar ekrur lands að flatarmáli og auk hermannaskálanna voru nokkur önnur hús, birgða- og skotfæra- skálar og smiðjur. Ekkert tré var innan virkisveggjanna, heldur opið bert svæði til æfinga. Hermenn í bláum einkennisbúningum, sem voru óþægilegur klæðnaöur í hitun um, virtust ávallt vera þar aö æf- ingum, nema þegar smáflokkar riddaraliðs voru sendir til vemdar póstlestum, en alltaf mátti búast við árásum Apache-Rauðskinna á þær. Liðþjálfarnir í þessu setuiiði voru flestir mestu harðjaxlar og höfðu gengið í það margir, heldur en að eiga yfir sér vist i fangelsi fyrir afbrot. Hermönnum þessum | buðust mörg tækifæri til þess að skemmta sér í Santa Fe, en fæstir, að liðsforingjunum undanteknum töluðu mál íbúanna, og komust fæstir því í náin tengsl við fólkið, Drykkfelldir vom þeir og kom oft til innbyrðis slagsmála og þá oft- ast út af konum þeim, sem þeir leituðu fylgilags við. Teningaspiliðk uðu liðþjálfar mjög, en liðsforingj ar pokerspil. Var það í spilavíti einu, sem þeir oftast stunduðu þar og var margur ferðalangurinn ginnt ur þangað og fór þaðan slyppur og snauður. En hvað sem um þetta var leiddi það af veru setuliðsins, að viðskipti jukust og blómguöust — mönnum fannst öryggi í því, aö setuliðið var þarna, en undir mexi- kanskri stjóm hafði í rauninni ríkt þama stjórn- og öryggisleysi. Qg setuliðið þurfti nautaket, korn og baunir, og keypti af íbúunum og greiddi fyrir í gulli. Fermingargjöfin í m Gefið menntandi og þrosk- andi fermingargjöf: NYSTROM Upphleyptu landakortin og hnettirnir leysa vandann viö landa- fræöinámið. Kortin lnn- römmuð með festingum. Fæst : næstu bókabúö. Heildsölubirgðir: Árni Ólafsson & Co. Suðurlandsbraut 12. Sfmi 37960. T A U VESJAEZAH! 8UT EXPcCT ITTO STAR.T : SCOKl!.. AMP 717 YOU f THE 'OOOKIS' SITTIMS MJESTICAUVIM HER CHARIOT?, -VST I 7I7HJ\ XT SO VOU SEE J TIVIC ^ Þú sagðir að Luanda væri borg samsær- anna Peter? Já, Tarzan. En ég bjóst ekki við því aö það myndi svo skjótt bera á þeim. Og sástu flennuna sitja þarna eins og drottningu í vagninum sínum. Svona svona Peter, þ úhefur verið alltof lengi úti á búgaröinum. Þetta er fremur hlægileg sjón. Úlfaldar, apar, lúxusbílar, fallegar konur... púff. Ég finn að við erum farnir aö blandast í málin nú þegar. háriö fitnar síöur meö m wUetf Elanz- lariestig 'itigt nadiHol j«d« frittr glans hárlagningar- vökva HlllDSðLUIIKQDIK IStENZK EKLENDAVERZLUNARFÉIAGIÐHF IRAMLtlDSLURlTTINDI AMANTI.HP / k

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.