Vísir - 20.04.1966, Blaðsíða 5
5
VlSIR . Miðvikudagur 20. apríl 1966.
pingsjá Vísis pingsjá Vlsis þingsjá Vísis
Enn umræður um úlbræðslu í neðrideild
í gær voru fundir í báðum deild
um Aiþingis og voru tuttugu mál
á dagskrá.
Veiting
ríkisborgararéttar
Matthías Bjamason (S) mælti
fyrir nefndaráliti allsherjamefnd-
ar neðri deildar um frumvarp til
laga um veitingu ríkisborgararétt
ar. Sagði framsögumaður í ræðu
sinni aö að lok-
inni athugun á
umsðknum, er
borizt hefðu,
væri nefndin
sammála um aö
leggja til að
frumvarpiö
verði samþykkt
meö þeim breytingum, sem hún
flytur tillögu um á sérstöku þing-
skjali. Er breytingartillaga nefnd
arinnar á þá leið, að til viðbótar
þeim fjórum einstaklingum, sem
lagt er til að fái ísl. ríkisborgara-
rétt í frumvarpinu, komi 33 ein-
staklingar og hljóti því samtals 37
einstaklingar ríkisborgararétt á
íslandi þetta ár. Síðan var breyt
ingartillaga nefndarinnar sam-
þykkt og málinu vísaö til þriðju
umræöu.
Lögheimiíi
Matthfas Bjarnason (S) mælti
einnig fyrir nefndaráliti alls-
herjamefndar neðri deildar um
frumvarpiö um lögheimili, en
nefndin leggur einróma til, að
frumvarpið verði samþykkt. Var
frumvarpinu síöan vísað til þriðju
umræðu.
Fólksflutningar með
bifreiðum.
í sambandi við stjórnarfrum-
varpið um fólksflutninga með bif-
reiðum hafa komið fram tvö nefnd
arálit. Meiri hluti samgöngumála
nefndar neöri deildar, en í honum
eru Sigurður Bjarnason (S) Sig-
urður Ágústsson (S), Guðlaugur
Gíslason (S) Benedikt Gröndal
(A) og Björn Pálsson (F), leggur
til að frumvarpið veröi samþykkt
meö einni breytingu, og um það
flytur nefndin breytingartillögu.
Minni hluti nefndarinnar, en hann
skipa þeir Ragnar Arnalds (K) og
Sigurvin Einarsson (F), leggur til
aö frumvarpið verði einungis sam-
þykkt með breytingum, sem hann
flytur tillögur um.
Voru breytingartillögur minni
hlutans allar felldar, en breyt-
ingartillaga meiri hlutans sam-
þykkt og frumvarpinu síðan vís-
að til þriðju umræðu.
Álbræðsla í Straumsvík.
Eins og sagt var frá í blaðinu í
gær var stjómarfrv. um álbræðslu
í Straumsvík tekið til annarrar
umræðu í fyrradag. Var umræð-
unni frestað um kl. hálf tólf um
kvöldið. Fyrst mælti Matthías Á.
Mathiesen (S) fyrir nefndaráliti
meiri hluta þeirrar nefndar þings-
ins, sem um málið fjallaði, en
meiri hlutinn leggur til ai frum
varpið verC(i samþykkt óbreytt, og
var sagt frá ræðu hans í blaðinu
í gær. Síöan talaði Lúðvík Jóseps
son (K) fyrir áliti 1. minnihluta
nefndarinnar, en hann leggst ein-
dregið gegn frumvarpinu og lagði
til að það yrði fellt, en til vara
ber hann fram breytingartillögu í
þá átt að frumvarpið öðlist ein-
ungis lagagildi eftir að það hefur
verið samþykkt í þjóðaratkvæða
greiðslu.
Ingvar Gíslason (F) mælti fyrir
nefndaráliti 2. minnihluta nefnd-
arinnar, sem leggur til að frum-
varpið verði fellt. Síðan tók ti!
máls Jónas G. Rafnar (S), en aö
ræöu hans lokinni var umræðu
um málið frestað. Umræðu var
síðan framhaldið i gær og töluðu
fyrst þeir Einar Olgeirsson (K) og
Benedikt Gröndal (A), Þórarinn
Þórarinsson (F) og Hannibal
Valdimarsson (K), en áformaö
var að ljúka 2. umræðu um málið
í nótt.
Efri deild.
Gylfi Þ. Gislason, viðskiptamála
ráðherra mælti fyrir tveim stjóm
arfrumvörpum í efri deild í gær.
Voru bæði þessi frumvörp komin
frá neðri deild. Var báðum frum
vörpunum vísað til annarrar umr.
og fjárhagsnefndar. Frumvörp
þessi voru: Verðtrygging fjárskuld
bindinga, og um stofnlánadeild
verzlunarfyrirtækja.
Hægri handar akstur
Jóhann Hafstein, dómsmálaráð-
herra, fylgdi úr hlaði í efri deild í
gær stjórnarfrumvarpi um hægri
handar akstur, en frumvarpiö hef-
ur þegar hlotið afgreiðslu í neðri
deild. Frumvarpinu var síðan vls-
aö til annarrar umræðu og sam-
göngumálanefndar.
Atvinnujöfnunarsjóður.
Þorvaldur G. Kristjánsson (S)
mælti fyrir nefndaráliti meiri
hluta fjárhagsnefndar efri deild-
ar um frv. um Atvinnujöfnunar-
sjóð, en við frumvarpið hafa kom'
,iö fram þrjú
mefndarálit.
Jafnframt gérði
framsögumaöur
grein fyrir
tveim breyting-
artillögum, sem
fjárhagsnefndin
flytur sameigin-
lega. Sagði hann að viö sveitar-
stjómir ætti að hafa samráð, er
unnið væri aö gerf framkvæmda
áætlana,- því þær heföu mikla
þekkingu á hagsmunamálum síns
byggðarlags. Önnur breytingar-
tillaga nefndarinnar væri flutt til
þess að taka af öll tvímæli um
þetta atriði. Ræöumaður sagði að
þetta frumvarp væri mjög merki-
legt og með samþykkt þess væri
unnið mesta átak sem gert hefði
verið til þessa í jafnvægi í byggð
landsins. Það sem staðiö hefði já-
kvæðum átökum í að viðhalda
jafnvægi I byggð landsins fyrir
þrifum væri skortur á samstilltu
átaki og sumpart einnig fjárskort
ur. En meö þessu frumvarpi væru
margfaldaðar fjárhæðir þær, sem
veita ætti í þessu skyni. Þá minnt
ist ræðumaður einnig á fram-
kvæmdaáætlun þá, er gerð heföi
veriö fyrir Vestfirði og þegar
væri lokið einum þætti í þeirri
framkvæmdaáætlun, þ. e. hvað
snerti samgöngumál Vestfjarða.
Síðan mælti framsögumenn
minnihlutanna fyrir sínum nefnd-
arálitum en síðan var frumvarp-
inu vísað til annarrar umræðu
og nefndar.
Ein lög samþykkt frá
Albingi í gær
Á síðdegisfundi í neöri deild
Alþingis í gær var frumvarpið
um meöferð opinberra mála tekið
til þriðju umræðu í deildinni. Var
frumvarpið samþykkt einróma
sem lög frá Alþingi og sent til
ríkisstjórnarinnar. Þá var frum-
vörpunum um eignarnám lands í
Flatey og lögheimili báðum vísað
til efri deildar.
í stuttu máli.
Neðri deild.
Stjórnarfrumvarpinu um að 1.
mai verði almennur frídagur, lög-
boðinn, var vísað til annarrar um
ræðu og heilbrigöis- og félags-
málanefndar.
Efri deild.
Stjómarfrumvarpinu um síld-
arleitarskip og sfldargjald var vís
að til neðri deildar, og svo var
einnig um þingmannafrumvarpið
um fiskveiðar I landhelgi. Stjórn
arfrumvarpinu um alþjóðasamn-
ing um lausn fjárfestingardeilna
var vísað til 3 umræðu.
Ný mál.
Útbýtt var í gær nefndaráliti
utanrikisnefndar Sameinaðs al-
þingis um tillögu til þingsályktun
ar sem borin var fram af nokkr
um þingmönnum Alþ.bandalags-
ins. Komu fram tvö nefndarálit.
Álit meirihlutans, en undir þaö
rita eftirtaldir þingmenn: Sigurö-
ur Bjarnason (S), Þorvaldur Garð
ar Kristjánsson (S), Gunnar Gísla
son (S), Gylfi Þ. Gíslason (A), Þór
arinn Þórarinsson (F) og Ólafur
Jóhannesson (F) birtist á sérstöku
þingskjali og fer það hér á eftir
orðrétt:
„Nefndin hefur rætt tillöguna
að viðstöddum utanríkisráðherra.
Var það skoðun meirihluta nefnd
arinnar ,að Noröur-Atlantshafs-
bandalagið væri einn af hom-
steinum hinnar íslenzku utanríkis
stefnu, sem mörkuð heföi verið af
lýðræðisflokkunum þremur. Af-
staða Frakklands til bandalags-
ins nú breytir engu þar um. Til
lagan á þskj. 241 gengi í berhögg
við fyrrgreinda stefnu íslands í
utanríkis- og öryggismálum og
bæri því að fella hana. Með þess
ari afstöðu til þingsályktunartil-
lögunnar væru þó ekki neinu sleg
ið föstu um það, hvað gera skyldi
árið 1969, þegar aðilum Atlants
hafsbandalagsins er heimilt aö
segja samningnum upp með eins
árs fyrirvara.
Samkvæmt framansögðu legg-
ur meirihluti utanríkismálanefnd
ar til, að tillagan verði felld.“
Minni hluti nefndarinnar en
hann skipar Einar Olgeirsson (K)
leggur til að tillagan verði sam-
þykkt.
Borgarstjórnarkosningar
Framboðslistum við borgarstjórnarkosningar
í Reykjavík, er fram fara 22. maí 1966, verður
veitt viðtaka í skrifstofu hrl. Einars Baldvins
Guðmundssonar, Aðalstræti 6, III. hæð, mið-
vikudaginn 20. apríl kl. 9—17 og kl. 23—24.
Yfirkjörstjórnin
Iðnfyrirtæki
Til sölu er lítið iðnfyrirtæki, þægilegt fyrir
1 eða 2 laghenta menn. Á verkstæðinu eru
öll tæki ný. Þeir, sem hafa áhuga á þessu,
sendi tilboð fyrir föstudag á augl.d. Vísis
merkt „Nýtt — 6983“.
Skógarmenn KFUM
KAFFISALA
Sumardaginn fyrsta gangast Skógarmenn K. F. U. M.
fyrir kaffisölu í húsi K.F.U.M. og K. við Amtmannsstíg
til styrktar sumarstarfinu í Vatnaskógi. Verða veit-
ingar bornar fram frá kl. 2,30 eða að loknum hátíða-
höldum barna f miðborginni. Rvíkingar, drekkið síð-
degiskaffið hjá Skógarmönnum í K.F.U.M. Um kvöldið
kl. 8,30 efna Skógarmenn til ALMENNRAR SAM-
KOMU í samkomusal félaganna við Amtmannsstíg.
Þar tala, syngja og lesa upp eldri og yngri Skógarmenn,
auk þess verða sýndar litmyndir frá sumarbúðunum.
Allir velkomnir. Styrkið sumarstarfið og nýju skóla-
bygginguna. Kaffiveitingar fást einnig að lokinni sam-
komunni.
Stjórn Skógarmanna K.F.U.M.
Fasteignamiðstöðin
HÖFUM TIL SÖLU:
3ja og 4ra herb. íbúðir tilb. undir tréverk og málningu.
ÖIl sameign fullkláruð. Verð 3ja herb. 650 þús. Verð 4ra
herb. 750 þús.
2ja og 3ja herb. íbúðir í tvíbýlishúsi, mjög góðar og hentug-
ar fyrir fjölskyldur, sem vilja vera saman. Verð beggja.
850 þús.
2ja herb íbúð í gamla bænum. Verö 450 þús.
3ja herb. íbúö í gamla bænum. Verð 500 þús.
3ja herb. íbúð við Sörlaskjól.
Góðar 5 herb. íbúðir í vesturbæ.
4ra og 5 herb. íbúðir og bílskúr við Flókagötu.
4ra og 5 herb. íbúðir í Hlíðunum.
Einbýlis og tvíbýlishús í smíðum í Kópavogi og Silfurtúni.
Enn fremur iðnaðarhús meö góðri innkeyrslu í borginni og
I Kópavogi.
FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN Austurstræti 12
Simar 14120, 20424 og kvöldsími 10974.