Vísir - 20.04.1966, Blaðsíða 15
VÍSIR . Miðvikudagur 20. apríl 1966.
15
HARVEI FERGUSSON:
Don
X-
ro
Saga úr Rio - Grande - dalnum —
I farið í saltleiðangra til vatnsins.
: Saltið þarna var í þeirra augum
j salt jarðar, salt guðs, sem þeir
höfðu eins mikinn rétt til og lofts-
ins sem þeir önduðu að 'sér og vatns
ins í lindum og lækjum til drykkj-
ar. Hann vissi aö allir Mexikanar
sem voru vanir að leggja leið sína
til vatnsins myndu spyrna gegn
þessu og þeirra meöal voru innan
um smyglarar, þjófar og bófar,
vopnaðir, og skyttur góðar.
— Ég mundi setja upp víggirð-
ingu, sagði Coppinger, og mátti
glöggt heyra að hann þóttist hafa
lagt fram þyngri rök en Leo. Þegar
við erum búnir að því tökum viö
Mexikana í vinnu og borgum þeim
dal á dag við saltnámið. Þeir geta
keypt það, sem .þeir vilja. Þetta
III
Dag nokkum kom flokkur Mexi
kana yfir fljótið og lagði leið sína
til saltvatnsins og þegar þeir komu
þaðan höfðu þeir viðdvö.l hjá Leo,
og höfðu hesta sína og saltið og
allt sitt hafurtask í réttinni hjá
honum. Hann fékk hjá þeim nokkr-
ar birgðir af góðu salti og fengu
þeir vörur í staðinn, sem þá van-
hagaði um, kaffi, sykur, nokkrar
álnir af lérefti, hnífa og púður og
blý í sínar fornlegu byssur. Svona
hópar komu mánaðarlega frá í
september þar til í maí. Sennilega
skiptu þeir Mexikanar þúsundum,
sem þurftu á að halda því salti
sem þarna var að fá. Sumir komu
ekki nema annað og þriðja hvert ár
I þessum flokki sem nú kom voru
25 — þrírra meðal nokkrir ungl-
ingsdrengir og þrjár konur. Þetta
var fátækt fólk, sem sagði Leo
frá erfiðleikum sínum, en langvinn-
ir þurrkar höfðu eyðilagt fyrir því
nppskeruna og Apache-Rauðskinn
ar höfðu vaðið yfir sveit þeirra og
rænt heilum geitahópi. Leo sá, að
þetta fólk hafði ekkert sér til mat-
ar nema „atole" eða kornmöl bak-
að yfir eldi og búinn til úr graut-
ur. Ekki var flokkurinn með neina
hesta .aðeins múlasna, og flestir
höfðu burðardýr, og klyfjarnar
voru keröld með vatni á leið til
vatnsins, en salt I þeim, er heim
var snúið.
Salt og vatn, hugsaði Leo, er
hann virti hópinn fyrir sér I rétt-
inni, hvað væri maðurinn án salts
og vatns — ef menn höfðu salt
og vatn og dálítið af kommjöli
gátu menn dregið fram lífið. Hann
hafði mikla samúð með þeim, vegna
þess að fátækir Mexikanar höfðu
ávallt sýnt honum „nákvæman
greiða" í fátækt sinni, og gefið
honum mat, jafnvel þótt þeir ættu
lítið annað en salt og vatn. Hann
skipaði Surelio að reka ársgamlan
tarf í réttina og slátra honum og
gefa fólkinu. Og Surelio valdi stór-
an óg feitan bolakálf.
— Þetta ætti að duga þeim, þar
til þeir koma heim sagði Leo við
Aurelio — þer geta þurrkað það, er
þeir geta ekki torgað meðan þeir
eru héma.
Aurelio hló.
— Ég sé aö þú hefur aldrei verið
í svelti, sagði hann, eins og vilthrr
uppi á fjöllum. Sveltandi menn eru
e'ins og hungraðir úlfar og það eru
ósköpin öll sem þeir geta f sig lát-
ið. Sannaðu tll, að í kvöld verður
ekkert eftir nema húðin og beinin
og af'þeim verður þá búiö að naga
hverja kjöttætlu.
Þeir horfðu á meðan Maxikan-
amir voru að slátra kálfinum. Þeir
byrjuðu á að rota hannn með exi,
hengdu hann síðan og skáru hann
á háls og gættu þess, að ekki færi
49.
blóðdropi til spillis. Ýmsir karl-
mannanna fengu sér heitan blóö-
sopa. Blóðið bragðaðist vel og var
næringarríkt. Kjötið var ekki meira
en svo oröið kalt, er þeir hófu
átið. Þeir skám það í bita og stungu
bitunum á teina og brugðu yfir
eld, stráðu svo á grófu salti og átu.
Og vellíðan þeirra jókst með hverj
um kjötbita, sem þeir létu ofan í
sig, og klukkan að ganga tvö um
nóttina lá Leo enn andvaka, því
aö þeir hlógu og sungu af kæti, og
næsta dag vom þeir eins og nýir
og betri menn, krakkamir hlupu
um og léku sér fjörleg og glöð.
Daginn eftir burtför Mexikan-
anna kom Coppinger í heimsókn til
Leo í skrifstofu hans. Hann kvaðst
vilja ræða við hann um viðskipti.
Ég er vel kunnugur þama við
vatnið, sagði hann, hef komið þar
árlega undanfarin ár, en ég hef
fyrst dottið niður á dálitla hugmynd
— segðu mér fyrst, hvaö heldurðu
að- margir Maxikanar komi þama
til saltgerðar — og hve margir fái
allt sitt salt þaðan.
Þetta kom ónotalega við Leo,
en hann reyndi að láta á engu bera.
Hann kvaðst gizka á, að þaö væri
að minnsta kosti þúsund manns,
sem fengju allt sitt salt þar.
— Þú veizt, að vatnið er i Tex-
as, sagði Coppinger.
— Já, það er rétt hinum megin
við línuna, sagði Leo, en það er
eins og sumir haldi að þaö sé í
Nýja-Mexikó.
Coppinger kinkaði kolli alvarieg-
ur á svip.
— Þaö er líklega skýringin á
því, að enginn hefur sölsað það
undir sig. Þaö er ekkert lánd, sem
er almenningsland — og þar sem
þetta land er í eins konar öræfum
ætti að vera hægt að fá það keypt
hjá ríkisstjórninni fyrir litinn pen-
ing.
— Ég veit það, sagöi Leo, en það
tilheyrði Mexikó þar til fyrir nokkr
um árum og samkvæmt mexikönsk
urri lögum eru allar saltnámur al-
menningseign og almenningur hef-
ur frjálsa aðgöngu að þeim. Mexi-
kanskur almenningur sunnan línu-
markanna treystir að geta fengiö
salt þar.
— En þeir álykta skakkt, greip
Coppinger fram í fyrir honum, það
tilheyrir þeim sem fær það keypt
og girðir það og nú er réttur tími
til þess að ná eignarhaldi á þvi.
Ef þú lánar mér peningana gengur
þetta eins og í sögu — og ég kaupi
það, set upp girðingu og tek við
stjórn þarna.
Leo hristi höfuðið dapur á svip.
— Ég vildi, að þú hættir við
þetta, — það er ekki þess viröi,
og þú bjóðir erfiðleikunum heim.
— Ég kæri mig kollóttan, þá
erfiðleika óttast ég ekki. Ég væri í
mínum fulla rétti að ráðast í þetta.
Og ef við gerum þetta ekki þá
gerir einhver annar það. Ég er hand
viss um, að ef ég færi til E1 Paso
á morgun gæti ég fengið lánaöa
peninga. sem vantar.
Meðan Coppinger talaði hugsaði
Leo óvenjulega hratt. Hann var al-
gerlega mótfallinn því, að nokkur
setti upp girðingu við vatnið. Hann
þekkti gamlan mann, sem sagði
honum, að faðir hans og afi hefðu
verður þeim til góðs. Meinið er,
að þessir lúsablesar framleiða ekk-
ert og hafa því ekkert til að setja
á markað. Þess vegna hafa þeir
aldrei nema til hnífs og skeiöar
og ekki það. Það verður að reka
viðskipti í þessu landi og þeir verða
að læra að lifa lífinu í viðskipta-
landi.
Leo skildi vel hugsunarhátt Copp
inger. Sjálfur haföi hann ávallt
haft í huga hvað var arðvænlegt,
og hann vissi að það var tilgangs-
laust að andmæla framförum, og
hann viðurkenndi rétt manna, til
þess að koma sér áfram. Hann
vissi líka að það var tilgangslaust
að hamra á þvi, aö ef hann girti
gæti af því leitt blóðug átök. Hann
yröi að finna einhver önnur rök
ætti honum að takast að hafa hann
ofan af þessu.
— Eftir nokkur ár verður lögð
jámbraut þama um til E1 Paso, þá
muntu komast að raun um, að
saltiö hefur ekki borgað girðingar-
kostnaðinn. Þarna er aðeins gróft
salt að fá. Og þá — þegar jám-
brautin er komin — verður það hræ
ódýrt. Ég segi þetta meö tilliti til
reynslunnar annars staðar þar sem
járnbrautir hafa verið lagðar, þar
sem salt er í jörð.
— Það er langt þangað til járn-
brautin kemur, sagöi Coppinger.
Þeir eru ekki komnir lengra með
hana en inn í austurhluta Texas.
Þeir sátu langa stund þögulir.
Coppinger þrár og ömggur. Og
Leo á svipinn eins og hann hefði
sáran tannverk.
Hættur vom á ferðum. Vegna á-
formanna, sem Coppinger hafði á
prjónunum, sem gátu leitt til þess
að úti væri um frið í Don Pedro.
Og einnig var sú hætta, aö hann
glataöi vináttu Coppingers.
Coppinger sat langa stund án
þess vottur sæist þess í svip hans,
að hann myndi hvika, en svo færö-
ist allt í einu bros yfir andlit hans
Og brosið varð að góðlátlegu glotti.
Hann leit út eins og strákur, sem
til er í allt, og var ekkert nema
vinsemdin.
— Þér er undir niðri bölvanlega
T
A
R
Z
A
N
SHE WAS THE P’ASSENSEK!
X CAUGHT A GUA\PSE 0F
HER AFTEK X FELL FKOM ,
MV HOK.SE!
r KEAEM5EK THE
CHAUFFEUK-7KIVEW
LIMOUSIME THAT .
ALMOST KAN US
70WN, KETEK?..
m 1 HOPE VOU'KE '
HOT COHTEIAP’LATINS ,
MAVHEM OKl THAT_J
L0V|iyN0S|!4[
TMERE ís'*
1íI£Msomething
STKANGE 4
^íoWLasout all
TUI<! 1 t
let us 1
„ONCENTKATE >
ONTHE F’KESENT,
FKIEN7 TARZAN.
Tm. Iij. U. S. fot Off*—AH riflhU rmrvid
Copr. 1962 by Unlitd ftoturt Syndlcott, Im.
Manstu eftir einkabílnum með bílstjóran-
um, sem nærri haföi ekið okkur niður, Pet-
er? Við skulum einbeita okkur aö því, sem
Hún var farþeginn, ég sá hana eftir að ég
datt af baki.
Ég vona, að þú sért ekki að hugsa um að
veita þessu yndislega nefi einhvem áverka.
Það er eitthvað einkennilegt við þetta allt
er að gerast núna, Tarzan.
saman.
við, ef sett yrði upp girðing þama,
sagöi hann.
Þaö var eins og steini væri létt
af Leo.
— Já, ég kannast við það, sagði
hann.
— Gott og vel, við girðum ekki,
sagði Coppinger. Þú ert vinur minn
og vilt ekki girðingu. Það ræður
úrslitum.
Fermingar-
gjoffiii i ar
Gefið menntandi og þrosk-
andi fermingargjöf:
NYSTROM
Upphleyptu landakortin og hnett-
imir leysa vandann við landafrceði-
námið. — Kortin innrömmuö með
festingum. Fæst i næstu bókabúð.
Heildsölubirgðir:
Árni Ólafsson & Co,
Suðurlandsbraut 12. Simi 37960.
-------------------------
lagningin
helzt
betur
meö
Elanz-
larleslle
iligt nochhol
j«d* Friiíf
‘MANTI K
glans
hárlagningar-
vökva
HtlLPtSLDIIRGDIR
ISIENZK ERLENDAVERZLUNARFÉIAGIÐ HF
fRAMUIOSLURÍTTINDI AMANTI HP