Vísir - 20.04.1966, Blaðsíða 16

Vísir - 20.04.1966, Blaðsíða 16
'9 Flensan vnr í hámarkiDymbilvikuna Eins og áður hefur komið fram í fréttnm hefur Snflúensan rénað mikið hér í Reykjavík, en nokkurra tilfella gætt út á landi. Hafði blaðið tal í morgun af Bimi önundarsyni aðstoðar- borgarlækni og sagöi hann frá gangi inflúensunnar í borginni af skýrslum, sem embættinu hafa borizt yfir undafamar vik- ur en tðk það skýrt fram að Færð góð Ástandið á þjóðvegum úti um land má kallast nokkuð gott sem stendur, en búast má við að vegir fari aftur að versna að þessu sinni, ekki vegna snjóa heldur Ieysinga. Samkv. upplýsingum Vegamála- skrifstofunnar eru vegir á Suður- Iandi þegar famir að spillast mik- ið og hvörf farin að myndast. Aust an vlð Vik í Mýrdal hefur öxul- þungi bifreiða verið takmarkaður við 5 tonn. Að öðru leyti má færð um Suðurland kallast góð. Frá Reykjavík er góð færð um Vesturlandsveg á Snæfellsnes og alla leið vestur í Reykhólasveit og á Vestfjöröum eru vegir óðum að opnast. Fært er yfir Holtavöröu- heiði og allt til Hólmavíkur og til Drangsness er fært stórum bílum. Húnavatnssýslan er greiðfær, sömuleiðis Skagafjörðurinn, en á Öxnadalsheiðinni eru svellbunkar og klakaskomingar og hætta á úr- rennsli. Austan viö Akureyri er ekki fært nema jeppum því aö bleyta er það mikil á vegum og víða hvörf. fjöldi tilfella hefði veriö meiri þar sem ekki er í nándar nærri öllum tilfellum leitað læknis, þegar faraldur gengur yfir og fólk veit hvaða sjúkdómur er á ferðinni. Koma skýrslumar frá heimilislæknum og vaktlæknum. Læknafélags Reykjavíkur í Heilsuvemdarstööinni og eru síðustu skýrslumar ennþá að berast. — Fyrst varð vart við flens- una í skýrslum frá 13. — 19. marz. Þá var vitað með vissu um 26 tilfelli, en þá viku var annars óvenju mikiö um sjúk- dómstilfelli af völdum kvefsótt- ar, hálsbólgu og lungnakvefs. Vikuna 20.—26. marz era skráð 75 tilfelli og ber þá enn óvenju mikið á þessum kvefsóttar- og hálsbólgutilfellum. Vikuna 27. marz — 2. apríl virðist sem in- flúensan færist mjög skyndilega í aukana og eru tilfelli þá nær 400 talsins. Þann 3.—9. apríl tilfelli um 450 og er þá era álitið að inflúensan sé í hámarki. Lítið hefur borizt af skýrslum fyrir vikuna 10.—16. april en samkvæmt þeim sem fyrir liggja munu tilfelli hafa verið um 130 talsins. Skýrslur, sem hafa bor- izt fyrir undanfama daga telja Framh. á bls. 6. . . . . . ■ ■ ■ Reisa sumar- heimili fyrir börn Bygging sumardvalarheimilis fyr ir böm í Kópavogi mim hefjast í vor. Húsiö er byggt skv. telkningu Harðar Björnssonar og er stærö hússins, sem byggt verður úr timbri ca. 230 ferm. og er það ætl- aö fyrir 32 böm. Aö byggingunni standa Lions- Framh. á bls. 6. Teikning af hinu fyrirhugaða sumardvalarheimili. OEINKENNISKLÆDDIR L0GREGLU MENN VID UMFERDARGÆZLU Það er rétt, við höfum sett ó- einkennisklædda lögreglumenn i umferðina til þess að hafa gát á fólki, sagði einn af fulltrúum lög reglustjóra, sem blaðiö innti eftir því £ morgun. — Þeir hafa haft gætur á umferðinni í nokkra daga, og raunin hefur þegar sýnt það, að okkar dómi, að þessi ráðstöfun eigi fullan rétt á sér, ekki hvað sízt á þeim svæðum, þar sem mest hefur á því borið að undanförnu, að götuvitar væru ekki virtir og aðrar reglur brotnar. — Þið hyggizt þá halda þessum ráðstöfunum áfram? — Áreiðanlega enn um skeið að minnsta kosti, eða þangað til frek ari reynsla hefur fengizt. Það verö ur að koma því inn hjá fólki, að það sé ekki nóg að hlýða reglum, i þurfa aö gera sérstakar ráðstafan- þegar það sér einkennisklæddan ir til þess en það er nú svona, lögregluþjón, eða lögreglubíl í nám reynslan sýnir annað. unda. Reyndar er það svo sjálfsagt lögreglumenn helzt á feröinni á og auðskilið mál, að ekki ætti að I Framhald á bls. 6. Bifreiðastöð Hafnar- fjarðar á nýjum stað komulagi, þ.e. afgreiðslu úr lúgum beint í bifreiðir. Er þetta fyrsta afgreiðslustöð sinnar tegundar i Hafnarfirði en stöðvum með þessu fyrirkomulagi fjölgar óðum, og eru þegar starfræktar víða annars stað ar. Afgreiðsluhús stöövarinnar er að allega byggt úr stálgrindum og gleri, svo og hlöðnum steini að nokkru. Hið ytra er húsið látlaust og létt. Teikningu hússins gerði Kjartan Sigurðsson arkitekt. Heildnrskipulagii stórkostlegt — scsgði Petchell borgcsrstjóri um Reykjivík á blaðamcnnaifunilB í gær „Það er konan mín, Kristín, sem situr mér við hlið, sem er upphafsmanneskja að borgar- stjöra og fulltrúaskiptum milli Grimsby og Reykjavíkur“, sagði Denys Petchell borgar- stjóri í Grimsby, er hann í gær sagði blaðamönnum frá tildrög um heimsóknar borgarstjórnar Reykjavíkur til Grimsby á liðnu ári og síðan heimsóknar hóps- ins frá Grimsby til Reykjavík- ur nú. Frú Kristín Petchell er sem kunnugt er islcnzk, fædd og uppalin á Akranesi en fluttist utan árið 1936. Sagði hr. Petchell í upphafi blaðamannafundarins aö hann vildi þakka þær frábæru mót- tökur, sem hópurinn hefði hlot ið og þá vinsemd, sem honum hefði verið sýnd. Kvaðst hann þess fullviss að þessar gagn kvæmu heimsóknir hefðu stuðl aö að auknum kynnum og skiln ingi milli borganna og sagðist hann vona að Geir Hallgríms- son væri sér sammála í þessu. Borgarstjórinn sagði að Grims bybúar þekktu meira til íslend- inga en flestra annarra þjóða, margir íslendingar byggju í Grimsby og góð verzlunarvið- skipti væra bezta tryggingin fyr ir varanlegri vináttu. Ross einn af forstjóram Ross útgerðarfélagsins sagði að sala íslenzkra togara í Grimsby hefði á síðasta ári numið um einni milljón sterlingspunda, eða 120 milljónum íslenzkra króna. í haust rennur út löndunarsamn ingur milli íslands og Bretlands og kvaðst Ross þess fullviss að samningurinn yrði ednurnýjaður þótt einhverjar breytingar kynnu að verða á honum gerð- ar, samkvæmt þeirri reynslu, sem fengizt hefur. Kvað hann mikils um vert að samningsað- ilar þekktust, það væri alltaf Framh. á bis. 6. Bifreiðastöð Hafnarfjarðar opn- ar á morgun í nýjum húsakynnum að Reykjavíkurvegi 58. Á nýja staðnum verður jafnframt starf- rækt benzínstöð ásamt greiðasölu fyrir ökumenn, sem og aðra veg farendur og viðskiptavini. Er stöð- in á opnu og rúmgóðu svæði aust an Reykjavíkurvegar og liggur mjög vel við allri umferö. Er gert ráð fyrir fjölbreyttri af greiðslu, sem hægt er að inna af i hendi í afgreiðslusal stöðvarinnar, I svo og með svonefndu Nestis-fyrir Miðvíkudagu r 20. apríi (966. Gestimir frá Grimsby á biaða- ntannafundinum í gær: Frá v.: Barker, borgarfulltrúi og stjómmálalegur erindreki, Cobl- ey formaður samtaka togara- eigenda. Frú Kristin Petchell, Denys Petcheil borgarstjóri, Ward borgarritari, Geir Hall- grímsson, Franklin leiðtogi Verkamannaflokkslns í Grims- by, Ross, forstjóri Ross útgerðar félagsins og Jón Olgeirsson, sonur Þórarins Olgeirssonar ræð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.