Vísir - 20.04.1966, Blaðsíða 6
6
Suimsrheiinili —
Framh. af bls 16
klúbbur Kópavogs, Kvenfélag Kópa
vogs, og leikvallanefnd Kópavogs-
kaupstaðar.
Langt er síöan hugmyndin um
slikt heimili var fyrst rædd og
hafði leikvallanefnd Kópavogs á-
kveðið stað í landi bæjarins nálægt
Lögbergi og veitt hefur verið fé
til byrjunarframkvæmda í fjárhags
áætlun bæjarins. En þar sem þörf
in fyrir slíkt heimili er mjög mikil
þar sem það er nánast útilokað að
vista böm yfir sumarið jafnvel
þótt brýn nauðsyn sé, ákvað Lions
klúbbur Kópavogs að reyna aö
koma á samstarfi sem flestra fé-
laga um að hrinda þessu í fram-
kvæmd. Árangurinn er mjög góður
og mikill o galmennur áhugi á
byggingunni og hafa t.d. fjölmörg
fyrirtæki í Kópavogi lofað efnis-
framlagi og einstaklingar vinnu, en
þrátt fyrir þaö vantar enn mikið
á og er það von allra er að þessu
standa að Kópavogsbúar bregðist
vel við og kaupi merki sumardags
ins fyrsta, en allur ágóði af merkja
sölu og skemmtunum dagsins renn
ur til byggingar heimilisins.
Petchell —
Framh. af bls. 16
betra að ná góðum samningum
ef aðilar hefðu hitzt áður, en
þegar þeir væru að hittast í
fyrsta skipti.
í Grimsby og nágrenni eru
íbúar um 150 þúsund og sagöi
borgarstjórinn að mismunurinn
á Grimsby og Reykjavík væri
einkum sá, að Grimsby væri
gömul borg en Reykjavík ný.
Sagöi hann að sér fyndust stór
kostlegar þær framkvæmdir,
sem fram hefðu farið í Reykja
vik á liðnum árum og lýsti hann
hrifningu sinni af heildarskipu
lagi Reykjavíkur.
Borgarfulltrúamir kváðust
hafa haft mjög gaman af að
skoða byggingar og stofnanir
Reykjavíkur, einkum hefðu þeir
oröið hrifnir af Borgarspítalan
um nýja. „Við hefðum ekkert
á móti því að hafa einn slíkan“.
Það kom fram á fundinum að
sendiherra íslands 1 London,
Guðmundi í. Guðmundssyni hef
ur verið falið að leggja hom-
stein að nýrri sjómannakirkju í
Grimsby og fer það fram 2.
júnl n.k.
Geir Hallgrímsson tók til máls
í lok fundar og kvaðst vona að
gestimir færu heim með góðar
minningar, það hefði verið jafn
ánægjulegt að hafa þá sem
gesti og það var að hafa þá sem
gestgjafa, þegar fulltrúar
Reykjavíkur vom á ferð í
Grimsby I haust.
Hcfindrifin —
Framhald af bls. 1.
ist. Sagði Schmidt, að jafnvel
þótt safnið væri ekki ríkiseign
að áliti 'dómstóla þá brjóti lög-
in ekki í bága við þetta ákvæði,
þar sem almannaheill krefjist
þess að handritin verði afhent
Islendingum.
Sagði Schmidt, að að baki
lögunum fælist ósk um að
koma til móts við Islendinga,
svo að lögin gætu haft í för með
sér, að endi yrði bundinn á
deilur um handritin. Deilurnar
hefðu sýnt, að biturð einkenndi
þetta mál, og það væri í allra
hag, að henni yrði rutt úr vegi.
Kæmi einnig þar til greina nor-
rænt samstarf, sem allir vildu
efla. Léki enginn vafi á því
að slíkt samstarf yrði til al-
menhingsheilla.
Hóf Schmidt málflutning sinn
á þvf að rekja fyrst sögu fs-
lenzku handritanna og hvemig
þau komust í eigu Áma Magn-
V í SIR . Miðvikudagur 20. aprfl 1966.
ússonar og um flutning þeirra
til Kaupmannahafnar. Næsti
kafli varnarræðunnar fjallaði
um Árnasafn og réttarstöðu
þess og sögu þess undanfarin
sextíu ár og afstöðu til af-
hendingar handritanna, sem oft
hefði borið á góma þessi ár. Þá
ræddi Schmidt allítarlega um
meðferð málsins í danska þing-
inu og um þá fullvrðingu sækj-
andans, að lögin fælu i sér
eignamám.
Eins og áður hefur verið
skýrt frá fylgjast dönsku blöð-
in af áhuga með réttarhöldun-
um og skýra nákvæmlega frá
þeim.
í frásögn Politiken af réttar-
höldunum fyrsta daginn segir,
að sækjandinn Christrup hafi í
sóknarræðu sinni farið svo ó-
fögrum orðum um stjómina,
þingið, menntamálaráðuneytið
og þrjá lagaprófessora að yfir-
dómarinn Hastrup hafi tvisvar
orðið að grípa til þess að
veita áminningu. — í annað
sinn til þess að kveða niður
hláturinn í réttarsalnum, sem
var þéttsetinn og í hitt skiptið
vegna orða, sem Christrup not-
aði um trúnaðarbréf frá mennta
málaráðuneytinu.
Réðist Christrup allharkalega
að þeirri fullyrðingu að handrit
in væru menningararfur Islend-
inga. Hnaut Christrup um orðið
„kultureje", sem hann sagði að
væri beinlínis fundið upp
stuðnings málinu. „Þetta orð er
hreint og beint fengið að láni
frá Hitler, sem einnig talaði um
„Kulturbesitz", þegar hann
þurfti á því að halda", sagði
Christrup i ræðu sinni, þegar
hann líkir menningararfi islend-
inga við eignarnám nazista.
Um trúnaðarbréfið, sem gefið
var út af menntamálaráðuneyt-
inu danska þrem dögum áður
en frumvarpið um handritamál-
ið var lagt fvrir danska þjóð-
þingið þar segir m.a. að fjöldi
dæma sé um það, að stjómar-
völdin hafi haft afskipti af
styrkjum og framkvæmdum
stofnana í mótsögn við stofn-
skrámar segir Christrup: Ég
veit ekki hver höfundurinn er
en ég er ekki hræddur að segja
um það sem hann skrifaði, að
það sé beinlínis óábyrgur mál-
flutningur og að ráðuneytið
ætti sjálfs sfn vegna að rann-
saka hver maðurinn er. Það var
þegar Christrup endurtók aftur
hina harðorðu lýsingu sína
trúnaðarbréfinu, sem yfirdóm-
arinn varð að veita áminningu
til þess að lægja öldumar f
réttarsalnum.
Þriðji dagur réttarhaldanna
er á morgun og lýkur þeim þá
með svarræðum málsaðila, en
dómur verður væntanlega kveð
inn upp í næsta mánuði og að
öllum líkindum vísað til Hæsta-
réttar.
Flensan —
Framhald af bls. 16.
uppundir 100 sjúkdómstilfelli en
þar á meöal má gera ráð fyrir
að sé eitthvað af gömlum
skýrslum og því ekki hægt að
gefa upp nákvæmar tölur, einn
ig vegna þess að ekki hafa allar
skýrslur borjzt.
— Við álítum jafnframt núna,
segir Bjöm að lokum — að sjúk
dómstilfella gæti á öllum aldurs
skeiðum, en í fyrstu var álitið
að sjúkdómurinn legðist aðeins
á ungviði og við vörum fólk enn
þá við, að það fari varlega með
sig þar sem fvlgikvilla getur
vel gætt og er ekki síður ástæða
til þess að vara fólk við núna,
þegar flensan er 1 rénun.
Lögregln —
Framhald af bls. 16.
þessum hættuvæðum?
— Verða þessir óeinkennisklæddu
— Hættan er alls staðar á næsta
leiti, séu umferðarreglur ekki virt-
ar, þótt hún sé alltaf bráðust þar
sem umferðin er mest og hrööust.
Við munum þvi leitast við að þess
ar ráðstafanir taki að sem mestu
leyti til allrar umferðar i bænum,
eftir því sem unnt reynist. Þessa
fáu daga sem um er að ræða, hafa
óeinkennisklæddu lögreglumennim
ir stöðvað fjölmarga fyrir tillits-
lausan akstur og haft tal af þeim,
og kært nokkra, sem sekir gerð-
ust um bein brot á umferðarregl-
um.
Hátíðahöld —
.Framhald af bls. 1.
myndasýninga og leiksýninga. Flest
atriði skemmtananna eru f höndum
yngri kynslóðarinnar, skólakrakka,
eða jafnvel barna úr leikskólum
Sumargjafar.
Fvrsta skemmtunin hefst kl. 2
f Iðnó. Þar sýna nemendur úr
Réttarholtsskóla leikritið ímvndun
arveikina eftir Molier, sem færð
var upp með miklum myndarbrag
á árshátíð skólans í vetur. Þessi
skemmtun er einkum við hæfi
•unglinga og fullorðinna. — Tvær
skemmtanir hefjast kl. 3, f Aust-
urbæjarbíói og Háskólabíói í Aust-
urbæjarbíói verður margs konar
söngur til skemmtunar, skemmti-
þættir, ballet og danssýningar og
svo hljóðfæraleikur í ýmsum mynd
um og koma þar fram margir ung-
ir hljóðfæraleikarar. Þessi skemmt
un er upplögð fyrir stálpaða
krakka, þó að fullorðnir hefðu á-
reiðanlega einnig gaman af henni.
Skemmtunin f Háskólabíói er hins
vegar einkum ætluð yngstu böm-
unum og sjá fóstrur og fóstru-
nemar að öllu leyti um hana, en
þar koma m. a. fram .böra^ _a|
barnaheimilunum.
Fjórða skemmtunin verður svo í
Iðnó kl. 4,30 með ýmsum atriðum.
Kvikmyndasýningar verða f Gamla
biói, Nýja bíói og Austurbæjarbíói.
Leikhúsin sýna baraaleikrit sfn kl.
3. Ferðin til Limbó f Þjóðleikhús-
inu og Grámann í Tjamarbæ. Bæði
þessi leikrit hafa notið óskiptrar
athygli yngri kynslóðarinnar, en
hluti af ágóðanum af sýningum á
morgun rennur til starfsemi Sum-
argjafar fyrir bömin.
Ekki er að efa að allar þessar
skemmtanir verða fjölsóttar, enda
hefur oftast verið uppselt á þær
allar á undanfömum árum. Að
þessu sinni verða aðgöngumiðar
seldir sér fyrir hverja skemmtun
á þeim stöðum þar sem þær fara
fram, en ekki á einum stað eins
og áður.
Á fundinum með fréttamönnum
f gær skýrði formaður Sumargjaf-
ar einnig frá því að ákveöið hefði
verið að fella niður merkjasölu í
tilefni dagsins. Hins vegar verða
fsl. fánar seldir víða i bænum á
vegum félagsins og eins bókin
Sólskin, sem kemur nú út f 37.
skipti á sumardaginn fyrsta, en f
henni er úrvals lesefni fyrir böm
og hefur Jónas Jósteinsson vara-
form. Sumargjafar séð um útgáf-
una.
Allur ágóði af hátíðahöldum
sumardagsins fyrsta rennur eins og
jafnan til Bamavinafélagsins Sum-
argjafar.
Stjórn Sumargjafar skipa nú
Ásgeir Guðmundsson, formaður,
Jónas Jósteinsson, varaformaður, en
þeir sátu báðir fundinn með
fréttamönnum. Auk þeirra em í
stjóm: Helgi Elíasson fræðslu-
málastjóri, Sigurjón Bjömsson sál-
fræðingur, Valborg Sigurðardóttir
skólastýra Fóstruskólans, Sigriður
Jónasdóttir, forstöðukona, Þórunn
Einarsdóttir og Amheiður Jóns-
dóttir. Framkvæmdastjóri félags-
ins er Bogi Sigurðsson
HÁTÍÐAHÖLD
SUMARGJAFÁR
sumardaginn fyrsta 1966
ÚTISKEMMT ANIR:
Kl. 12,45: SKRÚÐGANGA BARNA
frá Austurbæjarskólanum og Melaskól-
anum í Lækjargötu.
Lúðrasveitir leika fyrir skrúðgöngunum.
K. 1,30 nema skrúðgöngurnar staðar í Lækj-
argötu.
1) Ávarp: Helgi Elíasson, fræðslumálastj.
2) Lúðrasveitir drengja, undir stjóm Karls
Runólfssonar og Paul Pampichler, leika
vor- og sumarlög.
3) Jón Gunnlaugsson skemmtir.
INNISKEMMT ANIR:
Iðnó kl. 2.
Skemmtun fyrir unglinga—skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Austurbæjarbíói kl. 3.
Háskólabíói kl. 3.
Fóstmfélag Islands sér um skemmtunina. Skemmtunin
ætluð fyrir yngri böm.
Iðnó kl. 4,30.
KVIKMYNDASÝNINGAR:
Kl. 3 pg 5 í Nýja bíói. Kl; 5 og 9 í Gamla bíói
Kl. 5 og 9 í Austurbæjarbíói
LEIKSÝNINGAR:
Ferðin til Limbó. Aðgöngumiðar á venjuleg-
um stað og tíma. Venjulegt verð.
Kl. 3 í Tjamarbæ. Grámann. Aðgöngumiðar
í Tjarnarbæ kl. 1—4 þriðjud. og miðvikud.
og sumardaginn fyrsta kl. 1—3.
DREIFING OG SALA:
Bókin Sólskin og íslenzkir fánar fást á eftir-
töldum stöðum: Tjaldi við Útvegsbankann,
anddyri Iðnaðarbankans í Lækjargötu,
Grænuborg, Barónsborg, Drafnarborg, Haga
borg, Hlíðaborg við Eskihlíð, Hlíðarenda við
Sunnutorg, Vogaskóla, Laugalækjarskóla,
Breiðagerðisskóla og Álftamýrarskóla.
„Sólskin“ verður afgreitt til sölubarna á öllum
þessum stöðum frá kl. 9 á sumardaginn
fyrsta. Sólskin kostar 40,00 kr.
íslenzkir fánar verða seldir á sömu stöðum.
Þeir kosta 15,00 og 20,00 kr.
Sölulaun em 10%.
Blómabúðir borgarinnar eru opnar frá 10—13
á sumardaginn fyrsta.
Skemmtanir: Aðgöngumiðasala í húsunum
sjálfum frá kl. 1,00—3,00 á sumardaginn
fyrsta. Aðgöngumiðamir kosta 35,00 kr. stk.
Foreldrar: Athugið að láta börn ykkar vera vel
búin í skrúðgöngunum, ef kalt er í veðri.
Mætið stundvíslega kl. 12,30 við Austur-
bæjarskólann og Melaskólann, þar sem
skrúðgöngurnar hefjast.
i