Vísir - 20.04.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 20.04.1966, Blaðsíða 9
VlSIR . Miðvikudpwr ?A -i-ril ?9SS. MINKAELDIER UMTALSVERÐUR ÞÁTT- UR I VERDMÆTA ÖFLUNINNI Þingnefnd Beggur fil csð minkaeldisfrumvarpið verði samþykkt Landbúnaðarnefnd neðri deildar Alþingis hefur sam- þykkt að mæla með frum- varpi því sem fyrir þingi ligg- ur um minkaeldi í landinu. Minni hluti nefndarinnar var hins vegar frumvarpinu ó- samþykkur. Fróðlegt er að heyra röksemdir meiri hluta nefndarinnar varðandi þessa nýju atvinnugrein. Birtir Vís- ir því hér á eftir nefndarálit- ið. Þess má geta, að frum- varpið hefur þegar verið sam- þykkt í neðri deild og liggur nú fyrir efri deild til umræðu. j^efndin hefur rætt frumvarp- ið á fundum. I upphafi kom fram eindregin ósk inn- an nefndarinnar um, að frum- varpinu yrði vísaö til umsagnar náttúruvemdarráös og forstöðu manns náttúrugripasafnsins, enda þótt umsagnir beggja þessara aðila bærust til Alþing is um frumvarp um loödýrarækt er lá fyrir síöasta þingi. ' Nefndin varð við þessari ósk og umsagnir hafa nú borizt frá báðum þessum aöilum að nýju. Nefndin varð ekki á eitt sátt um afgreiðslu málsins og klofn aði. Munu 3 nefndarmenn skila séráliti, en þeir lýstu sig and- víga frumvarpinu. Við meðferð málsins á síðasta Alþingi leitaði landbúnaðar nefnd neðri deildar umsagnar búnaðarþings, Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og veiði- stjóra. Komu ekki fram tilmæli innan nefndarinnar um að leita umsagnar þessara aöila að nýju þar sem svo skammt var liðið, frá því að þær bárust. í nefnd- aráliti meirihluta landbúnaðar- nefndar síðasta þings segir svo um álit þessara aöila: „Umsagnir hafa borizt frá þeim öllum, og má segja, aö þær séu allar jákvæðar, þótt misjafnlega sé. Nokkrar bend- ingar komu fram um breytingar á frumvarpinu, sem nefndin hef ur athugað, en meirihlutinn tel ur ekki ástæðu að beita sér fyr ir að þessu sinni. Eru þær jafnt fyrir því til athugunar og leiö beiningar við framkvæmd lag- anna, sem þær einkum snerta.“ Náttúruverndarráð vitnar x svari sínu til umsagnar ráösins frá 5. maí sl., er þá var sent Alþingi. Eru allir ráðsmenn að einum undanskildum mótfalln- ir frumvarpinu. í svari forstöðu- manns Náttúrugripasafnsins, sem einnig er andvígur frum- varpinu, enda einn af fulltrúum í náttúruverndarráöi, eru ýms- ar hugleiðingar um minkaeldi og loðdýrarækt. Er þar af tals- verðri fimi útlistaö um hugsan lega hættu af blöndun nýrra af- brigða við villiminkinn, sem fyr ir er í landínu, og ennfremur er því haldið fram, að villiminkur inn hér fari að verða skaölítill. Vafalaust má á ýmsa vegu stilla upp myndum af hugsanlegum fyrirbærum í lífi minksins í land inu á næstu árum, bæði án nýrr ar blöndunar og með henni. Tilgangur minkaeldis í búrum er ekki sá að blanda honum villtum viö þann mink, sem fyr ir er í landinu, enda þótt eng- um detti í hug að fullyröa, aö ekki kunni dýr að sleppa úr haldi. Hitt er víst, að minka- eldi með sem verðmætustum felddýrum veröur því aöeins sett á stofn, að vandlega sé frá loðdýragörðunum gengið. Fer þar saman skylda ráðuneytisins um eftirlit og hagsmunir rækt- unarmanna að tapa ekki hinum verðmætu dýrum né baka sér viðurlög. J lok umsagnar sinnar gerir dr. Finnur þá tillögu, að verði minkaeldi leyft, þá yrði helzt leyft eitt bú í Vestmannaeyjum sem reynslubú. Rökstyður hann það með einangrun eyjarinnar annars vegar og með mergð fæðuefna fyrir minkinn. Þessi tillaga er athyglisverö. En við hana er þó það að athuga, að Vestmannaeyjar eru að líkind- um ekki heppilegur staður til þessa eldis vegna rakrar veðr- áttu, sem áhrif hefur á feldinn Beztur feldur er talinn fást í þurrviörabyggðum. Eru að því leyti beztu skilyröin norðan- lands. Skynsamlegt viröist, að þau 5 fyrstu bú sem ráðgerð eru séu staðsett þannig, að þessi tvenn höfuðskilyrði njóti sín sem bezt: hagstæð veðrátta og gnægð fiskúrgangs í nágrenn- inu. Þrátt fyrir það að Vest- mannaeyjar uppfylli að Iíkind- um illa annað skilyrðið, þá gera þær það þvi betur meö hitt, Þetta frunivarp byggir trú á atvinnugrein, sem er umtals- verður þáttui’ í verðmætaöflun nágrannaþjóða okkar. Náttúru- leg skilyrði eru hér i bezta lagi. Við trúum því einnig, aö fram- tak og dugur okkar sjálfra bregðist ekki fremur £ þessu efni en öðrum á atvinnusviðinu, sem framfarasaga okkar síð- ustu áratugina vitnar svo vel um. Við leggjum til, að frum varpið veröi samþykkt með eft irfarandi breytingum: 1. Við 6. gr. Síðasta máls- grein: „Leyfi til minkaeldis“ o. s.frv. falli niður. 2. Við 8. gr. Greinin falli niður 3. Við ákvæði til bráðabirgða: Aftan við bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Leyfi þessi má þó aðeins veita í byggðarlögum þar sem villiminks hefur oröið vart. Heimilt er þó að veita leyfi fyrir einu af þessum 5 búum í Vestmannaeyjum. Alþingi, 9. marz Gunnar Gíslason, formaður. Jónas Pétursson, framsögumaður. Sverrir Júlíusson. Björn Pálsson. 1966. Náttúrufræðistofnunin tel- ur mmkaeMi varhugavert Gerir tillögu um tilraunabú i Vestmannaeyjum til vara Mlnkasldnn hjá Kristján! Kristjánssyni feldskera. Leitað var álits Náttúru- fræðistofnunar íslands, er minkamálið var til umræðu í neðri deild og einnig Náttúru- vemdarráðs. Hefur Vísir áð- ur greint frá umsögn þess. Hér fer á eftir í heild umsögn Náttúrufræðistofnunar ís- lands um málið. JTæstvirt landbúnaðamefnd neöri deildar Alþingis hef- ur með bréfi dags. 11. þ.m. ósk aö umsagnar minnar um frum- varp til laga um loðdýrarækt, sem lagt hefur verið fyrir Al- þingi. I frumvarpi því, sem hér um ræðir, eru nokkur almenn á- kvæði um loödýr og Ioödýra- rækt, stofnsetningu svonefndra „loðdýragarða" o.s.frv. Mér er ekki fyllilega ljóst, hver ástæða er fyrir því, að flm. frv. hafa tekiö hér upp orðið loðdýra- garður (á dönsku pelsdyrgárd) í stað orösins loðdýrabú (sbr. fjárbú), sem við hingað til höf um notazt við og raunar er orö ið rótgróiö í íslenzku máli. I því, sem hér fer á eftir, mun ég því nota orðið loðdýrabú ( stað loð- dýragarös. Ég verð að játa, að það veld- ur mér nokkrum erfiðleikum að taka afstöðu til umrædds frum varps, því að þar er þess hvergi getið, hvaða dýr sé fyrirhugað að ala í væntanlegum loðdýra- búum né heldur hvort fyrirhug að sé að flytja til landsins loö- dýr í þvi skyni. Vel getur komið til mála aö ala íslenzk dýr, svo sem refi og íslenzka villiminka í loðdýrabúum, og kemur þá auövitað ekki til innflutnings á loðdýrum. En grunur minn er sá, að flm. frv. geri ráð fyrir innflutningi loðdýra, en um slík an innflutning eru ströng á- kvæði í gildandi lögum. f 2. gr. 1. nr. 15/1948 er mælt svo fyrir, aö innflutningur á hvers konar dýrum sé háður leyfi landbúnaðarráðherra og að leyfi megi ekki veita, nema stjórn Búnaðarfélags Islands mæli með því og yfirdýralæknir sam- þykki innflutninginn. Þá eru á- kvæöi í 5. gr. laga nr. 48/1956, um náttúruvemd, um að leita skuli umsagnar náttúruverndar- ráös áöur en leyfi er veitt til inn flutnings á lifandi dýrum. Þó að frv. það um loödýra- rækt, sem nú hefur verið lagt fyrir Alþingi, verði samþykkt, haggar það ekki á nokkum hátt viö ákvæðum gildandi laga um innflutning dýra. Frv., þótt að lögum yrði, verður því aldrei nema pappírsplagg, nema þeir aðilar, sem um þessi mál eiga aö fjalla, veiti leyfi til innflutn- ings loðdýra. En það að ég sé ekki beinlínis einn af þeim aðil- um, skal hér vikið nokkru nán- ar að þessari hliö málsins. A/egna afskekktrar legu hefur ísland nær algera sérstöðu aö því er varðar fábreytni gróð- urs og dýralífs. Innflutningur dýra, hvort sem um húsdýr eða villt dýr er að ræða, til slíkra landa getur því og hefur raun- ar oft haft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar. Þess vegna ber að gæta ýtrustu varúöar í sam- bandi við innflutning dýra til Is- lands, og á þetta jafnt við um villt dýr og loödýr, sem ætluð em til eldis í loödýrabúum. Sannleikurinn er sá, að að þaö hefur aldrei og mun aldrei tak ast að koma í veg fyrir til fulls að slík dýr sleppi úr haldi. Þess vegna er algerlega óverj- andi að láta vafasama stundar- hagsmuni marka stefnuna í mál um af þessu tagi. Afleiðingam- ar af þvl geta orðið miklu geig* vænlegri en nokkurn órar fyrir. Nú má segja, að nokkm öðm máli gegni um innflutning minka til íslands, þar sem mink ur er hér þegar orðinn landlæg- ur og veröur sennilega aldrei útrýmt. En það er önnur hlið á þessu máli, sem ég er ekki viss um að menn almennt hafi gert sér fyllilega ljósa. Við verð um að gera ráð fyrir, að minkar sem kynnu að verða fluttir til landsins, sleppi öðru hverju úr haldi. Afleiðingin af því hlýtur því aö verða sú, að til viðbótar hinum villta minkastofni sem þegar hefur aðlagaö sig að ís- lenzkri náttúru, komi öðm hverju hópar af aliminkum út í náttúruna, en það em einkum þeir minkar, sem valda mestum usla og tjóni. Slíkir minkar hafa ekki tileinkað sér hina hefö bundnu lífshætti villtra dýra, þeim fjölgar sennilega miklu ör ar en villiminkum, og það er miklu meiri hætta á, að þeir fari um myrðandi og drepandi án tillits til þarfa. Og við verð- um að gera okkur ljóst, að það tekur langan tíma, unz slíkir minkar hafa aðlagað sig um- hverfi sínu og tekið upp lífs- hætti villtra dýra eins og sá minkastofn sem nú er fyrir £ landinu. Sá minkastofn hefur þetta aðlögunarskeið að baki sér og ég hef fulla ástæöu til að halda, að okkur stafi ekki ýkjamikil hætta af honum, jafn vel þótt hætt yröi með öllu að vinna skipulega að eyöingu hans. 1 þvl sambandi ber að hafa I huga, að öll villt dýr tak- marka fjölda sinn sjálf og nátt- úran hefur séð fyrir því, að skyn samlegt hlutfall haldist milli rándýrs og bráðar. En þetta á auðvitað ekki við um aliminka sem kyrinu að sleppa úr haldi og þess vegna er ég andvigur Framh S bls. 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.