Vísir - 20.04.1966, Blaðsíða 8
VÍSIR . Miðvikudagur 20. apríl 1966,
F
í
Utgefandi: Biaðaútgáfan VISIR
Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinson
Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson
Þorsteinn ó. Thorarensen
Auglýsingastj.: Halldór Jónsson
Ritstjórn: Laugavég" 178. Simi 11660 (5 linur)
Auglýsingar og afgreiðsla Túngötu 7
Áskriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innanlands
l lausasölu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðja VIsis — Gdda h.f.
Pólitísk nátttröll
ön árin síðan viðreisnarstjórnin kom til valda hafa (í
stjórnarandstæðingar látið þann áróður dynja á þjóð- (j
inni, að hún væri að komast á vonarvöl, stjórnarstefn- )
an væri að leiða til slíks ófarnaðar, að helzt mætti )
líkja því, sem í vændum væri, við hinar verstu plágur y
og óáran, sem yfir landið gengu fyrr á öldum, sbr. (
móðuharðindaspádóm þingeyska Framsóknarspek- (
ingsins. (
Allur þorri almennings hlær að þessu rausi. )|
Fólkið finnur það bezt á sinni eigin pyngju, hvernig
afkoma þess er. Nátttröllin, sem ekkert vilja sjá nema \
„þokuna og myrkrið“ og óttast sólskinið, eiga ekki (
samleið með bjartsýnu og frjálshuga fólki. Það hlust- (
ar ekki á svo hjáróma raddir í þróuninni. (
Sú kynslóð, sem uppi verður í landinu eftir svo )
sem hálfa áld, mun áreiðanlega bæði undrast og )
hneykslast, ef hún nennir að lesa Tímann og Þjóð- \
viljann frá 7. tug þessarar aldar. Hvað skyldi hún (
t. d. segja um skrif þeirra um stóriðjuna Skyldi (
henni ekki finnast sjónarmið stjórnarandstæðinga nú (
í því máli álíka fjarstætt og okkur finnst afstaða /
þeirra, sem börðust gegn símanum fyrir 60 árum? Á \ .
sama tíma og flestar aðrar þjóðir telja sér það ávinn- (
ing og keppast um að fá erlent fjármagn inn í lönd (
sín hamast nátttröll stjórnarandstöðunnar á íslandi /
gegn því, að hér verði reist álbræðsla. Móðuharðinda- )
spekingarnir segja að það sé þjóðarógæfa, á sama )
tíma og frændur okkar Norðmenn eru að leyfa bygg- \
ingu nokkurra slíkra, til viðbótar þeim, sem fyrir eru (
í landinu. (
Og svo mikils þykir stjórnarandstæðingum við (
þurfa í þessum áróðri, að þeir víla ekki fyrir sér að )
taka aftur, eta ofan í sig, allt sem þeir hafa áður sagt )
um lélega afkomu þjóðarinnar. Þeir viðurkenna nú, \
að íslendingar séu „þriðja tekjuhæsta þjóð í Evrópu, (
að tiltölu til fólksfjölda" og „að við þurfum sannar- (í
iega ekki að blygðast okkar í samanburði við aðra /
fyrir þá efnahagsþróun, sem hér hefur orðið á und- )
anförnum áratugum. Og efnahagslega séum við bet- )
ur færir til þess en nokkru sinni fyrr að ráðast í ný (
verkefni”.
Þetta er hverju orði sannara, enda margsagt í blöð- /
um stjórnarinnar og stuðningsflokka hennar. En ')
stjórnarandstæðingar hafa aldrei fengizt til að viður- \
kenna það fyrr en þeim þótti hentugt að nota það (
sem rök gegn því að hér þurfi að reisa álbræðslu! (
Hjá kommúnistum er það trúaratriði, að vestrænt )
fjármagn sé stórhættulegt. Þeim er því nokkur vork- )
unn. Þeir eru blindir af þessu trúarofstæki og erfitt, \
ef ekki ómögulegt, að lækna þá. En Framsóknarmenn \
vita mætavel, hvað þeir eru að gera. Þeir eru að berj- (
ast gegn betri vitund. Þeir eru að leika nátttröll. (
Bergsteinn A. Bergsteinsson, fiskimntsstjóri:
Reglur um hreiulæti við
matvælaframleiðslu
■JJndanfama daga hafa birzt í
ýmsum dagblöðum Reykja-
víkur greinar um hreinlæti og
umgengni á veitingastöðum og
við matvælaframleiðslu almennt.
Eftir lýsingu á framansögðu
málefni í ýmsum þessara greina
væri eðlileg spuming hvaöa ráð
stafanir hefðu veriö í gangi und
anfarið t. d. við hina ýmsu mat
vælaframleiðslu, sem tryggja
ætti sjálfsagðar ráðstafanir um
hreinlæti.
1 einu dagblaöanna kom fram
frásögn um, að nú væri klór
blandað í vatn, sem notað er við
fiskvinnslu í hraðfrystihúsum,
og einnig að þar væru notaðar
pappfrshandþurrkur í stað tau-
handklæða. Þetta er rétt, en ég
vildi í þessu sambandi upplýsa
nánar, að notkun þessara hrein-
lætisráðstafana í hraðfrystihús-
um er lögboðin með fyrirmælum
frá Fiskmati ríkisins, útg. 23.
des. 1963.
Frá þessu er aðeins skýrt hér
til þess að upplýsa, að um þessi
atriði hafa verið og em opin-
berar ráðstafanir.
Hins vegar er þetta ekki upp-
lýst í þeim tilgangi að telja slíkt
allra meina bót í þessum efnum.
Hreinlæti er aðalsmerki
' ; . . . j \ \
menningarþjóða.
Frá sjónarmiði þeirra er
meira eða minna hafa ferðazt
erlendis og kynnt sér matvæla
framleiðslu eða gistihúsamál svo
eitthvað sé nefnt, mun það ekki
orka tvímælis að menningar-
þjóðir telja almennt hreinlæti
eitt af sjálfsögðum skyldum
þjóðfélagsins og þegna þess.
Einkum ber aö líta svo á, að
þjóöir, sem t. d. byggja afkomu
sína mikiö á framleiðslu mat-
væla eða þjónustu við erlenda
ferðamenn, eigi þar mikillar á-
byrgðar að gæta.
Það hefir einmitt komið fram,
að eitt af mestu erfiðleikum í
aðstoö við svokölluð þróunar-
ríki er aö ráða bót á aldagöml-
um venjum í sambandi við ó-
þrifnað.
Þörf samstilltra
endurbóta.
Hér er um mikið mál að ræða,
sem ekki er unnt aö gera full-
komin skil í stuttri grein. Hins
vegar mætti benda á ýmsar ráð-
stafanir, sem ættu að vera sjálf
sagðar án þess aö velta málinu
lengi fyrir sér. Ég vil í þessu
sambandi minnast á nokkrar
ráðstafanir er telja má sjálf-
sagðar:
A) Það orkar ekki tvímælis að
pappírsþurrkur skammtaðar úr
þar til gerðum áhöldum, hafa
hvað hreinlæti snertir algera yf
irburöi yfir tauhandklæði. Ein-
stök tauhandklæöi eru óhrein
eftir að hafa veriö notuð einu
sinni.
Tauhandklæði á rúllum eru
heldur ekki örugg að því leyti
að alls ekki er útilokaö að tveir
eöa fleiri þurrki sér á sama
skammti, t. d. á fjölmennum veit
ingastöðum eða vinnustöðum.
Pappírshandþurrkur fyrdr
starfsfólk og gesti ætti því að
fyrirskipa a. m. k. á eftirtöldum
stöðum:
1. Við alla matvælafram-
leiðslu hverju nafni er nefnist.
2. í öllum eldhúsum veitinga-
staða, hótela og hvers konar
staða er framreiöa matar eða
drykkjarvörur til neyzlu.
3. í öllum matvöruverzlunum,
mjólkur- og brauðbúðum.
4. 1 öllum skólum og sam-
komustööum.
B) KLÆÐNAÐUR
VERKAFÓLKS.
Hreinn klæðnaður og höfuö-
búnaður verkafólks við matvæla
framleiðslu er nuðsyn.
Það veldur miklum erfiðleik-
um í þessu sambandi hér á
landi, hvað fólk skiptir oft um
störf.
Varla er önnur lausn á þessu
en framleiðslufyrirtækin leggi
verkafólki til hæfan klæönað á
vinnustað og væru fyrirtækin
ábyrg á því sviði.
C) Á snyrtiherbergjum allra
vinnustaða er framleiða matvæli
þarf að vera sérstakur eftirlits
rnaöur er lítur eftir allri um-
gengni starfsfólks, m. a. þvi að
fólk þvoi sér um hendur.
Fljótandi sápulögur í föstum
áhöldum er nauðsyn.
Sama ætti að gilda um alla
veitingastaði, skóla og samkomu
staði.
D) Þá þurfa aö vera löigboðn-
ar vatnsrannsóknir alls staðar,
hvort um er að ræða vatn til
notkunar við matvælafram-
leiöslu, eöa vegna almennrar
neyzlu.
E) Til þess að unnt sé að
krefjast hreinlætis af starfs-
fólki í matvælaiðnaði og annars
staðar þarf strangar kröfur um
að t. d. snyrtiherbergi og öll
aðstaöa á vinnustað sé í full-
komnu Iagi.
F) Ef það er ekki nú þegar i
skólum landsins, ætti að gera
að skyldunámsgrein kennslu í
hreinlæti við meðferð matvæla á
vinnustöðum og annars staðar.
Sérstök allsherjar löggjöf í
þessum efnum er tímabær en
um leið þarf að gera sér ljóst, að
slík löggjöf er ekki mikils virði
nema a ðhún sé skynsamleg og
örugglega séð fyrir framkvæmd
hennar.
B .Á. Bergsteinsson.
Afmælissöngur Fóstbræðra
að er ekki á hverjum degi,
sem fslenzkt sönglistarfélag
heldur upp á hálfrar aldar af-
mæli, né heldur, að íslenzkir
tónlistarunnendur geti sam-
glaðzt slíkum stórafmælum úr
okkar stuttu tónlistarsögu. Það
var því ekki lítil hátíðarstemn-
ingin yfir afmælissöng karla-
kórsins Fóstbræðra í Austur-
bæjarbíói í gærkvöld. Hin
myndarlega efnsskrá þessara
afmælistónleika birti einnig
ágrip af sögu kórsins og
afrekum á sínu hálfrar aldar
skeiði, og þ. á m. sýnishom af
fyrstu söngskrá kórsins frá
opinberum samsöng f marz
1917. Nú er kórinn orðinn það
fullkominn, að hann þarf ekki
að punta uþp á efnisskrána
með samleik á harmóníum og
píanó (í sjálfu sér merkilegt
rarítet) eins og fyrir 50 árum
— hann stendur alveg fyrir
sínu, að vísu með ómetanlegri
hjálp glæsilegra einsöngvara
til tryggingar fjölbreytni.
Á samsöngnum f gærkvöld
voru 18 lög sungin (helmingi
fleiri en á fyrstu söngskránni).
Ragnar Bjömsson stjórnaði fjór
um þeirra þ. á m, eigin lagi við
Fjallgöngu Tómasar Guðmunds-
sonar. Fjallgangan hófst með
eftirvæntingu, en hjaðnaði sfð-
an hvað áhrif snerti, það, sem
var strftt og skemmtilegt í
byrjun varð „mismunandi flatt“
í lokin. Stjóm Ragnars var leiftr
andi með einkennandi áherzlum
á styrkleikaandstæður.
lljinum fjórtán lögunum
stjómaði Jón Þórarinsson
einarðlega, og þá stigu fram
einsöngvaramir Erlingur Vig-
fússon, Kristinn Hallsson og
Sigurður Björnsson, hver öðrum
glæsilegri. Erlingur söng „Ég
leitaði blárra blórna" eftir Gylfa
Þ. Gíslason, Sigurður söng
„Nachthelle eftir Schubert —
fegursta verkið á efnisskránni
— og Kristinn söng „Fylgdu
hjarta þíns rödd“ ( og það gerði
hann óneitanlega) eftir Jáme-
felt.
Söngur kórsins var yfirleitt
góður. Stundum varð dálítill
öldugangur á tónvísinni (t.d. í
„Die Rose stand im Tau“ eftir
Schumann). Carl Billich var
píanisti kórsins (en samhljómur
karlakórs og píanós finnst mér
einna síztur allra samhljóma).
j lokin sameinuðu bæði eldri
og yngri Fóstbræður krafta
sína í fjómm lögum (og einu
aukalagi), og sannleikurinn er
sá, að þeir væm ennþá syngj-
andi — þegar þér rennið aug-
um yfir þessar línur, lesandi
góður — ef öllum kröfum á-
heyrenda um endurtekningar og
aukalög hefði verið svarað.
Þorkel^* Sigurbjörasson.