Vísir - 26.05.1966, Qupperneq 9
V I S I R . Fimmtudagur 26. mai 1966.
&r á
Fyrir nokkru kom út ný ljóöa-
bók eftir Matthías Johannessen
ritstjóra. Bókin er út gefin af
Almenna bókafélaginu og nefn-
ist „Fagur er dalur“. Þetta er
fimmta ljóðabók Matthíasar,
þær fyrri voru: „Borgin hló“,
sem kom út 1958, „Hólmgöngu-
ljóö“ árið 1960, „Jörö úr ægi“
árið 1961 og „Vor úr vetri“ ár-
iö 1963.
Hin nýja kvæðabók hefst á
tileinkunarkvæði er nefnist
„Stúlka með brún augu“. Síöan
skiptist hún niöur í sex hluta:
Sálmur á atómöld, Ó, þetta vor,
Myndir í Hjarta mínu, Hér slær
þitt hjarta land, Goðsögn, Frið-
samleg sambúð.
Það er öirðugt, að lýsa með
fáum orðum anda eða inntaki
ljóöa Matthíasar, eöa aö hverju
hann stefnir. Þegar litið er yfir
Ijóðabækur hans virðist þó mega
ráöa, að hann er að leita að nýj-
um formum, kvæöi hans eru
ennþá tilraun, eins og hann sé
að leita að réttri nótu á píanó-
inu. Það er eins og hann vilji
segja: Við lifum á atómöld og
við okkur blasir óráöin og ugg-
vænleg framtíð. Nú þegar eru
allt í kringum okkur í daglegu
lífi okkar óteljandi hlutir og
fyrirbæri sem við þekktum aldr-
ei áður. Við verðum að hafa
djörfung til að lifa í ókennilegum
heimi nútímans og hættulegum
heimi framtíðarinnar. Öðru vlsi
verðum við ekki menn nútím-
ans. Þó söknum við stöðugt þess
sem var, þar standa rætur okk-
ar, þar var allt það mannlega,
sem við elskuðum og þráðum.
Vísir vill gefa lesendum sín-
um tækifæri til að kynnast skáld
skap Matthíasar og birtir hér
nokkur ljóð úr nýju bókinni
hans, eitt úr hverjum hinna sex
flokka.
Úr „Goðsögn'
Eður hvat? var spurt inn í kæfandi reyk
frá gömlum kurllúnum hlóðum
og kona með djúpar rúnir
víkingahefndar í hörðum svip
líkt og ristar á kefli ljóða og galdurs
horfir spyrjandi augum til hafs,
skýtur það kjóabríngum þar sem öldurnar
búast til flugs, ávallt sama spurn
egg kvíðans í kölkuðu brjósti — eður hvat?
hv.ort sigur fold í mar eða rís hún aftur
þessi gamla jörð gróin við lif okkar,
spyrja slitnar konur,
við sjáum augu þeirra enn: lýsandi kýndla
í storknuðu hraunmyrkri, orð þeirra
deyjandi ákall úr rótfúnum sverði
tíma og stundar: Vituð ér enn — eður hvat?
Við Galtará
í huganum ég geng að Galtará
er gleðin hlær í augum dals og hjalla.
Viö eigum báðir eina og sömi: þrá
til efsta tinds og jökulhvítra fjalla.
Og stúlkan þín sem áður undi hér
ber einnig ljúfa gleði hjarta minu.
Og ennþá flytur þrösturinn frá þér
sinn þýða klið og unað landl sínu.
Og sólin leggur vorsins vinartraf
á vínrautt landið nátengt þínu blóði.
Og þar sem heiði hallar norður af
ég heyri ennþá klið af þínu ljóði.
Úr „Sálmar á atómöld'
Asklok er ekki himinn.
Og ég trúi því ekki
að kistulok taki við
af himni og heiðum stjörnum.
En af dauðinn er stjörnulaust myrkur,
yppti ég kæruleysislega öxlum
og tek í nefið.
Eöa hvaö á ég að gera
þessa löngu nótt
milli þfn og okkar.
Farfuglar
Augu mín eru farfuglar
sem flugu inn i hjarta þitt.
Nú sitja þeir á greinum trjánna
og syngja þér vorljóð.
Hjarta þitt er aldingarður
með trjám og hlýju grasi
og sól sem brosir
í skuggalausri þögn.
Þar hafa áður setiö fuglar
og sungið,
nú eru þeir flognir
i aðra garða.
Og seinna þegar haustvindamir
taka að næða um garðinn þinn
munu einnig mínir fuglar
fljúga úr greinum trjánna.
En ég hlakka ekki til
því að þá verður þú vina mín
aðeinr minning sem fylgir þeim
yfir hafið.
r r
O þetta vor
Ó þetta vor með hnegg . haga
syrarrós milli vatnsslípaðra steina —
jkunn hönd gáraði vatn milli skara,
eygði eyrarrósina
ijóði okkar —
;ygði hún sig ungur sproti, kyssti blæ
yssti sól,
nustaði á kvak fuglanna, nóttin
björt af geislum vakandi sólar,
en svo einn dag: myrkurdjúp þögn
í mó og lyngi og viö vitiun
timinn geymir harm okkar —
sverð í slíöri.
Úr „Friðsamleg sambúð'
Við eigum sljóar mlnnlngar
úr stríðinu, þeir báru
dauða sjómenn á land
úr sundurskotnum skipum.
Englnn sagði neitt,
vonlaust aö yrða á brostin andlit,
augnalokin rammnegldi- hlerar
á tómum yfirgefnum húsum.
Sumh tóku ofan í kveðju skyni
eöa til að biðjast afsökunar á því
að þeir væru enn kvlkt nold
undir laufguðum fingrum
skemmtigaröstrjánna,
en flestir gengu beint af augum
eins og nýrisin morgunsól —
rís hún hvern dag
vekur land og himin
til þátttöku í dagatali timans.
Enn rís sól yfir land,
enn kemur blár dagur yfir heiðina.
Kemur drápsklyfjaður dagur
yfir heiðina.
I