Vísir - 23.06.1966, Síða 3
VISIR. Fimmtudagur 23. júnt 1966
3
Etnn — tveir — áfram gakk,
taktfast og ákveðlð þrömmuðu
htair söngelsku norrænu lög-
regiuþjónar niður Laugaveg í
fyrrakvöld. Þeir viku hvorki til
hægri né vinstri — já, sjálfir
iaganna verðir, sem sifellt eru
á hlaupum á eftir þeim, sem
brotlegir gerast við umferðar-
reglumar, gerðust nú brotiegir
sjálfir.
En þeim var fyrirgefið í þetta
skiptið, enda ekkl á hverjum
degi sem norrænt lögreglukóra
mót er haldið hér á landl. Má
búast viö aö hið næsta veröi
haldiö hér að aldarfjórðungi
Iiðnum, verði liö lögregluþjóna
hér og á htaum Norðurlöndun-
um eins söngelskt og það er nú.
Skrúðganga lögregluþjónanna
vakti að sjálfsögðu mikla at-
hygli og hafði fjöldi manns tek
ið sér stöðu á gangstéttum með
fram Laugavegl til þess að fylgj
ast með er þeir fóru framhjá,
með bláklædda lúðraþeytara í
fararbroddi.
Áfangastaðurinn var Mennta
skólinn í Reykjavík og þar röð
uðu kóramir sér upp, hver und
ir fána lands sins.
Frá raddböndum eitt hundr-
að fjörutíu og fjögurra nor-
rænna kappa hljómaði nú nýja
lagið hans Páls ísólfssonar, sem
hann gerðj við „Á samhljóma-
vængjum“, Steingríms Thor-
steinssonar og helgaði mótinu
— en mál söngsins skildu allir
mótsgestir, hvort sem móður-
mál þeirra var íslenzkan, tunga
víkinganna, eða finnskan, af
úral-uppruna. Eftir að kóram-
ir höfðu skipzt á að syngja,
og sungið allir saman urðu þeir
að tvítaka lagiö, sem fyrst var
sungið — lag mótsins.
Borgarbúum þótti þetta
skemmtileg upplyfting, enda
veöur eins gott og kosið varð
við slíkt tækifæri, hlýtt og
kyrrt veður — og þeir sem
gengu meðfram Tjöminni
heyröu fbúa Tjarnarhólmans
taka undir með lögreglumönn-
unum.
©
O
MYNDATEXTAR:
o
Einn-tveir-einn-tveir-ókunnugir hcfðu getað haldið að hér væri um
hersýningu á þjóðhátíðardegi að ræða, en ef betur var aö gáð mátti
sjá að vopnabúnaðinn vantaði.
0
Þótt þessir höfðingsmenn séu alvarlegir á svip eru þeir hvorki
að kalla á eða yflrheyra afbrotamenn. Fjórir raddmenn lög-
regluliðsins, þeir: Rudolf Axelsson, Guðbjöm Hansson fyrrv. yfir-
varðstjóri, Hilmar Þorbjömsson og einn hinna norrænu gesta.
0
Norræn ættjarðarlög hljómuðu í kvöldkyrröinni — en það reynd-
ist misjafnlega miklum erfiölelkum bundið að koma þeim frá
sér, ef dæma má af svipbrigðum kórmanna.
o
Neðan frá Menntaskólatúninu séð virtist röð lögregluþjónanna óað-
finnanleg — en myndavél ljósmyndarans, sem brá sér upp á efri
hæð skólahússins kom upp um „löggumar.“ Þrjár þeirra stóöu
ekki alveg á sínum stað — liklega framsæknar „löggur.“