Vísir - 23.06.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 23.06.1966, Blaðsíða 11
SíÐAN Hvers konar fyrir- brigði er þetta? — Gomatiið snerist í alvöru á einum mánuði i Japanskar-og leika é móti og með Bond Nýkomnar tll London James Bond vill hafa stúlk- urnar sínar fallegar og ætti ekki að þurfa að kvarta yfir nýjustu útgáfunni. Nýlega voru tvær þeirra staddar á flugvellinum í Lond- on nýkomnar frá Japan þaðan sem þær fóru til þess að ger- ast þátttakendur í enn einni 007 kvikmyndinni. Japönsku kvikmyndadísirnar Mie Hama og Akiko Wakabyashi eiga að vera aðalstjömumar ásamt Sean Connery í nýju Bondkvikmyndinni „Þú hefur aðeins tvö líf“, sem nú á að fara að taka í Pinewoodkvikmynda- verinu í London. United Artists taka myndina, en kvikmyndatakan er álitin muni kosta um hálfa sjöundu miljón dollara. TJj’yrir réttum mánuði kom hann fyrst fram og þá sem einhvers konar skopstæl- ing á vinsælustu bítla-dægur- lagasöngvurunum. Og enn þá á- líta margir Parísarbúar að hann sé furöulegt fyrirbæri, sem hvorki geti sungið né leikið á gítarinn sinn. En staðreyndin er sú að Edouarde — I rósóttu stuttbux- unum og með hár sem nær nið- ur í hnésbætur — er tveimur vikum eftir aö fyrsta platan með lögum hans var gefin út — efstur á vinsældalistanum í milljónaborginni. Staðreyndin er einnig sú að hann hefur einnig haft þannig áhrif á fólk og hann vogar sér ekki út á götu án þess að hafa tvo glímukappa með sér til vemdar. Edouarde — annað nafn hef- ur hann ekki að sinni — var stúdent, sem hafðist helzt við á vinstri bakka Signu og lék þar á gítar á kaffihúsum, sér til viðurværis, þegar Joe E>ass- in hinn ungi sonur kvikmynda- leikarans Jules Dassin uppgötv- aði hann. Um þetta segir Edouarde: „Fyrst ákváðum við að gera grín að bjánalegustu dægurlaga söngvurunum frönsku. Svo varð ég allt í einu vinsæll. Það hefur verið hræöilegt." Eftir því sem franskir gagn- rýnendur segja hefur Edouarde eitthvað brezkt I söng sfnum og á næstunni munu þeir sjá hvort Englendingar eru á sama máli því Edouarde mun fara í söngför til Englands og kemur auk þess þar fram í sjónvarps- þætti. Edouarde f framan í rósóttum stuttbuxum og með hár niöur í hnésbætur syngur hann nýjustu lögin. Kári skrifar: Samsöngur lögreglukóranna á þriðjudagskvöldið færði vissu lega heim sanninn um það hversu feginsamlega fólk tekur öllum hátfðatilbrigðum í útilífi borgarinnar. Söngur þeirra lög- reglumanna og skrúðganga niöur Laugaveginn skapaði skemmtilega stemningu í bæn- um og eiga þeir þakkir skildar fyrir framtakið. Mættu fleiri aðilar fitja upp á slíku öðru hvoru, þó að það yrði raunar full mikil röskun á umferöinni í miðbænum ef aö slíkar skrúðgöngur masseruðu tíðum um aðalgötur. Lúðrasveitirnar hafa átt góð- an þátt í slíkum útiskemmtun- um og mættu ~era meira af slfku. Nú er að veröa svo mikið af útisvæðum f borginni, sem fólk sækir gjaman á sólskins- dögum um helgar og yrði áreið- anlega vel þegið að fá stutta útikonserta þar ööru hverju. Rellur of miklö yfir bænum. Það truflaði dálítið söng lög- regluþjónanna að litlar flugvél- ar vom sífellt á sveimi yfir borginni. — Það er orðið dag- legt brauð að sjá svóna æfinga- rellur á lofti yfir Reykjavfk og þykir mörgum nóg um. Æfinga flug er að sjálfsögðu nauðsyn- legt, en mætti ekki minnka þetta sífelfda hringsól yfir hús- þökunum. Það ætti að minnsta kosti að vera hægt að tempra slíkt meðan á útihátíðahöldum sem þessum stendur. Piltamii' sjá þó fjandakornið út um glugg ■ ana á rellunum þegar þúsundir manna safnast saman niðri á götum borgarinnar. Annars ætti að flytja þessar æfingar eitthvað út fyrtr bás- inn, t. d. upp á Sandskaið. þar sem svifflugið er, svo að al- menningi sé ekki hætta húín af viðvaningum f fluginu. — Ehginn er kominn til að segja til um hvað getur hent.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.