Vísir


Vísir - 23.06.1966, Qupperneq 15

Vísir - 23.06.1966, Qupperneq 15
VI SIR. Fimmtudagur 23. júní 1966 15 CATHERINE ARLEY: TÁLBEITAN KVIKMYNDASAGA TÓNABIO „Jæja, sleppum öllu gamni“, sagöi hann. „Ég geri aldrei neina til raun til að vera skemmtilegur, enda er ég þaö ekki. En ég vil hafa allt á hreinu, einnig í þessu máli“, „Ég hélt að brottför mín heföi tekið af allan vafa“, svaraði hún. „Þér eruð i þjónustu minni og ég gaf ýður ekki leyfi til að fara“. „Ég bað yður ekki leyfis. Og ég geri ekki neinar kröfur á hendur yður, herra Richmond". „En ég gæti gert kröfur á hend ur yður. Þér verðið að viðurkenna að brottför yðar hefur þegar valdið mér óþægindum. Ég er því í mín um fulla rétti að krefjast skaða- bóta. Hvað segið þér um þaö“. Hilda brosti, en svaraði ekki. „Hins vegar þá . . . ég veit ekki hvemig ég á að orða það . . . hins vegar, þá tek ég vfst tillit til yðar. Yður er ekki gefin sams konar þjónustulund og þvf fólki, sem ég hef í kringum mig. Það er þess vegna, sem ég er hingað kominn". Hilda brosti, en augnatillit henn- ar gaf til kynna, að lífið hefði ekki alltaf tekið á henni silkihönzkum. Hann virti hana fyrir sér andar- tak, virtist ekki átta sig á því hveming hann ætti að skilja þögn hennar. „Ég hef hugsað mér að gera yð- ur tilboð, ungfrú Meisner“. „Einmitt það“. „Við látum í höfn samstundis, þegar ég kem aftur um borð. Sæk- ið þér ferðatöskuna yðar og komið með mér“. „Svo einfalt er það ekki, herra Richmond“. „Ekki neina heimsku. Ég býð yður tíu þúsund dollara fyrir að gleyma því, sjm gerðist. Fyrir það fé getið þér keypt alla heimsins kjúklinga þegar við komum aftur í höfn“. „Nei, herra Richmond". „Fimmtán þúsund dollara". „Ég neita að halda þessu sam- tali lengur áfram, ef þér hyggist haga yður eins og uppboðshaldari". „Ég veit ekki heldur hvers vegna ég ætti að vera að ræða hlutina við yður, þar sem þér eruð í þjón- ustu minni og hafið brotið af yður við mig“. „Mér er síður en svo á móti skapi að halda aftur heim til Cann- es. Þar er fjöldi þjáðra og sjúkra, sem hafa þörf fyrir návist mína“. „Það kemur. ekki til greina. Ég hef ráðið yður í þjónustu mína, og ég held yður í þjónustu minni“. „Ég þakka yður fyrir það, aö þér skulið taka slíkt tillit til af- stöðu minnar". „Þér eruð þrárri en nokkur hestastrákur, en mér stendur á sama um það. Við siglum um allan gríska eyjaklasann. Það verður skemmtileg ferð. Þér munuð ekki sjá eftir henni“. „Ég sé eftir því, sem gerðist um borð, herra Richmond. Og ég ótt- ast að það kunni að endurtaka sig“. „Ég hef boðið yður fimmtán þúsund dollara til að gleyma þvi. Get ég betur gert?“ . „Einfaldlega beðizt afsökunar". „Já, ég skil ..Gamli maðurinn varð svo undrandi, að hann þraut orð. „Kannski hefur sá gjaldmiðill ekki neitt gildi í yðar heimi“, varð henni að orði. „Hættið þessu. Það liggur eitt- hvað á bak við þetta, sem ég fæ ekki gripið. Þetta getur ekki verið einlægni yðar. Kemur ekki til. Engiri manneskja, sem er með fullu viti, metur afsökunarbeiðni sem engin sannfæring fylgir, meira en fimmtán þúsund dollara. Hvað eruö þér eiginlega að fara. Hvaða spil eru það, sem þér lumið á í bak- höndinni?" „Ég er hrædd um að aldrei komi til þess að við skiljum hvort annað. Það lítur helzt út fyrir að við mælum ekki á sömu tungu“. „Hséttið að setja yður á háan hest. Stigið af baki yðar stoltar- gæðingi og svarið spurningu minni. Eftir hverju eruð þér að slægjast?" það hef ég biðji „Afsökunarbeiðni, þegar sagt yður“. „Setjum sem svo, að ég yður afsökunar? Hvað svo „Ekkert. Ég gleymi því, sem kom j fyrir og held áfram starfi mínu“, | svaraði hún. Gamli maðurinn sneri stól sín- um lítið eitt, en hafði ekki af henni augun. „Sem sagt ... í hvert skipti, sem mér verður það á að . .. að koma dálítið ónærgætnislega fram við yður, þá verð ég að biðja yður af- sökunar, án þess að þér hagnist hið minnsta á þvi? Hvað getið þér grætt á slíku, ungfrú Meisner?" „Það er einmitt þarna, sem þér misreiknið yður, herra Richmond. Það er ekki unnt að miða allt við peningalegan hagnað. Til er fólk, sem metur hann einskis. Ég hlýt að vera af þeirri manngerð". „Þér hafið ekki enn svarað spurn ingu minni. Hvers vegna ætlizt þér til að maður á mínum aldri fari að biðja stelpukrakka eins og yður afsökunar? Er það stolt, sem yður gengur til?“ „Alls ekki. Ég mundi kalla það mannlega sjálfsvirðingu". „.Þvaður. Það orð fyrirfinnst hvergi nema í orðabókum. Eins og frelsi og jafnrétti og annað við- líka ....“ „Þannig er það ekki öllum, herra Richmond, Þér hljótið einhvem tíma að veröa að viðurkenna þá staðreynd, að heimurinn sé ekki allur skapaður í yðar mynd“. „Og hvert haldið þér að þessi göfugu sjónarmið leiði yður, ungfrú Meisner?" „Þau em mér ekki neinn tilgang- ur, og ég stefni ekki að neinu sér- stöku takmarki. Ég er einungis svona gerð, og ég ætla mér að vera það“. „Fáið yður sæti, vina mín. Það er eins og andblær æskunnar leiki um mann í návist yðar, og ég verð að viðurkenna, að æskan á sína töfra“. Hilda réyndi eftir megni að dylja sigurbrosið. „Eftir því sem ég fæ skilið, á ég að greiða yður laun samkvæmt taxta hjúkrunarkvennasambands- ins, þegar yðar er ekki lengur þörf, og síðan flugfar yðar heim til Cannes?" „Að sjálfsögðu". „Gerið þér yður ljóst, aö hefðuð þér aðeins verið eilítið samvinnu- þýðari, þá hefði það verið auðvelt fyrir yður að þéna eins mikið fé á nokkrum dögum og þér getið reiknað með á nokkrum árum?“ „Ég efast ekki um það, en þér munduð hafa séð svo um aö ég legði mikið í sölurnar til þess. Þér getið ekki ráðið við löngun yðar til að beita fólk kúgun og harðstjóm, herra Richmond. Kaupið af því háu ; verði, að það þoli yður það. Ég hef ekki hugrekki til þess ...“ „Hvað hyggist þér fyrir, þegar lýkur starfi yðar hjá mér?“ „Ég hverf aftur að mínum venju- legu störfum". „Eigið þér unnusta eða elsk- huga?“ „Nei, herra Richmond ...“ „Nokkra fjölskyldu?" „Ekki lengur ...“ „Vini?“ „Örfáa kunningja, já ... ekki vini“. „Fellur yður vel að búa um i borö?“ „Svo sannarlega". „Og hvemig fellur yður við mig?“ „Það er undarleg spurning. Ég hélt að ég hefði gefið það ótví- rætt í skyn, þann tíma, sem ég hef verið í þjónustu yðar“. „Hvernig litist yður á mig sem eiginmann?" „Hvers vegna spyrjið þér mig um það?“ „Við erum bara að masa. Ein- hvem veginn verður maður að drepa tímann. Svarið þér mér“. „Mér hefur aldrei komið neitt slíkt til hugar“. „Gerið yður það í hugarlund, rétt sem snöggvast . . . í gamni auð- vitað“ „Mér lægi nær að gera yöur mér í hugarlund sem föður minn.“ „Ég er ekki haldinn neinni elli- kvensemi. Það em ár og dagar síð an ég hef litið á kvenmann í þeim skilningi, og ég aétla mér sannarlega ekki að taka upp þann þráðinn aft- ur. Rekkjan þarf ekki endilega að vera aðalatriði hjónabandsins". „Hvers vegna skyldi yður leika hugur á að kvænast mér?“ „Þér vekið forvitni mína. Það er sjaldgæft að maður á mínum aldri og jafn auðugur og ég, finni nokk uð það, sem dreift gétur huga hans frá því hvoru tveggja. Annað hvort eruð þér svo heiðarleg að furðu gegnir eða falskari en fjandinn sjálf ur. Svar við spumingunni hvort heldur er fæ ég einungis ef ég kvæn ist yður. Og hvað skyldi ég svo sem eiga í hættu, þegar allt kemur til alls? Mig mundi ekki muna um aö greiða yður sómasamlegan líf- eyri, ef illa færi. Og trú mín á T A R Z 'AS My MOTHER AM7 FATHEK WATCHEf, THEy SAW AKiOTHEK SAH.OR, BLADtMlCHAEU, A HUSE MAH, COME TO HIS MATE'S rEFENSE, Copr. 1942 by Únll«d fentvre Syndtcota, Inc. Um leið og skipstjórinn hleypti af byss- unni stökk Greystoke lávarður fram og sló á handlegg hans og bjargaði þar meö lífi Svarta Michales. En sæði uppreisnarinnar hafði verið sáð. Seinna þegar móðir mín og faðir sneru aftur til káetunnar komust þau aö raun um að leit hafði verið þar gerð og einu hlutimir sem höfðu horfið vom nokkrar skammbyssur og skotfæri. manngildi yfirleitt er þá ekki á marga fiskana, hvort eð er. Hvað álítið þér?“ „Hverju get ég svarað? Ég er furðu lostin, það er hið eina, sem ég get sagt. Þetta ’aímdi valda ger byltingu í lífi mínu, sem ég get ekki einu sinni gert mér í hugar- lund“. „Hugsið þér málið, ungfrú Meisn- er. En athugið það, aö því lengur sem þér hugleiöið þaö, því fráleit- Hörður Ólafsson hæstaréttarlögmaður löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi. (enska). Austurstræti 14 Símar 10332 35673 METZELER hjólbarðamir eru þekktir fyrir gæði og endinguc Aðeins það bezta er nógu gott. SöluifaStr: HJÖLBARÐA" &BENZINSALAN v/Vitatorg. SIMI 23900 ALMENNA METZELER umboSiS VERZLUNARFÉLAGIDÍ SKIPHOLT 15 SÍMI 10199 SlÐUMÚLI 19 SÍMI 35553 MlllDSðMimQMk iSLENZK ERLENDAVER2LUNARFÉUG10HF fDAMUIPSLUMTTINOI AMAMTf Mf la gmngin nelzt betur meö tuUítf GÍanZ' larlBSllg OÁHjzM* glans hárlagningar- vökva

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.