Vísir - 02.07.1966, Blaðsíða 1

Vísir - 02.07.1966, Blaðsíða 1
 -J&»gardajgur 2. MLIjBfe “ LtV&k Ætlar siliin að bregðast? — Horfur verri en í fyrra Visir spjallar við tvo sildarsaltendur eystra og leiðangursstjórann á Ægi Ætlar sildin að bregðast? Það er spuming, sem brennur á vörum þeirra fjölmörgu, sem eiga svo að segja allt sitt und- ir þessari hverfulu auðlind hafs ins. Ástandið undanfama daga Hörð gagnrýni á fiskimálastefnu íslendinga: Gera skepnufóður úr síliinni / stað matar fyrir hungraðan heim Kunnur prófessor telur skorta ímyndunarafl og framsýni í íslenzkum fiskiðnaði Kunnur fiskihagfræð- ingur, sænsk-ameríski prófessorinn, Georg Borgström, ræðir um fiskimál íslands í nýrri bók er nefnist „Bylting í fiskveiðum veraldar.“ Gagnrýnir hann þar hörðum orðum, að ís- lendingar framleiði skepnufóður úr dýrmæt um síldarafla í stað þess að gera þennart næring arríka fisk að verðmæt- um mat til manneldis í hungrandi heimi. í kaflanum um island segir Borgström aö þótt íslendingar flytji út mikið af síld sinni til Sovétrikjanna og Austur-Evr- ópu, þá fari í bræðslu og mjöl- verksmiðjurnar tvisvar sinnum rneira sildarmagn á íslandi en nemi heildar síldarafla Svía. Síðan sé mjölið flutt út til skepnufóðurs, aðallega til Norð urlanda. Enginn ber á móti því, aö þessi nýting er betri en aö henda hráefninu aftur í hafið En óneitanlega bendir þaö á heldur hastarlegan skort á í- myndunarafli aö geta ekki fund ið betri not fyrir þessa dýr- mætu og ágætu fæðu, í heimi, sem þjáist úr hungri en breyta henni í fóöur fyrir svín i Svi- þjóð og Danmörku — og það svín sem þegar er of mikil fram leiða á í þessum Iöndum! Nú, þegar ákveðiö hefur ver ið að eitt höfuðmarkmið Sam- einuðu þjóðanna skuli vera bar áttan gegn hungri í veröldinni, þá ættu menn að sýna örlítiö meiri skipulagsgáfu og fram- kvæmdavilja í þessum efnum, en hér er að finna. Það er ut af fyrir sig ágætt að framleiöa meira og meira. En er ekki kominn tími til að vjð, í efna hagsbúskap okkar, hættum að einblína svo á skammæ efna- hagsleg markmið. Síldarauðæfi íslands verðskulda vissulega mun betri og nytsamlegri ör- lög en nú tíðkast.“ Framh. á bls. 6. hefur slegið menn nokkrum ugg. Veiðin hefur verið frámuna lega treg og síldin, sem veiðzt hefur smá, full af átu og óhæf til söltunar. Visir hafði sam- band við nokkra aðila, sem eru í náinni snertingu við veiðam- ar til þess að fá álit þeirra á horfunum, og útliti fyrir söltun. Búið er að semja um sölu á 311 þús. tunnum af sumarsild með hagstæðu verði en sama og ekkert hefur verið saltaö ennþá. — Söltun nam þó þús- undum á sama tíma í fyrra. Jón Einarsson framkvæmda- stjóri söltunarstöðvarinnar „Síldin“ á Raufarhöfn sagði: Það er ekkert líflegt yfir þessu eins og er. Það er samt ástæðu- laust að örvænta ennþá, svona snemma sumars. Við vorum Framh. á bls. 6. Fornaldarskóli oð ÁRBÆ? — mörg gómul hús biða jbess að verða reist á safnsvæðinu f athugun er að byggja forn- aldarskála á Árbæjarsvæðinu, sem án efa myndi hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Hafa þegar verið hafðir nokkrir aðdrættir í þessu efni, þar sem ráðgert hefur verið að hagnýta mætti í þessu skyni þvertré úr gamla pakkhúsinu vlð Kola- sund, sem safnið eignaðist fyrir nokkru, og nú fyrir skemmstu er hlóðarsteinninn mikli, sem fannst 1944 í bæjarstæðinu við Tjamargötu, kominn til safnsins Árbæjarsafn var opnað i tí- unda sinn þann 21. júní sl. fyrir ferðamenn og borgarbúa. Hefur verið unnið að bygg- BLAÐIÐ í DAG BIs. 3 Myndsjá úr Skóla] görðunum — 4 Litið inn á sýn- ingu Siguröar Gíslasonar — 7 „Félagsskapur öf- ugugga og kver- úlanta.“ — 7 Bridgeþáttur —■ 8 Bylting án blóðs- úthellinga — 9 Jarðhitasvæði á íslandi. ingu smíðahúss og geymsluskála fyrir safnið og er þess vænzt að þá skapist viðunandi vinnuskil- yrði fyrir endursmíði þeirra gömlu húsa, sem nú bíða þess Frh. á bls. 6. Fyrirmenn ATA fylgjast náið meö ferðalagi de Gaullc í Rússlandi. Hér hlusta þeir með athygli á Bjama Guðmundsson, blaöafulltrúa, þýða útdrátt úr hinni sameiginlegu yfirlýsingu de Gaulles og sovézkra ráðamanna, sem gefin var út f Kreml 30. júnf og birtSst í einu fsl. dagblaðanna. Frá vlnstri: Mahias, dr. Jaeger, dómsmálaráðherra V.-Þýzkalands, Lord Gladwyn, Sir Geoffrey og Bjami Guð- mundsson. ÍSLAND ÞARF AD TAKA ÞÁTT í EININGU EVRÓPU — Sugt fró fundi með fyrirmönnum ATA — ATA-ráðsfundurinn er ekki haldinn hér á landi nú cinungis til þess að gefa erlendu fulltrú- unum tækifæri til að kynnast ykkar fallega landi. Það er stefna Atlantshafsbandalagsfé- laganna að halda ráðstefnumar reglulega í öllum aðildarrikjun- um, þannig að fulltrúum gefist tækifæri til að kynnast af eigin raun vandamálum og efnahags- og stjórnmálalegu ástandi land- anna, sögðu fyrirmcnn Atlantic Treaty Association á fundi með fréttamönnum í gær. Ráðsfundir eru haldnir þrisv- ar sinnum á ári í stærstu borg- um aðildarlandanna, og er þar fjallað um störf bandalagsins i löndunum, hvað gerf hefur ver- ið og hvað gera skal. Lord Gladwyn, formaður ATA, sagði, að það gleddi sig aö sitja ráðsfund hér, — í landi, sem frá upphafi hefur verið ná- tengt sögu vestrænna landa. Hann minntist þess, þegar hann kom hér fyrst fyrir 23 árum. Flugvél hans hafði bilað og lent á Keflavíkurflugvelli. Hann var fluttur til Reykjavíkur í bif reið og tók sú ferö 3—4 klst. Þessi ferð gerði honum mögu- legt að bera saman Reykjavík nú og þá. Nú er Reykjavík orð- in stór og nýtízkuleg borg og væri vart þekkjanleg aftur. — Það gleður mig, sagði Lord Gladwin, að þessi fámenna en stolta þjóð, sem ekki er her- vædd, hefur ávallt verið reiðu- búin aö styðja ríkjandi hug- myndir í hinum vestræna heimi um ■ varðveizlu vestrænnar menningar og lífshætti. Island liggur miðja vegu milli N.-Am- eríku og Evrópu og mun þess vegna gegna vaxandi hlutverki i samskiptum milli þessara heimsálfa. Lord Gladwyn hefur verið for Framh á bls 6 FEGURÐARSAMKEPPNIN - SJÁ BLS. 16 l

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.