Vísir - 02.07.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 02.07.1966, Blaðsíða 11
Það er ekkert sérstakt við hana, hún er aðeins ein úr hópi annarra í ballettskólanum, lagleg og snyrtileg og í frímín útunum leikur hún sér eins og hinar. En I Frakklandi eru þeir fam ir að gera sér miklar vonir um hana. Henni hefur verið líkt við Bardot eins og hún var þegar hún kom fyrst fram, en hver hinna yngri kvikmynda- stjama hefur ekki fengið það orð á sig í byrjun? En einhver á eftir að verða Bardot nr. 2 einhvem daginn. Þessi stúlka er kölluð Sonia Sonia er 14 ára, hefur leikið í kvikmynd og Frakkar velta þessu fyrir sér: — eða eitt- hvað meira Petrovna. Hún er 14 ára gömul. Þegar hefur hún leikið aðalhlut verk í kvikmynd. — Hún var valin úr hópi 600 stúlkna — í stuttri kvikmynd, „Unglingsár- in“ sem var valin til þess að kynna franska kvikmyndagerð- arlist við kvikmyndahátiðina í Feneyjum. Meðan allt þetta gerist er Sonia ennþá í ballettskólanum sínum f París. Og hún fullyrðir að með upp- bretta nefið og krakkalega and litið, sé hún alls ekki falleg. m • ........ > Höggið, sem veldur jbví oð jboð er betra oð hafa munk- inn Ferrito með sér en móti 1 mesta „hasar“hverfi New Yorkborgar er enginn harðari af sér en munkurinn Ferrito í sókn „Hinnar tignu drottningar englanna", Harlem. Sérgrein hans en Að hafa umsjá með töffunum þegar hin löngu sumarleyfi byrja. Leikir og skemmtun eru á dag- skránni og kraftar uxans, þeg ar rök duga ekki til. Fjörtíu ár í Harlem veldur því að lífslögmál hans er ein falt. Munkurinn segir: í raun- Laxinn gengur ekki Þetta gengur ekki með laxinn — hann gengur ekki! Það mætti halda að hann væri gersviptur allri tímaskynjun, og má það vera merkilegt rannsókriarefni. Sér í lagi ef satt skyldi reynast — eða öllu heldur semálegt, vísindin slá semsé sjaidnast neinu föstu — að laxinn hafi tímaskynjun, en hún hafi annað hvort ruglazt innanfrá af ein- hevrjum ókennilegum orsökum, eða verið rugluð utanfrá í ein hverjum annarlegum tilgangi. Setjum sem svo að um innri orsakir sé að ræöa — þá er það sennilega einhver veirasem laxinn hefur tekið, og þá að líkindum í eldisstöðvunum. Bæði er þaö handhæg tfzka að kenna þessum déskotans veir um um allt, sem aflaga fer í mannfólkinu, og svo veit mað ur líka að það er margt, seni er þeim bókstaflega að kenna. Og þetta meö túnaskynjunina. Fróður maður sagði mér að það væri einhver veiruskratti með latnesku eða grísku ónefni, sem hann ekki mundi, en vel gæti heitið mánudagsveira, sem allt af væri hér á flækingi og sýkti fjöldamarga. Það er eiginlega ó- gerlegt að vara sig á henni, sagði hann, því að hún veldur ekki sótthita né beinverkjum — en hún lamar tímaskynjunina og þá helzt á mánudögum... rétt eins og þetta örkrlli, sem verður ekki einu sinni greint í smásjá sem stækkar tugmilljón sinnum, hafi innbyggt dagatal, er það ekki merkilegt! Og það kvað þessum veiruskratta fyrst og fremst að kenna hve nú er almennt mætt seint til vinnu á mánudögum, einkum í hálfopin berum og opinberum stofnun- um, í rauninni aldrei tryggt neinn virkan dag, en þó verst á mánudögum — þess vegna er þetta kölluð mánudagsveira. Einmitt. En svo kvað það vera veira af öðrum flokki, ,,Z- flokki“ minnir mig aö hann segði, sem þeir kalla „forstjóra veiruna", og hún ruglar líka tímaskynjunina, og gerir þaö yfirleitt að verkum aö forstjór ar eru yfirleitt aldrei við á skrif stofu- eða viðtalstíma. Hún grassérar líka ... Nú veit maður að það eru einkum skrifstofustjórar, skrif stofublækur, sem vilja láta halda að þeir séu skrifstofu- stjórar, fulltrúar — og forstjór ar — sem laxveiðar stunda. Er þá óhugsandi að önnur hvor þessi veira, eða báðar hafi bor- izt úr vitum þeirra t. d. í vatn ið í laxánum! Og sé svo — er þá óhugsandi að laxinn hafi tek iö þær, aðra hvora eða báðar, mánudagsveiruna og forstjóra- veiruna? Þetta er eitt af þvi, sem þyrfti að rannsaka... kannski mætti gera laxinn ein hvem veginn ónæman fyrir þessum veirum, sem seiði í eldistöðvunum, ef þetta reyn- ist rétt, Það væri kannski fyrir sig meö mánudagsveikina, og þó... Eitthvaö hlýtur að gera. Lax inn gengur ekki enn, svo mikið er víst... og það gengur ekki. Kuflurinn sviptist til, þegar munkurfnn Ferrito hittlr í mark í knattleik meðal vina sinna. inni eru engir slæmir drengir! til — en þegar ég næ tangar-j haldi á einum slíkum lúber ég! hann og það nægir. Engum er í nöp við munkinn. Dréngirnir, sem leita í felur fyrj ir honum koma venjulega afturj til hans og þakka honum, þe; ar þeir hafa fengið sér góða a vinnu. Er þetta eitthvað sem be keim af Hróa hattarmynd? Neij þetta gerist £ raun og veru þarna, og núna. Kári Bönnuð innan 16 ára Kári brá sér í kvikmyndahús um síðustu helgi og sá ágætis mynd, sem sýnd er í Gamlabíói um þessar mundir. Heitir hún i „Fjórir dagar í Napolí" og ger ist f síðustu heimsstyrjöldinni, og sýnir baráttu fbúa borgar- innar Napolí við Nazista, sem ráöa borginni, en framvarða- sveitir bandamanna eruskammt undan, en gengur hægt. Mynd þessi er auglýst bönnuð börn um innan sextán ára og er ekk ert nema gott um þá ákvörðun að segja, þó myndir sem slíkar hafi kannski ekki minna erindi til yngri kynslóðarinnar, sem ekki veit, hvað nazismi í raun og veru er, eða réttara sagt var. En ef myndir eru á annað borö bannaðar innan viss aldurs er það skýlaus krafa á hendur kvikmyndahússeigendum aö þessu banni sé framfylgt. Á umræddri sýningu var svo mik ið um unglinga, sem voru innan 16 ára aldúrs, að furðu gegnir. skrifar: Á bekk niðri í sal sátu tveir ungir drengir, sem varla voru meira en 12—13 ára. Heyrðist á tal þeirra þess efnis, hve auðvelt heföi verið að komact inn. Þá spurðu þeir kunningj- ana, sem voru á svipuðum aldri hjá hvaða dyraverði þeir hefðu sloppið inn og þar fram eftir götunum. Ef svo er, að lítið sem ekkert eftirlit er haft með aldri þeirra sem á sýningunum eruþáerþað að minnsta kosti krafa annarra gesta, að þessir piltar hagi sér skikkanlega. Á þessu var því miður mikill misbrestur. Mynd in var með ensku tali og er á leiö, höfðu þeir enga eirð f sér til að horfa á mynda, heldur töl uðu og töluöu og við lá að þeir kölluðust á við kunningjana, sem sátu upp á svölum. Þetta nær ekki nokkurri átt, auðvitað á að vísa slíku fólki út af sýn ingum. Óstundvísi Þá er þaö enn annað atriði sem vert er að vekja athygli á, þótt það hafi verið gert oft áður og það er óstundvísi kvik- myndahussgesta. Þeir eru að tín ast inn í salinn jafnvel 20 mín útum eftir að sýning hefst og sama er að segja um hléin. Þaö er eins og fólk sé að pína sig til að vera inni í sýningarsaln um, það er að drattast þangað 5—10 mínútum eftir að sýning hefst að loknu sælgætisáti f hléinu, sem tíðkast svo mjög í íslenzkum kvikmyndahúsum. Nú svo ef kvikmyndahúsin eru að reyna að stemma stigu við þessum ávana fólksins, sem er engu minna áberandi hjá full- orðnu en ungu, nema aö síður sé, þá rjúka menn upp á nef sér, samanber baksíðu Alþýðu blaðsins fyrir nokkru, en þar kvartaði sá, sem þá sfðu skrifar undan því, að fítihurðum húss- ins skyldi lokað áður en sýning hæfist. Nei, þetta er hvimleiður ávani, sem endilega verður aö venja fólk af, þvi fyrr þvf betra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.