Vísir - 02.07.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 02.07.1966, Blaðsíða 3
T „Ertu að gefa okkur einkunnir nutnni: Skólagarðarnir í Laugardal heimsóttir Sigríöur Amadóttir hreinsar til hjá sér. Sigríður er 11 ára gömul og finnst henni afar gaman f Skóiagörðunum. „Ertu að gefa okkur einkunnir, manni?“ spurði Elísabet Snorra- dóttir, 12 ára gömul, er myndinni var smellt af. Gunnar Gunnarsson (fjær) 9 ára og Albert Ingason vökva gróðurreiti sína. Báðir þessir tápmikiu drengir eru í Álftamýrarskólanum. j\/Tyndsjá Vísis leit við í Skóla- Agörðunum í Laugardalnum í góða verörinu á fimmtudaginn. Er Myndsjáin kom f hlað var hennl sagt , að yflrverkstjórinn, Ragna Jónsdóttir væri þvf mið- ur ekki við, hún hefði farið með hóp bama úr skólagörðunum upp í Heiðmörk að gróðursetja tré. Myndsjáin hitti í Laugar- dalnum þrjár ungar stúlkur, sem fúslega gáfu okkur ýmsar upplýslngar um starfið þama í Laugardalnum. Þarna eru rúm- lega 300 böm og rækta alls konar plöntur svo sem hvítkái, blómkál, grænkál, kartöflur, róf ur, radísur, næpur, spínatogsvo skreyta þau umhverfis reiti sína með blómum. Stúlkurnar sögðu að áhugi krakkanna væri mjög mikill og þeir hefðu mikla ánægju af starfinu þama. Sum bömin selja uppskeruna en flest þeirra taka hana með sér heim og Iáta mömmu sjóða hana, að þvi er stúlkurnar tjáðu okkur. Vanalega geta þau hafizt handa um að taka upp um mánaða- mótin ágúst-september, en það Þessari ungu stúlku mættum við á harðahlaupum með hjólbörur. Hún heltir Sumarlína Pétursdóttir og er 10 ára. er ýmsu háð. Bömin byrja klukkan átta á morgnana og em þama yfirleitt fram á há- degi, sum þeirra koma aftur eft- ir hádegi og er þá haft ofan af fyrir þeim á ýmsa vegu, farið með þau í skoðunarferðir um borgina, fuglalifið á Tjöminni skoðað, þá er og farið í Heið- mörk í gróðursetningarferðir og fleira og fleira. Nokkrar myndir úr Laugardalnum eru birtar í Myndsjá í dag og skýra þær þetta allt betur en orðin sjálf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.