Vísir - 02.07.1966, Blaðsíða 4

Vísir - 02.07.1966, Blaðsíða 4
4 VISIR . Laugardagur 2. júli 1966. „Ég byrja á Vestfjörð um eins og þeir í korta- bókinni og síðan koma hinir landshlutarnir,“ segir Sigurður Gíslason og liorfir yfir salinn þar sem Ijósmyndirnar hans hafa verið hengdar upp á vegg ásamt teikning- um og máluðum mynd- um. Augnatillitið er snarlegt og ber aldrinum ekki merki og svo er Sigurður Gíslason allur, þessi aldraði skipstjóri með mörg við burðarík ár á sjónum að baki ungmennafélagi frá gamalli tíð, nýárssundkappi og sýnir nú í Listamannaskálanum. „Þetta er í fyrsta og síðasta^ ^ sinn, sem ég sýni og ég er að^ r þessu fullt eins fyrir sjálfan mig ég hef gaman af því að skoða sýninguna og sjá þetta allt sam ankomið á einum stað.“ Það má sjá, að ljcsmyndir Sig urðar spanna yfir langt tímabil og viðfangsefnin eru margvisleg náttúra Islands, skip, sjó- mennska. Allt frá fyrstu ferðinni til Fiskivatna til ferðarinnar með Þormóði goða, þegar Sigurður tók „lifandi myndir“ auk Ijós- myndanna, þar á meðal þeirrar sem fékk verðlaun á ljósmynda sýningu f Móskvu. Ferðin til Fiskivatna árið 1932 með fyrsta meistara af Brúar- fossi varð örlagarík. „Þá hittum við Maríu Maack, og slógumst í fylgd með henni." Því síðan fór Sigurður marg ar ferðir inn í landið á hestum og tók margar sínar beztu ljós- myndir. „Hún er alveg einstæð kvenna á ísiandi fyrir þessar ferðir," segir Sigurður fyrir framan ljós myndi af Maríu á gæðingi í einni hinna stóru hestaferða um Siguröur með verölaunamyndina frá Moskvu við hliöína á málaðri mynd af Eimskipafélagsskipi á leið inn til Vestmannaeyja. VIÐ KÖLLUÐU HUNDANA Latið inn á sýningu Sigurður dísSusonur skipstjóru í Listamannaskálunum landið, sem hún sá um farar- stjórn á. Háfjaliamyndir Sigurðar skipa mikið rúm á sýni'ngunni en inn á milli eru myndirnar sem hann hefur gert af skp- um og sjómennsku og ekki færri en skipin, sem Sigurður hefur siglt með og þau eru mörg. „Ég hef siglt á flestum skip- um Eimskips og var síðast á Lagarfossi áður en ég fór í land árið 1952.“ En Sigurður var ekki í brúnni þegar Sterling strandaði á Seyð- isfirði 1922 og var því feginn. Ljósmyndina af strandinu á hann eftir, eina þá elztu á sýn ingunni. Margt fleira hefur drifið að um ævina, en {Sigurður virðist verk lukkunnar pamfíll. „Ég var svo heppinn að það er ekki hægt að drepa mig,“ segir Sigurður sem var í sigl- ingum báðar heimsstyrjaldirnar, „það er alveg útilokað. Þegar Goðafoss var sökkt við Garð- skaga var flekinn alveg við hendina, ég var í stórri vatt- eraðri ullarkápu og hefði ekki getað haldið mér uppi lengi. Oft ar hefur svipað komið fyrir, en ég hef verið heppinn." Sigurður byrjaði á sjónum 1908, fyrst á bát frá Sand- gerði svo byrjaði hann á stórum skipum, var mótoristi á Tilraun inni og réöst síðan á Pollux, fskikútter, frá Hafnarfiröi. Árið 1915 fór hánn msð Vestu gömlu til Danmerkur, einn af fjórum ævintýragjörnum strákum. „Þar sigldi ég fyrir Danskinn Vilhjalmsenskompaníið í Es- bjerg með kol frá Blight til Es- bjerg, þangað til þeir flutning ar voru stöðvaðir. Villemos var í þeim siglingum þangað til því var iagt upp og stjórnin keypti það. Þaö var 1917, sem ég réðist til Eimskipafélagsins og sigldi með Villemos til Kaupmanna- hafnar og þaðan til íslands, sem þá var olíulaust. Við fórum beint áfram til Bandarikjanna en þá var hin mikla Amerika skipa laus. Þegar við komum til New York vorum við látnir fara í skylduferð til Kúbu og ná í kop arsand, og þaðan til Baltimore. Heim fórum við með 3500 olíu- tunnur. Þið komist aldrei með þetta sögðu þeir, en þá voru Þjóðverjarnir komnir upp að jandi, en heim komumst við og fórum kringum aílt land með olíuna.“ Fyrir framan.málaða mynd af skipalest í stormi, þar sem Lag- arfoss er á miðri mynd, segir Sigurður: „Við kölluðum þá hundana, tundurspillana, sem fylgdu skipalestunum, já ég sigldi í konvoj í 4-5 ár í heimsstyrjöld- inni síðari. Við vorum alltaf minnsta skipið í konvojunni. Það var óhuggulegt stundum á kvöldin og á morgnana þeg- ar vantaði stundum 2-3 skip i lestina. Stundum varð að sigla yfir fólkið. fyrir framan, þegar skipi hafði verið sökkt, maður mátti ekki fara til vinstri, ekki til hægri, það varð að sigla beint áfram.“ Svo vfkur Sigurður sér brátt að annarri málaðri mynd. „Þetta er uppáhaldsmyndm mín, Ásbjarnamesvötn norður af Hofsjökli, í norður og suður rennur Jökulsá og passar upp á staðinn." Talið berst að því hvenær Sig urður hafi fyrst byrjað á þessr ari iðju sinni. „Árið 1920 átti ég gamla Kod akvél, sem ég keypti þá af Pálma Loftssyni, ég gerði tölu- vert áður en ég fór í land í ígrip um og þegar ég var í landi. Ég hef alltaf haft gaman af falleg- um mótívum. Karl Óskarsson merkur Ijósmyndari hér í bæ áð ur fyrr, sagði að ég væri góð ur í mótívunum." Og þannig byrjaði það. ★ Nýr þáttur í starfsemi Fé- lags frímerkjasafnara. Félag frímerkjasafnara hefur jafnan síðan það var stofnað 1957 unnið þakkarvert starf til leiðbeiningar um frímerkjasöfn- un, sem orðið er söfnurum ó- metanlegt. Jafnframt hefur starfsemi félagsins og viðleitni einstaklinga innan þess stuðlað að varðveizlu og uppgötvun sögulegra minja, sem raunar er einn höfuð þáttur heilbrigðr- ar söfnunar. Starfsemi félagsins hefur leitt til merkrar Iandkvnningar bæði markvisst og óbeinlínis. Það hefur haldið tvær frímerkjasýn- ingar. Þá fyrstu 1958, sem jafn- framt er fyrsta íslenzka frí- merkjasýningin, hina 1964. Fé- lagið hefur einnig beitt sér fyr- ir útbreiðsludegi um frfmerkja- söfnun, Degi frfmerkisins, sem er nú orðinn árlegur liður i starfseminni. Þennan dag hefur verið efnt til ritgerðasamkeppni í skólum, kvikmyndasýninga, gluggasýninga á frímerkjum og erinda í útvarp. Margt hefur félagið haft á prjónunum fleira, sem ekki skal rakið að sinni, utan eitt, sem til nýjunga telst að félagið hefur nú látið gera litskuggamyndir af 6 íslenzkum frímerkjum. Stjórn félagsins boðaði frétta- menn á sinn fund að þessu tilefni ekki alls fyrir löngu. Töldu þeir stjórnarfélagar að hér væri um útgáfu að ræða, sem hvergi ætti sér hliðstæðu í heiminum. Yrði framhald á slíkri útgáfu ef kostur væri og sá áhugi i'yfir hendi, sem tæki af allan vafa um réttlætingu hennar. Væri þá ætlunin að velja einkum þau merki til út- gáfunnar, sem vart eru lengur fáanleg á frjálsum markaði. Þessi litskuggamyndaútgáfa er h; vandaðasta að allrj gerð, en Geisli s.f. hefur annazt frá- gang myndanna. — Sá galli er hins vegar á þessari útgáfu að hvergi eru tilfærðir útgáfudagar merkjanna né aðrar upplýsing- ar um þau og ætti slíkt þó að vera auðvelt í slíkri útgáfu, mætti t. d. koma stuttum texta á ramma myndanna, eða láta hann fylgja með umbúðunum. Þetta gæti komið sér ákaflega vel fyrir fólk, sem ekki hefur mikla þekkingu á frímerkjum, né áhuga og aðstöðu ti! að afla sér hennar. — Þetta þyrfti að athuga fyrir næstu útgáfu, sem vonandi verður ekkí langt að biða. Þessi 6 merki skulu talin hér upp ásamt útgáfudegi: 1. ísl. fáninn með Lögberg í baksýn gefið út 1. desember 1958 i tilefnj af 50 ára afmæli fullveldisins. 2. Flugfrímerki gefið út 1934. 3. Handritamerki — 1. okt 1953 teiknað af Stefáni Jóns- syni. 4. Skógarfoss er úr fossaser- íunni, svokölluðu en í henni eru merki með myndum af 4 fossum 4 virkjunum. Þetta merki var gefiö út 1956 og er einnig teikn- að af Stefáni Jónssvni. 5. Isl. fálkinn kom út 1. marz 1960. 6. Surtsey, kom út í nóvem- ber 1963. 1. tbl. 7. árgangs tímaritsins Frímerki er komið út. Út- gefandi þess er Frímerkjamið- stöðin Týsgötu 1, ritstjóri Finn- ur Kolbeinsson. Ritið hefur að geyma ýmsar greinar varðandi frímerki. Sigurður Þorsteinsson skrifar um ísl. póststimpla. Þar birtist einnig fjórða grein und- ir titlinum „Úr sögu frimerkis- ins“ svo og leiðbeiningar fyrir yngri safnara. Tímaritið flvtur einnig ýmsar fréttir af vettvangi frímerkjanna. Segir meðal ann- ars frá fölsun frímerkja í N- Víetnam. En nýlega komst upp um fölsun á bandarískum merkj um þar og er tilgangur S-Víet- nam búa talinn sá a8 smigla áróðursritum til S-Víetnam und ir því yfirskyni að þau séu kom in frá Bandaríkjunum. Margt er fleira fréttnæmt í ritinu. Fyrstu færeysku frímerkin. Talið er líklegl að Færeyingar hefji frímerkjaútgáfu á þessu ári. Færeyingar fengu heimild til að taka póstmál sín í eigin hendur árið 1948, en af því varð ekki þá vegna efnahagsöröug- leika. Nú hafa Færeyingar hins Framh. á bls. 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.