Vísir - 02.07.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 02.07.1966, Blaðsíða 6
6 Frímerki — Framh. af bls. 4 vegar fullan hug á að taka þessi mál algjörlega í sfnar hendur og gefa út sín eigin frfmerki, en slfkt yrði að sjálfsögðu mik- il landkynning fyrir Færeyjar. Pósthús á skátamótL Á landsmóti skáta, sem stendur dagana 25. júlí til 1. ágúst við Hreðavatn, verður op- ið pósthús og þar verður að sjálfsögðu sérstakur póststimp- ilL Mun áreiðanlega mörgum frímerkjasöfnurum þykja fýsi- legt að eiga umslög stimpluð þar. Póststjómin hefur gefið út orðsendingu þess efnis að um- slög til stimplunar megi senda frímerkjasölu póststjómarinnar. Slóttur — Framhafd af bls. 16 þá. Sláttur verður viku til hálf um mánuði á eftir venjulegum tíma og er ekki að vænta sæmi legrar sprettu fyrr en um miðj- an júlí eða sfðar, þar sem mest ur klaki er f jörðu. Útlitið er fremur gott á Austurlandi þar sem mestur snjórinn var í vetur og klaki náði ekki langt í jörðu Fremur góð tíð hefur verið undanfariö fyrir grassprettu, það er bara frostið í jörðu, sem tefur fyrir, einnig rigndi mikið á Suðvesturlandi og dró það úr sprettunni. Rigningin veldur því einnig að án efa verður minni kartöfluuppskera í haust og grænfóður með minna móti en áður. Suðvesturlandið hefur einna verst farið út úr rigningunni en Suður- og Vesturland vegna jarðklakans. Nokkuö ber á kali f Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýsl- um, en þar sem ekki er kalið, sprettur vel, sagði búnaðarmála stjóri að lokum. Fornskáli — Framh. af bls. 1. að verða reist á safnsvæðinu, en innviðir þeirra hafa þegar verið fluttir upp eftir, fyrst og fremst gamla apótekið, þar sem áætlað er að hafa rúmgóðan sýningar- sal. Safnið hefur eignazt aðra merkiiega steina en hlóðarstein- inn, sem áður var minnzt á, þ.á. m. er hestasteinn frá smiðju Þorsteins Tómassonar í Lækjar götu, landamerkjasteinninn úr Skildinganeshólum áklappaður 1839, mylnusteinn úr myllunni í Bakarabrekku og apótekara- steinn frá 1747 úr Effersey. Eins og undanfarin sumur er safnið opið fjóra tíma á hverjum degi nema á mánudög- um. Um helgar verður reynt að hafa sýningar á palli eins og veður leyfir og er fyrst í dag glímusýning Ármenninga. Um aðra helgi mun sænskur þjóð- dansaflokkur sýna sænska þjóð- dansa. 1 Dillonshúsi hafa gömlu hús gögnin í veitingastofunum ver- ið gerð upp, en kaffiveitingar verða þar með sama sniði og verið hefur. Síld — Framh. af bls. 1. núnir að salta miklu meira um þetta leyti í fyrra, en nú erum við aðeins komnir i um 400 tunnur og eru þó fleiri sem ekk- ert hafa saltað ennþá. Síldin, sem búið er að semja um sölu á til Svíþjóðar þarf að vera það stór að ekki f..ri meira en 370 stk. í tunnu, en þeirri stærð nær síldin. sero veiðist núna ekki. VÍSIR . Laugardagur 2. júh' 1966. Auk þess er veiðisvæðið það langt úti og svo sunnarlega að sfldin væri engan veginn hæf til söltunar eftir flutninginn til dæmis hingað til Raufarhafnar. Einhvem veginn finnst mér þó, að það eigi eftir að koma góð síld. ólafur Óskarsson, framkvstj. Haföldunnar á Seyðisfyrði, sem var hæsta stöðin þar í fyrra, sagðist vonast eftir hrotu núna bráðlega. Búið væri að ráða fullan mannskap á „planið“. Fólkið væri rólegt enn þá og biði bara eftir slld. Hann taldi það hins vegar misráðið að hefja söltun svona snemma. En það er streðað við að salta fyr- ir Finnlandsmarkað, sem vilja fá nol.kur þúsund tunnur af snemmsaltaðri sfld. Þeir vilja hafa ekki fleiri en 435 sfldar í tunnu. Síldin er nógu feit, sagði Ólafur, en ekki nógu stór enn þá, en ég er sannfærður um að það kemur hrota þegar á lfður. Kaldari sjór og minni áta en f fyrra. Loks náði blaðið tali af leið- angursstjóranum á Ægi, Hjálm- ari Vilhjálmssyni. Við höfum verið að leita hér fyrir Norður- og Austurlandi og átumagnið virðist ákaflega lft- ið eins og er, og nær þvl ekk- ert fyrir norðan. Átan, sem fannst út af Norðausturlandi í vor var fullorðin áta og hún er útdauð núna. Að vísu ber dá- lítið á yngri átu úti fyrir Aust- urlandi, en það verður ekki hægt að segja um það fyrr en seinna f sumar, hvort hún nær því að verða grundvöllur fyrir meiri síldargöngur. Stóra síldin, söltunarsíldin virðist halda sig norðan til, en smærri síldin sunnar, þar sem bátamir hafa verið að veiða undanfama daga. — Hvað er það gömul sild? — Ætli hún sé ekki eitthvað 5—6 ára. Eldri sfldin, sem kom- in er yfir 7 ára aldur hefur gengið þama norður út af Langanesi eða enn þá lengra nofður í haf og e. t. v. austur fyrir Jan Mayen. Þar er þó nokk uð af henni en hún hefur verið dreifð og ekki gengið saman. En hún skilar sér þegar lfður á sumarið. — Er útlitið þá ekki öllu lak- ara en í fyrra. — Jú, það verður að telja það lakara eins og er, átumagnið er minna en f fyrra og miklu minna en árið þar á undan. ATA — Framh. af bls. 1. maður „Common Market Camp- aign“, félagsskapar, sem berst fyrir þvf að Bretland gangi í Efnahagsbandalagið, sfðan 1960. Hann var því spurður hvaöa lík ur hann teldi til þess að Bret- land gengi í EBE á næstunni. Því svaraði lávarðurinn, að á- hugi væri mikill á þvf meðal brezkra þingmanria úr öllum flokkum. 152 þingmenn hefðu skrifað undir ályktun, sem fé- lagsskapur hans stæöi fyrir, en honum væri kunnugt um að meirihluti þingmanna hefðu á- huga á því, þó þeir hefðu ekki enn undirritað ályktunina. Eng- lendingar yrðu þó að gera nú- verandi aðildarlöndum Efna- hagsbandalagsins ljóst, að Eng- lendingar vildu aðeins ganga í bandalagið, svo framarlega sem þaö væri heilsteypt stjómmála- lega sem efnahagslega. Viðvíkjandi spumingu um hugsanlega aðild íslands í Efna- hagsbandalaginu, varð Lomb- ardo fyrrverandi viðskintamála ráðherra fyrir svörum. Hann kvað engan efa vera á því, að ísland værv ávallt velkomið í bandalagið. ísland, eins og önn- ur lönd Evrópu, þyrfti að taka þátt í einingu Evrópu, sem nú væri unnið að. Ekkert land hefði efni á öðra. Kostir þess að vera í bandalaginu væru orðnir aug- ljósir og hlyti það að verða til þess, að fleiri lönd bættust í hópinn. Hann sagði, að þorsk- neyzla hefði minnkað mikið á Italíu. Nú boröuðu ekki nema sælkerar þorsk, en það myndi breytast, ef íslendingar gengju í EBE. Ákvörðun de Gaulle að draga franska herinn undan yfirher- stjóm NATO kom til umræöu. Viðvíkjandi þvf sagði George Portmann, öldungadeildarþing- maður, að hann áliti, að starf franskra þingmanna í þing- mannanefnd NATO væri mjög mikilvægt. Þótt stefna de Gaulle væri nú að draga franska her- inn úr NATO, geti sú stefna franskra ráðamanna breytzt með stuttum fyrirvara og væri því nauðsynlegt fyrir Frakka að hafa haldið sambandi viö þing- menn annarra aðildarlanda NATO, til aö þekkja framgang mála þar. Sir Geoffrey, sem jafnframt því aö vera í stjórn ATA, er forseti ráðgjafarþings Evrópu- ráðsins, sagði, að hann gæti ekki né vildi taka afstöðu til stefnu Frakka í NATO nú. Frakkar væru óaðfinnanlegir samstarfs- menn í Evrópuráðinu. Hér á landi kemur Sir Geoffrey fram sem fulltrúi Evrópuráösins og mun eiga samræöur viö ísl. stjómmálamenn og diplomata um málefni þess. Skepnufóður — Framh. af bls. 1. SKYNSAMLEGRI NÝTING AUÐÆFA HAFSINS. Höfundur þessara harð- skeyttu orða er prófessor í nær ingarefnafræði við Michigan State Universlty í Bandaríkjun um. Er hann víðkunnur fræði maður og er m. a. ritstjóri tveggja alþjóðlegra verka, At- Iantic Ocean Fisheries og Fish as Food. Árið 1964 gaf hann út bók um hinar sívaxandi fisk- veiðar Japana sem nefnist: Jap an’s World Success in Fishing. Þá hefur hann m.a. ritað tvær bækur á sænsku um hugðarefni sín sem orðið hafa metsölubæk ur. Nefnast þær: Mat för milj arder (1962) og Gránser’för vor tillvaro (1964). í bókinni, sem hér er vitnað til að ofan, Revolution i varids fisket, sem fyrir nokkrum vik um kom út, ræðir hann um hina brýnu nauðsyn þess að tak marka nýtingu auðæfa hafsins, með það fyrir augum að rán- yrkja eigi sér ekki stað. Og þá ekki síður með það markmið í huga að nota fiskinn miklum mun meir til manneldis en nú tíðkast — til þess að bæta úr hungrinu í veröldinni. Bendir hann á að sá fiskur, sem nú fer til mjölframlelðslu, skepnufóðurs gæti útrýmt nær- ingarskortinum i tveimur heims álfum, satt að minnsta kosti 350 milljónir manna. wmsmsu. ÞVERSKRÚFUR -y' '■. ^ er síðasta nýjungin, sem hefur valdið tæknibyltingu við allskonar fiskveiðar ULSTEIN ÞVERSKRÚFUR hnfa eftirtalda lcosti: — • Auka stjómunarmögu- leika (manuera) • Auka möguleika til veiða vegna veðurs eða strauma O Minnka þörf á hjálpar- tækjum við veiðar O Minnka slit á velðarfærum O Er auðvelt að setja í öll eldri fiskiskip ULSTEIN ÞVERSKRÚFUR eru framleiddar i stærðunum: 75 — 100 — 150 — 200 hest- afla — vökva- eða rafknúnar. ULSTEIN ÞVERSKRÚFUR fyrír öll fiskiskip Slippstöðin á Akureyri er nú að ljúka við smiði á stærsta fiskiskipl, sem smíðað hefur verið á íslandi, (Sigurborg, Ólafsfirði, Eigandi: Magnús Gamalíelsson, útgm.) Slippstöðin er nú að setja í þetta glæsilega skip ULSTEIN ÞVERSKRUFUR AHar nánari upplýsingar veitir einkaumboðið á íslandi: [JEILDVERZLiNIN HEKLA HF< Laugavegi 170—172. — Reykjavík. — Sími 21240.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.