Vísir - 02.07.1966, Blaðsíða 16

Vísir - 02.07.1966, Blaðsíða 16
Laugardagur 2. júlí 1966. Varðarferð- in í fyrra- mólið I fyrramálið kl. 8 leggur f jöl-1 mennur hópur af stað úr Reykja I i vfk í skemmtlferð um Suður-1 land undir leiðsögn Árna Óla , ritstjóra. Þetta er hin árlega I sumarferð Landsmálafélagsins 1 I Varðar, en ferðir félagsins hafa | ! jafnan verið fjölmennar, 600— ( 1000 manns. Að þessu sinni verður farið 1 I um Ámes- og Rangárvallasýsl-1 I ur og aðalviðkomustaður verð- , ur við Skógafoss, Skógaskóla t og héraðssafnið á Skógum. 1 Læknir verður með í ferðinni.1 Fargjaldið er 340 krónur og fel-1 ur f sér hádegisverð og kvöld-1 verð. Drengur slasust Níu ára drengur varð fyrir bfl á Suðurlandsbraut við Múla klukk an átta í gærkvöldi. Hann var að koma úr strætisvagni, hljóp út á götuna fyrir aftan hann, og varð fyrir bíi, sem kom austur brautina. Fékk drengurinn höfuðhögg og var fluttur í Slysavarðstofuna og síð- an í Landakotsspítala. Meiðsli hans virtust við fyrstu sýn ekki hættu- leg. Svanhvit Ámadóttir Auður Harðardóttir Kolbrún Einarsdóttir Guðfinna Jóhannsdóttir Erla Traustadóttir Fegurðardrottningin krýnd á miðnætti Hver verður Ungfrú Island 1966? Svarið við spurningunni fæst á miðnætti, þegar fegurð- ardrottningin stigur fram úr hópi þeirra fimm, sem komu fram í gærkvöldi, fyrsta kvöldi fegurðarsamkeppninnar, sem fer fram í Lídó. Krýningin fer fram með við- höfn, og sú sem krýnir er Pál- ína Jónmundsdóttir fegurðar- drottning ársins 1964. Fegurðarsamkeppnin í ár er með líku sniði og venjulega. Hljóta allar stúlkurnar verð- laun, en fyrstu og önnur verð- laun eru feröir til Langasands og Miami þar sem verðlauna- hafar taka þátt í Miss Universe og Miss Internationat keppnun- um auk hundrað dollara, sem hvor um sig fær í fararevri. Þriðju til fimmtu verðlaun eru ferðir til fegurðarsamkeppna í London og á hinum Norðurlönd unum. / Næsta ár er ráðgert að breyt- ing verði á verðlaunafyrirkomu- laginu að sögn Sigríðar Gunnars dóttur stjórnanda fegurðarsam- keppninnar. Fer þá fegurðar- drottningin og tekur þátt í Evrópukeppninni um titilinn Ungfrú Evrópa í stað alþjóðlega titilsins. Aldarafmæli ísafjarðar- kaupstoðar undirbúið Tvö þúsund manns frá Reykjavik taka bátt i þvi ísfirðingar hai'a nú mikinn viðbúnað til þess að taka á móti öllum þeim fjölda fólks, sem kemur til þess að vera viðstatt aldarafmæli bæjarins þann 16. júlí. Gert er ráð fvrir mikilli þátt- töku og er ætlað að a. m. k. 2 þúsund manns hafi hugsað sér til hreyfings héðan úr Reykja- vík á hátíðina. Auk þess mun fólk úr nágrannabyggðum isa- fjarðar og gamlir ísfirðingar, sem búsettir eru i öðrum lands- hlutum sækja hátíðahöldin. Veit ir F. i. afslátt á flugfargjöldum til Isafjarðar þessa daga. Er nú unnið að þvf að endur- skipuleggja tjaldbúðasvæðið í Ráðgert er, að hiö nýja varð- skip verði um 1200 tonn, og verði 5 m lengra en Óðinn eða 67 m. Skipið verður byggt á þeirri reynslu, sem bezt hefúr fengizt á Óðni. Lögð verður auk in áherzla á aðstöðu til þyrlu- lendinga á skipinu, og verður skýli fyrir þyrlur á skipinu. Þá verður iögð mikil áherzla á, að hægt verði að gera viö sem fiesta hluti á skipinu innan frá. Áhöfn skipsins verður 25 menn. Á fundinum með Pétri Sigurðs- syni kom einnig fram, að Land- helgisgæzlan hyggst færa mjóg út kvíarnar varðandi þyrlunotk un, m. a. mun ekki langt að líða unz stærri þyrlur verða keyptar til landhelgisgæzlu hér, eins og Pétur Sigurðsson sagði. Á nú á næstunni að auglýsa eftir flug manni til þyrluflugs á vegum Landhelgisgæzlunnar og einnig verður ráðinn flugvirki í viðbót við þann, sem fyrir er. Frh. é bls 6 Þátttakendurnir f fegurðarsamkeppnlnni fyrir utan Lídó í gær. Stúlkurnar eru ísömu röð og þær koma fram í keppninni. Frá vinstri; Guðfinna Jóhannsdóttir, Svanhvít Árnadóttir, Erla Trausta- dóttlr, Koibrún Einarsdóttir og Auður Harðardóttir. NÝTT VARDSKIP SMÍDAD Fullkominn útbúnaður — þyrluflugskýli um borð — tilbúið um áramótin 1967-8 Tunguskógi við ísafjörð en þar mun verða aðstaða fyrir a. m. k. 200 tjöld og einnig er verið að vinna þar að gerð bilastæðis fyr ir 200 bíla, en margir munu Framh. á bls. 6 skips, sem Landhelgisgæzlan hefur auglýst eftir tilboði í. Er gert ráð fyrir, að skipið verði nokkru stærra en Óðinn, sem er rúmlega 1000 tonn, og að það verði tilbúið eftir eitt og hálft ár. Þá er og gert ráö fyrir, að ganghraöi nýja varðskipsins verði um 2 mílum meiri en Óð- ins. Landhelgisgæzlan boðaði blaða- menn á sinn fund í gær og skýrði Pétur Sigurðsson for- stjóri hennar þá frá því, að í næstu viku munu koma hingað til Iands fulltrúar frá erlendum skipasmíðastöðvum og skýra til- boð sín i byggingu nýs varð- Sláttur hálfum mánuði á eftir timanum — kluki enn víðu í jörðu, kul í fúnum Norðunlunds Illa horfir með sprettu, siátt og alla uppskeru víðas hvar á iandinu vegna kuida og klaka í jöröu. Eru allar lfkur til þess að siáttur héfjist ekki fyrr en aiit að hálfum múnuði síðar en venjulega. Ber lítlð á því að slátt ur sé haflnn enn, elns og vant er á þessum tíma árs. Hafði blaðið tal af Halldóri Pálssyni búnaðarmálastjóra og spurði hann um horfumar I þessum málum. — Það lítur út fyrir að það muni spretta seint, sagði Hall- dór fyrst, sláttur er óvíða byrj- aður og klaki víða í jöröu enn Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.