Vísir - 02.07.1966, Blaðsíða 7

Vísir - 02.07.1966, Blaðsíða 7
V ísStER . Laugardagur 2. júií 1966. 7 Leik Noregs H og Fionlands II á Norðurlandamótinu lauk meS sigri Noregs og fengu þeir 4 vmn ingsstig gegn 2. SpHið í dag, sem var næst síðasta spHið f leiknum, breytti vinningi hjá Finnum í taip. Staðan var allír á hættu og suöur gaf. 4 9 6 4 I0>3 4 107S4 4» A 8 6-&3 4 engmn 4 K G85 4 A-D*G N 43 2 4 9'8 76 ♦ AKD V c A 5 G3 S 4 enginn * 107 42 *KG ♦ A D 1072 ¥K4 ♦ 9 8 62 1 opna salnum, þar sem Norð- mennimir Tore Jensen og Willy Vamá sátu a-v gengu sagnir þann ig: Vestur Austur 2.4 2 G 34 4 4 44 54 64 P Útspilið var laufaás, hjartakóng- ur lá rétt og spilið vannst. Hvað sögnunum viðvíkur, þá virðast þeir spila afbrigöi af Marmic, sem er ítölsk sagnaðferö. Við hitt borðið, þar sem Finn- amir Jokinen og Jalonen sátu a-v voru sagnir þannig: Vestur Austur 24 24 3* 3 V 4 G 5 4 5 V P Ég verð að játa að sagnir Finn- anna komu mér dálítið spánskt fyr ir sjónir, þótt ég hafi lítið út á lokasamninginn að setja. Slemm- an er ekki góö prósentvís, þótt hag stæö lega valdi því að hún vinnist atltaf með réttri íferð í laufinu. En eins og oft áður í mótinu blés byr lega fyrir Noreg og tapaður lerkur breyttist í unninn. Varðskip — Framhald af bls. 16 Pétur Sigurðsson sagði tilefni þessa blaðamannafundar ann- ars vera það, að um þessar mundir eru 40 ár frá því að Islendingar tóku að gera út varö skip allt árið reglulega. Eins og mönnum er kunnugt var upphaf íslenzku Landhelgisgæzlunnar það, að Björgunarfélag Vest- mannaeyja keypti varðskipið Þór, en vegna fjárhagsörðug- leika félagsins yfirtók íslenzka ríkis útgerð Þórs árið 1926 og um leiö var ákveðið að byggja annað varðskip, sem var gefiö nafnið Óðinn. Allt frá þessum tíma og þar til nú, hefur svo íslenzka ríkiö gert út og starf- rækt fleiri eöa færri varðskip og síðasta áratuginn einnig gæzluflugvélar. Fyrstu árin var allt skrifstofuhald í stjórnar- ráðinu sjálfu, en er Skipaútgerð rikisins var stofnuð, árið 1929, tók hún við skrifstofuhaldi Landhelgisgæzlunnar, þar til ár iö 1952 aö Landhelgisgæzlan tók við því sjálf og hefur svo verið síðan, nema bókhald er ennþá í höndum Ríkisskips. — Þess má geta, að Landhelgis- gæzlan fær inni fyrir starfsemi sína í nýju lögreglustöðinni sem verið er aö byggja í Reykjavík og batnar viö það mikið starfs- aðstaða hennar. Enn þann dag í dag eru starfandi fimm menn, sem voru á fyrstu varðskipum Landhelgisgæzlunnar, það eru Þórarinn Björnsson, skipherra á v.s. Óöni, Jón Jónsson, skip- herra á v.s. Þór, Haraldur Bjömsson, skipherra á v.s. Ægi, Kristján Sigurjónsson, fyrrver- andi yfirvélstjóri, nú skipaeftir- litsmaður Landhelgisgæzlunnar, og Gunnar V. Gíslason, fyrrv. skipherra, starfar nú við eftir- lit með gúmmíbjörgunarbátum, vopnum og fleiru. í gær klukk- an fimm hélt Landhelgisgæzlan boð inni fyrir ýmsa framámenn og starfsmenn Landhelgisgæzl- unnar og var þar saman komið mikið fjölmenni og boöið hið á- nægjulegasta. ísufjörður — Framhald af bls. 16 koma landleiðina. Á tjaldstæð- inu verður Hjálparsveit skáta á ísaírrði til reiðu með hjálpar- stöð og standa skátar einnig fyrir þjónustu í upplýsingamið- stöð, sem verður í bænum sjálf- um hátíðisdagana. Vegaþjónusta F. í. B. hefur heitið aðstoð sinni á nærliggjandi vegum til ísa- fjarðar þar sem umferðin mun aukast gífurlega og læknar í ná- grenninu hafa heitið liðsinni sínu, ef á þarf að hakla. Verð- ur einnig sjúkraflugvél staðsett á ísafirði þessa daga, ef á ó- væntri aðstoö þarf að halda. Býst bærinn í hátíðarskrúða og eru vinnuflokkar, þegar fam- ir að hreinsa til og búa bæinn út fyrir hátíðahöldin. Aðalhátíðahöldin verða dag- ana 16.—17. júlí og tjáði Mar- inó Þ. Guðmundsson fram- kvæmdastjóri hátíðarnefndar blaðinu að hátíðin heföist með því að allir fánar verða dregn- ir að hún kl. 8 að morgni hins 16. Hátíðamessa hefst kl. 10.30 en setning hátíðarinnar er kl. 2 og verða viðstaddir þá athöfn m. a. ýmsir fulltrúar annarra bæja á íslandi auk fulltrúa vina- bæja ísafjarðar erlendis. Aðalsamkomusvæðin verða sjúkrahústúnið og íþróttavöllur- inn en þar fara fram ýmis skemmtiatriði á sunnudag í léttari dúr eins og „lifandi mann tafl“, knattspyrnukeppni milli brottfluttra ísfiröinga og ís- firðinga yfir fertugt, upplestur o. fl. Sem liður I hátíðahöldunum eru tvær sýningar, sem verður komið upp, Sögusýning Sögu- félagsins í húsnæði félagsskap- arins og málverkasýning á verk- um hins nýstofnaða Listasafns ísafjarðar en auk þess hafa Listasafn ríkisins og Alþýðu- samband íslands lánaö listaverk til sýningarinnar. Reynt verður eftir beztu getu að greiða fvrir aðkomu- mönnum með alla þjónustu og hefur því þeim tilmælum verið beint til verzlana að þær hafi opið sunnudagsmorgun þar sem öllu verður lokað á afmælis- daginn sjálfan þann 16. júlí. Isfirðingafélagið i Reykjavík hefur gert ráðstafanir til þess að fá svefnpokapláss I barna- skólanum til þess að auka gisti- rými en bæjarbúar munu að sjálfsögðu hýsa margan aðkomu gestinn þennan tíma. „Félagsskapur öfug- ugga og kverúlanta" Þannig lýsa Alþýáubandalagsnienn samstarfs- mönnum sínum í Sósíalistaflokknum. — Eldar hat- urs og rógs brenna glatt í húsi vinstri manna. — Alþýðubandalagið lamað af bræðravígum og slúð- urburði milli manna rfannibals og Einars Olgeirs- sonar. J síðasta blaðí „Frjálsrar þjóðar“, sem út kom á flmmtudaginn, er grein um aðaifund Sósíalistafélags Reykjavíkur. Greinin er öll ein samfelld ófrægingarsaga um aðalfund þessa höfuðvígis Sósíalistaflokksins og skiptist þar á háð og spé og eiturörvar. Greinin er jafnframt gott dæmi um þá andans einingu og marxiska bræðraiag, sem nú ríkir innan vébanda vlnstri manna. Ekki er langt liðið síðan bæöi Þjóðviljnn og Frjáls þjóð skoruöu á alla vinstri menn aö sameinast í Alþýðubandalaglnu og kváðu þá alla starfa í góðri samvinnu og eindrægni! Fals þeirra ummæla er nu orðið augljóst. Upp úr er nú soðið og það rækilega. Eldar haturs liga milii hinna tvístruðu fylkinga kommúnista og Hannibalsmanna. Um það ber eftirfarandl grein Ijósastan vott, en aö henni standa menn Hannibals, sem nú ráða Frjáisri þjóö. Blrtir Vísir greinina orðrétt, svo menn geti' skemmt sér við þessa sérkennilegu hugsjónabaráttu Alþýðubandalagsmanna, sem þar kemur svo giöggt fram. „S.l. föstudag fór fram hér i Reykjavík merkileg samkoma, sem margir höfðu beðið eftir með eftirvæntingu: Aðaifundur Sósíalistafélagsins. Hafði hon- um lengi verið skotið á frest frá einum degi til annars, en nú var semsagt hin langþráða stund upprunnin. Því miður eru ekki tök á því að birta hér ýtarlega fundar- gerð, enda ergir það bókmennta form ritstj. Þjóðviljans, en slíkt athæfi sé fjarrj oss. Raunar sagði Þjóðviljinn frá fundinum þegar á laugardag und ir fyrirsögninni „Fjörugar um- ræður á aðalfundi Sósíalista- félagsins". - En þar sem honum láðist að geta þess um hvað svo fjörugar umræður urðu, leyfum við okk- ur að reýna að bæta þar lítil- lega úr. Það byrjaði með skýrslu stjórnar. Af henni kom í ljós að ótrúlegustu og grandvörustu menn hafa „skipulagsmál Al- þýðubandalagsins á heilanum: Allir fundir Sósíalistafélagsins nema tveir höfðu fjallað um þau mál. Enginn um verklýðsmál t. d. Einn hafði þó verið boðaður um þau, en snerist um annað, þar eð tilkynntum framsögumönn- um láðist að mæta. Þá fór fram stjórnarkjör. Skiptust menn í tvær — eða fleiri öndverðar fylkingar, en hvers vegna er mönnum hulin ráðgáta. Var munur hinna tveggja lista frá 7 og upp 'í 22 atkvæði, svo að ekki hallaðist mikið á. Eftir að kosið haföi verið í aðalstjórn töldu margir erindi sínu lokið og gengu 50—60 manns af fundi. Var þá minni- hlutinn kominn í meirihluta og lagði undir sig alla varastjórn- ina. Þarna var því eitthvað fyrir alla. Þá átti það ekki síður við um það sem á eftir fór, því að und- ir liðnum önnur mál hófst fjör- ið fvrir alvöru og stóð fundur- inn til klukkan hálfþrjú um nóttina. TILLAGA ÞORVALDAR. Þorvaldur Þórarinsson hafði staðið í tillögusmíði að venju. Var hún efnislega á þessa leið: Aöalfundur Sósíalistafélags Reykjavíkur felur stjóm félags- ins að koma með öllum tiltæk- um ráðum í veg fyrir flokks- stofnun Alþýðubandalagsins og bannar öllum meðlimum félags- ins að taka þátt í slíkri flokks- stofnun. Hér var vissulega kominn kjörinn grundvöllur fyrir um- ræður, breytingartillögur, frá vísunartillögur, dagskrártillög- ur, frestunartillögur o. s. frv. Eftir drykklanga stund var fundartimi takmarkaður við 10 mínútur, en fundarmenn Ilannibal Valdimarsson virtu þaö eins og þeim sýndist. Kjartan Helgason hafði eitt sinn talað drjúgum fram yfir og lýst yfir að hann léti fundarstjóra ekkert segja sér fyrir verkum hér, gaf fundarstjóri honum eina mínútu í viðbót, ef hann talaði ekki aftur. En ekkert dugði! Greip fundarstjóri þá til þess einstæða ráðs að bera und- ir fundinn, hvort Kjartan skyldi fá að halda áfram og var hann samþykktur úr ræðustól með meirihluta atkvæða! Breytingartillaga frá F.inari Olgeirssyni um að banna með- limum einungis þátttöku í stofn un flokks „sem útilokaði Sósía- Einar Oigeirsson listaflokkinn“ var felld, og einn- ig tillaga frá Inga R- Helgasyni um að fresta afgreiðslu til næsta fundar (hausts). Var til- laga Þorvaldar loks samþykkt með 45 atkvæðum gegn 9. ÚRSAGNIR. Þá gérðist það á fundinum að einn1 meðlimanna sagði sig formlega úr félagsskapnum með ræðu og gat þess meðal annars að hann hefði • fengið sig fullsaddan á þessu félagi, en treysti sér auk þess ekki til að vera í tveim stjórnmálaflokk um í einu. Þökkuðu þeir Þor- valdur og Kjartan honum fyrir „heiðarleg vinnubrögð“. Anægjuleg þróun. Af þessum maraþonfundi fé- lagsins er Ijóst að mjög ánægju- leg þróun hefur átt sér stað í því síðustu mánuðina. Segja margir kunnugir að aldrei hafi verið haldinn . þar annar eins fundur þótt oft hafi verið glatt á hjalla. Mun margri viðkvæmri sál hafa ofboðið og er lítil hætta á, að svoleiðis smáborgarar spilli þar fundarófriði lengur. Er nú þarna kominn fullskapað- ur félagsskapur fyrir pólitíska öfugugga og kverúlanta, sem hafa félagslega þörf fyrir útrás í pólitík með einhverjum hætti, vera móti, hafa hátt, þjösnast og troða öðrum um tær í gervi sjálfskipaðra mannkynsfrelsara og alvitringa. Skorar blaðið eindregið á alla slíka að láta ekki dragast lengur að ganga í Sósíalistafé- lagið. Þar eru að sögn meðlim- anna engar fundarreglur, engin fundarsköp og engin fundar- stjórn. Þar er enginn ábyrgur orða sinna og mega brigzla öll- um um allt jafnvel þjófnað og föðurlandssvik við hátíðleg tæki færi. Svo er strangurflokks- agi. Og honum beita allir gegn öllum. Tvímælalaust. Fjörið er í Sósíalistafélaginú. Og ef það fær ekki nýja liðskrafta til að halda því uppi getur það, endað í fjörbrotum. Og þau eru alltaf óskemmti- leg. Alla kverúlanta í Sósíal- istafélagið“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.