Vísir - 02.07.1966, Blaðsíða 15

Vísir - 02.07.1966, Blaðsíða 15
VfSIR . Laagardagur 2. julív1966. 15 KVIKMYNDASAGA TÚNABIÚ CATHERINE ARLEY: TÁLBEITAN Þeir hlýddu hvor um sig. Þjónn inn, sem gekk á eftir stólnum og ýtti honum, gat ekki komiö auga á neitt, sökum þess hve bakið var hátt, ekkert nema hattkollinn. „Farðu varlega," sagði hún við þjóninn. Kæruleysisleg framkoma hans gerði hana ofurlítið rórri. Það var heppni að henni hafði hugkvæmzt ráð til að losna við hinn þjóninn í bili að minnsta kosti. Hilda hélt opnum kiefadyrunum á meðan þjónninn ók stólnum út fyrir og fram ganginn. Gangurinn var svo þröngur, að hún gat ekki smeygt sér fram hjá stólnum og fram fyrir og hún var sjálfri sér fokreið fyrir það, að sér skyldi ekki hafa hugkvæmzt það nógu fljótt að ganga á undan stólnum og skýia lfkinu þannig fyrir augna ráði þeirra, sem hugsanlegt var að yrðu á vegi. Hennilcið þó eilítið betur, þegar þau htíWF farið framhjá salardyr- unum. Fyrst þjónnin var ekki þeg- ar kommn með hanzkana, hlaut hann að ganga á eftir þeim alla leið inn í lyftuna. Blökkumaðurinn ók stólnum af- ar hægt og Hildu fannst það taka alla eilífð að komast að lyftunni, þótt hún mætti sjálfri sér um kenna, þar sem hún hafði skipað þjóninum að fara sem gætilegast Þegar kom að beygjunni á gangin- um, varð þjónninn að lyfta stólnum nokkuð að framan til þess að snúa honum. Hilda hafði augun fast á hatti gamla mannsins og sá að höfuðið hreyfðist ekki neitt, eins og eðlilegt hefði þó verið þegar stóllinn snerist. Skyldi þjónninn taka eftir því?, spurði hún sjálfa sig. Þegar þau komu að lyftunni, bar hinn þjóninn að með hanzkana hennar. Hún tók við þeim án þess að líta á hann, benti honum aö opna rennihurðina fyrir lyftunni, síðan stóð hann teinréttur eins og hermaður við liðskðnnun á meöan þau óku hjólastólnum inn í lyftu- klefann. „Snúðu stólnum,“ sagði hún við þjóninn til þess að rjúfa þögnina. „Það verður auðveldara að aka honum út þannig, þegar kemur upp á þilfar." Svo laut hún að líkinu og mælti blíðlega: „Vertu öldung is rólegur, Carl. Þetta gengur eins og í sögu og innan stundar verð- ur þú háttaður og sofnaður heima I rúminu þínu.“ „Á ég að sækja skjalatöskuna yðar, herra Richmond?“ spurði sá þjónninn sem ekki ók. Hilda tók viðbragð. „Hvaöa skjalatösku?" spurði hún. „Ég veit það ekki, frú. Skjala- taska með einhverjum pappírum sem hann skilur aldrei við sig,“ svaraði blökkumaðurinn. „Láttu manninn minn í friði,“ hreytti Hilda út úr sér. „Sagði ég ekki að hann væri sárlasinn?“ „En 'hvað um skjalatöskuna?" „Hvernig í ósköpunum ætti ég að vita það. Farðu strax til Antons Korff og hann mun sjá um það,“ svaraði Hilda stutt í spuna. Hún stóð sjálf næst stólnum í lyftunni þannig aö þjónarnir kom- ust ekki að honum á leiðinni upp. Eftir andartak nam lyftan staðar, lyftudymar opnuðust og stólnum var ekið út á þilfarið. Einn af yfirmönnunum kom til móts við þau og Hilda fékk ákafan hjartslátt þegar hann nálgaðist en hann bar hönd að húfuderi og hraðaði sér framhjá.. Nú var land- gangurinn framundan og leiðin hindrunarlaus að sjá. Hættan var umhverfis bílinn, þar sem hópurinn stóð. Það voru ekki nema tvö, þrjú skref frá landgang inum að bílnum, en yfir það svæði varð að fara með allra augu starandi á líkið í hjólastólnum. Þessi bílstjóri, sem sat þarna eins og steingervingur við stýrið, hugsaði Hilda með sér, því í ósköp unum hreyföi hann sig ekki... Þau urðu að standa þarna og bíða fyrir allra augum, vegna þess að hann hreyfði sig ekki til að opna fyrr en á $íðustu stundu. Hún gat ekki haft taumhald á sér lengur. Hún benti á bílstjórann um leig og hún sagði við annan þjón- inn: „Faröu og segðu honum aö opna bíldyrnar. Ég vil ekki að mað- urinn minn kvefist meira en orðið er af því að hfma hérna úti £ kuld- anum.“ Þjónninn hljóp niður landgang- inn. „Eftir hverju ertu að bíða?“ Hilda sneri sér að hinum þjónin- um. „Ég fer ekki einn með hjólastól inn niöur landganginn," sagði hann „Ég verð.að bíöa félaga míns.“ Hilda gat með naumindum stillt sig um að æpa upp yfir sig. Hópurinn, sem stóð í landi fylgd ist bersýnilega vel með öllu. Þaö leit helzt út fyrir að blakki þjónn inn væri farinn að segja bílstjóran um alla ferðasöguna, og þau þrjú uppi á þilfarinu áttu ekki annars kost en bfða unz samtali þeirra yrði lokið. Seint um síðir drattaðist einkenn isbúni bílstjórinn út og opnaði aft- urdyrnar á bílnum, sem var eins konar millitegund fólksbíls og sjúkrabíls. Sem betur fer voru aft urglug-garnir svo litlir og hátt uppi að enginn gat séð neitt inn utan frá. Hilda hefði kosiö að bílnum hefði verið lagt að landganginum, en bflstjórinn var bersýnilega ekki á því. Hann stóð eins og mynda- stytta og bar höndina aö húfu- derinu. Blakki þjónninn kom aftur upp landganginn, laut fyrir framan hjólastólinn, tók undir fótafjölina og lyfti stólnum og leið og hann gekk aftur á bak niður þrepin, hæg um skrefum og hvfldi allur þung- inn af byröinni á honum. Báöir voru þjónamir svo þungt hugsi og önnum kafnir við þetta erfiði sitt, að þeir veittu gamla manninum sjálfum ekki minnstu athygli. Hilda virti fyrir sér hópinn á hafnarbakkanum og þóttist sjá, sér til mikils hugarléttis, að öll at- hyglin beindist að því hvort blökku mönnunum tækist að halda hinum þunga og fyrirferðarmikla hjóla- stól í jafnvægi niöur landganginn. Það var engu likara en að þar væm áhorfendur aö sýningu f fjöl- leikahúsi, sennilega ólu allir í hópn um með sér veika von um að blökkumennirnir misstu tök á stóln um og mlljónamæringurinn félli í sjóinn milli skips og bryggju Hvað um það, Hilda var. ekki í neinum vafa um hve þessi afstaða áhorfendanna kom sér vel, fyrir bragðið þurfti hún ekki að kvíða neinu meðan á þeSsu stóð. Loks, þegar kom niður á hafnar bakkann, tók hún sér stöðu sem næst stólnum. „Velkomin til New York,“ sagði bílstjórinn og bar hönd að húfu- derinu. „Vertu fljótur að koma stólnum fyrir í bílnum," sagði Hilda, “Mað- urinn minn er bæöi lasinn og þreytt ur.“ Um leið og hún sleppti orðinu varð henni það ljóst, að hún hafði vakiö andúð bílstjórans. Nokkrir forvitnir úr hópnum reyndu að þoka sér nær stólnum. Hilda ýtti við bílstjóranum. „Fljótur," hrópaði hún, „þú sérð að hann getur orðið fyrir hnjaski" Hann leit illskulega til hennar um leið og hann tók alla stjóm á stólnum úr höjndum blökkumann- anna, sem báðir stóöu og gláptu og létu hendur falla að síðum. „Farið aftur um borð,“ sagöi Hilda skipandi röddu. „Sjálfsagt, frú ...“ Þeir hlýddu að vísu/:en flýttu sér ekki neitt, rétt eins og þeir vildu sýna að þeim geðjaðist ekki of vel að þessari nýju framkomu hennar sem húsmóður. Sjálf gekk Hilda um afturdyrnar inn f bílinn, sem minnti helzt á lögreglubíl, þegar inn var komið. „Ég verð hér hjá honum,“ sagði hún viö bílstjórann. „Þú getur ekið af stað.“ „Það er betra fyrir yður að sitja framm f, frú“ mælti bílstjórinn þyrrkingslega. „Ég verð héma endurtók hún og réð sér varla fyrir reiði. Ætlaði þessi bílstjóri að sjá svo um að bfllinn stæöi þarna til lengdar og báðar dyr opnar, svo að allir gátu starað inn til þeirra Bflstjórinn starði fast á gamla manninn. „Herra Richmond lítur ekki sér lega vel út eftir ferðalagið,“ sagði hann. „Ég hef sagt að hann sé bæöi þreyttur og lasinn, og ég vilji því komast heim með hann sem fyrst, T A R Z A N „Um kvöldið höfðu John og Alice tekið sér búsetu meðal annarra íbúa skógarins. Áður en þau lögðust til svefns um kvöldiö sá mamma skuggamynd skuggalegrar veru í tunglskininu. ‘BEFOKE THEY SETTLE7 POWN FOfc THE NISHT, WOTHER SAW A StNISTEC F1GUK.E SIUHOUETTEF IN THEM00NLI6HT... "FKOM BENEMH THEIK. SHELTEE. CAME THE TEKRIFym® ROAR OFA FANTHER..." Undan skýli sínu heyrðu þau hið ógn- vekjandi ciskur pardusdýrsins. Getið þið börnin ímyndað ykkur, hverju fyrsta nóttin þeirra í frumskóginum hefur líkzt?“ Fró Brauðskál- anum Lang- holtsvegi 126 SMURT BRAUÐ og SNITTUR BRAUÐSKÁLINN Sími 37940. Hörður Ólafsson hæstaréttarlögmaður löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi. (enska). Austurstræti 14 Símar 10332 35673 METZELER hjólbarðarnir eru þokktir fyrir gæði og endingu, Aðeins það bozta er nógu gott. Sölusfaðir: HJÓLBARÐA~ &BENZINSALAN v/Vitatorg. SlMI 23900 ALMENNA METZELER umboSið VERZLUNARFÉLAGIÐ “ SKIPHOLT 15 SÍÐUMÚU 19 SlMI 10199 • SÍMI 35553 betur meö tuineit fiianz- lariesiig >l!gt nachhol i«d* Fritur 'Manti k tvcU&éþ glans hárlagningar- vökva HIILDSÖLUCUCDIR ÍSLENZK ERLENDAVERZLUNARFÉIAGIÐHF fMMLIICSLDRlTTINDl AMAHTI Hf

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.