Vísir - 05.07.1966, Síða 3

Vísir - 05.07.1966, Síða 3
»öA***r V í S I R . ’í'rlðjudagur 5. júlf 1966. 3 VILJA KOMAST A PUNGAVINNUVÉLARNAR Starfsliðið við framkvæmdirn ar við Búrfell er nú orðið á ann að hundrað manns, gert er ráð fyrir yfir 200 í vetur og á 5. hundrað næsta sumar. Eins og fram kom í grein í Vísi f fyrri viku er þarna um að ræða fram kvæmdir við mesta mannvirki á íslandi og sá, sem hefur verk- stjómina með höndum heitir Benedikt Jónsson. Er Vísir var á ferð austur þar hitti hann Benedikt snöggvast að máli og það kom í ljós að hann er al- vanur verkstjóm við virkjana- framkvæmdir hefur m.a. verið ertsdóttir, Sigriður Guðmundsdóttir, Guðríður Guðlaugsdóttlr og María Guðmundsdóttir og Stefania Snævarr, sem annast ræstingu. Sjötta framreiðslustúlkan, Rósa Kristmundsdóttir, var f fríi. Fullkomnasta eldhús á Islandi vií Búrfell við aJlar Sogsvirkjanimar. — Það em 70 — 80 menn, sem vinna hér undir minni stjóm eins og er, en þeim fer stöðugt fjölgandi. Það þarf mik ið af mönnum við þessar fram kvæmdir, verkamenn, smiði, raf virkja, vélamenn — það þarf mikið af vélamönnum í sam- bandi við þungavinnuvélarnar. Nú er hér maður frá Caterpill- Iar að þjálfa menn á vélamar, en margt af þessu eru tæki, sem ekki hafa verið notuð síðan í stríðinu. — Hvernig gengur að ráða menn til starfa? — Það eru engin vandræði með menn enn sem komið er. Það er spenningur í mönnum í i sambandi við þessar framkv. og ungir menn hafa mikinn á- huga á að komast á stóru vinnu ( tækin. Það er mikil vinna hér, lágmarksvinnutími er frá kl. 7.20 — 7 og annar hver laugar dagur, en síðan er unnið meira i eftir því sem þörf krefur. Bráð- lega, þegar hægt verður að byrja á göngunum verður skipt | í vaktir og unnið allan sólar- hringinn til þess að nýta vél- amar sem bezt og láta þær ekki þurfa að stöðvast. Við reiknum með að starfsliðið verði orðið allt að 250 manns í haust. — Og heldurðu að ■ sá f jöldi haldist i vetur? — Það aetti að geta verið svo ef tíðarfar verður gott. En það geta víst verið ströng vetr arveður hér, þegar hann er á norð-austan. Því vil ég engu spá um veturinn — það bíður síns tfma. FULLKOMNASTA ELDHÚS A lSLANDI. Sá, sem í raun og veru heldur starfsmönnunum við Búrfell gangandi og þar með framkv. er brytinn Guðmundur Finn- bogason. Hann var að hoppa upp í jeppann úti fyrir mötu- neytinu er við náðum af honum tali. — Ég er að flýta mér niður að Selfossi og panta mat, svo að eitthvað verði að borða á morgun. — Er keypt inn daglega? — Nei, ekki alveg, en við fá- um mat frá Selfossi og Reykja- vík eftir þörfum og við þurfum oft að fá sendingar, þvf að það eru engar matargeymslur hér enn sem komið er. Mötuneytið er gamalt og lftið, var flutt neð an frá Sogi — en þetta lagast allt saman þegar nýja mötunevt ið kemur. — Hvenær verður það tilbú- ið? Líklega fyrir mánaðamótin júlí — ágúst. Það verður mjög glæsilegt og fullkomið og geymslur góðar, 8 kælar og frystar. Vélakosturinn verður mjög fullkominn, fullkomnari en á Loftleiðahótelinu. — Sem sagt, fullkomnasta eldhús á íslandi? — Já, ætli það sé ekki óhætt að segja það. — Hvað starfar margt fólk í eldhúsinu? Auk min er aðstoðarbryti og 6 stúlkur í eldhúsi og borðstofu. En við vitum ekki ennþá hvað vélarnar koma til með að vinna á við marga í nýja eldhús inu. Ætli við þurfum meira en 1-2 stúlkur f sal fyrir 400 manns Þið sjáið þetta annars allt þeg ar þið heimsækið okkur í nýja mötuneytið. Verið velkomin. Og þar með ræsti Guðm. jeppann og þaut af stað niður að Selfossi. Benedlkt Jónsson verkstjóri. í MEYJASKEMMUNNI. Eitt húsið í húsaþyrpingunni við Búrfell nefnist Meyja- skemman og af nafninu má draga þá ályktun að þar sé að setur fulltrúa kvenþjóðarinnar á staðnum. Það reyndist líka svo og við hittum fyrst fyrir Sigrfði Guðmundsdóttur, en hún var búin að vera frá því í byrjun maí. — Ég fór af forvitni hingað upp í fjöllin, til að kynnast sveitinni og íslenzkri veðráttu eins og hún getur verið bezt og verst. — Og líkar lífiö vel? — Já, þetta er ágætt, svona um tfma að minnsta kosti. En það var erfitt héma til að byrja með. Vatnið var frosið í pípun um og það varð að sækja vatn í lækjarsprænu, sem rétt seytl- aði úr. Aðstaðan í eldhúsinu, sem er allt of lítið, hefur heldur ekki verið góð, og það hefur orðið að tvískipta í matsalinn. En þetta lagast nú allt saman með nýja mötuneytinu. — Hvemig er vinnutíminn hjá ykkur? — Það eru vaktaskipti í eld- húsinu, önnur vaktin frá hálf sjö til hálf þrjú og hin frá hálf þrjú til hálf eitt. Vaktin stendur í hálfan mánuð en þá er fríhelgi og skipt. Þegar fríhelgi er er ein stúlka eftir og lagar matinn á . laugard. gskvöld og sunnudag handa þeim, sem ekki fara burtu. — Hvernig eyðið þið frítím ■■.., anum? — Það er svona upp og ofan. Þegar veður hefur verið gott hef ég gengið um nágrennið. Ég hef t.d. farið upp á Sáms- staðamúla og Búrfell en þaðan er útsýnið geysilega fallegt. Þá er unaðslegt að vera hér. ÚR NÓGU AÐ VELJA. Hinum megin við ganginn í Meyjaskemmunni lá ein yngis- mær og las í bók. Hún sagðist heita Ingibjörg Eggertsdóttir og vera úr Fljótshlíðinni — hafa komið beint úr Húsmæðraskól- anum á Laugarvatni. — Kemur matreiðslukunnátt an ekki að notum? — Nei, ég er ekkert við mat argerð — ekki enn sem komiö er að minnsta kosti. — Hvemig kanntu við þig héma? — Mér finnst agalega gaman. — Hvað er svona skemmti- legt? — AUt, vinnan, fólkið — allt saman. — Ætlarðu að vera hér í vet ur? — Það getur vel verið. Ég er ekki ráðin neinn ákveðinn tíma. — Hvemig evðirðu frítíman um? — Ég er alveg nýbyrjuð og hef verið á seinni vaktinni þann ig að ég hef bara sofið fram á hádegi flesta dagana. Seinna fer ég kannski að príla á fjöll. Það glampaði á einbaug á hendi Ingibjargar. — Ertu trúlofuð? — Nei, þetta er bara plat, sagði hún og brosti við. En hver veit hvað verða kann því að við Búrfell starfar lið vaskra sveina, ungra og ólof- aðra eins og Ingibjörg sagði sjálf: — Það er úr nógu að velja. :j, -t;i \f^. Hér verður innréttað fullkomnasta eldhús á Islandi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.