Vísir


Vísir - 05.07.1966, Qupperneq 5

Vísir - 05.07.1966, Qupperneq 5
5 V í SIR . Þriðjudagur 5. júlí 1966. Steinar undir Eyjafjöllum — Framh. af bls 9 nafni fjárloga, sem öðru hverju sást hjá Steinahelli. Hafði stærö ar bjarg hrapað ofan úr fjall- inu, en staðnæmzt fyrir framan hellismunnann. Seinna óx upp á honnm gróðurþúst grasi vax- in og var sagt aö í henni væri fjársjóöur fólginn. Þar sáu menn oft vafurloga brenna. / Ekki mátti róta viö þústunni. Þá átti einhver ógæfa að ske. I hverju sú ógæfa var fólgin vissi enginn. Þetta olli því að færri leituöu guilsins uppi á steininum en vildu. Þó er sagt, að tveir ungir menn frá Stein- um hafi langað í sjóðinn og freistingin oröiö það sterk aö þeSr ákváöu að hefjast handa. En rétt þegar þeir voru nýbyrj- aöir aö grafa í þústina sýndist þeim Steinabæir standa í björtu báli. Hættu þeir við gröftinn til að bjarga því sem bjargað yrði heima á bænum, en þegar þang að kom, stóðu bæimir með sömu ummerkjum og áður og enginn hafði orðið eids var. — Þótti þeim, sem þama væri á- minning til þeirra um að láta guílið í þúfunni í friði, og það geröu þeir. VIII. /'jtinnar Ólafsson í Vestmanna- eyjum segir frá höfðingja- djörfum bónda á Steinum und- ir Eyjafjöllum, sem Jón Valda- son hét. Átti Jón aö gæta reka á fjörum fyrir þeim hluta jarö- arinnar, sem hann bjó á. Ein- hverra hluta vegna féll grunur á Jón að hann skilaöi ekki rek- anum sem vera bæri. Fyrir þær sakir var Jón handtekinn og sett ur, ásamt öðrum manni, í hest- hús til geymslu. Um annaö fang- elsi var ekki að ræða. Þar urðu þeir að dúsa meöan á rannsókn í máli þeirra stóð. Þótti þeim fé- lögum hesthúsvistin ill, einkum vegna kulda og kærðu þeir yfir valdið, Pál Briem, síðar amt- mann, fyrir ómannúðlega með- ferð á sér. En málið ónýttist vegna ritvillu, sem þeim hafði orðið á I stefnunni, og þar sem þeir kölluðu yfirvaldið Breim í stað Briem, héldu sumir að þaö hefði verið af ásettu ráði gert. Seinna uröu sýslumannsskipti í Rangárvallasýslu, en áfram hélt Jón Valdason að vera undir smásjá hins nýja yfirvalds. Eitt sinn kom sýslumaður að Steinum og bað Jón bónda aö fylgja sér austur að Þorvalds- eyri, hvað Jón gerði. En þegar þangað kom lét sýslumaður handtaka Jón og byrgja hann inni. Nokkru seinna átti að setja rétt yfir honum, en þá var Jón allur á bak og burt, haföi tekizt aö flýja. Ekki þótti sýslumanni það hiýða að fangar sínir strykju og lét strax menn fara ríðandi eftir honum. Náðu þeir Jóni og báðu hann aö koma með góðu, en hann var hinn þverasti og haröneitaði. Urðu málalyktir þær, að eftirreiðar- menn lögðu hendur á Jón og hnýttu honum aftan í einn hest- inn. Þannig fóru þeir meö Steina bónda heim að Þorvaldseyri og settu undir lás og slá þar til sýslumanni þóknaðist að taka hann til yfirheyrslu. Þegar réttur hafði verið sett- ur og Jón verið leiddur fyrir sýslumann, birtust fjórir ungir og vasklegir menn í stofunni á Þorvaldseyri þar sem sýslumað- ur ætlaöi aö fara að yfirheyra fangann. Voru þar synir Jóns Valdasonar komnir, búnir til alls og heimtuðu föður sinn lausan. Og enda þótt sýslu- manni þætti súrt í brotið varð hann að láta undan ákveðnum vilja og kröfum bræðranna. Ekki er þess getið, að mál þetta hafi haft neiiiar eftirhreytur í för með sér. IX. seinni hluta aldarinnar sem leiö geröist einstæður at- buröur hjá Steinum, sem ekki átti sér neina hliðstæöu á því tímabili. Þar bundust Eyfellskir bændur samtökum að ganga í berhögg við stjómarvöldin og þverskallast við boöum þeirra og fyrirmælum. Þannig var málum háttað, að fjárkláði hafði herjað á bústofn bænda í vissum landshlutum og átti að gera tilraun til að lækna hann með fjárböðun. Meðal ann ars var Eyfellingum fyrirskipað að baða fé sitt, enda þótt fjár- kláðinn hefði ekki borizt þang- að. Fyrirmæli stjómarvaldanna voru lesin á manntalsþingi í Steinahelli um vorið, en bænd- ur tóku dauflega undir, og sýslu mann renndi þegar grun í að þeim yrði slælega framfylgt. Það fór og svo að enginn bænda baðaði fé sitt þetta vor. Gerðu stjómarvöldin ítrekaðar tilraunir til að fá bændur til að baða og hótuðu þeim með ströng um viðurlögum ef ekki yrði hlýtt. En ekkert dugði — Ey- fellingar sátu við sinn keip. Þar kom að sýslumaður taldi sig ekki geta við svo búið leng- ur, gerði boð eftir Trampe stiftamtmanni og bað hann að koma með sér austur að Steinahelli, þar sem þessum þrjózkufullu bændum skyldi sýnt í tvo heimana. Trampe grerfi fór austur og samtímis var bændum stefnt á þingstaðinn við Steinahelli á á- kveðnum degi og ákveðinni stund. Eyfellingar fjölmenntu á staðinn, en voru hins vegar á- kveðnir í að láta ekki hlut sinn, hvað sem á dyndi. Mættu þarna um 80 bændur. Þegar menn voru komnir var þingið sett. Trampe stiftamt- maður hóf máls og hvað þing- heimi kunnugt hverra érinda hann væri þangað kominn, það væri að endurtaka skipun sýslu manns til bænda um að baða sauðfé sitt allt án frekari tafa. Hafði Trampe og eins sýslumaður tekið sér stöðu á sléttum grasbala vestan við hell- isdymar, en skammt þar fyrir sunnan og neðan er mýrlendi, sem Dýjamýri nefnist og viö suðurenda hennar djúp tjöm, svokaflað Hellisvatn. Þegar stiftamtmaður hafði lokið máli sinu tók sýslumaður til máls og bað þá sem andvígir væru fyrirmælum stjómarinnar að gefa sig fram, því þeir myndu verða skrifaðir upp. Gerði hann sig jafnframt líklegan til að taka upp blað og blýant og skrifa upp Varmahlíð er næsti bær vestan við Steina. Þangað átti að liggja göng úr Steinahelli. Sýnilegt er, að fjallið fyrir ofan bæinn hefur rutt skriðum á láglendi. nöfn þeirra sem hæfu mótbárur. En áður en sýslumaður haföi áttað sig, höfðu bændur slegið um hann hálfhring með svipur og keyri á lofti og kölluðu { einum kór aö þeir myndu ekki baða hvað sem í húfi væri. Jafn- framt tóku bændur að berja niö- ur svipuólunum Og' við þaö hrökk sýslumaður undan, fyrst út af grasbalanum, síðan út í mýrina og loks var hann kom- inn út á tjarnarbakkann. Hann gerði hverja tilraunina á fætur annarri tij að brjóta sér leið út úr hringnum óg til stiftámt- mannsins, en þess var vendi- lega gætt að honum tækist það ekki og bændur höfðu jafnvel við orð að í staö þess aö baða féð skyldu þeir sjá um að sýslu- maður fengi bað í Hellisvatni. Trampe greifi horfði fyrst á þessar aðfarir með forundran, en síðan með ótta og skelfingu. Þegar hann sá að sýslumaður var kominn niður í miöja mýr- ina gerði hann bændum boö um að þeir þyrftu ekki að baða fyrr en um haustið. Því vildu þeir ekki sinna og kváöust ekki sleppa sýslumanni úr kvfnni fyrr en þeim yröi gefin alger undanþága frá böðun þar tíl kláða yrði vart í fé þeirra. Þá var sýslumaður kominn niður undir tjarnarbakkann og ekki annað fyrirsjáanlegt en að hann myndi lenda í vatninu þá og þegar. Taldi Trampe þá ekki lengur fært að þverskalíast viö kröfum bændanna og sagðí að þeir þyrftu ekki aö baða fyrr en kláðinn kæmi í hreppinn. En austur undir Eyjafjöll komst kláöinn að því sinni aldrei. Var sagt að þá hafi rriöur- lútir menn og sneypulegir riðið brott frá Steinahelli, þar sem stiftamtmaður og sýshimaður fóru, en beendur að sama skapi gunnreiftr og fóru mikinn. - X. ^ð lokum er hér gamall hós- gangur: „Rýkur nú á Steinastað hjá stórum bændum, veizla mun þar vera í vændum, vinnufólkið hrósar sæmdum“. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að steypa gangstéttir, reisa götuljósastólpa o. fl. við nokkrar götur í aust- urbænum. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Vonarstræti 8, gegn 3000 króna skilatrygg- ingu. Tinjoðin verða opnuð á sama stað mánudag- inn 11. júlí n.k. kl. 11.00. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. ÓDÝRT - ÓDÝRT Vinnuskyrtur kr. 125. — Vinnubuxur frá kr. 250. — Terelyne-buxur frá kr. 400. — Stretch buxur frá kr. 295. — Drengjaskyrtur frá kr. 87. Verzl. Njálsgötu 49 Akraborgin — Framh. af bls. 4 Siglingar skipsins hófust að nýju 11/2 að lokinni viðgerðinni af völdum árekstursins 24/12. 1965: Til Borgamess 44 ferð- ir (518), til Akranss (34.501). Viðkomur á Akranesi 88. Sigld vegtarlengd 19.426 sjómílur. 1/3—10/4 fer fram 8 ára flokkunarviðgerð. „Þessi greinargerð nær til 20. okt. 1965“, segir Þórður, „en þá hætti ég starfi sem skipstjóri hjá h.f. Skallagrími. Ekki hefi ég haldið saman hve margar ferðir ég hefi farið í Borgames sem skipstjóri, en skip sem ég hefi verið skipstjóri á hafa farið 3905 ferðir í Borgames og 6726 sinnum á Akranes. Ég hefi ekki hirt um að draga frá þær ferðir, sem farnar hafa farið, er ég hefi verið í frii. Og í þessum ferðum hafa farið með þessum skipum samtals 652.250 farþeg- ar, þar af með Akraborginni 400.250 og með Suðra, e/s Sig- rfði og m/s Laxfossi 252.000.“ Axel Thorsteinson. II. DEILD MELAVOLLUR í kvöld (þriðjudag) kl. 8.30 leika VÍKINGUR - HAUKAR Dómari: Eysteinn Guðmundsson. MÓTANEFND Auglýsing Opinber stofnun óskar að ráða stúlkur til af- leysinga í sumarleyfum. Um framtíðaratvinnu getur orðið að ræða. Umsóknir sendist blaðinu meikt „7890“. ML SS I

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.