Vísir


Vísir - 05.07.1966, Qupperneq 16

Vísir - 05.07.1966, Qupperneq 16
Þriðjudagur 5. júlí 1966. MesW kalskemmdir nyrðra í 17 ár Glímumennirnir v5ð brottförina í morgun: Valgeir Halldórsson, Pétur Sigurðsson, Guðmundur Freyr Halldórsson, Þorvaldur Þorsteinsson og Hörður Gunnarsson, sem er fararstjóri. GLÍMA I FÆREYJUM Fimm manna glimuflokkur frá Ármanni hélt í morgun ut- an með flugvél F.í. tll Færeyja til að sýna íslenzka glímu og forna leiki á svonefndri „Vest- anstefnu", hátíð, sem haldin verður í Sörvogi á eynni Vagar, dagana 9. og 10. júli Er slík há- tið haldin árlega á Vagar og skiptast bæimir þar á um að halda hátíðina, en þeir eru auk Sörvogar: Sandvogur, Miðvog- ur og Vestmanna. „Vestanstefnan“ er eins kon- ar þjóðhátíð í Vagar, er keppt þar í íþróttum og ýmislegt fleira er til skemmtunar. Er þetta í fyrsta skipti, sem íslendingar taka þátt í „Vestanstefnunni". Glímumennimir héldu sem ................ fyrr segir utan i morgun með flugvél F.í. og koma aftur flug- leiðis miövikudaginn 13. júlí. Glímumennirnir í flokknum eru: Hörður Gunnarsson, sem er fararstjóri og stjórnar glím- unni, Valgeir Halldórsson, Pét- ur Sigurðsson, Guðmundur Freyr Halldórsson og Þorvaldur Þorsteinsson. argir báíar á ufsaveiðum frá Norðurlandshöfnum Drcsgnófaveiðin hefur brugðizf Ufsaveiöi hefur oft verið tals- verð uppbót á sildarleysiö fyrlr kauptúnin noröanlands. Vertíö ufsa báta er rétt að byrja um þessar mundir og hefur aflazt mjög vel það seni af er. Ufsinn hefur vaöið á grunnslóðum við norðanvert Austurland. Allmargir bátar stunda ufsavelðar með nót eins og undan- farin sumur. Skakafli hefur einnig verið drjúgur þar eystra, en ekk- ert hefur fengizt af flski við Norð- urland hvorki i snurpunót, dragnót eða skak. 6 bátar eru á ufsaveiðum frá Húsavík og nokkrir á skaki og íiafa aflað vel. Nokkrir skakbátar rða einnig frá Húsavík og hafa '■lað mjög vel, upp i tonn á færi. 3 bátar eru komnir á ufsaveiðar rrfL Siglufirði, Hringur og Tjaldur, sem eru tiltolulega stærri bátar en yfirleitt eru notaðir við þessar veið ar, lítið hefur frétzt af afla þeirra, en þeir munu nú komnir á aust- urmiö. Frá Ölafsfirði eru einnig gerðir 'it bátar á ufsa og tveir frá Dal- ";k. — Ufsinn, sem veiðzt hefur, er vænn fiskur, eða upp undir 60 cm. Dragnótaveiði í Eyjafirði hefur alveg brugðizt, en nokkrir bátar voru byrjaðir veiðarnar frá Eyja- fjarðarhöfnum. Þeir hafa nú sett dragnætumar á land og tekið ufsa- nætur í staðinn eða farið á skak. Dragnótaveiðarnar gengu mjög vel í fyrra og var oft góð veiði f Eyja- firðinum. — reiknað með helmingsuppskeru á sumum bæjum í Þingeyjarsýslum Mikið kal í túnum er vanda- mál, sem bændur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum hafa átt viö að etja undanfarln ár. Hefur þó ástandlð ekki verið eins slæmt um fjölda ára og nú. Á sumum bæjum í Þingeyjarsýsl- um verður uppskera ekki nema hálf á við það sem hún er venju lega og vlða 20—30% túna í báöum sýslum skemmd af kali. Hafa kalskemmdir ekki verið eins miklar á þessu svæði í sautján ár en árið 1949 var slæmt í þessu tilliti. Haföi blaðið tal af Skafta Benediktssyni búnaðarráðunaut í Þingeyjarsýslu í morgun og sagði hann nokkuð frá kal- skemmdunum. Ástandið er slæmt í Bárðar- dal, Fnjóskadal, Ljósavatns- hreppi, Aðaldal og Reykjahverfi. í öllum þessum sveitum eru nokkrir bæir þar sem ekki er búizt við meiru en hálfri upp- skeru af slætti og á 50—100 jörð um má reikna með að 14—Vs vanti upp á venjulega uppskeru vegna kalsins. Kalskemmda hef- ur oröið vart hér undanfarin ár en versta útkoman, sem nokkru sinni hefur verið er á þeim bæj- um, sem ég nefndi áðan. Snjór var hér mikill og tún komu seint undan og ofan á það bættist frost í jörðu svo að það var ekki fyrr en seinnihhita júní mánaðar, sem hægt var að meta hversu alvarlegt ástandið var. Bændur gátu lítið gert til úrræöa á þessu vori vegna þess og einn- ig sökum þess að hafrafræ var ekki til í landinu á þessu vori en gripið hefur verið til þess að sá höfrum í kalblettina. Kalsins hefur gætt bæði á IáglenÆ og í halla. Á undanfömum árum hafa Framh. á bls. 6. Mót æskulýðsleið• toga á Akareyri Mót æskulýðsleiötoga var sett í Lystigarði Akureyrar s.l. sunnudag. Mættir vom um 40 þátttakendur frá vinabæjum Akureyrar á Norð- urlöndum fyrir utan fulltrúa frá Akureyri. Mótinu lýkur 9. júlí. — Fluttir verða margir fyrirlestrar um æskulýðs- og uppeldismál og skipzt verður á upplýsingum og ráðleggingum varðandi æskulýðs- starf. Þetta er fyrsta m<Jt sinnar teg- undar hér á landi, en áður hafa verið haldin 3 slík mót í vinabæj- um Akureyrar, sem em: Álasund, Lahti, Randers og Vesterás. Norræna ungtempiara- mótið sett í dag Síðdegis 1 dag verður Norræna ungtemplaramótið sett f Dómkirkj- unni kl. 5. Séra Árelíus Níelsson, sem er formaður mótsnefndar set ur mótið en svo tekur tfl máls for seti borgarstjómar frú Atiður Auð- uns. Erlingur Vigfússon syngur nokkur lög og formaður Norræna ungtemplarasambandsms Henry Sörman tekin- til máls. Lýkur fyrsta degi mótsins með skemmtun í Lídó þar sem kemur fram kór, þjóðlagasöngvarar syngja og lýkur þekri skemmtan með dansi en Stormar frá Sígíuftrðí leika fyrir honum. Á morgun verður þingið sett í Þjóðleikhúsinu. Á dagskrá þings- ins er m. a. erindi, sem Kristján Eldjám þjóðminjavörður flytur um ísland og þegar þátttakendur koma til Þingvalla í skemmtiferð á fimmtudag fræðir séra Eiríkur J. Eiríksson þjóðgarðsvörður um sögu Þingvalla. SÍLDARAFUNN ER 40% MEIRI EN VAR Á SAMA TlMA ÍFYRRA Reykjav'ik er fjórða hæsta Tóndunarh’ófnin á eftir Seyðisfirði, Neskaupstað og Raufarhöfn Það þykir mörgum undrun sæta, að síldaraflinn skuli vera rúmlega 40% meiri í ár en á sama tíma í fyrra og þó er sí- fellt verið að býsnast yfir afla- leysinu eystra. Heildarveiðin, talið til laugardags sl. var 123.641 tonn, en var á samt tíma í fyrra innan við 90 þús. tonn. Þess ber þó að gæta, að veið arnar byrjuðu heldur fyrr nú en í fyrra og þá kom auk þess til stöðvunar, 1. júlí, sem hafði sín áhrif fram eftir júlí. Aflahæsti báturinn er Barði NK. með 2.545 tonn og næstur Jón Kjartansson með 2511. Veið in hefur verið nokkuð stöðug og jöfn eða frá 1500 upp í 5000 tonn yfir sólarhringinn. Enginn veruleg hrota hefur komið enn þá. Síldin sem veiðzt hefur er ung síld 5-6 ára og of smá til söltunar, enda hefur sáralítið verið saltað það sem af er og ekki er vitað um söltun í þess- ari viku. Heildarmagn komið á land á miðnætti sl. laugardag var 123.641 lest og skiptist þannig: 1.296 upps. tn.) og í bræðslu í frystingu 16 lestir, í salt 175 123.450. Á sama tíma 1 fyrra var afl inn sem hér segir: 1 salt 25.433 upps. tn. (3.433 lestir), í frystingu 1.271 uppm. tn. (137 lestir) og i bræðslu 617.642 mál (83.378 lestir). Aflinn skiptist þannig á lönd unarstaði: Reykjavík 12.253 lestir, Bol- ungavík 1.703, Siglufjörður 586, Ólafsfjörður 1.641, Hjalteyri 411, Krossanes 4.060, Húsavík 1.328, Raufarhöfn 13.803, Vopnafjörður 8.197, Borgarfjörð ur evstri 591, Seyðisfjörður 30,332, Neskaupstaður 22.140, Eskifjörður 11.203, Reyðarfjörð ur 6.680, Fáskrúðsfjörður 6.220, Breiðdalsvík 798 og Djúpivogur 1.695 lestir.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.