Vísir - 24.08.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 24.08.1966, Blaðsíða 3
VI S I R . Miðvikuda<nir ?A. ánúst 1966. sarhi háttur á um heimflutning- inn og flutninginn út í eyjuna. Fyrstu bátamir lentu í Vatna- görðum, en síöasta ferðin endaöi við hafnarbakkann í Reykjavík urhöfn, en þá var klukkan farin aö ganga tíu um kvöldið. Voru allir ánægðir með ferðina og skilningur ríkjandi vegna smá erfiðleika á flutningum milli lands og eyjarinnar, sem skap aðist einungis vegna þess, að þátttaka var mun meiri, en menn höfðu gert ráð fyrir og all ir flutningar því umfangsmeiri. Eins og fyrr segir tóku um 170 manns þátt í ferðinni og var margt þess miðaldra fólk en einnig var mikið um ungt fólk f ferðinni. Ferðaklúbbur Heimdallar hef ur í hyggju 2 feröir í haust, fyrri ferðin verður eins dags göngu- ferð á Esju og sú síðari tveggja daga ferð á Amarvatnsheiði, þar sem mönnum mun ef til vill gef ast kostur á því að renna fyrir fiski. Formaður ferðaklúbbs Heimdallar er Ámi Ól. Láms- son, menntaskólanemi. SI. sunnudag efndi Heimdall- ur, Félag ungra Sjálfstæðis- manna í Reykjavík til hópferðar út í Viðey. Pátttaka í ferðinni var mjcg mikil og er gizkað á, að allt að 170 manns hafi farið^ í ferðina. í upphafi var áætlað að leggja af staö frá Slysavarna félagshúsinu í Reykjavík kl. 2 e. h. og það gerði fyrsti báturinn en sfðan sáu menn að vegna hinnar miklu þátttöku f ferðinni hefði það tekið of langan tíma að fara allar feröimar þaöan og var þá tekið það ráð að flytja fólk landleiðis inn f Vatnagarða og þaðan var fólkiö flutt út í Viðey. Vora allir þátttakendurn ir í ferðinni komnir út í eyjuna kl. rúmlega fjögur. Er þangað kom var haldið upp í eyjuna að húsunum, sem þar standa. Þar flntti leiðsögumaðurinn, sem var í ferðinni, Árni Óla, ritstjóri erindi, lýsti staðháttum og sagði sögu Viðeyjar, bæði frá blóma- skeiði eyjarinnar og hnignunar- tíma hennar. Var erindi hans allt hið fróðasta og vel tekið af ferðalöngum Síðan skoðuðu menn sig um í eyjunni og aö því loknu var tekið að tygja sig til heimferðar og var hafður Björgunarbáturinn Gísli Johnsen hafði verið fenginn til að ferja feröalanga út í eyjuna, og er mynd'in tekin, er hann var að leggja að landi í Viðey úr einni af ferðum sínum. Lagt af stað úr Vatnagörðum. HÓPFERÐ I VIÐEY

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.