Vísir - 24.08.1966, Blaðsíða 4

Vísir - 24.08.1966, Blaðsíða 4
4 ví c 24. ágúst 196». Toppur og „tröppuklipping" Þeim fer fjölgandi dömunum, sem eiga hárkollutoppa, yfir- leitt búðarkeypta. Sumar eiga þó toppa gerða úr þeirra eigin hári. Toppamir eru mjög hent- ugir eins og Kvennasíðan hef- ur nú reyndar drepiö á fyrr og hér sjáum við eitt dæmi um hvernig nota má hárkollutopp- inn. i Stúlkan á myndunum er með stuttklippt hár, í vinstri vangan um er það „tröppuklippt“ en í hægri vanganum er síddin sú sama og í hnakkanum og allt fram að „tröppunni" við vinstra eyrað. , Hárið er vafið upp á rúllur eins og sést á teikningunni og síðan er þaö greitt skáhallt nið- ur yfir ennið og segja hár- greiðslumeistarar að slík hár- greiðsla fari einkum vel þeim, sem eru með beint (stórt) nef. Með einu handtaki má breyta um svip hárgreiöslunnar, hártoppurinn er festur á hvirf- ilinn, vafinn upp og stúlkan er óneitanlega sparilegri svona. 8 Á mjólkur- hyrn- urnar Margar reykviskar húsmæöur eru ekki fyllilega sáttar við um búðir þær sem mjólkin er seld í nú — hyrnurnar. Eitt af því sem að þeim er fundið er hve erfitt er að hella úr þeim — þótt klippt sé af einu hominu eins og leiðbeiningar á hyrnun- um segja að gera skuli fer oft svo að mjólkin hellist útfyrir það ílát sem hún á að fara f. Kvennasíðan sá í þýzku blaði mynd af litlum stút, sem notað- ur er í mjólkurhymur þar I landi. Er hann sagður einkar hagkvæmur og mjög fljótlegt að festa hann á hyrnumar. Loka má stútnum með litlu loki þegar geyma á mjólkina. Þetta er mjög ódýrt áhald og væri því vel þegið ef einhver inn- flytjandi eða plastframleiðandi tæki sig fram um að útvega eða framleiða slíka stúta og koma þeim á markaöinn. Vetrarbúningur ungu stúlkunnar: BUXNADRAGT ÚR GRÁU FLANNELI Súkkulaðikaka Hér er uppskrift að súkku- laðiköku, sem tilvalið er að leyfa bömunum að gera þegar rigning er úti og þau hafa ekk- ert við að vera. Kakan er ekki bökuð, aðeins sett í form og látin storkna. Það sem þarf til er: 250 grömm af kexi, ferkönt- uðum, sætum hveitikexkötum, 2 egg, 2 matskeiðar strásykur, 250 gr. jurtafeiti, 250 gr. suðu- súkkulaði, 2 matskeiðar rjómi. Eggin eru þeytt með sykrin- um. Jurtafeitin brædd og hrærð | hægt saman við eggin. Súkku- j laðið brætt í rjómanum og j eggjadeiginu blandaö í og hrært í um leið stöðugt í 10 mínútur. | Úr „deiginu" og kexinu er síðan búin til lagkaka, eitt lag súkkulaðideig, eitt lag kex o. s. frv. og er bezt að nota jóla- kökuform. Látið „kökuna" standa á köldum stað og storkna. Skerið með beittum hníf í sneiöar. Vetrarfatnaðurinn er nú að koma á markaðinn í stórborg- um nágrannalandanna og auð- vitað er hann samkvæmt nýj- ustu tízku, sem að nokkru er byggð á því sem fram kom á tízkusýningunum í París í fyrra mánuði. Franskt kvennablaö fór fyrir skömmu á stúfana til aö velja vetrarföt á ungar stúlkur og einkenndist valið af hlýjum og hentugum fötum. Meðal þess sem blaðið vildi láta ungu stúlk una klæðast í vetur var eins konar buxnadragt, en buxna- dragtir hafa átt miklum vin- sældum að fagna í Evrópu þar á meöal á íslandi undanfarið. Þessi buxnadragt var úr hinu sígildu gráa flaueli, buxna- skálmamar beinar með upp- brotum og jakkinn meö renni- lás og geysistórum stungnum vösum. Minnir þetta óneitan- lega dálítið á sjóliðabúning, nema hvaö liturinn er grár en ekki blár. Kraginn er stór og góður en upp undan honum kemur hlý loöhúfa og sér rétt í andlitiö. Klæðnaður sem þessi ætti að henta vel hér á okkar kalda landi. Þótt Evrópúkonur séu hrifnar af buxnadrögtum, þá er ekki þar meö sagt að allir séu það. Eileen Ford, tízkuskólastjóri í New York (hún er oft kölluð sýningastúlkumamman) lýsti því yfir er hún var á ferð í Evrópu fyrir skömmu að buxna dragtin muni ekki „slá £ gegn“ vestanhafs. Maður fær hvergi , aðgang ef maður er í buxna- dragt (hér á hún við spari- buxnadragtir) hversu falleg sem hún er. Við erum svo ströng í sambandi við siðferði. Við sama tækifæri sagði Eileen Ford um stuttu kjólana: Það er að byrja að bera á þeim í USA, en þeir koma aldrei til með að ná til allra. Þeir valda umferðarslysum í New York.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.