Vísir - 24.08.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 24.08.1966, Blaðsíða 2
7 VÍSIR. Miövikudagur 24. ágúst 1966. Glæsilegt íslandsmet Pessir ungu hlauparar settu á sunnudaginn nýtt íslenzkt met . 4x800 metra hlaupi, en sú grein fór fram jafnhliöa tugþrautar- landskeppninni. Það var sveit KR, sem bætti stórlega 10 áre gamalt met þeirra gömlu kappanna Harðar Haraldssonar, Heimií Stígssonar, Guðmundar Lárussonar og Þóris Þorsteinssonar úr Ármanni. Metið var 8 mín., 2.8 sek, en KR-sveitin, Þorsteinn Þor steinsson (1:55,7), Agnar Leví (1:59,1), Þórarinn Ragnarsson (2:02,1), og Halldór Guðbjörnsson (1:56,9) fékk samanlagðan tíma 7:53.8, sem er gott og eflaust geta piltarnir bætt afrek sitt til muna, enda var Þórarinn langt frá sínu bezta, eftir æfingaleysi undanfarið, en hann var nýkominn úr hinni umtöluðu ferð umhverfis landið með hraðbátnum Susie Wong. Aðrar aukagreinar á mótinu voru fimmtarþraut kvenna og vann þingeyska stúlkan Sigrún Sæmundsdóttir meö 3263 stigum, en næst var Lilja Sigurðardóttir, einnig úr HSÞ með 3196 stig. Agn- ar Leví vann 10 km. hlaup á 33.38.9 og Kanadamaöurinn Hylke van der Wal vann 1500 m. hlaup á 3.55.8. BIKARKEPPNIN <|> MELAVÖLLUR í kvöld, miövikudag, 24. ágúst.kl. 1) leika: Fram — Valur b. Dómari Grétar Norðfjörð ★ Tekst b-liði Vals að sigra Fram í kvöld? Mótanefndin. GAMLA „SAXAÐFERÐIN" DUGÐI JÓNI TIL SIGURS Kanadískt mel í gærkvöldi fór fram „alþjóðlegt mót“ í frjálsum íþróttum á Laugardalsvell inum í slagveðursrigningu og kulda. Voru þessi skil- yrði mikil viðbrigði, því undanfarið hefur samið vel með frjálsíþróttamönnum og veðurguðunum. Engu að síður náðu nokkrir þátttakenda góð- um árangri. Hápunktur mótsins átti að vera hástökkið og varð það raunar. Hinn ungi hástökkvari A.-Þjóð- verja Joachim Kirst náði aðeins að í slagviðrinu stökkva 1.90 metra og hefði ein- hver spáð honum sigri með þeirri hæð, hefði hann vitað að Jón Þ. Ólafsson ætlaði að nota gamla „sax-stílinn“, sem hann gerði með stórkostl. góðum árangri og stökk 2 m. slétta en allir hástökkv- arar nota grúfustílinn eins og kunnugt er. Jón sagði ástæðuna fyrir þessu þá að smátognun í nára leyfði honum ekki að nota aðra aðferð. Hafa sennilega fáir eða engir hástökkvarar í heiminum notað þessa sérkennilegu og skemmtilegu aðferð með þessum árangri í ár a.m.k. Af öörum afrekum má nefna góðan árangur í kastgreinunum. Guðmundur Hermannsson lét ekki vindinn beint í fangið á sig fá og varpaði kúlunni 16.22 metra og vann þá grein örugglega, en vind- urinn hjálpaði kringlukösturunum og vann Þorsteinn Alfreðsson úr Kópavogi öruggan sigur með 49,18, en Þorsteinn Löve kastaði 47.02. í 1500 metra hindrunarhlaupi vann rnnadamaðurihn van der Wal og setti nýtt Kanadamet á 4.17.4. Fyrirfram var hann ör- uggur með metið, því þessi vega- lengd hefur ekki verið hlaupin fyrr af Kanadamanni, og hafði Wal tilbúna skýrslu til að senda sínu sérsambandi tii að fá metið viðurkennt. Halldór Guðbjömsson varð annar í þessu hlaupi á 4.29.8. Þrátt fyrir veðrið náði Þorsteinn Þorsteinsson ágætu afreki í 400 metrum og hljóp á 51.6! í lang- stökki var keppnin mjög jöfn. Ólafur Guðmundsson stökk lengst 6,72 metra, Kjartan Guðjónsson 6,66 og Dónald Jóhannesson 6.64. í 100 metra hlaupi kvenna vann Halldóra Helgadóttir á 14.1, en þýzk stúlka, Barbara Hemmels- kamp hljóp á 14,9 sek. KEPPNI í KERL- HÖRÐ INGARFJÖLLUM Móti þessu var frestað vegna veðurs í júlí sl. en á laugardag, 20. ágúst, voru keppendur komnir til leiks í KerlingarfjöIIum og mótið fór fram stuttu eftir hádegið í hæðunum við Fannborg. Veður var gott, sólskin og logn og færið nokkuð hart, grófur sumarsnjór. Mótsstjóri var Valdimar Ömólfs- son, ræsir Einar Eyfells, tíma- vörður Eiríkur Haraldsson, mark- stjóri Sigurður Guðmundsson, yf- irportvörður Gunnar Eyfells. Keppendur voru um 30, frá ísa- firði, Ármanni, KR og ÍR. Úrslit urðu sem hér segir: KVENNAFLOKKUR: 32 hlið, 200 m hæðarmismunur. 1. Jóna Jónsdóttir, ísafirði 98.0 2. Marta B. Guðmundsd. KR 98.2 3. Hrafnh. Helgad., Ármanni 98.5 DRENGJAFLOKKUR: 32 hliö, 200 m hæðarmismunur. 1. Eyþór Haraldsson, ÍR 87.8 2. Tómas Jónsson, Ármanni 88.2 3. Haraldur Haraldsson, ÍR 94.0 TELPNAFLOKKUR: 25 hlið, hæðarmismunur 170 m. 1. Margrét Eyfells, ÍR 78.6 2 Jóna Bjarnad., Ármanni 83.5 3. Edda Erlendsdóttir 94.5 IÍARLAFLOKKUR: 45 hlið, hæðarmismunur 280 m. 1.-2. Haraldur Pálsson, ÍR 135.5 1.-2. Leifur Gíslason, KR 135.5 3. Sigurður Einarsson, ÍR 139.2 Sú nýjung var við mót þetta, að í staðinn fyrir eina ferð í stór- svigi voru famar tvær ferðir. Valdi mar Ömólfsson tilkynnti að þetta væri í fyrsta skipti sem þetta fyr- irkomulag væri notað í stórsvigi á íslandi. Að móti loknu fór fram verðlaunaafhending i Fannborgar- skálanum og þakkaði mótsstjórinn keppendum fyrir komuna í Kerl- ingarfjöll í annað sinn í sumar. Hann gat þess sérstaklega, að all- ir 5 keppendur í telpnaflokki, Margrét Eyfells, Jóna Bjarnadóttir, Edda Erlendsdóttir, Edda Sverris- dóttir og Guðbjörg Sigurðardóttir höfðu haft mjög skemmtilega frammistöðu á móti þessu, og eru um þessar mundir námsmeyjar í Skíðaskálanum i Kerlingarfjöll- um. Ennfremur gat mótsstjóri um þá skemmtilegu tilviljun, að sig- urvegarinn í drengjaflokki, Eyþór Haraldsson, ÍR, mun nú færast upp í C-flokk, þar sem Eyþór er að verða 16 ára. Eyþór hefur á sínu keppnistímabili í drengjaflokki unnið margan sigurinn og það fylgja honum innilegar óskir um góða framtíð. Ennfremur gat móts- stjórinn um skemmtilega keppni í kvennaflokki þar sem 3 af kepp- endunurt, Jóna, Marta og Hrafn- hildur eru svo jafnar að um tíma var erfitt að sjá hver mundi verða sigurvegarinn. í karlaflokki voru snör átök samanber úrslitin þar sem Haraldur Pálsson og Leifur Gíslason komu inn á nákvæmlega sama tíma. Eftir verðlaunaafhendinguna var haldin kvöldvaka. Fannborgar- menn léku fyrir dansi og ekki vantaði áhugann, þar sem auk keppendanna úr Revkjavík var námsflokkur skólans 40 ungling- ar, drengir og stúlkur úr Reykja- vik. Skólinn hefur undanfarið verið svo þéttskipaður, að öll svefnpláss á gólfinu hafa líka verið í notkun. Sunnudagsmorgun 21. ágúst fóru reykvískir skíðakeppendur á- samt námsflokki skólans til æf- inga og var þá haldin tímataka hjá Reykvíkingunum áður en lagt vai af stað til baka til Reykjavíkur urr fimmleytið. Skiðakeþpendur þakka Fann borgarmönnum fyrir skemmtilegas samverustundir og vonast til aí örinur eins keppni geti farið fran á sumri komandi. JASON IEÐURJAKKAR RÚSKINNSJAKKAR fyrir herra fyrir drengi SENDUM I PÓSTKRÖFU VIÐCERDIR LEÐURVERKSTÆÐI ÚLFARS ATLAS0NAR Bröttugötu 3 B Sími 24678. FEUGSIÍF VÍKINGAR! Sýnum í kvöld kvikmynd frí úrslitaleik heimsmeistarakeppn innar í knattspyrnu mill Englands og Vestur-Þýzkaland: í Lindarbæ kl. 8.15. — Allii Víkingar velkomnir. Stjómin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.