Vísir - 24.08.1966, Blaðsíða 16

Vísir - 24.08.1966, Blaðsíða 16
I d í® •- » •v': Þóröur á Sæbóli með helgar^aflann* 600 kíló af kræklberjum, ,Gorch Fock ' í heim- sókn til Reykjavíkur Á morgun er væntanlegt hingað til Reykjavíkur í heim- sókn þýzka skólaskipið i.Gorch Fock“ Með skipinu eru 170 sjóliðaefni úr þýzka sjóhernum. Þetta þýzka skip hefur komið hingað tii Reykjavíkur áður, og hefur einnig komið í heimsókn til Akurevrar og Hafnarfjarðar. Einnig er áformað, að skipið sigli til ísafjarðar, og heimsæki kaupstaðinn í tilefni af 100 ára afmæii hans. Skipið mun fara frá Islandi aftur sunnudaginn 28. ágúst. „Gorch Fock“ er seglskip, hvítt að lit, og búið fullkomnum útbúnaði. Skipstjóri er Peter Lohmeyer, sjóliðsforingi. Skipið er byggt i skipasmíðastöð Blohm & Voss í Hambor^ árið 1958. Það er 1870 brúttólestir að stærfi, 12 m breitt og tæpir 90 metrar á lengd. Skipið getur siglt með allt að 16 hnúta hraða á klukkustund. Miðvikudagur 24. ágúst 1966. RufveHumenn á oðnlfundi 24. aðalfundur Sambands ís- lenzkra rafveitna var haldinn á Isa firði dagana 19. og 20. ágúst s.i. Auk venjulegra aðalfundarstarfa voru flutt erindi um rafvæðingar- mál á fundinum. Jakob Gíslason, raforkumálastjóri, flutti erindi um rafveitumál Vestfjarða, Jóhann Indriðason, verkfræðingur, flutti erindi um frumáætlun um rafveitu í Barðastrandarhrepp og Rauða- sandshrepp og Haukur Pálmason, verkfræðingur, flutti erindi um samrekstur dieselstöðva og vatns- aflsstöðva á Vestfjörðum. Þá voru umræður á fundinum um enduF- skoðun raforkulaga. í stjórn sambandsins eru nú Jakob Guðjohnsen, rafmagnsstjóri, formaður, Reykjavík, Baldur Stein- grímsson, deildarverkfræðingur, Reykjavík, Garðar Sigurjónsson rafveitustjöri, Vestmannaeyjum Gísli Jónsson, rafveitustjóri, Hafn arfirði og Guðjón Guðmundsson, rekstrarstjóri, Revkjavik. UNDA TALI / VESTMANNAEYJUM ' Umfangsmikið bjórgunarstarf Eyjabúa. — „Visindaleg hervæðing" hafin / Vestmannaeyjum Hvert haust þegar næturnai gerast dimmar, fljúga lunda- pysjurnar eða lundakofurnar ains og þær hétu hér áður fyrr ungar lundans) í þúsundatali á ljósin í Vestmannaeyjum of- an úr Heimakletti og hlíöunum umhverfis bæinn. Ber sérstaklega á þessu þegar nikið er um að vera umhveríis höfnina og mikið er þar um Ijós. Lundapysjurnar farast í þús-' undatali á þessum tíma í Eyj- um, þó að Eyjaskeggjar ger það, sem í þeirra valdi stendur til að bjarga þeim. Þær lunda pysjur, sem lenda í höfninni eru næstum dauðadæmdar nema þær fari af tilviliun út úr höfninni eöa upp á bryggjur Grúturinn, sem í höfninni er irepur þær fljótlega. Fréttamaður Vísis, sem var 'vjum í gær, sá hvað Eyja skeggjar leggja mikla rækt vir að bjarga fuglinum. Menn, serr Framh á bls 6 Sýna flugvélar á Keflavíkurflugvelli Nk. sunnudag mun varnarlið Atlantshafsbandalagslns á íslandi Fyrirlestur í Hóskólanum í dag kl. 17.30 heldur tékk- lav Heger fvrirlestur í Háskóla ís- law Heger fyrirlestur í Háskóla Is lands, Dr. Heger hefur þýtt fjöld- ann allan af Islendingasögunum á tékknesku, og mun fyrirlestur hans fjalla um þessar þýðingar hans. Dr. Heger er fæddur í borg inni Nyklovice 1902. Hann lagði stund á germönsk og slavnesk mál- vísindi við háskólana í Prag, Brno, Berlín og Kaupmannahöfn. Það var Framh. á bls. 6. halda sýningu á Keflavíkurflugvelli fyrir almenning. Sýningin hefst kl. 1. e.h. og eru allir íslendlngar vel- j komnir á sýninguna. Á sýningunni verða sýndar ýms- ar gerðir flugvéla, auk margs ann- ars útbúnaðar og tækja. Þá verður og sýningargestum heimilt að skoða skólahús, íþróttahús, slökkvi stöð vallarins, veðurstofuna og fleiri staði, en i slökkvistöðinni og á veðurstofunni vinna íslendingar og amerískir starfsmenn. Þá er og ráögerð mikil flugsýning og einn- ig fallhlífarstökk, verði veðurskil- yrði hagstæð. Þá munu og björg- unarsveitir vallarins sýna björgun- arstörf með þyrlu. Við vallarhliöið i verður afhentur leiðbeiningabækl-1 Tíndi 600 kíló á tveimur dögum Þegar Þórður á Sæbóli kom úr berjaferð nú eftir helgina var hann með hvorki meira né minna en 600 kg. af krækiberj um, rúmt hálft tonn og hafði tínt það við annan mann vest ur í Þorskafirði á laugardag og sunnudag. Eins og fram kom f frétt í blaðinu nýlega'eru berin mánuöi á eftir því sem venju- legt er og að sögn Þórðar, sem víða hefur farið og kannað berin eru þau hvergi fullþroskuð nema á Vestfjörðum. HÆLI FYRIR VANGEFNA RÍS Á AKUREYRI Rúmar 32 vistmenn og 10 á dagheimili Vistheimili fyrir vangefið fólk . rúma 32 vistmenn, þegar það er ingur og veröa þar sýndir m.a. þeir staðir, sem opnir eru sýningargest- um. verður komið upp á Akureyri á næstunni. Verður það fimmta hæl ið hér á Iandi fyrir vangefna. Verð ur hælið byggt í Kotárborgum við fullgert auk þess, sem þar verður aðstaða til dagheimillsreksturs fyrir 10 manns. Ætlaö er að undirbúningur að Glerá í útjaðri Akureyrar og mun ;grunninum geti hafizt í haust en j byggingarframkvæmdir af fullum krafti næsta ár. Áætlaður kostnað- ur við bygginguna alla er talinn munu nema 15-20 millj. ikr. Veröa byggð tvö hús á hinu 4 hektara landi, sem Akureyrarbær hefur gef iö undir byggingarnar, annað 4 þús. rúmmetrar að stærö og er það hæl ið sjálft., en hitt verður 1000 rúm metrar og er ætlað fyrir starfs- fólk, en gert er ráð fyrir 15-16 manna starfsliöi. Þurfa hæli sem þessi á miklu starfsliði að halda. Er nú unnið áð teikningum að hæl- inu í Teiknistofu Vilhjálms Hjálm- arssonar arkitekts. Hin hælin fyrir vangefna eru að Sólheimum, Tjaldanesi, Skálatúni og í Kópavogi. Dvelja á hinu síðast talda 150 manns, en hælið getur tek ið fullbyggt 400 manns til dvalar. Er þá miöað við að búið sé að byggja þær þrjár deildir, sem gert er ráð fyrir í teikningu hælisins. Alls dveljast nú 275 vangefnir menn og konur á hælum hérlendis og eru þau öll á Suövesturlandi. Leysir nýja hælið á Akureyri úr brýnni þö.rf, en miklu fleiri þurfa á hælisvist að halda en komast fyr- Frh á bls. 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.