Vísir - 24.08.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 24.08.1966, Blaðsíða 11
SÍÐAN DEBBIE leikur ,syngjandi nunnuna4 Þaö kemur fyrir aö nunnur taka þátt í iþróttum, og eru það þá undantekningarlítið nunnur, sem stunda kennslu. I vetur birti 11-síðan mynd af sænskri nunnu, sem var á skautum i frímínútunum með nemendum Bourgiba bann ar bítlahár og stuttpils Habib Bourgiba Túnisforseti hefur lýst því yfir að bítlahár og stuttpils megi ekki sjást á götum borga landsins. Hefur þetta vakið mikla athygli og gremju margra og fólk spyr hvort þetta muni verða þjóðinni til góðs eða ills. Forsetinn kunngerði þetta bann í útvarpinu og sagði hann aö bítlahár og stuttpils beri vott um hnignun og slíkur klæðnaður sé hættulegur dyggð Túniskvenna. Jafnframt bann- aði forsetinn alla „ruggdansa“ eins og hann kallaði þá. Áhrifa útvarpstilkynningar- innar er þegar farið að gæta. Unglingar sem gengu með sftt hár hafa látið klippa talsvert neðan af því og stuttu kjólamir sem áður voru hátizka hjá dætr um „betri borgara“ sjást varla lengur. Margar verzlanir og næturklúbbar hafa neitað að af greiða „stuttpilsur" og lacng- hærðir eru litnir homauga. Banni forsetans er fj'lgt strangt eftir og lögreglunni ber að sekta hvem þann og hverja þá sem brýtur gegn boðum for setans og em sektimar frá 150 krónum fyrir að láta sjá sig í stuttu pilsi. Líf í leik Það lítur út fyrir að land okk ar sé að verða eins konar gós- enland fyrir þá erlenda, sem við kvikmyndagerð fást, bæði sjón- varpsmyndir og lengri — allt upp í tveggjakvölda, að því er sagt er. Virðist það ýmist, að þessir kvikmyndarar komi sjálf ir með efnið eöa við leggjum þeim þaö til, en aftur á móti leggjum við þeim til leikara að vemlegu leyti, handlangara alls konar, svo og hross og aðrar skepnur eftir því sem með þarf. Er ekki annað að sjá, en aö þama sé í uppsiglingu nýr at- vinnuvegur — og allgróðaváen- legur, því að hinir erlendu virð ast hafa morð fjár úr að spila og strá í kringum sig milljónum reiknað í erlendum gjaldeyri, meira að segja. Ef framhaldið reynist eftir byrjuninni er ekk ert líklegra, en að þess verði skammt að bíða, að sá hluti þjóðarinnar, sem ekki lifir á því að tapa á síldveiði og annarri út gerð, geti farið að lifa á því að græða á alls konar leik... með öðram oröum, að lífið geti oröiö miklum hluta þjóarinnar leikur einn. Þeir munu að vísu fyrir- finnast, sem álíta að sýndar- mennskan hafi verið aðalat- vinnuvegur þjóðarinnar um ára tuga bil og finna því áliti sínu nokkur rök, og verði því ekki um sérlega breytingu að ræða. Þeir hafa þó ekki rétt fvrir sér nema aö nokkru leyti, því að hingað til hefur sýndarmennska okkar verið óvirkjuð, svipað og vatnsföllin, en með þessu móti sínum og virtist klæðnaðurinn mestu leyti er byggð á sönnum þar lék hún undir á gítar. Nú ekki vera henni „fjötur um fót.“ atburðum. Leikur Debbie Reyn er sem sé verið að gena kvik- Meðfylgjandi myndir eru þó olds þar systur Luc-Gabri- mynd um Luc-Gabrielle og bæt ekki af alvörununnu heldur era elle sem fræg varð árið 1963 ist þá ein nunnumyndin enn í þær úr kvikmynd, sem að fyrir sönginn „Dominique", en hóp þeirra sem fyrir eru. verður hún virkjuð til fram leiðslu. Er og annað líkt þiar og með vatnsaflið — hvort tveggja sýnist nokkurn veginn ótak- markað hér hjá okkur, og af meira en nógu að taka. Hitt er svo annag mál, hvort leyfa eigi erlendum aðilum að byggja stórframleiðslu á annarri þess ari orkulind fremur en hrnni, og er það satt bezt að segja lítil samkvæmni, að andstæðing ar álframleiðslunnar skuli láta því ómótmælt, er erlendir aðilar taka að virkja sýndannennsku þjóðarinnar í stórum stíl, og það því fremur, sem Sú orku- lind mun að líkinduna stórum meiri en öll vatnsorka í landinu samanlagt... Hitt er svo ann aö mál, að sumir kurma að á- líta að andstaðan gegu álinu, hafi verið og sé fyrst O'g fremst sýndarmennska, og se svo, þá er skiljanlegt að það verði dá- lítið snúið að fara að heita sýnd armennsku gegn sýndar- mennsku, með því að látast vera því mótfallina að hún verði virkjuð af erleadum aöil- um... Það má líka gera ráö fyrir því, að það yrði óvinsælt ef einhverjir gerðu sig bera að því að vilja koma i veg fyrir að langþráður draumiur þjóöar- innar undanfama áratugi megi rætast, þegar tæklfeeriö býðst ... að lifa £ leik o g af leik, frjálst og áhyggjulaust... í sýndarmennsku og af sýndar- mennsku, og hagnýita sér þann ig þá hæfileika, sem þjóðinni eru gefnir í ríkustnm mæli. Kári skrifar: S Nýr Gullfoss Það er kunnara en frá þurfi að segja, að stjóm Eimskipafélags íslands hefur til athugunar að láta smíða skip í stað þess góöa skips Gullfoss. Hann hefur full- nægt mikilli þörf, verið stolt þjóðarinnar, og alla tíð verið vinsælt skip og á það sinn mikla þátt í vinsældunum hve stjórn skipsins hefur ávallt verið í góðra manna höndum. En Gull foss er orðinn gamalt skip og nútíminn gerir sínar kröfur — og framtíðin. Og við vonum vafalaust öll, að innan langs tíma fari eitthvað frekara að gerast í þessu máli, þjóðarinnar vegna og félagsins, svo að það standi sem bezt að vígi í þeirri samkeppni, sem kann aö vera framundan, en gera verður ráð fyrir, að til hennar komi. Á skemmri tíma til Leith Á þetta var minnzt í bréfi fyrir nokkru til blaöamanns þess, sem sér um þennan dálk þessa daga, en bréfið var frá ís- lenzkum viðskiptafulltrúa er- lendis sem mikið ferðast, en hann vék í bréfinu á nauðsyn þess, að verzlunarmenn, sem mikið ferðast og mörgum kem ur bezt að feröast sjóleiðisf, eigi völ hraðari sjóferða, en hann skrifar um þetta á þessa leið: „Ég var að segja við Kristján skipstjóra (á Gullfossi), að næsta skip hans þyrfti aö geta ' komizt frá Reykjavík til Leith á 48 klst. í stað 60 nú. Þá væri i hægt að fara frá Reykjavlk Sy föstudagskvöldi, koma til Leit v. á sunnudagskvöldi, og ver^*"i í London á mánudagsmorgni tímanlega. Þá væri kominn , grundvöllur fyrir verzlunar- menn, sem mikið ferðast og i jafnan eru að flýta sér, að fara ; með skipi og lest frá Islandi án þess að tapa við það nokkr- ' um vinnudegi. Hvað siglinga- ; hraða skipsins snertir er þetta J engin goögá. Hin nýrri farþega j skip Skandinava hafa einmitt þann hraða sem til þess þyrfti | til að sigla frá Reykjavfk til Leith á tveimur sólarhringum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.