Vísir - 24.08.1966, Blaðsíða 15
V1 SIR . Mlövikudagur 24. ágúst 1966.
15
CATHERINE FROY: HÚS
?
I®-?! GÁTUNNAR
— Góöan daginn, Leonie. Þú ert
föl, barnið gott.
— Ég svaf svo illa í nótt.
— í>á skaltu fá eina af pillunum
mínum í kvöld. Þær eru alveg
hættulausar. Þú ert nú reyndar svo
góð leikkona að þú getur leikið vel
hvort þú ert þreytt eða ekki, en þú
verður helzt að sofa vel nóttina
fyrir frumsýninguna.
— Já, ég veit það amma, og þess
vegna datt mér í hug...
— Datt þér hvað í hug? Venetia
brosti.
— Aö mér væri bezt að vera f
fbúöinni minni í London nokkrar
nætur, sagði Leonie. — Aðeins
þangað til í vikulokin.
— Ef þú getur ekki sofið héma
verður þér varla hægar um svefn
í London.
— Jú, það er svo rólegt og hljótt
heima í íbúðinni.
— Hvað tmflar þig eiginlega
héma? spurði Venetia.
Draugar, amma ... Draugar og
ástamál... hefði verið rétta svar-
ið, hugsaði Leonie með sér.
En upphátt sagði hún: — Mig
langar til að vera ein út af fyrir
mig f nokkra daga. Hún varð að
játa að Þetta var lítilfjörleg við-
bára. — Ég kem bráðum aftur
flýtti hún sér að bæta við.
— Já, þaö skal ég sjá um, sagði
Venetia hvöss. — Ég vil aö þú
verðir hérna, Leonie, að minnsta
kosti einn mánuð. Það er gott að
hafa einhvern úr fjölskyldunni
nærri sér. Ég á engan sem stendur
mér nær en þú gerir Ég er stolt
af þér og Julian hefur gott af að
vera nærri þér. Hún fitlaöi við
silkisjalið. — Hver veit nema þú
verðir heimilisföst héma áður en
lýkur.
Klukka sló einhvers staðar í hús
inu. Leonie sagði: — Nú verð ég
þvf miður að fara. En ég kem lík-
lega aftur í vikulokin.
— Við hittumst aftur í leikhús-
inu daginn eftir frumsýninguna. Þú
útvegar okkur líklega aðgöngumiða
Leonie? Og á eftir ætla ég að halda
dálitla veizlu.
Leonie laut niður að henni og
kyssti hana. — Ég vona að þú verð
ir ekki fvrir vonbrigðum með mig.
— Nei, það verö ég ekki. Gamla
konan hagræddi svæflunum betur.
— Viltu ná í hana Berthu þegar þú
kemur niður og biðja hana um að
finna mig.
Leonie hitti Claire úti á hlaðinu
Hún var að stíga inn í litla bílinn
sinn.
— Leonie, kallaði hún. — Við-
víkjandi þessu í gærkvöldi..
Reiðin sauð í Leonie. Hún struns
aði fram hjá Claire eins og hún
sæi hana ekki, Hún hafði hringt
eftir leigubíl handa sér. En Claire
kom haltrandi á eftir henni.
— Ég vfldi bara ganga frá þessu
... byrjaði Claire.
— Þú ert búin að því. Leonie leit
niður að hliðinu — hvort bfllinn
væri kominn.
— Ég held að einu leyti hugsi
ég eins og karlmaður, sagði Claire.
— Ég læt það gossa, sem mér býr
f brjósti, og vona að fólk skflji mig.
En kvenfólkið skilur það ekki, ætli
það? Það stekkur upp á nef sér en
getur ekki tekið því eins og karl-
mennimir gera. Kvenfólkið getur
ekki einu sinni rökrætt án þess að
fjúki í það. Það hagar sér eins
og sannleikurinn þurfi að vera
vandlega falinn, eins og fjársjóður.:
— Þér ferst að tala um sannleik?. j
Þér sem — æ, til hvers væri þetta?
Leonie létti er hún sá bflinn nema
staðar við hliðið. Hún tók töskuna
sína og gekk niður að bflnum.
— Ertu að fara? kallaði C'aire.
Leonie svaraði ekki. En þegar;
hún steig inn í bílinn fann hún
að litla kvendið í græna kjólnum
stóð og horfði á hana — kannski
brosti hún líka.
Hafði Claire ímyndað sér að Le-
onie væri ekki reið? Ef til vill. Hún
var kannski ein af þessum mann-
verum, sem gátu fundið réttlætingu
á öllu sem þær geröu. Henni var
kannski trúandi til að slá marn
banahögg og telja sér trú um að
það væri dáð, og að nauðsyn hefði
krafizt þess ...
Slá banahögg ... Svona högg,
eins og Marcus hafði fengið af 6-
kunnri hendi. Hvers vegna datt
henni Marcus í hug einmitt núna?
Hvaða hugsanasamband var þetta,
sem skaut upp frá undirmeðvitund-
inni?
Leonie fannst hún vera að slig-
ast undir spumingum, sem ekki var
hægt að svara — undir kvfða, sem
ekki var hægt að útskýra — grun,
sem ekki var hægt að sanna.
Og bak við haria, uppi í ásnum
sem hún kom frá, stóð fallegt hús
— hús sem geymdi eitthvað illt —
hýsti manneskju sem beið...
LYGI AFHJÚPUÐ
Strax um kvöldið fann Leonie að
það hafði verið rétt af henni að fara
úr Heron House. Það var notalegt
að geta hvílt sig heima í íbúðinni
eftir búninga-æfinguna, þægiiegt
að vita að þama gat enginn komið
ganandi inn, að óvörum og segia
eitthvaö sem æsti hana og kom
henni í illt skap.
Það var yndislegt að fá að vera
ein. Yndislegt að sitja yfir Kaffi-
bollanum og ráða krossgátur og
láta tónlistina frá útvarpimi — són
ötu eftir Beethoven — óma um
stofuna.
Þegar síminn hringdi stóð hún
upp, en staldraði við, í þeirri von
að hann hætti að hringja áður en
hún svaraði. Hún vfldi helzt ekki
tala við neinn í kvöld.
En hringingin hélt áfram og þeg-
ar hún svaraði, heyrði hún Philip
nefna nafnið sitt: — Ég verð a5
tala við þig, Leonie. Get ég komið
heim tij þfn?
— Já, Philíp ... Eða kannski —
nei.
— Þú meinar „já“ sagði hann
fastmæltur. — Ég verð kominn til
þín eftir fimm mínútur.
Hún hafði aðeins tíma tfl að fara
í íallegri kjól og laga hárið og and-
litið. Tíma tfl að segja við sjálfa sig
að þessi heimsókn gæti orðið hættu
leg. Tfma tfl þess að heröa upp hug-
ann, en þó ekki nægilega. Þegar
hann kom inn f stofuna, fann hún
blóðið svefla í æðunrnn undir eins
og hún sá hann.
Hann tók um báðar hendur henn
ar. — Ég hef hugsað mér að ta1a
út við Claire í kvöld — segja henni
af okkur. Ég ætla að segja henni
hvað Marcus þýddi fyrir kynni okk
ar...
— Þú mátt það ekki, Phifip. Þú
mátt ekkert segja enn þá.
Hann dró hana með sér niður á
sófann án þess ag sieppa hðndun
um á henni. Ég verð að gera það,
Leonie. Claire kom til mín f gær-
kvöldi með skrá um hús, sem eru á
boöstólum. Hún vildi að við færum
á stjá og skoðuðum einhver þeirra.
Hún sagði að það væri hentugt að
kaupa hús núna strax, svo að hún
gæti gengið frá öllu innanstokks áð
ur en við giftumst. Skflurðu nú
hvers vegna ég neyöist til að segja
henni frá þessu strax?
Leonie skildi það, en hún gat
ekki látið hann gera það — hans
sjálfs vegna. En hvemig gat hún
j sagt honum það sem Claire hafði
J sagt, endurtaka öll gífuryrðin irl
í gær ...
— Leonie, hvers vegna segirða
ekkert? Heyrðu, elskan mín, þú
hlýtur að skilja, að mér er ómögu-
legt að halda þessu áfram svona.
Ég hafði hugsað mér að láta það
dragast þangað til að þú værir flutt
úr Heron House fyrir fullt og allt.
En nú eru þessi húsakaup komin á
dagskrá. Ég var kominn á fremsta
hlunn að segja henni frá þessu í
gærkvöldi, en ég vildi tala við þ'g
fvrst.
Leonie hallaði sér upp í sófahorn
ið og var að hugsa um hve von-
laust þetta væri. Öll hamingjan
sem hana hafði dreymt um var í
námunda viö hana, en henni var
ómögulegt að segja óttalaust: —
Já, Phflip — segðu henni frá því.
— Ég er ekki giftur Claire sagði,
Philip. — Öllum getur skeikað í
valinu, margar trúlofanir fara út
um þúfur...
— En þetta er annað en venju-
Ieg trúlofun — þú hlýtur að skilja
það. Þetta band er sterkara. Það er
miklu erfiðera fyrir þig að sllta
það.
j Leonie fann að hann tók utan
i um hana. En hún þoldi ekki að
sitja svona hjá honum. Hún stóö
upp og gekk að arinhillunni, studdi
báöum olnbogunum á hana og tók
höndunum fyrir andlitið. Svo sagði
hún með grátstafinn í kverkunum:
— Ég get ekki gifzt þér, Philip.
Hún heyrði að hann dró andarn
djúpt. — Ég vil ekkÉtJúá þvi. —
Ég vil ekki trda að það sem ép
hef heyrt sé satt.
Hún sneri höfðinu og leit á hann
— Hvað hefurðu heyrt?
— Það var um þig og Julian. Ég
Mó þegar ég heyrði það. En
kannski hefði ég ekki átt að hlæja.
Kannski...
— Philip, hvað hefurðu heyrt
um Julian og mig? spurði Leonie
hæglát.
— Seztu. Þú skelfur.
— Segðu mér hvað þú heyrðir.
— Jæja. Hún amma þín sagði, að
það væri eitthvað, sem hún kaliaði
„band“ á milli ykkar. Hún sagði að
hjónaband hans og Hildn væri að
fara í hundana. — Og í fyrrakvöld
... PhiIIp þagnaði og hristi höfuð-
ið.
— I fyrrakvöld sá Hilda að Jul-
ian var að gera sig blíðan við mig,
tók Leonie fram í. Ég var ekki viss
um hvort hún hefði séð það eða
ekki. Ég spymti á móti, Philip. Þú
ættir að vita það.
— Ég sagði þér að ég hefði ekki
trúað nokkru orði af þessu þá. En
T
A
R
' A NOBLE GESTURE!
f OF COURSE THE
PEClStON IS ITO’S...
THOUGHI HAVE '
i LITTTLE POUBT WHAT
IT WILLBE!
Núna, þegar börnin eru farin að
vildi ég ræða nokkuð viö þig Tarzan.
er ekki um Ito er þaö Peter?
Þér, herra minn, eruð huglesari... við vit-
um að hann dýrkar þig og álítur llf þitt í
skóginum vera eitt stórt ævintýri. Sem það
er ekki, ég átti ekkert val í æsku minni...
svo þegar ég hafði það var ég ánægður með
hlutskipti mitt... en það er ekki það, sem
ég óska drengnum.
Þú ræður þessu gamli minn, þess vegna
finnst mér að hann ætti að setjast að hjá
okkur... Okkur þykir vænt um hann og
tilfinningin er gagnkvæm aö ég held. Göfug-
mannlegt, en auövitað ræður Ito enda þótt
ég efist ekki um hvað hann muni afráða.
METZELER hjólbarðarnir,
eru sterkir og mjúkir, enda
vestur-þýzk gæðavara.
Barðinn hf.,
Ármúla 7 — Sími 30501
Hjólbarða- og benzínsalan
v/Vitatorg — Sfmi 23900
Almenna verzlunarfélagið h.f.
Skipholti 15 — Sími 10199
nú sagðirðu að þú gætir ekki gifzt
mér, og þá gæti þetta verið rétt.
— Hilda hefur þá farið til þin
og sagt...
— Nei, það var Claire sem sagði
mér það, tók hann fram I. — Hfci
var í garöinum um kvöldið, og hún
sá ...
— Jæja, var það Claire. Það er
alltaf Claire, sem sér allt milli him
ins og jarðar. Leonie tók höndunum
fyrir andlitiö.
PHILIP AFRÆÐUR
— Ef það er svo, að Julian er
þér einskis virði — hvað veldur
þá þessum hughvörfum gagnvart
mér? spurði Philip eftir nokkra
stund.
— Claire er ástæðan til þess,
sagði Leonie.
— Hvers vegna? Hver er ástæð-
an? Meðaumkun? Hún nær sér
að fullu eftir læknisaðgeröina. Hún
verður alveg eins og aðrar ungar
konur — gengur óhölt og dansar
FRAMKÖLLUN
KOPIERING
ST/EKKUN
GEVAFOTO