Vísir - 17.09.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 17.09.1966, Blaðsíða 3
V t S I R . Laugardagur YI, septemher 1966. 3 „Allt þetta að auki44 KIRKJAN Goodtemplarareglan starfar á kristilegum trúargrundvelii Þess vegna hefur alltaf verið reSð sam- starf milli kirkjunnar og reglunnar. Það er því táknrænt að Templarahúsið nýja rfs I næsta nágrenni Hailgrímskirkja. — En háar kirkjur og gtæsileg fundarhús eru einskis nýt út af >fyrir sig. „Musteri Guðs eru hjörtu sem trúa.“ Hingað til hafa eingöngu lærð ir menn, þ.e. guðfræðingar, skrif að hugleiðingar í Kirkjusíðu Vís- is. í dag bregðum við vananum og gefum leikmanni orðið. Það er Pétur Sigurðsson ritstjóri Einingar, hinn kunni og mælski baráttumaður fyrir bindindismál um og hvers konar mannfélags- bötum. Hann er nú formaður Landsambandsins gegn áfengis- bölinu. málum, en oft hvarvetna linir i sókn. Sjáifsagt þyrftum við að gerast kirkjuræknari menn, sækja kirkju betur en nú við gerum, en kirkjusókn er ekki alltaf eins lít- il og sumir viija vera láta. Ég gekk í Neskirkju sunnudag verzlunarmannahelgarinnar, og mér til undrunar var þar ágæt kirkjusókn, jafnvel þennan dag, þegar fjöldinn allur hafði streymt úr bænum. Gerum ekki illt verra miklum ekki vanmátt kirkjunar, snúumst heldur drengilega við vanda hennar. Hér verður að gera alvarlega kröfu til tveggja aðila. Eflingu guðsríkisins á meðal manna megum við ekki afrækja, á því veltur heill mannkynsins. Fyrsti aðilinn sem verður að gera mikla kröfu til, hann er við sjálfir. Við megum ekki svíkja hið bezta. — „Að skiijast við ævinnar æðsta verk í annars hönd, það er dauða sökin", segir stórskáldið okkar, Einar Bene- diktsson. En svo er það hinn aðilinn — kirkjan. Af henni verður mikils krafizt .Hún má ekki láta sóknina um „himneska huggun og náð“ vera „hungraða til æviloka", eins og áðurnefnt skáld kemst að orði. Herhvöt hins mikla spámanns til kirkju Krists á öllum tímum er þessi: „Vakna þú, vakna þú, íklæð þig styrkleik þínum, Zion . .. Hrist af þér rykiö, rís upp og sezt í sæti þitt... Losa þú af þér hálsfjötra þína.“ Þetta skal lýður drottins gera á hverri tíð: Vakna, vakna, klæð- ast styrkleik, hrista af sér rykið, losa af sér fjötrana, hvort sem þeir heita ríkið eða eitthvað annað. Það er mannanna mikla synd, að velja alltaf hið auðveldara. Það er miklu auöveldara að hengja á sig eitthvert skart en að klæðast styrkleik. Ætli kirkjan sér aö gerast sigursæll boðberi til þurfandi heims, verður hún sannarlega að hrista af sér ryk- ið, afneita öliu hégómlegu tildri, en klæðast styrkleika og vakna til stórra verka, og sá sem við stórt fæst verður af því stærri. Fyrsti söfnuður Krists varð að bíða í Jerúsalem í bænarhug, þar til rættist fyrirheitið „en þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður.“ Þennan kraft fékk fyrsta kristnin og geröist máttug og sigursæl, olli aldahvörfum og hóf tfl vegs nýja menningu. Þennan kraft þarf kirkjan nú aö tileinka sér, klæö- ast styrkieika sínum. Sú er heimsins mesta þörf. Uppsprettu lind Guös kraftar er enn ótæm- andi, ef við aðeins þorum að ausa úr henni. Vissulega ætti hinn ægilegi skaöi þessarar aldar að hafa gert okkur hyggna menn. Voru stór- veldin að leita fyrst og fremst ríkis Guðs og hans réttlætis á árunum fyrir 1914? Ónei, öðru nær. Þau áttu í viðskiptastríöi, í kapphlaupi um gæöi heimsins, um „allt þetta.“ Hefðu Englend- ingar og Þjóðverjar þá rétt hver öörum bróöurhönd og sagt: við skulum hjálpast að í bróðemi viö aö bæta heiminn og stuöla að því að gæöum lífsins verði sem sann- gjamast skipt meöal þjóða, þá hefði heimurinn sloppið við miklar skelfingar. Þá hryggöar- sögu er óþarft aö endurtaka, en hún mætti þó minna okkur á, hvemig fer, þegar menn afrækja það að efla guðsríkiö réttilega á ÞJÓÐIN meðal manna, hvernig þá fer um „allt hitt.“ Taliö var að sameiginleg þjóö- areign Þýzkalands, Stóra-Bret- lands, Austurríkis og Ungverja- lands veeru fyrir heimsstyrjöld- ina 1914—-1918 181.200.000.000 — eitt hundraö áttatíu og einn milljaröi og tvö hundruð milljón- ir dollara, en stríöskostnaöur þeirra samanlagður varö $ 186. 000.000.000— eitt hundrað áttatíu og sex milljaröar dollara, þannig næstum 5 milljörðum meiri en allar eignimar voru fyrir styrj- öldina. Svo rækilega var „allt þetta“ blásið burt, sökum þess, aö þjóöimar höfðu ekki „leitað fyrst ríkis Guös og réttlætis hans.“ Getur mannkyniö ekkf.lært af / neinu, ekki einu sinni hinni end- urteknu hryllilegu reynslu? Við erum ekki aö fara með neitt hé- gómamál, ekki neitt gamaldags né úrelt, þegar við minnum sam- tíð okkar á þessi sígildu vizku- orð Meistarans, aö láta ræktun guðsríkisins ganga fyrir öllu öðm, ræktun góðvildar, réttlæt- is og kærleika. Þökkum Guði góðu árin og alla velgengnina meö því að efia sem bezt guösríkið í lífi íslenzku þjóö- arinnar og það mun reynast traustasti grundvöllurinn undir varanlegri hagsæld hennar. Pétur Sigurösson. „Leitið fyrst guðs ríkis og hans réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki“. Svo oft er búið að endurtaka þessi orð Krists, að nútímamann- inum finnst sennilega að þeim lítið nýjabragö, en tiö bezta miss- ir ekki gildi, þótt það eldist. Sól- in er gömul, samt segjum við: blessuð sólin. En hvemig væri nú að staldra ofurlítið við orðin: „allt þetta veitast yður að auki“. Það sem að mestu leyti veldur styrjöldum, byltingum, uppþotum, verkföllum, taugaveiklun, hjartveiki, friö- leysi og margþættri sálarlegri vaniíðan, er hamagangurinn um „allt þetta“, græðgin í allt það, sem einstaklingar og þjóðir sækj- ast ákafast eftir, margir af gildum ástæðum, aðrir að óþörfu. Allt það, segir Kristur, að við fáum að auki, ef við setjum guðs- rikið ofar öllu öðru. Hér er vissu- lega mikhi iofað. Lofaði Kristur ekki of-miklu? Mun þetta reynast rétt? Þorum við að eiga aHt á hættu? Þegar Bernard Shaw varð sextugur, höfðu blöðín eftlr hon- um orð eitthvað á þessa leið: „Eftir að hafa lifað sextíu ár sé ég ekki að þjöðimar eigi aðra leið út úr öngþveitinu en þá, sem Kristur myndi fara, ef hann ætti að gefa sig að hagkvæmum stjórnmálastörfum." Þessi sami hugsuður og orð- kappi sagði einnig, að mannkynið hefðí aldrei árætt að reyna að- ferð Krists. Því er nú ver. Það er-meinið. Vissulega er mákla lofað, þegar þ-ví er heitíð, að öll jarðnesk gæði muni veitast okkur að awki, ef við leitum fyrst ríkis guðs og hans réttiætis. Hvað er það, sem Kristur kaU- ar guðsríkið? Hann segir: „guðs- ríki er hið innra í yður“. Og enn- fremur: „En ef ég rek iliu andana út með fulltingi Guðs anda, þá er guðsríki komið yfir yður.“ Þá má og minna á biblíuorðið: guðs- ríkið er friður og fögnuður í heil- ögum anda. Af þessu verður ljóst, að guðs- ríkið meðal manna er sérstakt hugarfar, sérstakt sálarlíf og sér- stök breytni. „Að leita ríkis Guðs og hans réttlætis", er þá að efla og rækta góðvild, sanngimi, rétt- læti, bróðurhug, mannelsku og friðsemd. Þarf nokkur maður að efa það, að ef jarðarbúar lifðu slíku lífi, þá myndi öll jarðnesk gæði veitast þeim. Aðeins blindni manna og alls konar ill öriög, vanþekking og margt annað, veld- ur því að heimurinn áræðir ekki að reyna aðferð Krists. Þetta er miklum fjölda manna um allan heim ljóst, og ekki má vanþakka það, að margur leitar guðsríkis og auðvitað er það htut- verk kirkju Krists, að efla og rækta þetta guðsríki og stefna þar með að frelsun mannkynsins frá öllu því sem kvelur það. Eigum við að hefja sókn? Get- um við það? Erum við góðum vopnum búnir? Algengt er orðið að heyra talað um tómar kirkjur. Þetta er teiðinda tal og háskalegt taí. Flest félagslíf á í vök að verjast á tfmum efnishyggju og heimshyggju og I hinu mrkla losi og ölduróti fiamvkidunnar. Margt togar í menn og menn gefa sig að margvíslegum fétags- FrSn á Grund Sr, Jón lærði í Möörufelli var strangur og siöavandur. Þ6 fór svo, að ein af dætnim hans varð bamshafandi í föðurgarði. Skyldi hún taka aflausn í Grundarkirkju. Var það síöasta athöfn af því tagi í Eyjafirði. Fólk fjöimennti til kirkjunnar öllu meira en venjulega, eins og vant er að vera, þegar eltthvaö nýstárlegt á að ske. Þá vom kirkjubekkimir skipaðir eftir efnum og mann- virðingum. Hver gekk að sfnu sæti. Innsta sætið að noröan- verðu átti tignasta konan, en f krókbekknum sömu megin sátu þær konur, sem athvarfslausar voru, og einskisvirtar. Þar átti seka konan að sitja þennan dag. Hún, sem áöur hafði setiö hjá systram sínum í einu af innstu sætum kirkjunnar, sat nú þama ein og útskúfuð, þar til hún hafði fengiö uppreisn og fyrirgefn- ingu safnaöarins, sem þó myntfi aldrei þvo hana hreina I augum fjöldans. Það var auðséö, að mörgum var mikiö í hug, meðan kirkjugestimir biðu eftir því, að athöfnin byrjaði. Sumir hvísl- uðust á, en aðrir litu um öxl tri hennar, sem í krókbekknum sat. Þá opnaðist kirkjan hægt og hljóðlega, og frúin á Grand stóð í dyrunum. Allra augu litu til hennar. Hún stóð þama tíguleg og svipmikil og renndi djúpum alvöruaugum eftir bekkjaröð- unum. Svo námu þau staðar við krókbekkinn, þar sem prests- dóttirin sat hnípin og skjálfandi. Þangaö sveigöi frúin, settist við hlið hennar, og horfði á hana eins og ástrik móðir, sem er að hugga veikt bam. Það fór eins og sterkur straumur um kirkjuna, margir lutu höfði og grétu eins og þ e i r ættu að taka aflausn þennan dag. Þessi sterka, skaphreina kona, sem aldrei hikaði að fylgja því, sem hún taldi rétt, hafði lyft söfnuðinum um stundarsakir yfir dómgimi, kulda og kæmleysi. Þess vegna var öllum, sem þama vora, þessi atburður svo ógleymanlegur. Hvað mun þá hafa verið um prestsdótturina frá Möðrufeili? Frúin á Grand lifði langa ævi eftir þetta, en þegar hún fór í kirkjuna á Grimd, sat hún jafnan í krókbekknum, en ekki í tign- arsæti því, sem henni var ætlað. Menn sögðu, að hún hefði gert það til að minna sig á auðmýkt frammi fyrir guði. Frú Valgerður Briem andaöist 17. júní 1872, 94 ára gömul. Var hún jarðsett að viöstöddu fjölmenni í kirkjugarðinum á Grund. Hvílir hún þar við hliö eiginmanns síns og sonar, sem ásamt henni höfðu um hálfrar aldar skeið varpað frægöarljóma yfrr-hinn foma sögustað, Grund í EyjafirÖi. Kristfn Slgfúsdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.