Vísir - 17.09.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 17.09.1966, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Laugardagur 17. september 1966. j VISIR Utgefandi: BlaSafltgðtan VISIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Auglýsingar Þingholtsstræti 1 Afgreiðsla: TúngOtu 7 Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 Unur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja VIsis — Edda h.f. Framsókn og höftin Xíminn stagast á því dag eftir dag, að Sjálfstæðis- | flokkurinn sé fylgjandi haftastefnunni og hafi staðið ) að því að setja gjaldeyris- og innflutningshöft. Það i hlýtur að verða erfiður róður fyrir Tímann að sann- V færa almenning um að Sjálfstæðisflokkurinn sé and- l vígur frjálsri verzlun, svo ötullega sem hann hefur um i( áratugi barizt fyrir viðskiptafrelsi. Hitt er svo annað j mál, að þeir tímar hafa komið að nauðsynlegt hefur y reynzt að takmarka innflutning nokkuð um stund- 1 ( arsakir, en það er allt annað en haftastefna Fram- ( sóknarflokksins. ( Hið sanna um Framsóknarflokkinn í þessum mál- ( um er það, að hann vill innflutningshöft og hvers kon / ar ófrelsi í viðskiptum þegar hann er í ríkisstjórn. , Ástæðan er sú, að þá hefur hann valdið til þess að misnota höftin sér til pólitísks framdráttar og það ' gerði hann svo eftirminnilega á árunum fyrir síðari ( heimsstyrjöldina, að slíks munu engin dæmi í nokkru ( öðru lýðfrjálsu landi. En þegar Framsóknarmenn eru / í stjórnarandstöðu láta þeir málgögn sín segja almenn , ingi að þeir séu andvígir öllum höftum og berjist fyrir ' viðskiptafrelsi. Á sama tíma fann þó formaður flokks ' ins hjá sér köllun til þess að semja lofrit um hafta- ( stefnuna og útmála hve miklu góðu mætti koma til ( leiðar með henni, en að sjálfsögðu átti að skilja það / svo, að Framsókn yrði að framkvæma hana! Þóttust , þá ýmsir loks geta ráðið í hver „hin leiðin“ væri. ' Tíminn segir, að það sé „síldinni og erlendum mörk j uðum að þakka að nú er ekki hér gjaldeyris- og inn- ! flutningshöft.“ Ekki var aflaleysi eða lélegum mörk- / uðum til að dreifa á tímum vinstri stjórnarinnar. Þá , var hið mesta góðæri og aflasæld sem komið hafði ‘ í manna minnum. Þegar stjórnin tók við voru miklaij ( vörubirgðir í landinu. Þegar hún fór frá var landið ( vörulaust, enginn erlendur gjaldeyrir til og allt láns- ( traust þrotið. Veldur hver á heldur. / Það kemur úr hörðustu átt þegar Tíminn er að bera ( núverandi stjórnarflokkum á brýn að þeir „geti ekki '/ án hafta verið“. Það er einmitt einkenni , á Framsóknarflokknum, að forystumenn hans sjá al- drei önnur úrræði, þegar þeir eru í ríkisstjóm, en ' höft og ófrelsi á sem flestum sviðum. ( Dettur ritstjóra Tímans það í hug í alvöru, að nokk ' ur kaupsýslumaður eða neytandi, sem man eftir á- ( standinu 1958 mundi vilja skipta á því sem nú er og ( þá var? Það er eflaust æskilegt fyrir Framsókn þegar > líður að kosningum að látast vera fylgjandi frjálsri verzlun, en sú „frelsisást“ mundi fljótlega dofna, ef flokkurinn kæmist til valda. Þá mundi hann fljótt ' leggja sína „köldu og dauðu krumlu“ á viðskipta- ( frelsi og framtak í landinu. (( Truflanir hjá Hitaveitunni í samráði við Veðurstofuna Jóhannes Zoége, hitaveitustjórí viö nýju heitavatn sgeymana. MikScsr framkvæmdir hjú hitnveit- unnð munu truflu dreifingu heitu vutnsins næstu vikurnur. — Nesju- vellir í gugnið 1967 Hitaveitustjóri Reykjavikur, Jóhannes Zoega, boðaði blaða- menn á sinn fund á fimmtudag- inn til að skýra þeim frá trufl- unum, sem gætu orðið á heita vatninu næstu vikumar og or- sökum þeirra. Fyrir dyrum standa nokkrar tengingar Hita- veitunnar og flutnin. millidælu- stöðvar úr bráðabirgöahúsnæöi (í Kampstúni fyrir neðan Orku- húsið á Laugaveginum) í varan- legt húsnæði við Bolholt. Einnig sýndi hitaveitustjóri blaðamönn um framkvæmdir við nýju hita- vatnsgeymana í Öskjuhlíð. Bú- ið er að gera undirstööumar undir þá báða og búið að sjóða saman tvær plöturaðir af sjö plöturöðum í öðmm geyminum. Verður sá geymir tilbúinn til notkunar í byrjun nóvember, en með báðum geymunum eykst rúmmál geymanna í Öskjuhlíð úr 7000 rúmmetmm í 25-26.000 rúmmetra. Áætlaö hafði veriö að fram- kvæma þessar tengingar f júlí og ágúst, þegar þörfin fyrir heitt vatn er minnst, en vegna þess að dæluvélar komu fyrst til landsins í þessari viku var ekki hægt að hefjast handa fyrr. „Það mætti kannski segja, að orsakirnar fyrir þvf, að þetta hefur dregizt, séu svik þeirra, sem áttu að afgreiða vélamar", sagði hitaveitustjóri á fundinum með blaðamö,nnum. „Við reyn- um þó að láta þetta bitna sem minnst á neytendum og höfum samráð við Veöurstofuna, hve- nær bezt er að hefjast handa. Ef veðurútlitið er svart frestum við framkvæmdum tii betri tíma“, bætti hitaveitu- stjóri við. Það má búast við, að þegar millidælustöðin verður flutt ór bráðabirgðahúsinu í nýja hús- ið, verði truflanir, en áætlaö er, að vélamar verði fluttar í næstu viku. Flutningurinn getur valdið lækkuðum þrýstingi f nokkra daga á nokkrum svæð- um. Safnæðakerfið frá nokkrum borholum að millidælustöð, sem nú liggur ofanjarðar um jarðhita svæðið, hefur verið endumýjað vegna flutnings stöðvarinnar og verður nú neðanjarðar. Tenging holanna við nýju safnæðamar er þegar hafin og verður stund- um að stanza nokkrar bordæl- ur meðan tenging fer fram. Var það ástæðan fyrir vatnsskorti, sem vart varð við s.l. þriðjudag. Á meðan á tengingu stendur verður, að eins miklu leyti og hægt er, notazt við aðrar braut- ir. Miklir erfiðleikar hafa verið á rekstri borholudælanna undan- farin ár og veldur þvf hinn hái hiti vatnsins (130 gr. C) og stein flísar eða leir, sem stundum losn ar úr borholuveggjum og skemm ir áslegur dælanna. Framleiðsla vatnsdælna er oftast miðuð við kalt vatn og veldur það erfið- leikum. í byrjun næstk mánað- ar er von á nýrri gerð af dæl- um í stærstu holumar og verða þær teknar f notkun um leið og þær koma. Vatnsmagnið, sem hitaveitan hefur nú til ráðstöfunar em 300 sekúndulítrar af vatni frá Reykj um, sem er 80 gráðu heitt, þeg- ar það kemur til borgarinnar og 240 sekúndulítrar af 130 stiga heitu vatni úr borholum Rvíkur. Nægir þetta vatn að % hlutum miðað við mesta álag, en vara- stöðin við Elliðaár, getur fram- leitt liðlega y4 af hámarksþörf- inni. Getur stöðin það nú, eftir að viðgerð hefur farig fram á stærri katlinum f varastöðinni, en ketillinn hefur verið óstarf- hæfur í tvö ár. Við viðgerðina eykst afkastagetan um 60%. — Þess ber þó að geta, að Lands- virkjunin hefur forgangsrétt að stöðinni og gripur til hennar geti Sogsvirkjunin ekki fram- leitt nægjanlegt rafmagn. 1 sum ar hefur verið mikil úrkoma á Þingvallasvæðinu og hefur því safnazt fyrir töluvert vatnsmagn í Þingvallavatni og ætti Lands- virkjunin ekki að þurfa að grípa tH topporkustöðvarinnar í vetur. öðru máli gegnir þó um næsta vetur. Engu er hægt að spá um úrkomu á svæðinu, en fullvíst er, að raforkuþörfin mun aukast vemlega. Búr- fellsvirkjun verður ekki tilbúin fyir en um veturinn 1968—69 og em því mikil lfldndi til þess, aö Landsvirkjunin muni í aukn- um mæli nota topporkustöðina. Annað er ekki sjáanlegt en að Hitaveituna muni skorta verulegt magn af heitu vatni eftir stuttan tfma. Ekki er þó talið hagkvæmt, eins og nú er ástatt, að leiða heitt vatn frá framtíðarhitasvæði borgarinnar á Nesjavöllum við Hengilinn fyrr en árið 1971. Taldi hitaveitustjóri líklegt, að nýju hverfin í Fossvogi, Breiðholti og Árbæ, þyrftu að einhverju leyti til að byrja með að nota olíukyndistöðvar. Við tilkomu nýju geymanna á Öskjuhlíð, skapast meiri möguleikar til þess að safna heitu vatni og miðla því yfir lengri kuldaköst. í gömlu geym unum var ekki hægt að geyma vatn nema til eins sólarhrings eða jafnvel skemmri tima. Nýju geymamir munu ekki aðeins gera Hitaveitunni kleift að safna tneiru heitu vatni fyr- ir kuldaköstin, heldur munu þeir að nokkm leyti draga úr óþarfri vatnsnotkun. 1 fyrravetur var áberandi, að fólk, sem hafði veriö vatnslaust seinni part dags, hafði opið á fullum krafti fyrir heita vatnið alla nóttina, til að hita húsin upp um nóttina. Þegar heita vatnið kom einhvem tfma um nóttina, streymdi því heitt vatn gegnum miðstöðvarkerfið og nýttist ekki nema að litlu leyti, heldur fór aftur úr kerfunum vel heitt. Þetta varð til þess að heitt vatn safnaöist ekki að ráði í vatnsgeymunum um nætur, sem aftur varð til þess að sama sagan endurtók sig næsta sólar hring, jafnvel þó kuldinn hefði minnkað verulega. Með tilkomu geymanna nýju verður hægt aö minnka þessa óþörfu notkun. Ef ekki verður vatnslaust neins staðar í bæn- um vegna aukinna miðlunar möguleika, lokar fólk fyrir hit- ann yfir nóttina, sem verður tii þess, að vatn safnast saman i geymunum yfir nóttina og síð ur kemur til vatnsleysis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.