Vísir - 17.09.1966, Blaðsíða 5

Vísir - 17.09.1966, Blaðsíða 5
Á mynd þessari sjást ýmsir framámenn iönaöarins í dag, ásamt hinum norska gesti. Taliö frá vinstri: Sveinn Bjömsson, forstööumaður Iðnaöarmálastofnunarinnar, Ame Haar, skrifstofustjóri norska iön aðarmálaráðuneytisins, frú Ragnheiður Hafstein, iönaöarmálaráðherra Jóhann Hafstein, Sveinn Guðmundsson, alþingismaöur, Bragi Hannesson, bankastjóri Iðnaðarbankans og Vigfús Sigurðsson, forseti Landssambands iðnaðarmanna. Iðnaðarmenn hjá iðnaðarmálaráðhemi Um sl. helgi lauk hér í Reykja vík 28. Iönþingi íslendinga. Hafði þingið þá staðið yfir í þrjá daga, var sett á Hótel Sögu fimmtudaginn 8. sept, en fundir þingsins fóm fram í samkomu- sai Iönskólans í Reykjavík. Á þinginu vom rædd helztu mál iðnaðarins í dag, og gerði þingið margar ályktanir í þeim málum. Þá fóm og fram miklar umræð ur um þau mál, sem á döfinni eru hjá iðnaðarmönnum, fluttar margar framsöguræður af mönn um, sem þekkingu höfðu á hverju máli fyrir sig. Þá fluttl og Ame Haar skrifstofustjórl norska iðnaöarmálaráðuneytis- ins erindi um þróun iönaðarins í Noregi siðustu ár og vakti er- indi hans mikla athygli, sérstak- lega sá hluti þess, sem fjallaöi um aðlögun hins norska iðnaðar breyttum aðstæðum vegna inngöngu Norðmanna í EFTA. Þá aðlögun kvað ræðumaður hafa gengið vel og jafnvel fram ar björtustu vonum. Þessi mál hafa verið ofarlega á baugi í um ræðum hér á landi og sýnist sitt hverjum þar um Þátttak- endur þingsins skoðuðu Iðnsýn- inguna i Sýningar- og íþrótta- höllinni og fleira var gert. Einn daginn þáðu þingfulltrúar boö iðnaðarmálaráðherra, Jóhanns Hafstein í Sigtúni og þar var Myndsjá Vísis stödd og smellti af nokkrum myndum af iðnað- armönnum í kátum félagsskap. Eru myndimar á siöunni frá boði þessu. Sigurjón Einarsson, skipasmiður Hafnarfiröi, Þorbergur Ólafsson, skipasmiður Hafnarfiröi og Jón E. Ágústsson, málarameistari Reykjavík. Hér á myndinni sjást 3 Hafnfirðingar. Talið frá vinstri: Sigurður Kristinsson, form. Iönaöarmannafé- lagslns í Hafnarfirði, Einar Sigurðsson, múraram eistari og Jón J. Guðmundsson, rafv.m. Þór Sandholt skólastjóri Iönskólans í Reykjavík ræöir við Harald Ásgeirsson, forstöðumann Rannsóknarstofnunar byggingariðnað- arins. Tómas Vigfússon, 1. varaforseti Iönþingsins, Eggert G. Þorsteinsson, félagsmálaráðherra og Ingimund ur Erlendsson, framkvæmdastjóri Iðju.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.