Vísir - 17.09.1966, Blaðsíða 4

Vísir - 17.09.1966, Blaðsíða 4
c ■ HÉ V í S IR . Laugardagur 17. september 1SS6. Bridgeþáttur VÍSIS Ritstj. Stefán Guðjohnsen Úrslit opna flokksins á Evrópu- mótinu í Varsjá urðu þau, að Frakk land sigraði, en í kvennaflokki sigr uðu Evrópumeistaramir, Englend- ingar, í frönsku sveitinni spiluðu Boulanger — Svarc — Rudinesco Pariente — Tintner — Stetten, en ensku sveitina skipuðu Markus — Gordon — Durran — Juan — Tre- vor — Harris — Shanahan. Frakk- ar öðluðust með sigri þessum rétt til þátttöku I heimsmeistarakeppn- inni i bridge, sem fram fer í Flor- ida í Bandaríkjunum á næsta ári. * Nýlega er komin út bók eftir bridgesérfræðingana Herman W. Filarski og Tannah Hirsch, sem f jall ar um nýafstaðið heimsmeistara' rnót í tvimenning. Bókin er rúmar 200 síður og hefur að geyma flest skemmtilegustu spilin frá keppn- inni. Nýjung í henni er sú, að les- andinn er settur í spor keppandans og látinn leysa sömu viðfangsefni og hann þurfti að leysa við spila- borðið. Getur lesandinn því borið saman getu sína við flesta beztu spilamenn heimsins. Bókin kostar kr. 200.00 og þeir sem hefðu hug á að eignast hana hafi samband við mig sem allra fyrst i síma 12462, þar eð ég sendi pöntun strax í næstu viku. Hér er eitt viðfangsefnið úr bók- inni, sem er úr tvímenningskeppni opna flokksins. Norður gefur a-v á hættu. Sagnir hafa gengið: Norður 1 G P •> Austur P 2* Suður P P Vestur D P Noröur hefur þessi spil: ♦ K-10-6 V K-G-10-6-5 ♦ D-7 Jf. Á-K-7 Með sterkan fimmlit í hálit, þá er opnun á grandi ef til vill óvenju- leg. En hvað um þaö. Hvað segið þið á spil norðurs í ofangreindri stöðu? Koytchou frá Bandaríkjunum, makker George Rapee, doblaði tvo spaða í stöðunni og suður lét þá standa, Árangurinn var mjög góður fyrir Bandarfkjamennina, vegna þess að Svisslendingurinn i austur varð einn niður. Hefði norður opn- að á einu hjarta, þá hefðu n-s ef- laust náð sögninni með hjartasamn ing, en hann hefði aldrei gefið 200 punkta. Auövitað var ákvörðun norðurs um að dobla, mjög gæfu- rík en hann var náttúrlega að teygja sig, hann var hræddur um að hafa misst af bút f hjarta og þá gat hann ekki gert sig ánægðan með 100, einn niður ódoblaðan. Suður með DÁ og A G. ákvað að reyna heldur að fá sex slagi en 8—9 og þótt útspilið, sem var tígul- tvistur, væri heldur hagstætt fyrir sagnhafa, þá komst hann ekki hjá því að verða einn niður. Spil hinna voru þannig: 4» Á-D-3 V D-3 ♦ K-G-5-3 $ D-G-10-8 ♦ 9-7-5-4-2 »7-2 ♦ Á-10-6 ♦ 9-5-2 ♦ G-S » Á-9-8-4 ♦ 9-8-4-2 ♦ 7-1-3 Þéttir ollt Heildsölubirgðir: Hannes Þorsteinsson, heildverzlun. Hallveigarstíg 10. Simi 24455. Kópavogur 1966 Eggert E. Laxdal opnar málverkasýningu Eggert E. Laxdal listmálari opnar málverkasýningu í dag i Kópavogi. Er hún í félagsheimil- inu og veröur opin daglega tll 25. þ. m. kl. 2—10. Þetta er sjöunda sýning Eggerts hér á landi, en hann hefir einnig sýnt erlendis. Á sýningunni eru 20 olíumálverk — öll máluö á þessu ári og öll eru þau í tengsi um við Kópavog, enda nefnir Egg- ert sýninguna „Kópavogur 1966“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.