Vísir - 17.09.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 17.09.1966, Blaðsíða 11
SiÐAN Sýningarbyggingin í Eindhoven markar tímamót ■philips-opinbera nafnið er „N. A V. Philips Gloeimampen- fabrieken“ — í Eindhoven með starfsemi í mörgum myndum um allan heim heldur upp á 75 ára afmælið í þessum mánuði. Ibúð til sölu Sólrík 3 herb. lítiö niöurgrafin kjallaraíbúð til sölu á bezta stað í vesturbænum. íbúðin er í fyrsta flokks standi, alveg sér og innan- gengt er úr henni í þvottahús og geymslu. Fyrir framan og aftan húsið, sem er fjórbýl- ishús, er stór, vel ræktaður garður. Uppl. veittar í síma 15361 eftir kl. 7 í kvöld. Setjum upp Loftfesting Mæðum upp Veggfesting 1-Í^Aa/IM linSoi'Sötu 25 **' w FJV sími 13743 Kaupum hreinur léreftstuskur Prentsmiðja V í SIS Laugavegi 178 * 2ja, 3ja, 4ra, 5 og 6 herbergja íbúðir i Árbæjarhverfi Höfum til sölu 2 herb. íbúðir í Árbæjarhverfi með suðursvölum á II. hæð. 3 herb. íbúðir á II. hæð með vestursvölum 4 herb. íbúðir á II. og III. hæð með vestursvöl um. 5 herb íbúðir á II. hæð með suðursvölum 6 herb. endaíbúð á II. hæð með austur- og vest ursvölum. Beðið verður eftir Húsnæðismálastjórnarláni á öllum þessum íbúðum, góðir greiðsluskil- málar. Teikningar liggja fyrir á skrifstofu vorri. íbúðir þessar verða tílbúnar öðru hvoru megin við áramót. TRfGSIMft TiSTtlBIUÍ Austurstræti 10 a, 5. hæð Sími 24850 Kvöldsími 17272. Fyrirtækið er eitt af tíu stærstu fyrirtækjum í Evrópu og í þjónustu þess eru 284.000 manneskjur víða um heim þar af 163.000 f löndum utan Hol- lands. 1 Hollandi sjálfu eru 37.000 af hinum 85.000 manna starfsmanna hópi Philips bundn ir við starfsemina í Eindhoven, bæ í Suður-Hollandi, sem telur um 200.000 íbúa og þar sem fyrirtækið hóf starfsemi sína árið 1891. '< 1 tilefni afmælisins er búið að' byggja safn í Eindhoven, sem verður ekki fomminjasafn held ur sýning, sem stöðugt skiptir um og sýnir þróunina i sam- bandi við áhrif tækninnar á líf mannsins. Sýningin hefur hlotið heitið „Evoluon" dregið af orð- inu „evolution", sem merkir þróun. rjVrir sýninguna hefur verið byggð bygging, sem mun fá margan feröamanninn á ferð um Evrópu til þess að leggja leið sína til Eindhoven vegna stíls- ins og allrar innréttingar. Byggingin líkist einna helzt fljúgandi diski, eins og þeim hefur verið lýst. Hún er reist á þríhymdum fleti 5,8 hektara á stærð, og er þéttriöið veganet í kring. Hringlaga byggingin, hvílir á tólf V-laga súlum, svo að fólk fær það á tilfinninguna að hún svífi yfir jörðu. Byggingin er 77 metra í þvermál og hæsti punktur hennar er 33 metra yf- ir jörðu. Hún vegur 21.000 tonn og innanmál hennar er 35.500 rúmmetrar. Til byggingar „Evoluon" lagði Philips fram 360 milljónir króna (30 milljónir gyllina) og með því einstætt framlag til skilnings á manneskjunni og tækniheiminum sem hún hefur skapað. Tjegar sýningin er skoðuð er byrjað á því aö skoða hana ofan frá síðan gengið niður á neðri hæðimar. Fariö er með Philipsverksmiðjurnar 75 ára og efna til sýningar, sem breytir algj'órlega um svip á næstu fimm árum fimm efnisgreinar með mjög lif andi og skýru sýningarefni. Fyrst er tekin fyrir manneskjan og þjóðfélagið, líf og heilbrigði, innrétting heimilanna, frítími og menning. —_ Tæknifræðin er einnig tekin fyrir hún skýrir hljóð, ljós og efnissamböndin — allt til elek- tróna- tækja og kerfa, verk- smiðuiðnaöar og framleiðslueft irlits. Svo er hægt að sjá hvernig Philips hefur leyst vandamál á þessum sviðum. Fyrst er saga Philips, hvemig mannver an snýst við tækni og vélum um verksmiðjukerfið og fram- leiðsluna. Síðustu efnin tvö em vísinda greinarnar þar, sem sýndar eru bæði frumrannsóknir og tækni leg þróun og lífeðlisfræðilegu greinamar með rannsóknum sín um á leyndardómum hinnar lif andi frumu og viðbrögð dýra, manna og plantna og hvemig maöurinn skilur heiminn. "pf öll þessi svið em rækilega skoðuð tekur þaö að meðal tali 15 klukkustundir. Philips reikna með að um 300.000 manns komi á sýninguna á ári og sýningum verður stöðugt breytt þannig að alltaf er sjón um beint að framtíðinni — þró uninni eins og sæmir nafninu „ Evoluon." Á fimm árum mun öll sýningin hafa skipt um svip. Nýja byggingin í „Evoluon" í Eindhoven. Hún líkist fijúgandi diski, er 77 m. í þvermál vegur 21 þús. tonn og hefur kostað Philips 360 millj. kr. Kári skrifar: „Bókaflóðið“ „Bókavinur skrifar": Það er oft talað um bókaflóð ið á haustin — og oft hafa ýms ir kvartaö yfir því hve mikill hluti nýrra bóka hvers árs sé settur á markaöinn seinustu þrjá mánuði ársins, og víst væri æskilegra, að á þessu yrði breyting. Þess ber að geta, að lofsverðar tilraunir hafa verið gerðar til þess að hamla gegn þessu. með því að setja nýjar bækur á markaöinn fyrr á árinu en þær eru tiltölulega fáar mið að við þann mikla fjölda, sem út er gefinn. Vitanlega liggja til þess ýmsar eðlilegar orsakir, aö langflestar bækurnar eru settar í bókabúðirnar á seinasta fjórð ungi ársins, — i fyrsta lagi eru bókstaflega ekki skilyrði fyrir hendi til þess að hafa margar bækur tilbúnar fyrr en reyndin er, og svo er sú veigamikla ástæða, aö fólk leysir frá pyngj unni til bókakaupa því meir sem nær dregur jólum, og mikið atr- iði fyrir útgefendurna, jafn- kostnaðarsöm og öll bókaút- gáfa er orðin, að bækur þeirra komi á markaðinn þegar sölu- horfur eru beztar. Einn mesti gallinn Það, sem ég tel einna mestan galla á ríkjandi fyrirkomulagi er, aö almenningur getur ekki kynnt sér nægilega vel hvað í boöi er. Þar ættu blöðin að vera almenningi til leiðbeiningar með því að birta ritdóma um bækur af sanngirni og þekkingu, og vissulega er virðingarverð við- leitni í þá átt, en ritdómurum blaða vinnst blátt áfram ekki timi til þess að lesa og skrifa um nærri allar bækur sem þó eru umsagnar verðar. sökum þess hve mikiö berst aö á skömmum tíma. Útkoman verð ur sú, aö auglýsingar og útlit (sbr. það sem haft er eftir bók- sölum: „Kápan selur bókina“ ráða bókavali fjölda fólks á bókaflóðstímanum. Hér þarf breyting að verða og er þetta mái sem gefa þarf meiri gaum en gert hefur verið. Bókavinur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.