Vísir - 17.09.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 17.09.1966, Blaðsíða 9
V1SIR . Laugardagur 17. sentember 1966. 9 FYRIRTÆKI ÞRIGGJA DEILDA IÐNSÝNINGARINNAR KYNNT — Rætt við lorróðcimeiiii Litbrór, SSáturféBogsiiis og Pólo Nú fer senn aö líða að síðasta hluta Iðnsýningarinnar, sem haldin hefur verið í Sýningar- og íþróttahöllinni í Laugardalnum undan- farinn hálfan mánuð. Má segja að sýningin hafi á flestan hátt tek- izt vel og á margan hátt mjög vel. Vísir hefur hér á síðum blaðsins kynnt hin ýmsu fyrirtæki, sem þarna sýna framleiðsluvörur sínar, og reynt að haga vali þeirra þannig, að þessi kynning gæfi sem fjölbreyttasta mynd af íslenzkum iðuaöi eins og hann stendur i dag. Þá hefur og verið reynt að ná fram sem fjölbreyttustum skoð- unum á vandamálum iönaðarins, eins og þau blasa vlð i dag. Hér á eftir fara síðustu viðtölin, sem beinlínis eru til að kynna aðila, sem á Iðnsýningunni sýna vörur sínar. Það skal tekið fram til skýringar að þessi fyrirtæki sýna ekki i einni og sömu deild á sýningunni, heldur í þremur mismunandi deildum, þ.e.: búvörudeild raftækjaiðnaðardeild og prentlistardeild. Litbrá h.f.: Stöndum jafnfætis öðr- Við hcfum fyrst tal af Rafni Hafnfjörð, en hann er annar tveggja framkvæmdastjóra fyr irtækisins Litbrár h.f., en Litbrá sýnir í sýningarstúku prentiön- aðardeildarinnar á sýningunni um þjóðum í prentlist — Manni finnst heldur spaugi legt, þegar því er haldið fram að íslendingar séu vanþróaðír í prentlist, eins og Halldór Kilj an hafði eftir dönskum blöðum í viðtali í Morgunblaðinu í fyrra en á sama tíma og Nóbelsskáld ið segir þetta, eru hér fulltrúar frá sænskum og amerískum bókaútgefendum að biðja okk ur að prenta bækur fyrir þá. Við höfum einungis ekki getað kom- Rafn Hafnfjörð við sýningarstúku Litbrár h.f. Það skal teldð fram til skýringar, aö punktamir i bakgrunni stúkunnar, er prentuð Ijös- mynd og er hún stækkuð um 1500%. — Litbrá h.f. var stofnuö fyr ir 12 árum síöan og var þá til húsa aö Nýlendugötu 14. en ný- lega flutti fyrirtækið í nýlegt og gott húsnæði aö Höfða:úm 12 Vélakostur fyrirtækisins er ný- legur og af fullkomnustu gerð. Við erum með 2 offsetpressur frá Þýzkalandi. Við vinnum hc'r 12 menn og þaö er sameigin- legt nieð öllum starfsmönnum fyrirtækisins að þeir hafa sótt námskeið í sinni iðn erlendls ým ist í Danmörku eða Belgíu og einnig nokkuð í Bretlandi. izt yfir það að taka að okkur slík verk vegna þess hve gífurlega stór þau eru og markaðurinn er nægur hér innanlands — Um tollamál vildi ég segja það, að mér hefur fundizt það heldur hlálegt að fsl. iðnaðar- menn skuli kvarta undan inn- fluttum iðnaðarvörum, sem eru tollaðar 90-120%, þegar við er- um aö basla við aö gefa út lit- prentaðar bækur og borgum 30% tolla af öllu hráefni f þær og á sama tíma eru litprentaö ar bækur fluttar inn to’lfrjáls Jón H. Bergs framan við sýningarstúku Sláturfélagsins. Sláturfélagið hefur á sýningunni Iagt á- herzlu á að kynna sútuöu skinnin, enda eru þau áberandi í stúku þess. ar. í þessu finnst okkur ekki til samræmi. Það er verið að tala um, að unglingarnir séu að glata tilfinningunni fyrir móðurmál- ingu og sagt að það sé vegna sjónvarpsins frá Keflavíkurílug veili o.fl. En við skulum bara líta á það, að ætli foreldrar að gefa barninu sínu litabó^, þá fæst hún ekki nema á ertendum tungumálum því að innlendir aöilar hafa gefizt upp á að gefa þær út vegna fyrrgremds á- stands f tollamálum. Ástand sem þetta þekkist ekki f nálæg um löndum. — í augnablikinu stöndum við að mestu leyti í þvf að prenta litskreyttar myndabækur og mikiö af þeim bókum eru ís- lenzkar kennslubækur. Þá er- um við einnig að prenta alls konar litskreytta augiýsinga- bæklinga fyrir ferðaskrifstofur, flugfélögin og fleiri aðila. Sláturfélag Suðurlands: Nýjung á sviði sútunar Þá hittum við að máli Jón H. Bergs, forstjóra Sláturfélags Suðurlands en það fyrirtæki sýn ir sína fjölbreyttu framleiðslu fyrir enda aðalsýningarsalarins á Iðnsýningunni. Sýningarstúka Sláturfélagsins er sú stærsta á sýningunni. Jón H. Bergs sagði m.a: — Jú, nú er aðalsláturtfðm að byrja hjá okkur. Við munum slátra í haust um 156 þús. fjár en það er um 16 þús. fleira en í fyrra. Þessi fjölgun sláturfjár- ins stafar af mörgum ástæðum, en það er staðreynd að fé hef- ur fjölgað hér á landi siðustu þrjú árin eða svo. Sláturfélag- ið hefur nú á sínum snæ.um 8 sláturhús sem eru staðsett á eft- irtöldum stöðum: Við Laxárbrú í Skilmannahreppi, í Reykjavík, á Selfossi, f Laugarási í Bisk- upstungum, Hellu á Rangárvöll um, Djúpadal, Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri. — Fast starfsfólk fyrirtækis ins, utan sláturtfðarinnar er um 370 manns, og er þá átt við starfsfólk iðnfyrirtækja verzlana og skrifstofu. En á haustin bæt- um við alltaf við fólki, og um sláturtíðina vinna um 920-950 manns hjá okkur. — Aöalnýjungamar hjá okk ur era á sviði skinnasútunar. í fyrra hófum viö starfsemi sút- unarverksmiðju og er verksmiðj an til húsa við Grensásveg. Mik il tilraunastarfsemi liggur að þaki sútunarverksmiðjunni enda er svo hvarvetna, sem slík ar verksmiðjur eru starfandi f heiminum, því að það er mikill vandi að súta skinn svo að vei sé. Við teljum okkur hafa náð allmikilli leikni í þessu starfi. I fyrra hófum við útflutning sút- aðra skinna frá fyrrgreindr verksmiöju og seljum við aðal- lega til Vestur-Þýzkaland, Bret lands og Bandaríkjanna en einn ig nokkuð innanlands. Það er eins með þessar afurðir og aðr ar, að það er erfitt aö komast inn á heimsmárkaöinn en okk ur hefur tekizt það og gengur •alltaf sífellt betur og betur að selja skinnin. — Það sem liggur að baki þvf, að við settum sútunarverk- smiðjuna á stofn er þaö, að okkur finnst að íslendingar eigi að leggja aukna áherzlu á, að vinna sínar afurðir sem mest hér á landi, en ekki flytja hrá efnið óunnið til útlanda. — Auk sútunarverksmiðjunn- ar erum við einnig með kjötiðn- að af afurðum þeim, sem fást úr sláturhúsum fyrirtækisins, og að auki erum við með ullar- verksmiðju, og er hún til húsa að Frakkastíg 8 hér í borg. Þar kembum við ullina og spinn um, og seljum sfðan gamið, mest megnis til íslenzkra teppa gerða. Pólar h.f.: Iðnaðinn vantar láns- og rekstrarfé Að síðustu hittum við svo að máli Magnús Valdimarsson, for stjóra Póla hf. en Þólar hf. sýna í deild raftækjaiðnaðarins á Iðn sýningunni. Allstórt bíllíkan, sem sýnt er í sýningarstúkunni hefur vakið allmikla athygli sýningargesta, og hafa sumir þeirra jafnvel lát ið uppi þá skoðun, að þessi bfl) væri knúin eilífðarvél, og þá væntanlega þeirri einu, sem fyr irfinnst f veröldinni, en Magnús trúir okkur fyrir því, að bíllinn Framhald á bls. 2. Sýningarstúka Póla h.f. Á myndinni sést bíllinn, sem vikið er aö i upphafi viðtalsins við Magnús Valdimarsson, en til allra óhamingju vantar bflinn eitt hjólið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.