Vísir - 27.09.1966, Blaðsíða 1

Vísir - 27.09.1966, Blaðsíða 1
Sjónvarp I byrjar á föstudag 56. árg. — Þriðjudagur 27. september 1966. — 220. tbl. ANNAÐ MESTA AFLA- DÆGUR SÍLDVEIÐANNA Allar þrær fullar á Austfjörðum — síldartökuskipin hlaðin löndunarbið næstu daga Undangenginn sólarhring varl og þar með frá upphafi síldveiða afla samtals 15.127 lestir. Allar annað mesta afladægur sumarsins | hér við land. 92 skip tilkynntu um þrær eru orðnar fullar á Aust- fjarðahöfnum sunnan Vopnafjarðar og síldartökuskipin sem eru á mið unum eru að fyllast. Má því búast við einhverri landlegu. Söltun er nær engin, aðeins verið að ganga frá síðustu tunnunum á söltunar stöðvunum. Síldin viróist hafa komizt í vetr arástand þennan sólarhring en und anfamar nætur hefur hún verið í millibilsástandi, sem lýsir sér i því, að hún heldur sig ekki við yfir borðið nema stuttan tíma kvölds og morgna. — Nú var hún við yfir borðið alla nóttina og sagði starfs maöur / síldarleitarinnar á Dala- tanga í viðtali við Vísi í morgun, að sjómenn teldu veiðiskilyrði hafa verið einhver þau beztu, sem kom iö hafa í sumar. Síldin veiðist 40—50 mílur und an landi en bátunum notast ekki sem skyldi hin stutta siglingaleið til lands, þar eð þeir þurfa aö biða þar svo lengi eftir löndun. Ægir hefur verið í leit norðan við veiðisvæðið og lóðað þar á góða dreifð víða um sjó, en síldin hefur ekki gengi f torfur þar. Þessi veiðihrota er í samræmi við spár Jakobs Jakobssonar, fiski fræðings, sem sagði að veiðiskil- yrði yrðu góð í endann á mánuð- inum. íslendingamir eru einir um hit- una viö Austfirði, norski rekneta flotinn er farinn til síns heima, Rússar hafa varla látið sjá sig á miðunum við Island i sumar, flest um til mikillar ánægju, en ef veiði veröur svona áfram má búast við nokkurri ásækhi útlendínga. ' ' - ' ------------------------------------------------- - .. . Langferðafólkið við höfnina f morgun. Á bryggjunni er múgur og m argmenni, ættingjar og vinir aö kveðja. En farþegarnir eru komnir nm borð í Akraborgina, sem flutti þá út í Baltika. 430 lögðu af stað með Baltika í morgun Miðfarðar- og Syartahafsferð Karlakórs Reykjávíkur hafin Straumur fólks fór nið- ur að höfn í morgun þar sem Akraborgin beið þess að fara með far þega um borð í rúss- neska skemmtiferðaskip ið Baltika, sem lá á ytri höfninni. Um kl. 11 höfðu ættingjar og vinir kvatt Miðjarðar- og Svartahafsfarana þá er fóru í fyrri ferðinni út í Baltika. Að ganga tólf fóru svo síðustu meðlim ir Karlakórs Reykjavíkur og annað ferðafólk rúss- neska skipsins út í skip- ið, sem átti að leggja af stað tólf á hádegi. Hófst þá fimm vikna skemmti ferð karlakórsins, en alls taka 430 manns þátt í ferðinni. Er yngsti farþeginn 10 ára en sá elzti 75 ára. Er ferðinni fyrst heitið til Oran í Alsír, þar sem ferðamálaráö þar i landi hefur móttöku fyrir ferðafólkiö. Verð- ur borgin og umhverfi hennar skoðuð. Næst liggur leiðin til Alexandríu, og verður dvalizt þar í tvo daga og fara sumir farþeganna til EI Alamein en aðr ir til Kairó. Heldur kórinn þar sinn fyrsta konsert. Líbanon er næsti áfangastaður og syngur karlakórinn þar í útvarp. Þaðan geta farþegar farið til Jerúsalem og Betlehem annan daginn af tveim sem þar er dvalizt. Næsti viðkomustaður er Istanbul og verður borgin skoðuð. Á Jalta á Krímskaganum verður dvalizt í tvo daga og heldur kórinn kons- ert þar og einnig i Odessa þar sem farþegar sjá m. a. ballettinn Svanavatnið. Næsti viðkomu- staður er Vama í Búlgaríu og þar næst Pireus í Grikklandi en þaðan fara farþegar í ýmsar fefðir og kórinn heldur konsert í Korinthuborg. Síðasti áfanga- staður áður en lagt er upp í hina sex daga sjóferð heim er Napoli en þaðan bregður ferða- fólkið sér flugleiðis í eins dags ferð til Rómar og aftur til Nap- olí. Allar þessar ferðir annast Ferðaskrifstofan Landsýn, sem hefur rússneska skipið á Ieigu og sér um ferðina fyrir kórinn. Fyrir förina þurfti ferðafólkið engrar vegabréfsáritunar með til Sovétríkjanna og er það f fyrsta sinn að erlendur hópur ferða- manna sleppur við þessa skyldu þar í Rússíá. 1 gær var blaðamönnum boð- ið um borð í Baltika, en skipið var komið á höfnina um fhnm- leytið. Nutu þeir um borð gest- risni Majorovs skipstjóra. Lagði Lóðsinn upp frá Lofts- bryggju uni kl. sex með formann kórsins, Ragnar Ingólfsson, í stafni og urðu fagnaðarfundir, þegar komið var um borð í hið rússneska skip. Færði kórinn skipstjóra og bryta tvo heljar- mikla blómvendi, þegar gestir voru setztir í tónlistarsal skips- ins. Sagði skipstjóri I smátölu er hann hélt að öll áhöfnin alls 179 manns hefði undirbúið sig Frainh á bls 6 VÍSIR ÖH Ieyfi til sauðfjárhalds í Reykjavík falla úr gildi frá 1. okt. 1967. Var þetta samþykkt á fundi þorgarráðs s.l. föstudag. Tekur þetta þó ekki til sauðfjár- halds í leigulandi Fjáreigenda- félagsins í Hólmsheiði né til sauðfjárhalds í Hólmi, Engi og Gufunesi hjá þeim aðilum, sem hafa leyfi til slíks. Talaði blaðið í morgun við Haf- liða Jónsson garðyrkjustjóra, sem sagði þetta vera málamyndayfir- lýsingu eina. — Féö sækir inn í bæ inn eftir sem áður. Þótt kostað væri til dýrra giröinga þá þýðir þaö ekkert, okkur hefur ekki reynzt það hingað til. Þessar kindur í Reykjavík hafa komizt yfir allt jafrevel rimlahíið, það er eins og engin hlið hindri þær, sagði Haf- m Hér sjáum við Goisu með þrrlembingana sína, sem hún átti í vor. E!gandinn, Stefnir Ólafsson, Reykjaborg við Múlaveg, elnn af fjáreigendum borgarinnar, bjóst ekki við þessum .góðu heimtum í haust. 1 * \v j 1 'y*Í ■ # J 4, * i ; j®! W i * * , Útsending dagskrár ís- lenzka sjónvarpsins hefst á föstudag en ekki á morgun eins og talað hafði verið um að gæti orðið. Sagði Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarps- stjóri Vísi í morgun, að nú væri endanlega á- kveðið að fyrsta dag- skráin yrði send út á föstudag kl. 20 og yrði það full dagskrá, 2—3 tímar. Væri enn ekki endanlega ákveðið hvað yrði í þessari fyrstu sjónvarpsdagskrá, en frá því yrði væntanlega gengið í dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.