Vísir - 27.09.1966, Blaðsíða 8
8
V í SIR. . Þriðjudagur 27. september 1966.
VISIR
Otgefandl: BlaöaOtgáfan VISER
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
AOstoðarrltstjóri: Axel rhorsteinson
Auglýsingar Þingholtsstræti 1
Afgreiösla: Túngötu 7
Ritstjóm: Laugavegj 178. Simi 11660 (5 linur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands.
t lausasölu kr. 7,00 eintakiö
Prentsmiðja VIsis — Edda h.f
Stöðvum verðhækkcmirnar
Blómaskeið hefur ríkt í íslenzku atvinnulífi undan-
farin ár. Framleiðslutækin hafa verið nýtt mun betur
en áður. Menn hafa fengið eins mikla atvinnu og
þeir hafa viljað. Fjárfesting í atvinnuvegunum hefur
stóraukizt. Þar á ofan hafa íslenzkar afurðir selzt á
síhækkandi verði á erlendum markaði. Þjóðartekj-
urnar hafa aukizt um 5,7% á mann á ári undanfarin
fimm ár, og raunverulegar tekjur launþega hafa auk-
izt um 5,9%—7,6% til jafnaðar á mann á ári á sama
tíma.
Mikil spenna hefur verið á öllum sviðum atvinnu-
lífsins. Þjóðin hefur nú um nokkurt árabil lagt til
hliðar í fjárfestingu allt að 30% af tekjum sínum.
Uppbygging atvinnulífsins hefur dregið töluvert af
mannafla frá rekstri þess. Mörg fyrirtæki hafa þjáðst
af starfsmannaskorti, og hin mikla eftirspurn eftir
vinnuafli hefur hækkað atvinnutekjur nokkuð fram
vfir aukningu þjóðartekna. Hin mikla kaupgeta alls
almennings þefur lýst sér í vaxandi eftirspum eftir
1/fsins gæðum;' allt frá frystikistum yfir í danska
kökubotna. Velmegun landsmanna er orðin svo mik-
il, að meira þekkist aðeins í örfáum löndum á jörðinni.
Bakhliðin á þessari velgengni er verðbólgan. Þegar
þjóð vill gera allt í senn og helzt á augabragði, að
byggja upp atvinnulífið og auka kaupgetuna, mynd-
ast geysileg spenna og eitthvað verður undan að
láta. Það er hin mikla fjárfesting og hin mikla neyzla,
sem skapar verðbólgu eða dýrtíð. Þjóðin hefur allt
frá því í stríðsbyrjun búið við verðbólguþróun, sem
ekkert lát virðist vera á. Þessi verðbólga hefur skap-
að margvíslegt misræmi. Tímavídd peningakerfisins
hefur gengið úr skorðum. Miklar skuldir hafa gufað
upp að verulegu leyti. Versta aðstöðu hafa þeir haft,
sem eiga sparifé eða lifa á ellilaununum, því höfuð-
stóll þeirra hefur stöðugt minnkað að verðgildi.
Núverandi ríkisstjórn hefur gert margvíslegar ráð-
stafanir til að sporna gegn verðhækkunum. Merk-
asti áfanginn á þeirri braut var júnísamkomulagið
1964, þegar samtök vinnumarkaðarins lögðust á eitt
með ríkisstjórninni að vinna að raunhæfum kjarabót-
um almennings. Kjarasamningarnir í fyrra voru svip-
aðs eðlis. Þá hefur vöxtum verið haldið háum til að
draga úr eftirspurn lánsfjár,- sparifé hefur verið verð-
tryggt hjá þeim, sem það hafa viljað, og byggingalán
hafa verið vísitölubundin.
Samningarnir um búvöruverðið hafa gefið tækifæri
til að hefja nýja sókn gegn verðbólgunni. í þeim
samningum sýndu báðir aðilar mikla hófsemi. Hækk-
anir þær, sem hlotizt hefðu af samningum þessum,
voru svo litlar að ríkissjóður gat greitt þær niður af fyr
irsjáanlegum umframtekjum sínum á þessu ári. Með
niðurgreiðslum á búvöruverðinu hefur ríkisstjórnin
stigið stórt skref í þá átt að stöðva verðhækkanir í
landinu. Nú verða allir þjóðhollir menn, og fýrst og
fremst framámenn hagsmunasamtakanna, að leggjast
á eitt við að kveða niður verðbólguna.
'jammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmiammmmmmmmmfmtmmmm
UTSKALAR
Nú, þegar Keflavíkurvegurinn nýi hefur verið lagð-
ur, er það yndi margra bifreiðaeigenda og bifreiða-
stjóra að láta spretta úr spori eftir þessari fyrstu
bílabraut okkar í þjóðvegakerfi landsins. Ekki er
það þó vegna yndis né fegurðar landslagsins, sem
fólk þeytist eftir Keflavíkurveginum, heldur mun
það í flestum tilfellum vera vegna annarra erinda.
Það er sönnu næst aö tungls-
landslag Reykjanesskagans dreg-
ur fáa náttúrudýrkendur til sín,
til þess er landið of hrjóstrugt
og fábreytilegt. Útlendingar
horfa á það með hryllingi og
finnst sem það sé ljótast af öllu
ljótu. Samt er þaö svo að Reykja
nesiö býr yfir sérkennum og sér
kennileik, sem ekki er til í
neinni annarri byggð á Islandi
og ef menn fara ekki þangað
með þá fyrirframsannfæringu í
huga aö þar sé ljótt, kemur
ýmislegt í ljós sem er skoðunar-
vert og jafnvel fagurt. Þarf ekki
annað en minna á hið óvenju
vfðáttumikla útsýni og fegurð
fjallahringsins sem við augum
blasir. Sjórinn býr líka yfir sín-
um töfrum, sem óþarft er að
lýsa, auk þess sem hann er það
gnægtabúr, sem skapað hefur
veímegun og auðsæld á Reykja-
nesi, flestum byggðarlögum
landsins fremur.
Og því þá ekki að bregða sér
eina dagstund suður á Reykja-
nes til þess að njóta þeirra sér-
kenna og þeirrar fegurðar sem
það hefur upp á að bjóða?
Það er m. a. ekki úr vegi
að renna farartækinu gegnum
Keflavíkurkaupstað og í áttina
að Garðskagavita. Þar úti á
skagatánni gefur að líta meiri
gróður heldur en víðast hvar
annars staðar á Reykjanesinu,
enda er talið að þar hafi akrar
verið til forna. Þama hét áöur
Rosmhvalanes og Þorvaldur
Thoroddsen segir í Ferðabók
sinni að þar sjáist enn móta
fyrir görðum og akurreinum og
í fomum bréfum eða bréfi er
getið um sáð á nesinu.
I
T>étt áður en komið er út aö
Garðskagavíta rís kirkju-
tum allhátt yfir umhverfi sitt á
hægri hönd. Þetta er tuminn á
Útskálakirkju.
Það er eins með Útskála eins
og aðra sögustaði landsins að
það eru mennimir sem skapa
sögu þeirra, og á Útskálum eru
það fyrst og fremst prestar, sem
staðinn hafa setið. Sumir þeirra
voru merkisprestar eins og t. d.
Sigurður Sívertsen, sem vígðist
aöstoðarprestur til Útskála 1831
og lét ekki af prestskap fyrr en
55 árum síðar. Séra Sigurður
var gagnmerkur maður í hvl-
vetna og lét sér mjög annt um
framfara- og menningarmál sókn
arbama sinna. Annar merkis-
prestur á Útskálum var alnafni
séra Siguröar, Sigurður Sívert-
sen, síðar guðfræðiprófessor við
Háskóla Islands. Sumir aðrir
Útskálaprestar hafa verið furðu-