Vísir - 27.09.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 27.09.1966, Blaðsíða 9
V í S I R . Þriðjudagur 27. september 1966. ibiuí'-m'^.wwíbi;" aw»w.«aA) 'tA&WMWfwiwHnip \ sinna og þótti kennimaður góö- fuglar hinir mestu og hafa skap- azt um þá kynjasagnir og þjóó sögur. II k ður en lengra er haldið með sögu Útskálapresta, skulumv rið staldra við austur í Rang- árvallasýslu í byrjun 17. aldar, líklega fremur 1611 heldur en 1612. Þá er sýslumaður sá í Ámesþingi, sem Björn hét Grímsson, og gekk undir nafn- inu málari, þótt ekki sé vitað hvað hann málaði né hvemig á jiessari nafngift hans stendur. Bjöm þótti undarlegur í hátt- um. Nú víkur sógunni að Bimi að hann leggur f ferð austur í Rang- árvallasýslu, knýr dyra aö Hlíð- arenda í Fljótshlíð í foraðsveðri miklu og vetrarleysingum og kveðst eiga brýnt erindi austur að Skógum í Eyjafjallasveit, en þar bjó systir hans sem Halla hét. Var sýslumaður lattur farar innar og honum sagt að vötn á Markarfljótsaurum myndu ó- fær sökum vatnavaxta og jaka- butear. Hins vegar myndu þau fljótlega hlaupa fram og yrðu embættað samdægurs bæði á Útskálum og Bessastöðum, en þar á milli var hin strangasta dagleiö á meðan ferðazt var á hestum. Var sagt að Þorsteinn hafi reitt dóttur sína fyrir aft- an sig og riöið gandreið. Þegar aldurinn færðist yfir Þorstein prest veiktist hann af holdsveiki, þar að auki sótti á hann sjóndepra og varð þá ófær til embættisstarfa, lagðist enda í kör. Þannig á sig kominn gat hann bam framhjá konu sinni með kvensnift nokkurri á heim ilinu og missti við það prestinn. Séra Þorsteinn reyndi að af- saka þetta hórdómsbrot sitt með því, að hann hefði ekki vitað annaö, en það væri eigin- kona sín, sem lægi hjá sér í rúminu. Hann hafði verið blind- ur og því ekki fengiö greint hvaða kvenpersóna lá hjá hon- um. Út af þessu spannst mik- ið málaþras. Fyrst fjallaði prestastefna um málið á Útskál- um og árið eftir var séra Þor- steinn dæmdur frá embætti. Hann var samt ekki af baki dott inn, en hugðist fá uppreisn máls síns á Alþingi. Lét hann flytja ur. Þegar Þorgeir hafði setið um sex ára bil í embætti féll hanri fyrir freistingu — næstum ó- venjulegri af manni í prests- stööu — sem varð honum að fótakefli. Hann falsaði peninga og notaði þá til að fá vörur úr verzlun einokunarkaupmanns í Keflavík. Fölsunin komst sam- dægurs upp og var presti boð- in sætt og að mál skyldi ekki höfðað gegn honum ef hann greiddi kaupmanni 30 dali í miskabætur. Því sáttaboði hafn aði prestur, hvort heldur verið hefur af því að hann taldi sig ei hafa efni á að greiða pening- ana, eða kergja hefur hlaupið í hann og hann ekki viljað láta hlut sinn fyrir kaupmanni. Var prestur þá kærður og hann dæmdur samkvæmt norskum lögum til að handhöggvast. Skyldi höggva af honum hægri höndina, þvl með henni drýgði hann glæpinn. Hann var enn- fremur dæmdur í fjársekt, dæmdur frá æru og búslóð og loks var hann dæmdur frá kjóli og kalli með smán. Meiri á- stefjasálmur". Þar kemst hann m.a. að orði: „Samvizkan lítur, sárið blæðir, satan ákærir, lögmál hræðir; h-jástoðin dvínar, hörmung lý,” heimurinn fagnar, lukkan flýr“ V Cá, sem við tók Útskálapresta- kalli af séra Þorgeiri Mark- ússyni hét Egill Eldjárnsson og kom þangað 28 ára að aldri. Hann var maður um margt vel gefinn, skáldmæltur eins og fyr irrennari hans, umbótamaður í búskap og jarðrækt svo að hon um voru veitt heiðursverðlaun fyrir. Hann virðist hafa komizt í ágæt efni og verið vinsæll með al sóknarbama sinna. Hinsveg- ar virðist hann hafa verið drykk felldur og liklega óbilgjarn ef því var að skipta. Og örlög hans urðu að því leyti hin sömu og fyrirrennara hans, að Keflav,- kaupmenn urðu honum ásteiting arefni og loks að fallh f júní byrjun 1787 fór hann í kaup- staðarferð til Keflavfkur, drakk sig fullan og átti orðastað viö kaupmanninn á þá lund að kaup manninum taldi sér freklega mis boðið og kærði prest fyrir yfir- völdunum. Málinu lyktaöi með að nafni, hengd í hjalli niður við sjó á Gufuskálabænum. Elfn þessi var talin skapstirð og svarkur, en það sem verra var, að húsbændur hennar höfðu hana grunaða um að hnupla mat úr búri og höfðu viö orð að kæra hana fyrir tiltækið. Þeir sem kunnugir voru heim- ilisháttum töldu Elínu vera nokkra vorkunn í því þött hún næði sér í matarbita, því hún væri illa haldin og jafnvel svelt. Við rannsókn á dauðdaga henn ar, kom upp grunur um að hann hafi borið að á annan hátt, en í var látið skína, og ið Elfn mvndi tæn'esa hafa fvr irfarið sér sjálf. Var útbúnað- ur snörunnar allur með beim hætti að.með ólíkindum þótti að sú látna hefði þannig getað frá gengið. Auk þess bar líkam- inn oa höfuðið á engan hátt vitni hensingar. Að athugun á líkinu lokinni skipaöi hreppstjóri bóndanum á Gufuskálum og húsbónda Elín- ar heitinnar, Jóni Sæmundssyni að varðveita og ábyrgjast líkið unz sýslumaður kæmi á stað- A ROSMHVALANESI sennilega viðráðanlegri á næsta degi. Ekki kvaðst Bjöm mega bíða svo Iengi því aö erindum vrði hann að ljúka þá um kvöld- ið hvað sem tautaöi. Þégar sýnt varð að engu tauti yrði við sýslumann komið var honum fenginn traustur hestur og vanur vatnamaður til fylgd- ar. Samt var þeim allri ógæfu spáð og þótti líklegast að þeir myndu farast í vötnunum, eftir vextinum sem í þeim var. Ferðin gekk þó betur en á horfðist og komst bæði sýslu- maður og fylgdarmaöur hans heilu og höldnu yfir Þverá og Markarfljót og komust austur að Skógum um kvöldið. Þegar á leiðarenda korn. og sýslumaður hafði hitt Höllu syst ur sfna, bar hann upp erindi sitt við hana, sem var svo brýnt að ekki mátti degi skeika. En það var að hann fengi í fyrsta lagi að sofa í kirkjunni um nóttina og í öðru lagi að hús- freyja léði sér einhverja griö- konu sína til að gamna sér við um nóttina. Kvaðst sýslumaður vita aö það ætti fyrir sér að liggja að geta bam þessa nótt, og ef þaö yrði getið í kirkju myndi það prestur verða. Halla húsfr. fékk vinnuk. sína til að leggjast með Bimi sýslu- manni í kirkjunni og níu mán- uðum síðar ól konan son, sem Björn gekkst við. Var hann vatni ausinn og skírður Þor- steinn. \ III I^ramangreind saga er af þeirri A ástæðu rakin að Þorsteinn Björnsson, sem getinn var í Skógakirkju, varð síðar prestur að Útskálum og þótti undar- legur í háttemi og forneskjuleg- ur. Em til um hann ýmsar þjóð- sögur, sú m. a. að hann hafi sig þangað á kviktrjám alla leið sunnan úr Garði og lét leiða sig á fund flestra höfðingja sem þar voru staddir. Þessi ferð bar þó engan árangur og var dóm- urinn staðfestur yfir Þorsteini, þannig að hann skyldi missa embættið og flytja burt frá Út- skálum. Þegar til átti að taka neitaöi prestur með öllu að hverfa burt frá Útskálum. Horfði þetta fram ferði hans til hinna mestu vand- ræða og einkum þó fyrir nýja prestinn sem við af honum átti að taka. Munnmælasaga er til um það, að þegar svo var kom- ið málum, hafi nokkrir skóla- piltar í Skálholti gengið á fund Brynjólfs biskups Sveinssonar og beðið hann leyfis að mega bera séra Þorstein út. Hafði biskup veitt leyfiö, að því til- skildu þó, að presti vröi ekki misboðið í neinu. Fór og svo að Þorsteinn var borinn út en á ieiðinni krækti hann í annan bæjarkampinn og eftir það tolldi hann aldrei uppi. Þegar út úr bænum var komið beiddi Þorsteinn þess að hann yrði borinn þrisvar umhverfis bæjarhúsin. Þótti sú bón hans næsta grunsamleg, og þar sem karl var blindur var sú ekki veitt, var ekkert auðveldara heldur en leika á hann og bera hann hringinn í kringum skemm una eða annað úthýsi sem stóð þar á bæjarhlaði. Og svo brá við skömmu síðar að kofi sá brann til ösku og allt sem í honum var. IV k rið 1747 réðist séra Þorgeir ^ Markússon til Útskála. Þor- geir var skáldmæltur vel og hafa Ijóðmæli hans verið gefin út fjórum sinnum. Þorgeir hlaut skjótt vinsældir sóknarbama virðingu gat maður I presta- stétt naumast hlotið. Af séra Þorgeiri er það að segja að hann leitaði til kon- ungs um náðarbeiðni, fékk að halda hendinni og uppreisn æru, en prestinn fékk hann ekki. Gérðist Þorgeir síðan bóndi og útvegsmaður og dó aðeins 47 ára að aldri. Þorgeir prestur iöraðist mjög gerða sinna og orti langan og mikinn afsökunar- eða iðrunar- sálm, sem hlaut nafnið „Sjö- því að séra Egill var dæmdur frá kjóli og kalli og lézt hann fáum árum síðar, gæfusnauöur og yfirkominn af hugarvíli. VI I prestsskapartíö séra Egils Eld jámssonar skeði fáheyrður atburður í sókn hans, sem hann varð að sjálfsögðu að láta til sín taka sem sóknarprestur. Var því máli þannig háttað, að sumarið sem séra Egill missti prestinn, þ.e. 1787, fannst nið- ursetukona, Elín Stefánsdóttir inn til að skoða líkiö og taka ákvörðun um rannsókn í málinu. En daginn eftir kom Jón bóndi að Útskálum, gekk á fund séra Egils og krafðist þess að mega dysja líkið. Kvað hann stafa fýlu af líkinu og væri hann ekki þess umkominn að geyma það í þeim sumarhitum, sem þá gengu. Mun séra Egill að lokum’ hafa samþykkt það að Jón bóndi dysjaöi líkið, en það yrði hann að gera á kristilegan hátt og djúpt í jöröu Þessari óhugnanlegu sögu er þó ekki þar með lokið, því Jón bóndi lét sér ekki nægja að dysja Elínu gömlu, heldur lét skera af henni höfuöið, setja höfuðið við þjóana og snú nefi til Saurbæjar. Þetta kvaðst Jón bóndi hafa gert til aö Elln gengi ekki aftur, en við því taldi hann mega búast svo fremi sem lOc- aminn væri laus I hálsliðunum. Framh. á bls. 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.