Vísir - 19.04.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 19.04.1966, Blaðsíða 3
VlSIR . Þriðjudagur 19. aprl 1966. •> Geir Hallgrímsson skýrði í gær heildarskipulag Reykjavikurborgar fyrir borgarstjóra Grimsby, sem klæddist embættisbúningi sínum. Að bakl borgarstjóra Grimsby stendur einn æðsti embættismaður Grim sby-borgar og ber hann veldissprota. Auður Auðuns situr fyrir miðri myndinni, en lengst til hægri er Páll Líndal borgarlögmaður. - GRIMSB YGES TIR / >. ' ♦*♦<>;$ : mwmm iWm Borgarstjóri Grimsby, Dennis Petchell og kona hans, frú Kristín, sem er af íslenzkum ættum, borgarritari, varaborgar stjóri, fjórir borgarfulltrúar og þrír togaraútgerðarmenn frá Grimsby eru í heimsókn í Reykjavík í boði borgarstjórn- arinnar. Komu þau á sunnu- dagskvöld og munu dvcljast hér til föstudagsmorguns. 1 gær óku gestimir um borg ina og skoðuðu ýmsar borgar- stofnanir svo og sýninguna á myndum úr minjasafni borgar- innar. Síödegis hélt Geir Hall- grímsson borgarstjóri gestunum síðdegisboð aö heimili sínu og um kvöldið héldu borgaryfir- völdin kvöldverðarboð að Hótel Borg. í morgun fóru gestirnir og skoðuðu fiskvinnslustöðvar, Hafnarbúðir, hús Slysavamafé- lagsins og Bæjarútgerö Reykja vfkur hélt þeim hádegisverðar- boð í Nausti. Síðdegis var á- formað aö heimsækja verk- smiöjuna að Kletti og Fiskifé- lag tslands. Gestimir munu á morgun fara í útsýnisflug með flugvél Land- helgisgæzlunnar og snæða síð- an hádegisverð í boði Reykja- víkurhafnar. Síðdegis er svo mót Það snjóaði, þegar borgarstjórahjónin í Grimsby, Dennis og Kristfn Petchell, komu til Reykjavíkur á sunnudagskvöld. VINA RBOÐI taka hjá brezka sendiherranum og annað kvöld sitja gestirnir kvöldverðarboð Félags fsl. botn vörpuskipaeigenda og Sölumið- stöðvar hraöfrystihúsanna í Sig- túni. Á fimmtudag verður farið í ökuferð austur fyrir fjall, kom- ið að Þingvöllum, Hveragerði og víðar og um kvöldið heldur sjávarútvegsmálaráöuneytið boð í ráðherrabústaðnum. Gestimir halda heimleiöis á föstudagsmorgun. S" \ V ■ y\ < * -wfA Gunnlaugur Pétursson borgarritari ræöir við nokkra gestanna frá Grimsby um myndir á sýningunnl á myndum úr mlnjasafni Reykja- víkurborgar. Lausar stöður Staöa deildarstjóra og yfirtollvarðar við toll- gæzluna í Reykjavík eru lausar til umsóknar. Einnig nokkrar tollvarðastöður vegna fyrir- hugaðrar aukningu tollgæzluliðsins. Umsóknarfrestur til 10. maí n.k. Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna. Ungir menn með góða undirbúningsmenntun ganga fyrir um tollvarðastöðurnar. Umsóknareyðublöð fást hjá skrifstofustjóra tollstjóra, Arnarhvoli, og tollgæzlustjóra, Hafnarhúsinu, og skulu umsóknir sendar til annarshvors þeirra. TOLLSTJÓRINN í REYKJAVÍK

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.