Vísir - 19.04.1966, Síða 9

Vísir - 19.04.1966, Síða 9
VÍSIR . Þri.S*"'’-"-- '0. aprl 1966. Tjetta er orðinn langur þrauta tími. Bráðum átta ár utan- veltu ríkisstjómar, og enn rofar lítt, eða ekki til, a. m. k. getur þessi ál-glýja brugðizt sem aör- ar skýjaglennur á stjómmála- himninum, þessi síðustu, löngu ár, ár full þjáninga og brostinna vona. Já, það hallar brátt í átt- unda árið, síðan Hermann hljóp með Eystein frá stýrinu á þjóð- arskútunni, rétt við brimsvelg- inn undir „Svörtu loftum“. Illa hefði þá farið, ef Emil hefði ekki, með alkunnu snarræði gripið um stjómvölinn, og með „hertum strengjum og heilli voö“ beitt i skyndi frá voðan- um. Honum tókst farsællega, með sínum mönnum og fulltingi sjálfstæðismanna, að verja skút una meiri háttar áföllum. Og kunnugt er, að allt frá þeim örlagaríka degi til þessa, hefur stjómarflokkunum tekizt, aö verja þjóðarfleyið fyrir brot- hylgjum, og velta frá því stór- sjóum. Og það þrátt fyrir stöð- ugar tilraunir fyrrverandi stýri- manna, að magna geminga- veður, trufla áttavitann og vinna margs konar skemmdar- verk á rá og reiða. Allt hefur þetta truflað og tafið, en vegna gætni og glöggskyggni stjóm- enda var forðað frá stórslysum. Mun og heppnast að halda svo ferðinni áfram. Það mæla óvil- hallir menn: að um áratugi hafi ekki svo glæstur og fengsæll farkostur rist öldur þjóðmál- anna sem nú um skeið. Sjálfsagt er aö reyna að skilja geðhrif og sálrænar sveiflur i orðum og athöfnum þessara ó- gæfusömu „skipbrotsmanna frá 1958“. Margir þeirra eru greind- ir og gegnir menn, og áttu vafa laust góð áform, en sem öll mistókust, vegna eigin valda- græðgi, ágimdar og ofmetnað- ar. Jafnvel fullan helming þjóðarinnar hugðust þeir útiloka frá minnstu áhrifum á stjóm landsins, sbr. boðskap fyrrver- andi form. Framsóknarfl. á fundi á Hólmavlk. Og töldu þeir þetta eitt sitt aðal hlutverk í stjórnaraðstöðu. Er ekki fjarri lagi að álykta, a. m. a. hafi framsóknarmenn vanrækt skyldustörfin, vegna þessa „mikilvæga hlutverks". Því fór stjóm á þjóðmálunum í handa- skolum og góðu áformin gufuðu upp. Hörmungarsaga vinstri stjómarinnar, er sem betur fer stutt, en verður þó ekki rakin í takmarkaðri blaðagrein. Hún hlýtur og að vera flestum í fersku minni. En „kapituli" vinstri stjómarinnar gleymist ekki. Hann verður feitletraður á spjöldum stjómmálasögu ís- lands til ævarandi viðvörunar. Það skal metið að verðleikum, að Hermann Jónasson brást drengilega við, þá hann sá tor- tímandi brimsvelginn framund- an, að viðurkenna í heyranda hljóði vanmátt sitt, svo björg- un varð við komið í tæka tíð. Jj’ramsóknarmenn höfðu lengst af, um áratugi setið við kjötkatlana og hóflítið gætt sér og sfnum á krásunum. Þrátt fyrir skilyrðislausa uppgjöf framsóknarmanna fannst þeim sjálfsagt að þeir fengju enn nokkurs að njóta, þeir hlytu að verða kallaðir til stjómarsamstarfs, því án þeirra væri ekki hægt að stjóma land- inu. En sú von brást. Þó svrti fyrst alvariega í álinn, þegar þjóðin, 1959, hafnaði forustu framboði þeirra framsóknar- manna. Örvæntingin heltók þá svo, að í einhvers konar æði réðust þeir gegn hagþróun landsins, og trufluðu það eftir megni. Það er ekki ætlandi geð- heilum mönnum, að stunda slíka iðju. Þess vegna verður að taka á þessum brekum þeirra .mjúkum höndum og velvilja, Öll sund voru lokuð. „Hin leið- in“, hugarfóstur Eysteins, var ófær, vegna holklaka. Var hreint ekkert til, sem blása mátti út stjóminni til dóms- áfellis? Allir atvinnuvegir þjóð- arinnar standa í meiri blóma, en mestu hugsjónamenn hafði dreymt um. Ríkisstjómin hefur fmmkvæði og forustu um flest- ar framkvæmdir og styður aðr- ar. Landbúnaður, sjávarútveg- ur og iðnaður eru efldir með ráðum og dáð. Það er næstum búið að rafvæða byggðalögin. Stærra átak var þegar gert í samgöngumálum en áður hafði þekkzt. Byggingasjóðir voru efldir svo, að flestum reyndist nú auðvelt, með aðstoð þeirra, að eignast hús yfir höfuð sitt og sinna. Sjúkrahús eru byggð, skólar em reistir í bæjum og öðmm byggðalögum. Hafin er og endurskoðun alls skólakerf- isins, með aukna og bætta menntun þjóðarinnar fyrir aug- um. Verzlunarhöftin eru að mestu afnumin. Og gjaldeyris- staða þjóðarbúsins svo glæsi- leg, að traust á fjármálastjóm þjóðarinnar aldrei verið slíkt sem nú. Tj'ramsóknarflokkurinn hefur jafnan í orði talið landbún- En var samt ekki eitthvað í þessu máli, sem nota mætti til árása á ríkisstjórnina? ommúnistar voru frá upp- hafi rrfiti álsamningunum, vegna þess, að fjármagnið, er flytja -átti inn var ekki frá Rússum eða Kína. En þeir áttu erfitt með að finna sterk rök móti málinu, enda engin hald- góð til. En þeir deyja aldrei ráðalausir. Þeir létu svo stjóm Alþýðusambandsins Iýsa sig and víga álbræðslunni, og lýstu ýmsum tylliástæðum. Við þetta vaknaði Eysteinn, skellti í skyndi handjárnum á yngri mennina, þrumaði sjálfur stríðs- yfirlýsingu flokks síns, gegn álbræðslusamningnum, á Al- þingi, pantaði mótmæli frá nokkrum flokksfélögum og lét blöð sín hamra gervirök kommúnista inn í sauðtrygga flokksmenn sína. Kommum mun fátt um finnast rökhnupl framsóknarmanna, og krefjast sennilega greiðslu, samkvæmt höfundarétti. Bræðralagið getur brigðult verið. Innan tíðar munu margir þeir er nú kunna að glepjast af falsrökum stjómarandstöðunn- ar sjá í gegnum blekkingavef- ' inn og gerir sér þess fulla VESALINGAR Ömurlegt hlutskipti eftir Steingrim Daviðsson fyrrv. skólastjóra' þó erfitt sé, en að beita beztu aðinn sitt óskabam, en hvemig ráðum til að afstýra tjóni. Slíka var með óskabamið farið á aðgætni verður að hafa í ná- inni framtíð, því nefnd árátta mun lengi fylgja „skipbrots- mönnunum frá 1958“. Þó fyrr nefnt hugarvíl rikti í röðum framsóknarmanna þegar á fyrsta ári virðeisnarinnar, voru þeir ekki allir jafn illa haldnir. Spámaður nokkur upp- hóf raust sína og bað menn huggast láta. Kvað hann hér mundu yfir ganga ný móðu- harðindi í líki gífurlegrar fjár- hagskreppu, annar hver maður gengi atvinnulaus um götur bæjanna og hungurvofan yfir- félli heimili manna. Af þeim sökum mundi viðreisnarstjómin hrökklast frá völdum og Fram- sókn taka við stjómvelinum. Þá létti af plágunni. Við þennan boðskap hins vísa manns hækk- aði nokkuð brúnin á mann- skapnum. Pressan var sett i gang, og blöðin með spádóminn send inn á nær hvert heimili landsins. En á öldum ljósvak- ans þrumaði spámaðurinn sjálf- ur fagnaðarerindi sitt út yfir landsbyggðina. ÖII þjóðin veit nú, að í stað plágunnar er koma skyldi, hófst hér meiri velmegun en þjóðin hafði nokkru sinni komizt í snertingu við. Góðæri og heil- brigð stjómarstefna voru sam- verkandi. Svo gífturík var þjóð in, að þrátt fyrir linnulausan skæruhernað stjómarandstöð- unnar tókst ekki að lama hag- kerfið, eða trufla verulega við- reisn atvinnuveganna. Þegar svona hraklega fór um móðuharðindaspána hefur það verið sárt striðandi hug- raun framsóknarmanna, að finna eitthvert haldgott ráð til að fella viðreisnarstjómina. En þrátt fyrir marg bleytta og brotna heila vitmstu manna flokksins, gekk hvorki né rak. dögum vinstri stjórnarinnar? Þegar stjórnin „skildi við“ vom lánasjóðir landbúnaðarins gjaldþrota, og stjómin úrræða- laus. Nú hefur landbúnaðarráð- herra Ingólfur Jónsson tryggt sjóðnum svo miklar tekjur, að hann getur á hverjum tíma full- nægt eftirspurninni og eflt þannig margs konar framkvæmd ir í sveitum landsins. En liðs- oddar framsóknarmanna reyndu að hindra þessar gerðir ráðherr- ans. Það er staðreynd, þó ekki sé trúleg. Ingólfur Jónsson skil- ur betur þarfir bændastéttar- innar en fyrirrennarar hans úr Framsóknarfl. Enda una bændur nú betur hag sínum undir hans stjóm. Þetta allt er auðvitað neyðar- ástand fyrir stjómarandstöð- una, og þó alveg sérstaklega fyrir Framsókn. En nú komu ný mál til sög- unnar, er rikisstjómin hafði fmmkvæði að, virkjun Þjórsár og álbræðslan, sem erlent félag viídi stofnsetja hér. Nokkrir yngri framsóknarmenn studdu i fyrstu eindregið innflutning er- lends fjármagns til stóriðju- framkvæmda, og broddar flokks ins, þeir eldri létu og að því liggja, að þeir væru einnig því meðmæltir. Þama vom tvö sam slungin stór mál, sem tvímæla- laust efldu mjög hag þjóðar- innar, þegar í næstu framtíð, og> því meir sem lengur liði. Móti virkjuninni var ekki stætt að vera, það var forystu Fram- sóknar þegar Ijóst. Það var og einnig varasamt, að beita sér krókalaust móti álbraqðslunni, vegna þess, að án hennar hlaut rafmagnið frá Þjórsá að verða mjög dýrt, og af þeim sökum mundi meðalverð rafmagns f landinu hækka m. a. um 60%. n grein, að álbræðslan getur orð- ið undirstaða alhliða iðnþróun- ar i landi hér, svo og gefa af sér tekjur til stuðnings öðmm atvinnuvegum. Og vegna þeirra skilvrða, sem álbræðslan skap- ar, verður auðvelt innan tíðar að byggja stórvirkjanir við fall- vötnin á Norður- og Austur- landi. Framsókn skjöplast nú sem fyrr um móðuharðindin, sem koma áttu. Stjómarandstaðan stendur þegar rökþrota og átta- villt i eigin moldviðri. Vegna þess að Framsóknarfl. var eitt sinn, þó laugt sé um liðið umótasinnaður, og hann telst enn lýðræðisflokkur, er hlutskipti hans aumkunarvert.. Hann hefur haslað sér völl við hlið kommúnista, stríðandi móti mestu framfaramálum í land- inu, og það vegna þess, að hann fékk ekki ráðherrastólana. Og ráðherrasætin fékk hann ekki vegna þess, að hann hafði brot- ið af sér traust þjóðarinnar. Fyrri samstarfsflokkar hans trúðu honum ekki framar. Ef flokkurinn hyggst að vinna aft ur tapað traust og glataða til- trú, þá verða leiðtogar hans að skilja, að leiðin til þess er ekki, að snúast öndvert gegn umbóta málunum, og siðspilla stjóm- málin með gylliboðum og gervirökum. Þó eru grófustu brígzlyrði í garð þjóðarleiðtoga, er linnulaust vinna að hagsæld þjóðar sinnar og alhliða menn- ingu, ekki vel fallin til að móta þá einingu, er lítil þjóð sérstak- lega þarfnast, svo henni megi vel farnast. Og ekki em belli- brögð vænleg til að afla þeim mönnum trausts og fylgis, sem þeim beita. En hvað nú um hina leiðina? Það er a. m. k. degi ljósara, að þjóðin felur ekki framsóknarmönnum þátt- töku í stjóm landsins fyrr en þeir hafa markað sér stefnu og starfshætti, er þjónar fram- sækinni þjóð á braut menningar og andlegs þroska. Jóhann Hafstein, iðnaðar- málaráðherra hefur unnið mark visst að álbræðslusamningunum þann veg, að þeir tryggja ís- lendingum vemlegan hagnað og beztu kosti. Það mun seinna réttilega metið. Menn getur eðlilega greint á um gildi stóriðju, en pólitísk loddaraspil stjómarandstöðu flokkanna eru af öðrum toga spunnin, og þeir ættu að spara sér mótmælasmölun, því Al- þingi staðfestir álsamningana á næstu vikum, og bindur þar með enda vansæmandi deilna öfgamannanna. 16. april 1966. Stgr. Davíðsson. Mjólkursamsalan tók á móti um 60 þúsund tonnum af nýmjjólk ^ðalfundur Mjólkursamsölunn ar var haldinn fimmtudag- inn 14. þ.m. Sátu hann fulltrú ar mjólkurframleiðenda af suð- ur- og vesturlandi, frá Vestur- Skaftafellssýslu til Gilsfjarðar. Formaðurinn, Sveinbjöm Högnason, setti fundinn og bauð fulltrúa velkomna. Flutti hann síðan skýrslu um störf og framkvæmdir stjómarinnar á sl. ári. Forstjórinn, Stefán Bjöms- son, lagði fram ársreikninga Mjólkursamsölunnar, skýrði þá og flutti yfirlit yfir rekstur hennar og framkvæmdir á ár- inu. Rekstur Mjólkursamsölunnar fór vaxandi á árinu eins og und anfarin ár. Kostnaður jókst vegna hækkandi verðlags og launa og nam hann, að meðtöld- um afskriftum, 11.7% af heild- arvömsölu hennar. Verðlag mjólkurafurða fór einnig vax- andi, en fylgdi þó ekki strax á eftir. Starfsmenn voru 450 í árslok, eöa einum fleiri en f byrjun ársins. Mjólkursölustöð- um fjölgaði um 9 á árinu í 125. Mjálkursamsalan rak sjálf 64 mjólkurbúðir, þar af 40 I eigin húsnæði. Er það tveimur fleira en árið áður. Aðrir aðilar seldu mjólk í 61 búð auk kjörvagna. Innvegið mjólkurmagn til mjólkurbúanna, sem að Mjólk- ursölunni standa var 58.537.891 kg. Aukning frá fyrra ári nam 2.454.991 kg. eöa tæplega 4.4% Mjólkursamlögin í Búðardal og Grundarfirði störfuöu ekki allt árið 1964 og stafar aukningin áð nokkru leyti af þvi. Helztu framleiðsluvörur mjólk urbúanna voru 33.538 þús. lítrar neyzlumjólk, 749 þús. I. neyzlu- rjómi, 838 þús. 1. undanrenna, 1.252 þús. kg. skyr, 558 þús. kg. smjör, 437 þús. kg. mjólkurost ar, 136 þús. kg. nýmjólkurmjöl, 407 þús. kg. undanrennumjöl, 107 þús. kg. kasein. Auk þess niðursoðin mjólk kryddaður ostur o. fl. Nýmjólk- Framh. a bls. 4

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.