Vísir - 30.01.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 30.01.1967, Blaðsíða 1
i Annasöm helgi hjá lógreglunni: ABSUGUR GERDUR AÐ LOGREGLUMONN- UM Á SUNNUDAGSNÓTTINA RÓSTUSAMT var í borginni aöfaranótt sunnudags. Bar ótrúlega mikiö á óeirðum, spjöllum, innbrotum, slysum, slagsmálum og öðr- um skrílshættJ. Lögregluvaktin, sem þá var að skyldustörfum, minnist ekki jafn- tíðra atvika af þessu tæi í mörg ár. Voru það einkum óróasamir ungiingar, sem þarna voru að verki. Setja sumir lögreglumenn það í samband við miðsvetrarprófin, sem var að ljúka í skólunum, en aðrir gefa þá skýringu, að flestir samkomustaðir utan Rekjavíkur voru lokaðir, en þó finnst mörgum kunnugum hið síðarnefnda fráleit ástæða, vegna þess að ólætin hófust eiglnlega ekki fyrir alvöru fyrr en sfðla nætur. Ölvun var gífurleg, svo mikil, f ust á augabragði og ennfremur aö fangaklefar í Síðumúla fyllt- „kja!1arinn“ í Pósthússtræti. Átti lögreglan fullt í fangi með að hafa hemil á ölvuðum ungl- ingum, þvi að geymslupláss skorti tilfinnanlega. 16 ára slasaðist í ákeyrslu á ljósastaur Ungur piltur slasaðist mjög illa aðfaranótt sunnudagsins, pegar hann ók oifreið föður síns á ljósastaur rétt hjá Silfur- túni á Hafnarfiarðarveginum — PiltuHnn var ðkurétttnchlaus og er talið að hann hafi verið und- ir áhrifum áfengis. Farþegi, er með piltinum var í bifreiðinni, skarst í andliti en slasaðist ekki hættulega. Bifreiðin eyðilagðist að mestu og ljósastaurinn hrökk i þrjá hluta. Lengi eftir atburðinn blikkuðu Ijós við Hafnarfjarðarveginn og í Silf- urtúni. Pilturinn er nú talinn úr allri hættu, en hann er víða illa brotinn. Annar piltur, réttindalaus, olli árekstri á gatnamótum Öldugötu og Lækjargötu í Hafn arfirði, þegar hann virti að vett- ugi stöðvunarskyldu fyrir bílum sem koma Öldugötuna og lenfi á leigubíl. Vildi leigubílstjórinn kalla á lögregluna á vettvang, en piltur fór fram á að hann semdi við sig. Þegar leigubíl- stjórinn vildi það ekki, stakk pilturinn af. Lögreglan í Reykja- vík hafði svo hendur í hári piltsins að beiðni lögreglunnar í Hafnarfiröi og játaði hann á sig alla sök. Kona ók á umferðarskilti í miðbænum í Hafnarfirði rétt upp úr miðnætti aðfaranótt sunnudagsins, og skemmdi bif- reið sfna svo að hún varð óöku- Framh. á bls 10 Slítur Sovétstjórnin stjórnmála- 57. árg. - Mánudagur 30. janúar 1967. - 25. tbl. tengsl við Pekingstjórnina? Sóvétstjómin hefur sent harðorð mótmæli til Pekingstjórnarinnar út af óvirðingum í garð Sovétríkjanna, sovétþjóðarinnar og leiðtoga henn- ar, í fjögurra daga látlausum mót- mælaaðgerðum fyrir utan sovézka sendiráðið í Peking, en bær hafa nú breiðzt til annarra kínverskra borga. Kveðst sovétstjómin grípa til nauðsynlegra aðgerða, ef þetta verði ekki stöðvað þegar í stað. — í einni frétt NTB-fréttastofunnar segir, að aldrei hafi verið eins hætt við slitum stjómmálatengsla milli Sovétríkjanna og Kína sem nú. Mótmælaaðgerðir hafa einnig átt ' • 1 SeyiisfjarSarbæ heimilaS lögtak fyrir eftirstódvum af aukavatnsskatti í morgun var kveðinn upp fyrsti dómurinn í vatnsmálinu svokali- aða á Seyðisfirði, en málflutning- ur hófst á laugardaginn fyrir hér- aðsdómi, bæjarfógetanum á Seyð- isfirði. — Málaferlin standa um það, hvort heimila beri Seyðis- fjaröarbæ að láta fara fram lög- tak hiá fyrirtækium þeim, sem skulda hinn umdeilda vatnsskatt, sem lagður var á í sumar. Fyrsti dómurinn féll á þá lund, að Seyðisfjarðarbæ var heimilað að framkvæma lögtak hjá Síldar- verksmiðju ríkisins fyrir upphæð að krónur 499 þúsund krónur, eft- irstöðvum af aukavatnsskattinum, en áður höfðu verksmiðjurnar borg að nokkurn hluta skattsins. — Næstu daga verða kveönir upp dómar um það, hvort bærinn hafi heimild til að taka lögtak hjá Haf- síld, hinni síldarverksmiðjunni á Seyðisfirði og 3 söltunarstöðvum, sem eiga ógoldinn aukavatnsskatt- inn, en tvær hafa borgað hann og þrem ekki enn verið gert að greiða hann. Upphaflega gerði Seyðisfjarðar- bær kröfur um samtals 12^4 millj. króna aukagjald, á hendur þessum fyrirtækjum, vegna nýrrar vatns- veitu og olli sú krafa miklum deil- um í sumar en þær enduðu með samkomulagi í ágúst, þar sem fé- lagsmálaráöuneytinif var falin fullnaðarákvörðun reglugerðarinn- ar um vatnsskattinn. Ráðuneytið lækkað; skattinn um 20% og jafnframt skyldi ríkis- styrkur til vatnsveitunnar hækka, sem þvi svaraði. Þetta taldi bæj- arstjórinn jafngilda eins konar gerðardómi í málinu og byrjaði á framkvæmd lögtaka nú eftir ára- mótin. Málið mun fara fyrir hæstarétt. sér stað fyrir utan sendiráð Júgó- slavíu og Mongólíu. Samtímis berast fréttir um harðn andi átök í innanlandsátökunum í Kína. Sums staðar hafa stuðnings- menn Maos náð aftur yfirráðum í héruðum og borgum, annars staða: ekki, og enn annars staðar er yfir- ráðum stjórnarinnar ógnað, og í Sinkiang er að mintiSta kosti hluti hersins í beinni andstöðu við Mao Það talar sinu máli um ótryggar horfur, að stjómarvöldin hafa lagt bann við, að nokkrir hermenn eða lögreglumenn veröi fjarverandi frá stöðvum sínum, er nýja árinu verð- ur fagnað í næsta mánuði. Margt um manninn við innstahaus Enn hrynur úr fjallinu Margt var uni manninn við Steins holtsjökul nú um helgina til að skoða verksummerki eftir i]alls- hrunið fyrir skömmu, sem olli hlaupi í Markarflióti. — Var enn að hrynja úr stálinu i Innstahaus og úr bingnum, sem myndaðist þegar fjallið hrundi. Flestir, sem fóru ?.ð Innstahaus, voru með Ferðafélagi Islands, eða 74 manns, en þar að auki fóru 24 jeppar inneftir. Leiðindaveður var við norðanverðan Eyjafjallajökul, Framh. á bls 10 Aðsókn csð „Rsiuðnj skikkjunni" mjög góð í Dnnmörku • Aðsókn að „Rauðu skikki- unni“ er góð í Danmörku, að því er fregnir herma. Myndin var eins og kunnugt er tekin á Islandi. — Gagnrýr.endum bótti hún mis- heppnuð að öllu leyti nema is- lenzka landslaginu. • Janúarmánuður þykir ekki góður biómánuður i Kaupmanna- höfn, cn bar hefur eitt stærsta kvikmyndahúsið verið troðfullt á sýningum Rauðu skikkiunnar. — Einnig utan Kaupmannahafnar er aðsóknin mjög góð, en bar fékk myndin vfirleitt betri dóma en í Minni myndin sýnir hvernig billinn var útleikinn ( ljósm. Magnús Axelsson), en sú stærri sýnir staurinn, aftursætið, sem kastaðist út og skemmdir á bilnum (ljósm. Emil Jónsson). i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.