Vísir - 30.01.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 30.01.1967, Blaðsíða 7
V I S I R . Mánudagur 30. janúar 1967. % nitlön'd , í raorgun útlönd útlönd í raorgun útlörid raorgun Þrfr bandarískir geimíarar láta lífið í eldsvoða Minningarguðsþjónustur í gær um gervöll Bunduríkin. Áformuð sem óður uð sendu munnuð geimfur til tunglsins fyrir 1970 ,*»#!*'*““* ■ . '& j ■ ■■ v ' JHI. *" Frá vinstri: Virgil Grissom, Edward White og Roger Chaffee. Hinn síðast nefndi var meðal geimfaranna, sem komu tii ísiands 1965. -»rir bandarísklr geimfarar Iétu Iífið í eldsvoða á Kennedy-flug- velli á föstudagskvöld, þeir Vir- gil Grissom, Edward White og Roger Schaffee. I gær voru haldnar víða í Bandaríkjunum minningarguðs- þjönustur um bandarísku geim- farana þrjá, sem létu lífiö á föstudagskvöld, er eldur kom upp í geimfarinu á tilraunastöð- .inni á Kennedyhöfða, er þeir höfðu komið sér fyrir í þvl í æfingarskyni. Varð þetta með svo snöggum hætti, að engri björgun varð við komið, og aö eins heyrðist er einn þeirra sagði nokkrum sekúndum áður en það stóð í björtu báli: Það er kviknað í geimfarinu. Þegar kviknaði í því voru geimfaramir að æfingu undir Appollo-geimferðina, sem ákveð in hafði verið að hæfist 21. febrúar. Útför tveggja fer fram á þriðjudag í Arlington-kirkju- garði, þar sem þjóðhetjur Banda ríkjanna hvíia óg hermenn, sem féllu á orrustuvelli, en sá þriðji í kirkjugarði liðsforingjaskólans í West Point. Samúðarskeyti bárust frá þjóða leiðtogum víða um heim eöa þeir minntust þeirra opinber- lega og þeirra meðal Páll páfi VI., U Thant framkvæmdastjóri SameimiðH þjóðanna og margir fieiri. Opmber rannsúkn var þegar fyrirskipuð á orsökom brunans. Geimfarið er sagt allt kolbrunn- ið innan og vafasamt, að þar finnist neitt, er leiöi orsakirnar í ljós. 1 fréttum brezka útvarpsins í gærmorgun var sagt, að I engu sem Johnson forseti sagði, er hann minntist geimfaranna, né öðru sem fram hafi komið af opinberri hálfu, hafi komið neitt fram um, að hætt verði viö áformið að senda mannað geim- far til tunglsins fyrir 1970, þrátt fyrir að nokkur dráttur kunni að verða á ýmsum undirbúningi vegna brunans. Johnson forseti kvað svo að orði um geimfarana, að þessir vösku menn hefðu látið líf sitt í þágu þjóðarinnar. „Vér syrgj- um vegna þessa mikla missis og hugur vor er hjá fjölskyldum þeirra", sagði forsetinn. Dauða geimfaranna bar að höndum þegar forsetinn og 60 erlendir ambassadorar voru aö undirrita sáttmálann, sem legg- ur bann við notkun kjarnorku- vopna í himingeimnum og að slík vopn veröi staðsett á tungl- inu eða öðrum hnöttum. Sumir voru ekki búnir aö undirrita sátt málann, er sorgajrfregnin barst. I einnig frétt NTB-fréttastof- unnar segir, að geimfaramir hafi trúlega kafnaö, en eldurinn mun hafa komið upp undir þeim hluta geimfarsins, sem súrefnis- foröinn var geymdur í, og reyk- ur borizt til þeirra gegnum súr- efnisrörið svo snögglega, að þeir hafi ekkert ráðrúm fengið til þess að grípa til björgunarút- búnaðar. • •>- ___________________!________________<s>r Ohaffee 31 árs hafði ekki tekiö þátt í geimferð fyrr. Grissom 39 ára, fór fyrstur bandarískra geimfara í tvær geimferöir og White 35 ára fór fyrstur bandarískra geimfara í gönguferð í himingéimnúm. d * i*3?- ** *'?:: HIN VINSÆLU AMERISKU BLÖNDUNARTÆKI I ELDHÚS OG BAÐHERBERGI. HAFNARSTRÆTI Ný stjórnarskrá í Rhodesiu Ian Smith forsætisráðherra Rhodesiu hefir tilkynnt á þingi, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að skipa nefnd til þess að semja nýja stjómarskrá fyrir landið. Forsætisráðherra kvaö stjórnina mundu afnema eftirlit með blöð- um, og hann lýsti yfir, að stofnað- ur yrði sérstakur dómstóll til með- feröar á málum þeirra sem kyrr- settir hafa verið samkvæmt undan- þágulögunum. Hann neitaði að Rhodesia hefði brotið iög meö því að lýsa yfir sjálfstæði, — það hefði verið eðlileg afleiðing stjóm- arskrárinnar frá 1961, sem brezka stjómin tók góða og gilda. Notkun kjarnorkuvopna í himingeimnum bönnuð I Moskvufrétt segir, að Banda-'v- ríkin, Bretland og Sovétríkin hafi j undirritað sáttmála, sem skuld-, bindur ríkisstjórnir þeirra til þess að koma ekki fyrir kjamorkuvopn- um úti í himingeimnum eða nota þau þar, — hvorki á tunglinu eða nokkm öðm himintungli eða Wilson til Brussel á morgun hnetti. Undirritunin fór fram í skrif- stofum utanríkisráðuneytisins að viðstöddum Kosygin forsætisráð- herra. Undirritendur voru Andrei Gromyko utanríkisráðherra, Sir Geoffrey Harrison ambassador Bretlands og Llewellyn Thompson, ambassador ’feandaríkjanna. Það var vegna tímamismunar, að fyrsta undirritun fór fram f Moskvu. Undirritanir fóru svo einn ig fram í London og Washington. Allar þjóðir gete gerzt a&ilar að sáttmálanum. Harold Wilson forsætisráöherra Bretlands kemur til BrUssel á morgun (þriðjudag) til þess að ræða aðild Bretlands að Efnahagsbanda- lagi Evrópu. Talsmaður belgísku stjórnarinnar segir, að hún vilji alls ekki breyta á nokkum hátt gruhninum sem starfsemi EBE hvílir á, og muni beina til hans mjög ákveðnum spumingum varðandi tilgang hans. — Wilson er búinn að vera £ Rómaborg og Parfs til þess að ræða aðildina eins og kunnugt er. — ■Stjómmálamenn í Bríissel telja ár- angur viðræfea Wilson við de Gaulle öllu jákvæðari en búizt harfði verið við. i.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.