Vísir - 30.01.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 30.01.1967, Blaðsíða 8
8 -u—---- , ■BUL. VISIR Utjfefandi: BlaOaðtgðtan VISIR framkvæmdastjóri ■ Dagut Jóoassoo Ritstjóri: Jónas Kristjánssoo ' ABstoóarritstjórt: Axel rhorsteinsor Frfttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson. Auglýsingan Þingholtsptræti 1. sfmar 16610 og 15099 Afgreiðsku Túngötu 7 Rltstjórn: Laugavegi 176. Sim> 11680 (5 Unur) Askriftargjald kr. 100.00 á mánuffi initanlands i lausasðlu w. 7,00 eintakiO PrentsmiOia Vlsis — Edda h.f Hvoð álítur jb/oð/n? J flestum menningarlöndum heims vita menn, hvaða álit fólk hefur almennt á þeim málefnuhi, sem ofar- lega eru á baugi, og hvaða afstöðu það muni taka til vandamála og nýjunga. Menn vita, hvort fylgi stjó’m- málaflokka er að vaxa eða minnka. Og menn vita, hvaða málefni em fólki efst í huga, þegar það velur sér stjórnmálaflokk í kosningum. Hér á landi er slík vitneskja aftur á móti ekki tií nema í mjög óljósri mynd. Stafar það af því, að hér eru skoðanir manna ekki kannaðar með vísindalegum hætti, eins og gert er annars staðar, t.d. í Gallup-könnunum. Hér í blaðinu var fyrir nokkra rætt um möguleika skoðanakannana á íslandi. Svo virðist sem slíkar kannanir séu ekki dýrari en svo, að hugsanlegt sé að beita þeim hér í fámenninu' Mörg b’rennandi mál eru afar umdeild hér á landi og um leið erfitt að henda reiður á, hvaða skoðanir eru útbreiddastar. Oft er fá- mennur hópur afar hávær og því talinn márgfalt fjöl- mennari en hann er í raun og vera. Kosningar til Al- þingis og sveitarstjóma sýna ekki skoðanir manna á einstökum málum, því þar blandast saman margvís leg óskyld mál. Því er næsta þokukennd vitneskja manna um fylgi einstakra mála hé’r á landi. Óneitanlega væri forvitnilegt að vita almennt um skoðanir þjóðarinnar á Keflavíkursjónvarpinu, á er- lendu einkafjármagni í atvinnulífinu, á braggun og sölu áfengs öls í landinu, á þjóðkirkjunni og starfs- háttum hennar, á ýmsum eriendum málefnum, svo sem styrjöldinni í Vietnam og valdabáráttunni í Kína, á aðild íslands að alþjóðlegu efnahagssamstarfi. Og þannig mætti lengi telja. Könnun á slíkum atriðum mundi vafalaust leiða í ljós í mörgum tilvikum allt aðra skoðanaskiptingu en almennt er talin. Efalaust hefðu skoðanakannanir heilbrigð áhrif á stjómmálin í landinu. Leiðtogar flokkanna kæmust í mun nánari snertingu við þjóðina. Lýðræðiö ykist, því stjómmálaforingja'r mundu taka afar mikið tillit til slíkra kannana. Þær mundu auðvelda þeim að taka afstöðu í samræmi við vilja meirihluta þjóðarinnar. Atvinnulífið þarf líka á skoðanakönnunum að halda. Það stoðar lítt að hefja framleiðslu eða innflutning á nýrri vöm, ef ekki er hægt að vinna markað fyrir hana. Með könnun er hægt að komast að raun um markaðsmöguleikana, og í sumum tilvikum að spara dýra fjárfestingu, sem annars hefði verið kastað á glæ. Þannig em skoðanakannanimar á ýmsan hátt þáttur í þeirri þróun, að sem mest skynsemi ríki í þjóðlífinu og atvinnulífinu. Þjóðin þarf að eignast menntaða menn á sviði skoð anakannana til að ganga fram fyrir skjöldu-og efna til pjonustu á því sviði. Til þess þarf vissulega framtak og áræði, og byrjunin yrði ekki umfangsmikil, en mik- il framtíð er vafalaust á þessu sviði, ef rétt er á haldið og ef augu manna opnast fyrir nytsemi skoðanakann- ana. I lí u Margrét FriOrlksdóttir, Hanna María Karlsdóttir og Ema Sigurbergsdóttir í hlutverkum Marja, Þór- dísar og Önnu. Leikfélag Keflavíkur SYNDIR ANNARRA 55 EFTIR EINAR H. KVARAN Ijríðjudaginn 24. þ. m. frum- sýndi Leikfélag Keflavíkur leikritið „Syndir annarra" eftir Einar H. Kvaran fyrir troðfullu húsi áhorfenda í Félagsbíói í Keflavík. Þessi sýning sýndi þáð áþreifanlega, að margt af því, sem góðir höfundar skrifa stenzt tímans tönn furðu vel. Einar H. Kvaran var einn mikil'hæfasti rithöfundur sinnar samtíðar, en leikrit þetta skrifaði hann fyrir u. þ. b. 50 árum. Engu að síður hefur það efnislega fullt gildi enn í dag og kenningar þær, sem höfundur túlkar, eiga engu síður erindi til nútímans en þær áttu fyrir hálfri öld. Leikritið fjallar að öðrum þræði um hin eilifu átök efnis- hyggjunnar og andlegra verð- mæta og að hinum um mikil- vægi umburðarlyndis og fyrir- gefningar í samskiptiun manna. Þetta er vandasamt dramatískt verk, sem krefstmikils af leik- endum. Leikstjóri var Ævar R. Kvar- an, sonarsonur skáldsins, og bar öll meðferð 'leikenda á hlutverk- um sínum þess ljósan vott, að stjómað hafði verið með festu og mikilli kunnáttu. Val leik- stjórans f hlutverk og þjálfun lítt reyndra leikenda, ber ótví- rætt vitni um alúð þá, sem hann hefur lagt við starf sitt, enda kom áhorfendum mjög á óvart, hve traustum tökum leikendur tóku hlutverk sín. Hei'ldarsvip- ur sýningarinnar var hreinn og sterkur og áberandi hnökraiaus. Framsögn leikenda var sjaid- gæflega skýr og góð og setn- ingameðferð þróttmikil og lif- andi hjá þeim, sem beztir voru og nákvpmni í „timing", þ. e. hvemig setningar féllu hver á aðra þar sem það átti við, var furðugóð og vakti athygli áhorf- enda. Er ljóst, að sterk áherzla hefur verið lögð af leikstjórans hendi á innlifun leikenda í hlut verk sín eins og átakamestu at- riði leiksins bám greinilega með séf. Meðferð hlutverka var óvenju jöfn og góð í þessu vandasama verkefni og man ég ekki eftir betri frammistöðu keflvískra leikenda á leiksviði en f þetta sinn. Tvenn hjón bera leikinn að mestu uppi, Þorgeir ritstjóri, sem túlkar aS mestu leyti lífs- viðhorf höfundar, og kona hans Guðrún annars vegar, en hins vegar Grímur lögmaöur, sem er mælskur fulltrúi efnishyggjunn- ar, og kona hans, Anna. Svo að segja alveg óreynd leikkona, Þórdis Þormóðsdóttir, lék hið vandasama hlutverk Guð rúnar og gerði því góð skil, en þó bezt þegar mest á reyndi. Er hún vafalaust gott leikkonuefni. Þorgeir, mann hennar, lék Sverrir Jóhannsson af skilningi á hlutverkinu og viðkvæmuni inniléik. Var frammistaða hans með ágætum. Einna athygli sverðastur var Ieikur Péturs Jóhannssonar f hlutverki Gríms lögmanns. — Hann lék af miklum skaphita og naut karlmannleg rödd hans sín vel í hlutverkinu. Var eftir- tektarvert að heyra þeiiftb „áma- tör“ halda svo vel uppi'^hirmm löngu ræðum lögmannsins, enda átti hann athygli áhorfenda 6 skipta. Voru átök þeirra vin anna Gríms og Þorgeirs hið ris hæsta í leiksýningunni. Emi Sigurbergsdóttir lék Önnu, koni Gríms. Vegna veikinda annarr ar konu, sem leika átti þett: hlutverk, tók Ema við hlutverk inu með örskömmum fyrirvara En þrátt fyrir það skilaði húi því með ágætum, enda hefui hún mjög góða sviösrödd og skýra framsögn. Jónína Krist jánsdóttir lék ömmu Guðrúnar frú Berg. Var þetta henna frumskím á leiksviðí, end' gætti f fyrstu nokkurs tauga óstyrks, en hún náði brátt tök um á hlutverkinu og lék þessí góðu konu af mikilli hlýju oj góðum skilningi, en hún flytu; hluta af hinum kristilega boð skaþ höfundarins, mikilvxg: :tr burðarlyndisins og fyrirgefning arinnar. Unga parið er leikið a. Þorsteini Eggertssyni og Hönm Framh. á bls. 13 II Pétur Jóhannsson i hlutvcrld Gríms iögmanns og Sverrir Jóhannsson í hlutverki Þorgeirs rltstjóra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.