Vísir - 30.01.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 30.01.1967, Blaðsíða 16
VISIR I Mánadagar 30. janúar 1967. Ný saga — TOPKAPI • Á morgun hefst ný kvik- mynda-framhaldssaga í Vfsi — „TOPKAPI“, byggð á skáld- sögu eftir hinn kunna höfund Eric Ambler. Veröur hún., eins og slíkar framhaldssögur, sem Vísir hefur birt áður, með mörg um myndum úr kvikmyndinni, sem sýnd verður í Tónabíó ein- hvem tíma á næstunni. • Skáldsaga Erics Amblers, og þá kvikmyndin., gerist að mestu leyti i Istanbui og er hin æsilegasta frá upphafi til enda. Þess má geta, að hinn frægi og fiölhæfi leikíistarmaður Peter Ustinov leikur eitt af helztu hlutverkunum i myndihni, en fyrir þan.n leik sinn hlaut hann hln eftirsóttu Oscars-verðlaun — hann leikur hinn aldna og sein- heppna bílstióra, sem höfund- urinn lætur segja sögima, og er meðfylgiandi mynd af honum í því hlutverki. Hin aðalhlut- verkin tvö eru leikin af Melina Mercouri og Maximilian Schell. • Sem sagt — bráðvel skrif- uð og spennandi saga, sem les- endum mun þykja nokkurs um vert að fylgiast með frá upp- hafi. Þorsteinn Jósepsson, biaðamaður, látinn Þorsteinn Jósepsson blaðamaður andaðist í gærkvöldi í Landspítal- anum eftlr langa og erfiða sjúk- dómsbaráttu. Þorsteinn var fæddur 18. júlí 1907 á Signýjarstöðum í Borgar- firði, sonur Jóseps G. Elieserssonar bónda þar og konu hans Ástríöar .... .... . .. Þorsteinn Jósepsson. Þorsteinsdóttur, bónda á Húsafelli Jakobssonar. Þorsteinn vakti fyrst athygli á sér sem ungmennafélagi heima í héraði, varð ágætur íþróttamaöur, fékk mikinn áhuga á Ijósmynda- gerð, og varð síðar kunnur ljós- myndari, hér og erlendis, og þjóð- kunnur blaðamaður og rithöfundur. Þorsteinn dvaldist erlendis um nokkurt skeið, í Þýzkalandi og Sviss. Laust fyrir 1940 réðst Þorsteinn að Vfsi, í ritstjórnartíö Kristjáns Guijlaugssonar, og réð hann Þor- stein að blaöinu sem Ijósmyndara og blaðamann, en Þorsteini var hugleikið þá og hafði raunar lengi verið aö gerast blaöamaður. Og við Vísi starfaöi Þorsteinn síöan eða um meira en aldarfjórðungs skeið, vann blaðinu vel og sam- vizkusamlega og sinnti jafnframt hugðarmálum af áhuga, kappi og festu, sem öðru, en þeir kostir voru honum í blóð bornir. Hér hefur verið stiklaö á stóru um æviatriði Þorsteins og verður þessa hugþekka og góða samstarfs- manns okkar minnzt ýtarlegar síð- ar. — A. Th. unni á Kefíavíkarvelli Breytingar og endur- bætur eru fyrirhugaðar af hálfu Flugmálastjórn- ar á Flugvallarhótelinu á Keflavíkurvelli. Verð- ur sennilega hafizt handa á næstunni eða eins fljótt og útvegað hefur verið nægilegt fjármagn til fram- kvæmda. „Við reiknum með því fast- lega, að hægt verði að ljýka breytingunum fyrir sumarið", sagði Pétur Guðmundsson, flug- vallarstjóri við Vísi í gær, „það er verið að afla peninga til framkvæmdanna“. Flugvallarstjóri sagði, að þeg- ar Flugmálastjóm tók við flug- stöðvarbyggingunni 1964, hafi henni verið breytt til þess að geta hýst Loftleiðir og annað borgaralegt flug, sem fer um „völlinn“. Á síðastliðnu ári Framh. á bls 10 Loftleiðamálið í norska Stórþinginu Hvers vegna var umsókn Loftleiða um að fá að nota RR-400 i Skandinaviu hafnað? Samgöngu- málaráðherra Noregs svaraði fyrirspurn Loftleiðamálið var til umræðu^ í norska Stórþinginu í s.l. viku. | Hafði komið fram fyrirspurn frá cínum þingmannanna um á- stæðurnar fyrir því að umsókn Loftleiða um að fá að nota hin- ar stóru flugvélar sínar, RR-400 á flugleiðum til Skandinaviu var hafnað. Fyrirspurnin kom frá elnum þingmanni Miðflokksins, Erling Engan. Samgöngumálaráðherrann Ha- kon Kyllingmark sagði, að skandinavisku löndin hefðu gert sitt til að stuðla að uppbygg- ingu Loftleiða með bví að le^fa félaginu, sem er utan við hin alþjóðlegu samtök fiugfélaga IATA, að hafa mun lægri' far- gjöld en ákveðin eru af IATA- flugfélögum. Forsenda þessarar undanþágu var tvímælalaust sú, - sagði ráðherrann, að Loftleiðir notuðu gamlar flugvélar með stlmpilmótorum, sem eru ekki sérlega heppilegar í samkeppni flugfélaganna vegna þess hve hægfara þær eru og ekki jafn- Framh. á bls 10 Áfengisútsölur senn oph- nðnr í Eyjum og Kefluvík Eins og kunnugt er var kosið um það á siðastliðnu vori í Keflavík og Vestmannaeyium, hvort opna skyldi áfengisútsölu á þessum stöð um. Kosningarnar fóru þannig á báðum stöðunum, að það var á- kveöið. Ráðnir hafa verið forstjórar fyr- ir báðum útsölunum, Óskar Gísla- son í Vestmannaeyjum, fyrrum út- gerðarmaöur og Jón Bárðarson í Keflavík, áður forstjóri áfengisút- sölunnar á Jsafirði. Fréttamaður Vísis hafði tal af Ragnari Jóns- syni skrifstofu^stjöra ÁTVR og innti hann frétta af væntanlegum útsölum. Ragnar svaraði því til, að innréttingar væru hafnar á báð um stöðunum, en ekki væri hægt að segja um það ennþá, hvenær útsölurnar yrðu opnaðar, en það yrði gert eins fljótt og hægt væri. Philip Jenkins reynir hljóðfæri á Akureyri. Skólabróðir Þórunnar Jóhanns- dóttur leikur á Akureyri Kennir við Tónlistarskóla Akureyrar i vetur Það hljóp heldur betur á snær- ið hjá tónlistarunnendum og tón- listarnemendum á Akureyri í haust er Tónlistarfélag Akureyrar fékk brezka píanóleikarann Philip Jenk- ins til að kcnna við Tónlistarskól- ann í vetur. Kom han.n hingað í nóvember og hóf starf sitt og mun hann leika á fvrstu tónleikum Tón listarfélagsins, scm haldnir verða á Akureyri 7. febrúar. Philip Jenkins er ungur að árum, en er þó talinn í hópi beztu píanó- leikara Bretlands. Hann stundaöi nám í Konunglega tónlistarskólan- um í London, hiá Harold Craxton, og var þar skólabróðir Þórunnar Jóhannsdóttur en síðan var hann við framhaldsnám i París. Hlaut | Jenkins margsinnis verðlaun fyrir frammistöðu sína í Konuglega tón listarskólanum i London og hefur oftar en einu sinni borið sigur úr býtum í tónlistarképpni. Jenkins hefur haldið tónleika víða i Bret- landi og öðrum Evrópulöndum og leikið inn á hljómplötur og marg- sinnis komið fram í brezka útvarp- inu. Árið /1964 stofnaði Jenkins, á- samt tveimur öðrum ungum tó«- listarmönnum, Lundúnatrióið, sem getið hefur sér frægðar víða. Hinn kunni tónlistarmaður 6- hann Tryggvason, sem búsettur er í London, var milligöngumaður um ráðningu Jenkins til Akureyrar. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.